Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 67. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Átök vegna nýrrar byggðar gyðinga Krefjast viðræðna um afsögn forseta Zaire Goma. Reuter. ^ Imynd Jeltsíns batnar RÚSSNESKIR embættismenn hafa mánuðum saman reynt að bæta ímynd Borís Jeltsíns og sannfæra menn um að hann sé nógu hraustur til að stjórna Rúss- landi en þeir gátu brosað breitt yfir myndunum sem voru teknar á flugvellinum í Helsinki í gær. Þar sést forseti fluttur úr flug- vélinni í hjólastól í veitingagámi og brosa kindarlega meðan ann- ar fóturinn skagaði stífur fram. Þetta var þó ekki forsetinn með veika hjartað, heldur Bill Clinton, sem er orðlagður skokk- ari. Jeltsín virtist á hinn bóginn fóthvatur og léttur í lund þegar hann gekk út úr spánnýrri flug- vél sinni þremur klukkustundum síðar. Hann brosti breitt þegar Martti Ahtisaari, forseti Finn- lands, tók á móti honum og stóð berhöfðaður í hráslagakuldanum meðan þjóðsöngvar Finnlands og Rússlands voru leiknir. Tónlistinni var sleppt við komu Clintons. „Ég býst við að það sé vegna þess að hann er í hjólastól og það hefði ekki verið viðeig- andi að leika þjóðsöngvana þar sem hann getur ekki staðið upp,“ sagði embættismaður i finnska utanríkisráðuneytinu. Clinton var skorinn upp á föstudag eftir að liðbönd i hné rifnuðu þegar hann missteig sig. „Menn sögðu að Jeltsín hinn veiki og Clinton hinn heilbrigði myndu koma til Helsinki en þetta reynd- ist hafa snúist við,“ sagði Jeltsín á mánudag. Reuter Fundur Jeltsíns og Bills Clintons hafinn í Helsinki Umrót í kauphöllum Vextimir hækkaðir? London. Reuter. VERÐ hlutabréfa snarlækkaði í kauphöllum í Evrópu og New York og gengi dollars hækkaði í gær eftir að Alan Greenspan, seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna að ákveðið yrði í næstu viku að hækka vexti í fyrsta sinn í tvö ár. „Ef við ákveðum að breyta pen- ingastefnunni hefur reynslan kennt okkur að þótt fjármálamarkaðirnir bregðist strax við getur helstu áhrifa á verðbólguþrýstinginn ekki farið að gæta fyrr en seint á þessu ári og því næsta,“ sagði Greenspan. Hann lagði áherslu á að seðlabank- inn yrði að bregðast skjótt við þeg- ar teikn væru um aukna verðbólgu til að kæfa hana í fæðingu. Sagðír sammála um að vera ósammála Helsinki. Morgunblaðið. NIÐURSTAÐA fundar leiðtoga Bandaríkjanna og Rússlands í Helsinki í dag verður líklega sú að þeir verða sammála um að vera ósammála, ef marka má orð Sandy Berger, öryggisráðgjafa Bills Clintons. „Ég býst ekki við að þeir [Rússar] skipti um skoðun og þeir ættu ekki að gera ráð fyrir því að við gerum það heldur.“ Sergei Jastrsjembskí, talsmaður Jelts- íns, tók undir þetta, sagði ekki við því að búast að lausn fyndist á NATO- deilunni á fundinum. Clinton og Borís Jeltsin Rússlandsforseti komu í gær til Helsinki og hófst fundur þeirra formlega í gærkvöldi með málsverði hjá Martti Ahtisaari Finnlandsforseta. Vel fór á með leiðtogunum undir borðum, að sögn Jastrsjembskís. Göntuðust þeir hvor með heilsufar annars og sagði talsmaður Jeltsíns að bjartsýni og vinsemd hefði verið ríkjandi og sér hefði virst samnings- vilji leiðtoganna ótvíræður. Jeltsín sagði að framundan væru erfiðar viðræður en að hann teldi að Clinton væri reiðubúinn að ná samkomulagi og að þeir myndu skilja sem vinir eins og ætíð áður. Fagnaði Clinton þessum ummælum