Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 60
grœnm
grein
wm skajuAskrift
0BUNAÐARBANKI ÍSLANDS
JtewdCd
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1
FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Reyna á að finna heildarlausn á almenna markaðinum um helgina
Stjórnarformaður Olís
Rætt um hærn taxta og
skattleysismörk í 70 þús.
FORYSTUMENN samningsaðila á
almenna vinnumarkaðinum leita nú
óformlega leiða á bak við tjöldin til
lausnar á yfirstandandi kjaradeilu og
er að því stefnt að viðræður fari í
fullan gang um helgina. Reyna á að
ná samkomulagi áður en allsheij-
arverkfall Dagsbrúnar og Framsókn-
ar hefst á mánudag. Að mati laun-
þegaforystunnar er yfírlýsing ríkis-
stjórnar mjög mikilvægur þáttur í
heildarlausn kjaradeilunnar um helg-
__ ina ef koma á í veg fyrir verkfalls-
átök sem stæðu fram yfír páska, skv.
upplýsingum blaðsins.
Skv. heimildum Morgunblaðsins
eru uppi hugmyndir um að breyta
launatölum í kauptöxtum í fyrirliggj-
andi samningsdrögum en ekki verði
þó hróflað við orðalagi um að taka
upp nýtt kauptaxtakerfi. Munu vinnu-
veitendur ekki hafa útilokað að leggja
meira inn í kauptaxtana þannig að
sátt geti orðið um kröfuna um 70
þúsund kr. lágmarkslaun á samnings-
tímanum. Þetta er talið úrslitaatriði
ef samkomulag á að nást við Verka-
mannasambandið og Dags-
brún/Framsókn.
Skýrari tryggingarákvæði
í öðru lagi er rætt um að setja
mun skýrari tryggingar- eða opnun-
arákvæði inn í samningana ef semja
á til tveggja og hálfs árs. í þriðja
lagi þarf að leysa ágreining milli
vinnuveitenda og fiskvinnslufólks í
VMSÍ um tilfærslu úr hóplauna- og
bónuskerfum í kauptaxtana og heim-
ildarákvæði um sveigjanlegan dag-
vinnutíma, sem vinnuveitendur höfðu
lagt tit að yrði frá kl. 6 til 20, en
VMSÍ hefur hafnað því. Er fastlega
reiknað með að samkpmulag geti
náðst um þetta atriði. í flórða lagi
er talið að yfirlýsing ríkisstjómar um
skattabreytingar geti greitt fyrir að
samningar takist með skjótvirkum
hætti.
Skrifleg yfirlýsing ríkisstjómarinn-
ar lá fyrir á þriðjudagskvöld þegar
allt útlit var fyrír að samkomulag
væri að takast. I henni var gert ráð
fyrir sömu aðgerðum í skattamálum
og kynntar höfðu verið, að því undan-
skildu að stjórnvöld fallist á að ekki
verði hróflað við vaxtabótakerfínu.
Ríkisstjómin lýsti einnig yfír að sú
meginregla verði virt að 10% iðgjald
verði greitt í samtryggingarsjóði í líf-
eyriskerfínu, og loks að bætur aldr-
aðra og öryrkja hækki í samræmi við
launahækkanir. Að mati launþegafor-
ystunnar þarf ríkisstjómin að breyta
skattatillögunum ef lausn á að fínnast
og hefur sett fram hugmyndir um
að hækka skattleysismörkin í 70 þús-
und en á móti lækki almenna skatt-
prósentan um 2% í stað 4% eins og
ríkisstjómin hafði boðað. Útkoma
samninganna gæti þá þýtt meiri
kaupmáttaraukningu og tekjujöfnun
verkafólks með laun undir 90 þús.
kr. en fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir.
Leitað leiða til að koma
Dagsbrún að samningaborðinu
Viðræður héldu áfram í gær milli
Samiðnar og vinnuveitenda og er
annar fundur boðaður í dag. Samn-
ingur við Landssamband verslunar-
manna lá fyrir nær fullbúinn þegar
viðræðum var hætt sl. þriðjudags-
kvöld. Þyngra er undir fæti í sam-
skiptum vinnuveitenda og VMSÍ en
mest óvissa er þó uppi um með hvaða
hætti fulltrúar Dagsbrúnar og Fram-
sóknar geti komið að viðræðum um
helgina með skýrt samningsumboð.
Skv. heimildum Morgunblaðsins mun
forysta Dagsbrúnar nú vera að kanna
baklandið hjá sér.
Samið um 320 millj.
króna verkefni
Fjórar hol-
ur boraðar
við Kröflu
LANDSVIRKJUN hefur ákveðið
að hefja í vor borun eftir háþrýsti-
gufu við Kröflu til að afla orku
fyrir seinni vél af þeim tveimur
sem framleiða eiga samtals 30
- ^.megawött sem þörf er á vegna
stækkunar Álversins í Straumsvík
og byggingar nýs álvers við
Grundartanga. Gengið hefur verið
frá samningi við Jarðboranir hf.
um að fyrirtækið vinni verkið og
hljóðar verksamningurinn upp á
um 320 milljónir króna.
Tvær holur
boraðar í sumar
7 0 þúsund
kr. krafan
sanngjörn
GISLI Baldur Garðarsson, stjórnar-
formaður Olíuverzlunar Islands,
vék að óvissunni í kjaramálum í
ræðu sinni á aðalfundi Olís í gær
og sagði að í sérkjarasamningi
Dagsbrúnar, sem gerður var vegna
starfsfólks á bensínstöðvum, hefði
verið samið um meiri launahækkan-
ir en gert var í aðalkjarasamningn-
um.
