Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heimsótti Akureyringa í gær Borgarstjóri fékk mjólkurvörur að gjöf INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, brosti sínu breiðasta er hún hélt heim á leið um miðjan dag eftir stutta heimsókn til Akureyrar í gær. Borgarstjóra voru færðar mjólkurvörur að gjöf, nýmjólk og rjómi sem hún hafði með- ferðis í mjólkurleysið í borginni. Arni Steinar Jóhannsson, for- maður stjórnar Upplýsingamið- stöðvarinnar á Akureyri og umhverfissljóri bæjarins, færði borgarstjóra þessa óvenjulegu gjöf. „Við erum vanir að gefa bækur við svona tækifæri en að þessu sinni fannst okkur full ástæða til að færa borgarstjóra nyólkurvörur að gjöf,“ sagði Árni Steinar er hann kvaddi borgarstjóra. Ingibjörg Sólrún flutti m.a. erindi á ráðstefnu um áfengis- og vímuefnanotkun unglinga sem hófst á Hótel KEA í gær. Auk þess heimsótti hún fyrir- tæki í bænum og heiðraði bæjar- ráðsmenn með nærveru sinni í gærmorgun. Þórarinn líka með mjólk heim Þórarinn Tyrfingsson frá SÁÁ flutti einnig erindi á ráð- stefnunni í gær og í upphafi máls sins sagðist hann hafa byijað heimsókn sína til Akur- eyrar á því að kaupa mjólk og ijóma til að hafa með sér heim og m.a. átti að nota við undir- búning fermingarveislu. Norðlendingar hafa ekki far- ið varhluta af mjólkurleysinu á höfuðborgarsvæðinu, frekar en Morgunblaðið/Ágúst Lúða gleypir þorsk Neskaupstað, Morgunblaðið SKIPVERJAR á Barða NK, sem var að veiðum á Papagrunni ný- verið, fengu 60 til 70 kg lúðu í vörpuna sem ekki er í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þegar farið var að gera að lúð- unni kom í ljós að hún hafði gleypt plastbakka með tilbúnum fiskrétti. Nánar tiltekið var hér um að ræða roð- og beinlausan þorsk og var lítið farið að sjást á bakk- anum og plastinu utan um hann. Hefur lúðan því trúlega verið nýlega búin að gleypa góðgætið. Það var að sjálfsögðu framleitt á íslandi. Þess má að lokum geta að á bakkann var stimplaður síð- asti söludagur - í desember 1997. FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristján INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir fékk nýmjólk og rjóma frá Árna Steinari Jóhannssyni, formanni stjórnar Upplýsingamiðstöðvar- innar á Akureyri. Sunnlendingar. Akureyringar, sem hafa verið á ferð til Reykja- víkur með flugi, hafa margir hveijir farið með tugi lítra af mjólkurvörum til vina og ætt- ingja þar. Einnig hefur verið líflegt í mjólkurflutningum í gegnum Umferðarmiðstöðina á Akureyri og hver farmurinn af öðrum farið suður með Norður- leiðarrútunni. Kanada hafnar loftferða- samníngi i HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segir að íslensk stjórnvöld hafi unnið að því í mörg ár að gera gagnkvæman loftferðasamning við Kanadamenn, en þeir hafnað slíku. „Við treystum okkur ekki til að gefa Kanadamönnum heimild til að athafna sig að vild hér án þess að við höfum gagnkvæm réttindi í Kanada," sagði Halldór. Hann sagði að náðst hefði samn- ingur um að Flugleiðir mættu fljúga með farþega til Halifax tvisvar í viku og kanadískt flugfélag tvisvar í viku til íslands með farþega frá Kanada. Flugleiðir mega ekki taka upp farþega í Halifax og fljúga áfram til Bandaríkjanna og því er kanadíska flugfélaginu ekki veitt samsvarandi heimild. „Við höfum boðið Kanadamönn- um að opna þetta en þeir hafa ekki viljað á það fallast," sagði Halldór. Rafiðnaðarsambandið og ríkið gera nýjan kiarasamning Launakostnaður í ár eykst um 5-6% RAFIÐNAÐARSAMBANDIÐ og samninganefnd ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning vegna rafiðn- aðarmanna í ríkisþjónustu í gær- morgun. Sáttafundur hafði þá stað- ið yfir í um 30 klukkustundir. Verk- falli, sem hófst á miðnætti i fyrri- nótt, var frestað þegar samkomulag lá fyrir. Samningurinn er í öllum aðalat- riðum hjiðstæður þeim samningum sem RSÍ hefur gert að undanförnu við RARIK og Reykjavíkurborg og gildir út marsmánuð árið 2000. Almenn launahækkun í upphafi er 4,7%, 1. janúar 1998 hækka laun um 4%, 1. janúar 1999 um 3,5% og 1. janúar 2000 um 1,2%. Tekið er upp nýtt kauptaxtakerfi með til- færslu á aldurs- og stjórnunarálags- greiðslum að hluta inn í kauptaxt- ana til hækkunar. Að mati ríkisins eykst launakostnaður á fyrsta ári samningstímans um 5-6%, að sögn Gunnars Björnssonar, formanns SNR. Launabreytingar frá 4-15% Vegna taxtakaupsbreytinganna hækka laun starfsmanna við undir- ritun mismunandi mikið eftir