Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞRÝSTIHÓPAR OG ÞJÓÐARATKVÆÐI PÉTUR H. Blöndal flutti nýlega ræðu á Alþingi vegna breytinga á stjórnarfrumvarpi um atvinnuleysis- tryggingar, sem ASÍ hafði krafizt að yrði dregið til baka eða gerðar á því ákveðnar breytingar, sem launþegahreyf- ingin gæti sætt sig við. Kjarninn í ræðu hans var þessi: Alþingi setur nánast aldrei lög að frumkvæði þingmanna. Þau eru flest sett að frumkvæði framkvæmdavaldsins og samin af embættismönnum. Þrýstihópar senda lagafrum- vörp til ríkisstjórna til samþykktar og þau síðan stimpluð á hinu háa Alþingi. Þau eru alltaf með því marki brennd, að þau henta þrýstihópum betur en þjóðinni. Þrýstihóparn- ir breytast ekki neitt þó kjósendur gangi að kjörborðinu á fjögurra ára fresti. Þannig vinnur valdaafsal Alþingis gegn hagsmunum kjósenda. Þingmaðurinn sagði, að í umfjöllun félagsmálanefndar Alþingis um frumvarpið hefði komið fram spurning um, hvort leitað hefði verið samþykkis BSRB og BHM við breytingar ASÍ. Spurning hefði þótt eðlileg í nefndinni, þótt spurt hefði verið um, hvort aðili „úti í bæ“ hafi sam- þykkt lagafrumvarp á Alþingi. Slík væri niðurlæging hins háa Alþingis. Pétur hefur hér hreyft máli, sem iðulega hefur komið til umræðu á undanförnum árum, og forseti íslands, Olaf- ur Ragnar Grímsson, minntist á við setningu Alþingis sl. haust. Ýmsum hefur þótt nóg um áhrif svonefndra þrýsti- hópa á störf Alþingis. í því sambandi er rétt að hafa í huga, að í lýðræðisþjóðfélagi hafa einstaklingar, samtök þeirra og fyrirtæki fullan rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri og afla þeim fylgis, jafnt meðal þingmanna sem annarra. Skörin færist þó upp á bekkinn þegar þrýsti- hópar semja sjálfir lagafrumvörp og ætlast til að þau verði samþykkt lítt eða ekki breytt á Alþingi eða þegar þrýstihópar í lykilstöðu reyna að kúga Alþingi og ríkis- stjórn til að láta að vilja sínum. í þessum efnum er vandratað meðalhófið eins og svo mörgum öðrum. Alþingi, og reyndar ríkisstjórn, hafa skyldur við þjóðina eina. Allt vald er frá kjósendum kom- ið. Því valdi verða þrýstihópar að lúta sem allir aðrir. Þess vegna má búast við því, að þróun lýðræðisins stefni í þá átt á nýrri öld að auka hlut kjósenda við ákvarðana- töku. Það verður bezt gert með þjóðaratkvæðagreiðslu um stærstu mál, sem þjóðin glímir við hveiju sinni. EFTIRLIT MEÐ RÍKISSTYRKJUM EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) í Brussel hefur ákveðið að gera ekki athugasemdir við ríkisstyrk, sem veittur var til kaupa á flotkví fyrir Akureyrarhöfn. Slippstöðinni Odda hefur nú verið leigð flotkvíin til að taka upp skip til viðgerða - við vægu verði - og hefur fyrirtækinu þar með verið fengið verulegt forskot í sam- keppni við aðrar skipasmiðjur. Þótt ESA komist að þeirri niðurstöðu að styrkurinn sé leyfilegur, breytir það ekki því að skynsamlegra væri af stjórnvöldum að láta einkafyrirtæki um að standa sig í samkeppninni án beinna eða óbeinna rlkisstyrkja. Viðhorf eigenda flotkvíarinnar I Hafnarfirði, sem keppa við Slipp- stöðina Odda á ójöfnum forsendum, er heilbrigt: þeir segja greinina ekki þurfa á styrkjum að halda og hafa ekki sótzt eftir þeim. ESA telur að ísland hafi brotið EES-samninginn með því að láta undir höfuð leggjast að tilkynna ríkisstyrkinn fyrirfram og fá samþykki ESA fyrir veitingu hans. Jafn- framt telur stofnunin að í hafnalögum séu heimildir til að veita styrki, sem ekki myndu rúmast innan reglna EES. Því verði íslenzk