í gær, sagði þau „uppörvandi". Embættismaður í fylgdarliði Clintons, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í gærkvöldi að Clinton myndi leggja fram tillögu um að Bandaríkjamenn og Rússar fækkuðu kjarnorkuvopnum sínum niður í 2.500 kjarnaodda hvort ríki, en það er meira en gert er ráð fyrir í START-2 samningnum. Miklar vonir bundnar við fundinn Leiðtogafundurinn hófst form- lega í gærkvöldi er Jeltsín og Clint- on sátu matarboð hjá Ahtisaari Finnlandsforseta og snæddu hrein- dýrakjöt í aðalrétt. í ræðu sem gestgjafinn hélt áður en borðhald hófst, sagði hann allra augu hvíla á fundarmönnum og að menn byndu miklar vonir við niðurstöðu fundar- ins. „Evrópa eftir lok kalda stríðsins ætti að þróast í öruggt svæði þar sem ekkert ríki ógnar öðru,“ sagði Ahtisaari. ■ Leiðtogafundurinn/22-23 Hugðust myrða konung Svía Stokkhólmi. Reuter. ATHYGLI sænskra fjölmiðla hefur á ný beinst að morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, eftir að sænskur lögfræðingur skýrði frá því að fyrrverandi skjólstæðingur sinn hefði sagt sér frá sam- særi um að myrða Palme og Karl Gústaf Svíakonung. Lögfræðingurinn, Pelle Svensson, sagði að Lars Ting- ström, þekktur afbrotamaður í Svíþjóð, hefði skýrt frá því á dánarbeðinum að hann hefði staðið að morðinu ásamt þrem- ur öðrum mönnum, þeirra á meðal Christer Pettersson, sem var sakaður um morðið en sýknaður. Svensson sagði að fjórmenn- ingarnir hefðu upphaflega ætl- að að myrða Svíakonung en af því hefði ekki orðið þar sem morðinginn hefði fyrir tilviljun gengið fram á Oiof Palme á götu í Stokkhólmi. ■ Sjúklegt hatur/20 ÍSRAELSKIR hermenn beittu táragasi og skutu gúmmíkúlum á Palestínumenn við jaðar Betlehem í gær þegar þeir mót- mæltu byggingu nýs hverfis fyrir gyðinga nálægt Austur- Jerúsalem. Einn Palestinumað- ur særðist af völdum byssukúlu og þrettán voru fluttir á sjúkra- hús eftir að hafa andað að sér táragasi. ísraelskir hermenn eru með mikinn viðbúnað vegna fram- kvæmdanna en tugir palest- ínskra ungmenna komust þó framhjá þeim og köstuðu stein- um að ísraelskum vörðum. Yasser Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, lýsti framkvæmdunum sem „hryðjuverki" sem gæti valdið blóðugum átökum. LEIÐTOGAR uppreisnarmanna í Zaire kröfðust í gær viðræðna við Mobutu Sese Seko forseta og settu það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Frakkar hvöttu franska borgara í landinu til að fara þaðan og sendu hermenn og flugvélar til tveggja nágrannaríkja Zaire til að und- irbúa hugsanlegan brottflutning þeirra. Franska varnarmálaráðuneytið kvaðst hafa sent þijár flutninga- vélar, tvær þyrlur og 40 hermenn til Libreville, höfuðborgar Gabons. 60 hermenn til viðbótar yrðu einn- ig sendir til Brazzaville, höfuð- borgar Kóngólýðveldisins, sem er við Zaire-fljót og örskammt frá Kinshasa, höfuðborg Zaire. Sonur Mobutus, sem hefur verið á sjúkrahúsi í Mónakó, sagði að forsetinn myndi fara til Kinshasa í dag. Hann kvað föður sinn ekki útiloka viðræður við uppreisnar- mennina og ætla að ræða þann möguleika við aðra ráðamenn í Kinshasa. Talsmaður Laurents Kabila, leiðtoga uppreisnarmann- anna, sagði að hann myndi ekki fallast á vopnahlé fyrr en eftir viðræður við Mobutu eða fulltrúa hans um afsögn forsetans. Mobutu hefur verið við völd í Zaire í 32 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.