starfs- aldri eða frá um 4% og upp í um 15%, skv. upplýsingum Helga. R. Gunnarssonar, skrifstofustjóra RSÍ. Samningurinn nær til um 135 raf- iðnaðarmanna. Um var að ræða fyrsta kjara- samninginn sem ríkið gerir í yfír- standandi kjaradeilu. Viðræður standa yfir við fjölda félaga opin- berra starfsmanna og hefur fremur lítið miðað. „Hvað þennan samning varðar erum við að feta í sömu fótspor og voru mörkuð í samningum RARIK, Reykjavíkurborgar og LÍR, enda urðu menn sammála um að launa- kerfið í þessum samningum væri byggt upp með sama hætti og að | reynt yrði að gera sömu breytingar j allsstaðar. Við vorum því að fylgja þeirri markmiðssetningu," sagði ' Gunnar. Póstatkvæðagreiðsla fer fram um samninginn meðal rafiðnaðar- manna til 1. apríl og talning at- kvæða fer fram 4. apríl. Rafiðnað- armenn eiga eftir að gera kjara- samning við Vinnuveitendasam- bandið vegna starfsmanna hjá Pósti og síma hf. og verður næst tekið ) til við það, að sögn Helga. ) Dæmt prestum í vil og úrskurður skattsljóra ógiltur Heimilt að draga kostnað frá tekjum af aukaverkum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur telur að aukaverk presta teljist til sjálf- stæðrar atvinnustarfsemi og prestum sé því heimilt að draga kostnað vegna þeirra frá tekjum þegar þeir gera skil á skatti. Dómurinn felldi úr gildi úrskurð skattstjórans i Reykjavík, sem reiknaði skatt af tekjum vegna aukaverka eins og væru þær launa- tekjur. Prestur í Reykjavík höfðaði málið gegn ríkinu. Presturinn þiggur föst laun frá ríkinu, eins og allir prestar, auk þess að fá greiddan embætt- iskostnað úr ríkissjóði og aksturs- styrk. Því til viðbótar fær hann greitt fyrir aukaverk, eins og giftingar, skímir og fermingar, í samræmi við gjaldskrá sem dóms- og kirkjumála- ráðuneytið setur. Skattstjóri endurákvarðaði opin- ber gjöld prestsins fyrir gjaldárin 1993, 1994 og 1995 og leit á tekjur vegna aukaverka sem launatekjur, þ.e. tók ekki til greina kostnað við öflun þeirra. í niðurstöðu dómara, Valtýs Sig- urðssonar, Helga I. Jónssonar og Skúla J. Pálmasonar, er vísað til þess að prestum sé lögum samkvæmt heimilt að krefjast þóknunar fyrir tiltekin aukastörf, sem falli utan lög- bundinna starfsskyldna þeirra og þar með sé í raun viðurkennt að þessi störf falli utan þeirra verkefna sem prestar fái greitt fyrir með launum úr ríkissjóði. Prestur geti ekki kraf- ist hærri greiðslu en reglur kirkju- málaráðuneytis heimili, en geti hins vegar tekið lægri greiðsiu eða af- þakkað hana. „Er að þessu leyti um að ræða einkaréttarlegt samnings- samband milli stefnanda og þess sem þjónustunnar nýtur og staða stefn- anda því önnur en launþega," segir í dóminum. Greiðsla kostnaðar óháð stærð sóknar Þá er bent á, að prestar verði sjálf- ir að innheimta þessar greiðslur og beri þannig alla áhættu og ábyrgð. Ráðuneytið hafi staðfest, að greiðsl- ur vegna kostnaðar presta séu í meginatriðum þær sömu, óháð fjölda sóknarbarna eða mismunandi vinnuálags. Dómurinn vísar til þessa og segir að prestar í stærri sóknum fái ekki endurgreiddan ailan kostnað sem þeir hafí af embætti sfnu og aukaverkum. „Samkvæmt því getur það varðað stefnanda miklu að fá að draga frá þann kostnað, sem hann sannanlega hefur af öflun tekna vegna aukaverka og ekki er endur- greiddur úr ríkissjóði," segir í niður- stöðum dómsins, sem vísar jafnframt til þess að allt þar til yfirskattanefnd breytti árið 1993 framkvæmd á þvf, hvemig farið var með skattlagningu þessarar þjónustu, hafi prestum verið gert að greiða i ryggingargjald af tekj- um af aukaverkum og aðstöðugjald á meðan það var lögskylt. Dómurinn tekur fram, að ekki verði séð að breyt- ing hafí orðið á skattalöggjöfínni, sem hafi gefið tilefni til að breyta fram- kvæmdinni á þennan hátt. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson 19 ára forseti bæjarstjórnar unum í maí í fyrra, þegar Funk- listinn fékk 18,20% atkvæða. Þegar bæjarstjórnin skipti með sér verkum var Kristinn kjörinn j þriðji forseti bæjarstjórnar. Fyrsti og annar forseti voru fjarverandiígærogkomþað | þvi í hlut Kristins að stýra fund- inum. ÞAU tíðindi urðu á bæjarstjórn- arfundi á ísafirði í gær, að nítj- án ára bæjarfulltrúi Funklist- ans, Kristinn Hermannsson, sat í forsæti og er að líkindum yngsti forseti bæjarstjórnar sem sögur fara af. Kristinn og félagi hans, Hilmar Magnússon, náðu Iqöri í sveitarstjórnarkosning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.