stjórnvöld að tilkynna alla styrki, sem veita eigi með vísan til laganna. Samgönguráðherra þarf að beita sér fyrir breytingum á hafnalögunum, og alla vega að sinna þeirri skyldu að gera ESA viðvart um fyrirhugaða ríkisstyrki. Svo virðist sem íslenzk stjórnvöld séu sein til að átta sig á hinu nýja umhverfi, sem fylgir aðild íslands að EES. Ríkisstyrkir til atvinnustarfsemi eru varasamir og yfirleitt vondir. Þess vegna eru þeir háðir ströngu eftirliti. ÍSLAND OG RÍKJARÁÐSTEFNA ESB Tillögnr um varnarmál setja Island í vanda Tillögur á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins um breytt tengsl þess við Vestur-Evrópusam- bandið eru íslenzkum stjómvöldum lítt þókn- anlegar, skrifar Olafur Þ. Stephensen. Is- land vill, líkt og Bretland, viðhalda óbreyttu ástandi í tengslum VES og ESB. VESTUR-EVROPUSAMBANDIÐ Borgarafundur í Kjalarneshreppi um sameiningu við Reykjavík Fjárhagnr hrepps- ins í brennidepli Morgunblaðið/Þórmundur INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Pétur Friðriksson odd- viti Kjalarneshrepps ræða við þijá íbúa hreppsins um sameiningarmálin. UMRÆÐUR um hlutverk Evrópusambandsins í ör- yggis- og varnarmálum og tengsl sambandsins og Vestur-Evrópusambandsins (VES) eru eitt viðkvæmasta málið, sem er til umræðu á ríkjaráðstefnu ESB. Þetta er jafnframt sá málaflokkur á ríkjaráðstefnunni sem getur haft einna mest áhrif á hagsmuni ís- lands. Hér verður sjónum því beint að umræðum um breytingar á sam- starfinu í svokallaðri annarri stoð Evrópusambandsins, sem er milli- ríkjasamstarfið um utanríkis- og ör- yggismál. Islenzk stjórnvöld hafa lengi vel haft nokkrar áhyggjur af þróun mála á þessum væng Evrópusam- bandsins og umræðum um aukið frumkvæði og sjálfstæði ESB í ör- yggis- og varnarmálum. Ástæðan er annars vegar að ísland hefur tryggt öryggi sitt með varnarsamstarfi við Bandaríkin og íslenzkir ráðamenn hafa spurt hvort aukið varnarsam- starf ESB-ríkja kynni að koma niður á samheldni Atlantshafsbandalags- ins (NATO) og stuðla að því að Bandaríkjamenn drægju úr varnar- skuldbindingum sínum gagnvart Evrópuríkjum. Hins vegar er Island eitt af þremur NATO-ríkjum austan hafs, sem ekki eiga aðild að Evrópu- sambandinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að hin evrópska „varnarvitund" (European defence identity) verði þróuð á vettvangi NATO en ekki utan þess, hafa Islendingar talið að það yrði ekki endilega hagsmunum þeirra til framdráttar að Evrópustoð NATO yrði þróuð fyrst og fremst á vettvangi ESB, þar sem ísland kynni eðli málsins samkvæmt að hafa tak- mörkuð áhrif á þá þróun. VES „óaðskiljanlegur hluti“ af þróun ESB en þó sjálfstætt Sem stendur er Vestur-Evrópu- sambandið í hlutverki Evrópustoðar NATO og ísland á aukaaðild að sam- tökunum, líkt og Noregur og Tyrk- land. Fullgild aðildarríki VES eru öll aðilar bæði að ESB og NATO. ESB-ríkin fjögur, sem hafa staðið utan hernaðarbandalaga, auk Dan- merkur, eiga hins vegar svokallaða áheyrnaraðild að VES. Vestur-Evrópusambandið var upphaflega stofnað árið 1948 sem nokkurs konar undanfari NATO og í stofnsáttmála þess er grein um gagnkvæmar varnarskuldbindingar aðildarríkjanna. VES hafði hins veg- ar sofið löngum svefni er ákveðið var að endurvekja það árið 1984 í því skyni að auka samstarf NATO- ríkjanna innan Evrópubandalagsins á sviði öryggismála. Frakkar höfðu einkum frumkvæði að þessari endur- vakningu, enda vildu þeir vega upp á móti áhrifum Bandaríkanna innan NATO og efla sjálfstæði Evrópuríkja