„Samkvæmt þessum samningi
voru lægstu mánaðarlaun starfs-
manna hjá Olís ákvörðuð 82 þúsund
krónur, sem með vaktaálagi verða
89 þúsund krónur. Olís hefur þann-
ig gert talsvert betur en að mæta
kröfunni um 70 þúsund króna lág-
markslaun. Sú krafa var enda mjög
sanngjörn og við verðum að vona
að það þvælist ekki lengi fyrir
samningsaðilum. Við hljótum' að
gera kröfu um það, að með einhveij-
um hætti verði okkur gert kleift
að koma fyrirtækinu í fullan gang
að nýju, enda verði gengið út frá
þeirri reglu, að samninga, sem gerð-
ir hafa verið af til þess bærum aðil-
um, skuli halda,“ sagði Gísli Baldur.
■ Gera verður/18
-------------
Vaskir piltar
á voijafn-
dægri
VASKIR piltar láta það ekki á
sig fá þó snjór hylji jörð og
kargaþýfi skiptir heldur engu
máli þegar mönnum hleypur
kapp í kinn. Ósléttur og háll fót-
boltavöllurinn kemur öllum jafn
illa, svo það er engin ástæða til
að bera sig aumlega. Það er ólík-
legt að piltarnir hafi áttað sig
á, að í gær voru vorjafndægur.
Vetrarsólin reyndi þó að gefa
þeim vísbendingu og ylja þeim
og öðrum borgarbúum af veikum
mætti.
Ætlunin er að bora í sumar
tvær nýjar holur og síðan tvær
skáholur í eldri holur en í fyrra
voru boraðar lágþrýstiholur sem
gefa eiga næga gufu fyrir fyrri
15 MW vegna vélar tvö sem er
30 MW.
„Búið er að afla nægrar lág-
þrýstigufu til að knýja helming
vélar tvö, en hins vegar er þörf á
að bora háþrýstigufuholur fyrir
seinni 15 megawöttin og er ætlun-
in að þeirri vinnu ljúki í ár,“ sagði
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Sagði Halldór þessar holur eiga
að tryggja að seinni vélin gefi
fullt afl, 30 MW. Gert er ráð fyrir
að vélin verði komin í rekstur að
hálfu leyti á hausti komanda og
næg gufa verði síðan fyrir hendi
á næsta ári.
Fyrri 15 MW eru til að tryggja
næga orku vegna stækkunar Al-
versins í Straumsvík og þau síðari
fyrir álver Colombia á Grundar-
tanga sem taka á í notkun á miðju
næsta ári. Boranirnar eiga að hefj-
ast í apríl.
Samherjamenn fram-
selja forkaupsrétt
Tveir sjóðir
kaupa fyrir
22,5 millj.
ÞRÍR stærstu eigendur Samheija,
Þorsteinn Már Baldvinsson og Þor-
steinn og Kristján Vilhelmssynir,
sem nýtt hafa sér forkaupsrétt sinn
í hlutafjáraukningu félagsins að
upphæð 70 milljónir króna að nafn-
virði, hafa gert bindandi samkomu-
lag um að framselja 22,5 milljónir
króna til tveggja sjóða.
Annars vegar er um að ræða ís-
lenska fjársjóðinn sem kaupir hluta-
bréf að nafnvirði tæpar 16,9 milljón-
ir og hins vegar til íslenska hluta-
bréfasjóðsins sem kaupir hlutabréf
að nafnvirði rúmlega 5,6 milljónir
króna.
■ Mikil viðbrögð/12
Síðustu handritin væntanleg heim frá Danmörku
Koma með danska eftir-
litsskipinu V ædderen í vor
Á VORI komanda er von á tveimur síðustu handrita-
sendingunum frá Danmörku en um þessar mundir eru
liðin 26 ár síðan fyrstu handritin, Flateyjarbók og
Konungsbók Eddukvæða, voru afhent íslendingum
við hátíðlega athöfn eftir áratuga viðræður um endur-
heimt þeirra.
Síðan samið var um skiptingu handritanna milli
Dana og íslendinga hafa þau verið send hingað til
lands í nokkrum skömmtum og á næstu tveimur
mánuðum er von á síðustu sendingunum, að sögn
Stefáns Karlssonar, forstöðumanns Stofnunar Árna
Magnússonar á íslandi.
Um er að ræða tvær sendingar, aðra frá Árnastofn-
un í Kaupmannahöfn og hina frá Konunglega bóka-
safninu. Meðal þess sem er að finna í pakkanum frá
Árnastofnun er Jónsbókarhandrit frá fyrri hluta sext-
ándu aldar en á því er að sögn Stefáns mikið af
skemmtilegum spássíuteikningum. í sendingunni frá
Konunglega bókasafninu eru m.a. ævisaga Jóns
Indíafara, málfræðiritgerð eftir Eggert Ólafsson, bréf
og kvæði Bjarna Thorarensen, bókmenntasaga Jóns
Ólafssonar úr Grunnavík og nokkur kvæði Jónasar
Hallgrímssonar í eiginhandarriti.
Gert er ráð fyrir að allra síðustu handritin úr Árna-
safni komi hingað til lands með danska eftirlitsskipinu
Vædderen í maí nk. en það var einmitt skip með
sama nafni sem lagði að höfn í Reykjavík með fyrstu
handritin, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða,
21. apríl 1971.
Handritaráðstefna í júní
í tilefni af afhendingu síðustu handritanna gengst
Stofnun Árna Magnússonar á íslandi fyrir tveggja
daga ráðstefnu um handrit dagana 19.-20. júní nk.
Til hennar verður boðið um fimmtíu gestum frá Dan-
mörku, sem ailir hafa á einhvern hátt komið nálægt
rannsóknum á handritunum, hvort tveggja á Árna-
stofnun og Konunglega bókasafninu.