í vamarmálum. Með gildistöku Maastricht-sátt- málans tók Evrópusambandið upp sameiginlega öryggis- og utanríkis- málastefnu, sem m.a. skyldi ná til „mótunar sameiginlegrar varnar- stefnu, sem með tímanum kann að leiða til sameiginlegra varna“, eins og það er orðað í samningstextanum. Jafnframt var VES sagt „óaðskiljan- legur hluti af þróun sambandsins" og samtökunum fengið það hlutverk að útfæra og framkvæma þær ákvarðanir Evrópusambandsins, sem tengdust varnarmálum, samkvæmt beiðni ESB. Samtökin hafa með öðr- um orðum haldið stofnanalegu sjálf- stæði sínu og eru ekki háð skipunum frá ESB. Innan NATO hefur náðst sam- komulag um að VES verði Evrópu- stoð bandalagsins og að hin „evr- ópska varnarvitund", sem Frakkar og fleiri telja æskilega, verði þróuð innan þess en ekki utan. Forsendan fyrir þessu samkomulagi var stefnu- breyting af hálfu Frakka. Jafnframt hefur náðst samkomulag á vettvangi NATO um að Evrópuríkin í VES geti ráðizt í aðgerðir í samræmi við sameiginlega utanríkis- og öryggis- málastefnu ESB og notað til þess evrópskar sveitir, sem væru undir stjórn Evrópumanna en fengju mikið af herstjórnarkerfi NATO lánað, ásamt búnaði og fjarskiptakerfum, sem Bandaríkjamenn legðu til. Þetta kerfi hefur á ensku verið kallað „Combined Joint Task Forces“ (CJTF) en íslenzk þýðing er vand- fundin. Sænsk-finnska tillagan vænleg málamiðlun Mörg Evrópusambandsríki vilja nota tækifærið á ríkjaráðstefnunni og færa sambandinu betri og skil- virkari tæki í utanríkis- og öryggis- málum, til þess að það geti mótað árangursríka utanríkisstefnu og leik- ið það hlutverk á alþjóðavettvangi sem samræmist efnahagsmætti þess. Samstaða virðist ríkja á ráðstefnunni um að setja á stofn sérstaka áætl- ana- og greiningardeild til að styrkja stefnumótun sambandsins í utanrík- ismálum og að skipa sérstakan emb- ættismann, sem yrði talsmaður ESB á sviði utanríkismála. Varnarmálin eru hins vegar viðkvæmari og tor- leystari. Frakkland, Þýzkaland og fleiri ríki hafa verið hlynnt því að sameina VES og ESB, að minnsta kosti í áföngum, en Bretland hefur lagzt eindregið gegn því og viljað varðveita stofnanalegt sjálfstæði samtakanna. Bretar enduróma þar einnig sjónarmið íslands. Finnland og Svíþjóð lögðu í upp- hafi ríkjaráðstefnunnar fram tillögu um að hin sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefna sambandsins taki m.a. til þeirra verkefna VES, sem kölluð hafa verið Petersberg- verkefnin, þ.e. mannúðaraðstoðar og björgunarverkefna, friðargæzlu og loks beitingar herafla til að stilla til friðar á hættutímum. Jafnframt var lagt til að ESB gæti gefið VES fyrir- mæli um framkvæmd slíkra aðgerða. Loks lögðu Finnar og Svíar til að öll aðildarríki ESB gætu tekið þátt í að ákveða hernaðaraðgerðir af þessu tagi og hrinda þeim í fram- kvæmd. Með samþykkt tillögunnar væri því í raun búið að þurrka út markalínuna á milli fullgildra aðild- arríkja VES og áheyrnaraðila á borð við Finnland og Svíþjóð að því er varðar þátttöku í friðargæzlu og skyldum aðgerðum. ÍSLAND og RÍKJARÁÐSTEFNA ESB Samstarfinu í ESB er oft skipt í þrjár „stoðir" til útskýringar. FYRSTA STOÐIN: Þar er einkum hið hefðbundna samstarf í efnahagsmálum, þar á meðal innri markaðurinn, og Efnahags- og myntbandalagið. ÖNNUR STOÐIN: Þarferfram utanríkis- og öryggismálasamstarf aðildarríkjanna. Með Maastricht-samningnum fékk ESB sameiginlega öryggis- og utanríkismálastefnu og ákveðið var að stefna í fyllingu tímans að sameiginlegum vörnum. Vestur-Evrópusambandið gegnir þar mikilvaegu hlutverki þótt það sé í raun ekki hluti af ESB. Samstarfið er milliríkjasamstarf og ákvarðanir verður að taka samhljóða. Ólíkt því, sem gerist í fyrstu stoð ESB, hafa framkvæmdastjórnin, dómstóllinn og þingið lítið eða ekkert hlutverk. Þessi tillaga, sem upphaflega var fyrst og fremst lögð fram til að sýna að Finnland og Svíþjóð gætu tekið frumkvæði í öryggismálum Evrópu, hlaut betri viðtökur en flytjendur hennar þorðu að vona, sennilega vegna þess að hún er vænleg mála- miðlun á milli ofangreindra sjónar- miða. í drögum að breyttum stofnsátt- mála ESB, sem írland lagði fram í desember síðastliðnum og hafa síðan verið grundvöllur umræðna á ríkja- ráðstefnunni, er mikið mið tekið af sænsk-finnsku tillögunni. Þar er í fyrsta lagi iagt til að hert verði á orðalaginu varðandi mótun sameig- inlegrar varnarstefnu. Hana eigi að móta með „framsæknum" hætti „með tilliti til sameiginlegra varna“. Þetta er málamiðlun á milli þeirra, sem vilja sameiginlegar varnir, og hinna, sem vilja óbreytt ástand. Þá er lagt til að Petersberg-verkefnin bætist við hina sameiginlegu utan- ríkis- og öryggismálastefnu og að öll aðildarríki ESB skuli fá að taka þátt í þessum verkefnum, þar á meðal skipulagningu og ákvarðana- töku í ráðherraráði ESB. ESB „notfæri sér“ VES írsku samningsdrögin falla ekki að skoðunum íslenzkra stjórnvalda, sem vilja helzt óbreytt ástand. Ekki verður heldur horft framhjá því að nái þessar tillögur fram að ganga, geta ríki utan hernaðarbandalaga, á borð við Svíþjóð og Finnland, komizt í þá stöðu að hafa jafnmikil eða meiri áhrif á aðgerðir VES, Evrópu- stoðar NATO, en ísland, sem er eitt af stofnríkjum Atlantshafsbanda- lagsins. Halldór Ásgrímsson hefur sent Svíum og Finnum tóninn vegna til- löguflutnings þeirra og sagt að það sé óviðunandi fyrir ísland að VES verði „lagt undir“ ESB, rétt eins og ef það rynni inn í sambandið. Orða- lagið í írsku tillögunni er málamiðlun á milli þeirra, sem vilja að ESB geti gefið VES fyrírmæli oog hinna, sem vilja að ESB sendi VES áfram beiðni um aðstoð. írarnir leggja til að ESB geti „notfært sér“ VES til að fram- kvæma hernaðaraðgerðir af áður- nefndu tagi. Hugsanlega geta ís- lendingar lifað með því orðalagi. Franskar tillögur um sameiginlega varnarstefnu Oryggis- og varnarmálin höfðu lítið verið rædd á ríkjaráðstefnunni frá því í október á síðastliðnu ári og allt þar til í síðustu viku, en þá var haldinn fundur samningamanna um málefni annarrar stoðarinnar, sem var „ruglingslegur en áhugaverður“ að sögn heimildarmanns í fram- kvæmdastjórn ESB. Frakkar lögðu þar fram „umræðuplagg", sem inni- heldur engar beinar tillögur um orða- lag, heldur er þar dregin upp mynd af „sameiginlegri evrópskri vamar- stefnu“. Meðal annars er vitnað til VES sem „varnarþáttar Evrópusam- bandsins" og vikið að því að aðal- markmið sérhverrar varnarstefnu sé auðvitað varnir landsvæðis og íbúa. NATO og VES beri áfram ábyrgð á sameiginlegum vörnum aðildarríkja sinna. „Þá ábyrgð getur [Evrópu] sambandið ekki borið sameiginlega fyrr en það kemur sér upp „sameig- inlegum vörnum“ segir í franska plagginu. Frakkar telja að sameiginleg evr- ópsk varnarstefna eigi að hafa þrjú markmið: í fyrsta lagi aukið sam- starf Evrópuríkja til að auka skil- virkni varna þeirra; í öðru lagi sam- eiginlega notkun herafla í öðrum til- vikum en til að veija landsvæði NATO-ríkja; og í þriðja lagi aukið samstarf á sviði hergagnafram- leiðslu og þróun hernaðargetu. í franska plagginu segir að þessi markmið séu í þágu hagsmuna allra aðildarríkja ESB, þar á meðal þeirra, sem standi utan hernaðarbandalaga. Þá sé engin togstreita á milli sameig- inlegrar varnarstefnu og skuldbind- inga NATO-ríkjanna í ESB, vegna þess að „slík stefna myndi þvert á móti styrkja framlag Evrópuríkja til öryggis bapdalagsins". Loks tala Frakkar til íslands og annarra auka- aðildarríkja VES: „Evrópsk aðildar- ríki [NATO], sem ekki tilheyra Evr- ópusambandinu, geta tengzt þróun sameiginlegrar varnarstefnu sem sérstakir samstarfsaðilar Evrópu- sambandsins og VES.“ Samningabragð eða afturhvarf til fyrri afstöðu? Ekki er fullkomlega ljóst hvað þetta þýðir allt saman, en ljóst er að Frakkar vilja ganga mun lengra í átt til sameiginlegra varna en gert er ráð fyrir í samningsuppkasti Irlands. Þeir vilja sameiningu ESB og VES í áföng- um og er gert ráð fyrir að þeir leggi beinharða tillögu þar að lútandi fyrir ríkjaráðstefnuna á pæstunni ásamt Spáni, Portúgal og Ítalíu. Við fyrstu sýn bendir þessi mál- flutningur Frakka til að þeir hafi á ný færzt nær fyrri afstöðu sinni og vilji efla sjálfstæðan varnarmátt Evr- ópuríkja. Heimildarmenn Morg- unblaðsins telja hins vegar sennilegra að þetta sé bragð af hálfu Frakk- lands til að hafa sitt fram innan NATO, þar sem frönskum stjórnvöld- um þyki Bandaríkin hafa verið treg til að samþykkja „Evrópuvæðingu“ bandalagsins í samræmi við fyrri yfir- lýsingar, t.d. að Evrópumaður verði yfirmaður Suður-Evrópuherstjórnar NATO. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hlaut tillaga Frakka misjafnar viðtök- ur meðal samningamanna. Þjóðverjar studdu hana, þótt þeir hefðu ekki fengizt til að vera meðflutningsmenn eins og til stóð í upphafi. Sum ríki tóku henni frekar vel og töldu hana metnaðarfyllri en drög Irlands, sem einkenndust um of af umhyggju fyrir hagsmunum gömlu hlutleysingjanna í ESB. Bretar voru auðvitað æfír og fundu tillögunni allt til foráttu. Þeir eru hins vegar einangraðir í þeirri afstöðu að vilja engar breytingar á tengslum VES og ESB. Óljósari og flóknari staða Islands Af framansögðu má ljóst vera að flestar þær tillögur, sem fram hafa komið á ríkjaráðstefnunni um breyt- ingar í varnar- og öryggismálum, hugnast íslenzkum stjórnvöldum ekki séretaklega vel og setja þau í ákveð- inn vanda. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefur lýst því yfír að verði ESB og VES sameinuð, sjái ísland lítinn tilgang í að halda aukaaðild sinni áfram. Hins vegar má spyrja hvaða hag ísland hefði af því að svipta sjálft sig a.m.k. hluta af þeim áhrifum á evrópsk varnar- og öryggismál, sem það hefur nú. Ekki er víst að íslenzk stjómvöld þurfí að svara þeirri spurningu; flest- ir, sem við er rætt, telja ósennilegt að samruni VES og ESB nái fram að ganga. Sennilegast er að samn- ingamenn á ríkjaráðstefnunni nái ein- hvers konar málamiðlun, til dæmis í anda sænsk-fínnsku tillögunnar. Slík málamiðlun mun engu að síður gera stöðu íslands í vestrænu varnarsam- starfí óljósari og flóknari en verið hefur. Almennur borgara- fundur um hugsanlega sameiningu Kjalames- hrepps og Reykjavíkur var haldinn með íbúum hreppsins í fyrrakvöld. Þórmundur Jónatans- son fylgdist með um- ræðum en hart var tek- ist á um gildi þess fyrir fámenna byggð að renna inn í stórborgina. SAMKOMULAG hreppsnefnd- ar Kjalarness og borgar- stjórnar Reykjavíkur um að kannaðir verði með form- legum hætti möguleikar á samein- ingu sveitarfélaganna, sem undirrit- að var 14. mars sl., var kynnt á al- mennum borgarafundi í Fólkvangi í fyrrakvöld. Samkomuhúsið var þéttsetið af íbúum enda ekki á hveijum degi sem sjálfstæði sveitarfélagsins er til um- ræðu. Hart var tekist á um kosti og galla sameiningar og var hafL á orði að fundarmenn hafi verið furðanlega málefnalegir sem eflaust mætti skýra með nærveru fjölmargra virtra gesta, þ.á m. þingmanna, borgar- fulltrúa og borgarstarfsmanna. Erfið fjármálastaða Kjalarnes- hrepps setti óneitanlega sterkan svip á fundinn en í sem fæstum orðum snerust umræður einkum um hvort sveitarfélagið hefði fjárhagslegt bol- magn til að sinna öllum skyldum sínum en greiða jafnframt niður skuldir vegna umtalsverðra fjárfest- inga á síðustu árum. í fréttabréfi og fundarboði hrepps- nefndar greinir Pétur Friðriksson oddviti frá því að sérstök nefnd hafi unnið fjármálaáætlun til 10 ára í því skyni að hægt væri að gera sér grein fyrir framtíðarmöguleikum sveitar- félagsins. Áætlunin leiðir að mati oddvitans í ljós að mjög erfitt verði að reka sveitarfélagið og halda uppi þjónustu við íbúa næstu árin. Segir hann að tekjur dugi fyrir gjöldum og afborgunum lána í fyrsta lagi árið 2004 en þangað til verði að endurfjármagna sveitarfélagið með lántökum. Oddvitinn setti fundinn og reifaði aðdraganda að gerð samkomulags við Reykjavík um sameiningu en önn- ur sérskipuð nefnd annaðist könnun- arviðræður við nágrannasveitarfélög um nánara samstarf eða sameiningu. Pétur sagði að ákveðið hefði verið að hefja viðræður við Reykjavíkur- borg þegar ljóst varð að borgin neit- aði hreppnum um að selja þriðja að- ila samning milli sveitarfélaganna um sorpurðun í Álfsnesi. Samstarfsnefnd skipuð Eftir könnunarviðræður við Reykjavík varð niðurstaða sú að gera fyrrnefnt samkomulag við borgina. I samkomulaginu em raktar forsendur samningsaðila í 23 málaflokkum sem lagðar skulu til grundvallar í samn- ingaviðræðum sérstakrar samstarfs- nefndar sem skipuð er tveimur full- trúum úr hvorri sveitarstjórn. í henni sitja Pétur Friðriksson og Kolbrún Jónsdóttir fyrir Kjalnesinga og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Ámi Sig- fússon fyrir Reykjavík. Umræður á fundinum endurspegl- uðu skýrt harðvítug átök innan hreppsnefndar um framtíð sveitarfé- lagsins. Aðeins er um eitt ár liðið síðan þáverandi meirihluti sveitarfé- lagsins klofnaði og tveir fulltrúar D-lista mynduðu meirihluta með tveimur fulltrúum F-lista og situr oddvitinn fráfarandi, Jón Ólafsson, einn í minnihluta. Kolbrún Jónsdóttir, hreppsnefnd- armaður, kynnti drög að samkomu- laginu og taldi hún niðurstöðuna mik- ið framfaramál fyrir Kjalnesinga. Sagði hún markmið í skipulagsmálum sérlega mikilvæg en m.a. er stefnt að eflingu byggðakjamans í Gmnda- hverfí. Hún benti á að félagsleg þjón- usta væri tryggð með ýmsu móti auk þess sem sérhagsmunir bænda væm tryggðir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri, og Árni Sigfússon, oddviti minnihluta í borgarstjórn, lýstu í upp- hafí fundar sjónarmiðum sínum. Sagði borgarstjóri samkomulagið tryggja hagsmuni beggja aðila ágæt- lega en hagur Reykvíkinga af því væri einkum til framtíðar með því að tryggð væm landsvæði þannig að byggð gæti þróast til norðurs með- fram ströndinni. Ámi Sigfússon lagði áherslu á að fullkomin samstaða væri um málið í borgarstjóm. Sagði hann forsendur sameiningar einkum tvær, að Klepps- víkurtengingu yrði lokið á fímm til sex ámm og að atvinnurekstri yrði fundinn góður staður nærri íbúða- byggð. Veik samningsstaða? Margir fundargesta undmðust hraðan framgang málsins og töldu sumir enga ástæðu til að koma skríð- andi til Reykvíkinga. Eðlilegra væri að bíða og sjá til hveiju áætlun um endurskipulagningu fjármála hrepps- ins skilaði. Jón Olafsson, sem er í minnihluta í hreppsnefnd, óskaði eftir drætti á viðræðum þar til reikningar síðasta árs lægju fyrir. Reynir Kristjánsson taldi að ef ein- hvem tímann hafi verið von um að byggja sveitarfélagið upp væri það nú við þær aðstæður þegar atvinnu- uppbygging væri mikil í nágrenninu. Sagðist hann vera þeirrar skoðunar að full ástæða væri til að sjá til hvern- ig tækist til við endurskoðun fjármála. Þór Jens Gunnarsson taldi samn- ingsstöðu hreppsins veika og spurði hvers vegna ekki væri beðið eftir því að Reykjavík leitaði til Kjalarnes- hrepps um það leyti þegar þörf eftir landi væri meiri. Hann efaðist einnig stórlega um að skuldir hreppsins væm íbúum ofviða. Gagnrýndi hann forsendur hreppsnefndar í fjárhags- áætluninni sem gerðu ráð fyrir aðeins 2,5% árlegri fjölgun íbúa. Sigþór Magnússon, skólastjóri Klé- bergsskóla, sagði að íbúar yrðu að minnast þess að ekki væri verið að sameina vegna þess hve vel hrepp- urinn stæði. „Við vomm öll sannfærð um það síðast að við þyrftum ekki að samein- ast. Við töldum okkur trú um að fólk- ið kæmi, en það hefur bara ekki kom- ið,“ sagði Sigþór. Sagðist hann gjarn- an vilja að hreppurinn væri sjálfstæð- ur en hann yrði hins vegar að sjá rök um það væri hægt. Minnti hann á að miðað við fjárhagsáætlun næstu 10 ára færi heill árgangur í gegnum gmnnskóla á lágmarksrekstrarkostn- aði. M Margir fundarmenn viðurkenndu að í samkomulagi sveitarfélaganna væri margt fallegra loforða, einkum um skuldbindingar borgarinnar um að veita Kjalnesingum þjónustu. Ferdinand Ferdinandsson, forstöðu- maður Arnarholts lýsti mikilli ánægju með plaggið og minnti á að samein- ing hafí síðast verið feild með sáralitl- um mun þegar kosið var í almennum sameiningarkosningum fyrir þremur ámm. Ýmsir efuðust þó um að staðið yrði við öll loforðin. Þór Jens taldi samkomulagið þýða breytingu á stefnu borgaryfírvalda með því að einu hverfí borgarinnar væri veitt sérstök kjör. Undir þetta tók Harald- ^ ur Guðbjartsson og spurði borgar- stjóra hvemig borgin ætlaði að veita Kjalnesingum sérþjónustu umfram aðra borgarbúa. Ekki veitt sérstök iqör Borgarstjóri vísaði á bug að Kjal- nesingum yrðu veitt sérstök kjör umfram aðra. Á hinn bóginn hefði verið lögð áhersla á að veita sambæri- lega þjónustu. Aðspurð sagði hún þó eðlilegt að starfræktur væri vinnuhópur eftir kosningar til að vinna að því að ákvæði samnings sveitarfélaganna kæmu til framkvæmdar. í samningnum er kveðið á um að starfandi verði sérstök skólanefnd» fyrir leikskóla og gmnnskóla Kjalar- ness. Sagði borgarstjóri eðlilegt að fjölga skólanefndum í gmnnskólum borgarinnar en nú er aðeins ein starf- andi fyrir alla skóla. Ingibjörg Sólrún sagði að fulltrúar borgarinnar hafí varað sig á að lofa ekki upp í ermina á sér. Sagði hún að staðið yrði að fullu við allt sem sett hafí verið á blað. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vom sammála um að nauðsynlegt væri að ljúka umræðu og kosningum um sameiningu í ár til þess að hægt. verði að kjósa í sameinuðu sveitarfé-’ lagi að ári, ef sameining verður sam- þykkt. Geri samstarfsnefnd tillögu um sameiningu verður kosið um hana í báðum sveitarfélögum fyrir júnílok. Nefndin leggur fram tillögur sínar í maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.