Morgunblaðið - 21.03.1997, Side 19

Morgunblaðið - 21.03.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 19 VERIÐ Loðnuvertíð senn að ljúka „VIÐ ERUM að berja á hrygndri kerlingu og það er fremur dræm veiði. Það er langt á milli kasta og lítið í. Veiðin hefur hins veg- ar farið minnkandi og þetta er smám saman að fjara út,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson, skip- stjóri á Hólmaborg SU, í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en skipið var þá að veiðum suður af Malarrifi á Snæfellsnesi. Þor- steinn sagði vertíðina vera að líða undir lok sem væri ekki óeðlilegt miðað við árstíma. Hrognavinnslu víðast hvar lokið Ágætis veiði var hins vegar norðvestur af Garðskaga í fyrradag og fengu skipin þá óhrygnda loðnu sem átti að kreista til hrognavinnslu. Fram- leiðendur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hættu vinnslunni fyrir skemmstu og að sögn Vík- ings Gunnarssonar, deildar- stjóra hjá íslenskum sjávaraf- urðum, er hrognaframleiðsla þeirra nú á lokastigi. Kap VE landaði í gær síðasta farminum sem fer í kreistingu í Vest- mannaeyjum. Þá var Húnaröst SF á leið til Hornafjarðar í gær og átti að freista þess að vinna hluta farmsins í hrognavinnslu. „Það var mjög skörp veiði norður af Garðskaga í gærmorgun [í fyrramorgunj. Það hefur verið góð veiði í birtingunni á morgn- ana og aftur á kvöldin síðustu daga. Við náðum ágætis köstum af óhrygndri kerlingu og karli og líklega á að reyna að taka aflann i kreistingu. Það er 30 tíma stím fyrir okkur úr Faxa- flóanum og austur til Horna- fjarðar en vonandi verður hægt Morgunblaðið/Sigurgeir HROGNAVINNSLU hefur víða verið hætt enda þegar búið að vinna það magn, sem kemst á markaði í Japan. að kreista úr þessu hrognin. Aðallega til að halda við græj- unum en það hefur mjög lítið verið unnið af hrognum á Hornafirði á þessari vertíð,“ sagði Jón Axelsson, skipstjóri á Húnaröstinni. Þá hafa borist um 633 þúsund tonn af loðnu á land frá áramót- um og eru nú aðeins eftir um 170 þúsund tonn af útgefnum loðnukvóta. 21 þúsund tonn flutt út af fersk- fiski 1994-96 í SVARI sjávarútvegsráðherra við fyrirspum Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns um útflutning á ferskum fiski, kom fram að alls voru flutt út 21.126 tonn af fersk- fiskflökum á árunum 1994-1996 að Fob-verðmæti 7,2 milljörðum króna og námu heildartollgreiðslur útflutningsins um 231 milljónum króna. Ennfremur kom fram í svar- inu að EES-samningurinn hefur haft veruleg áhrif til lækkunar tolla. Verðmæti útflutningsins er á föstu verði og er miðað við verðlag í desember 1996. Ekki eru reiknað- ir tollar á útflutning til Hong Kong og Singapore, þar sem ekki fengust upplýsingar um tollskrár þessara landa. Þá kom fram í svari ráðherra að GATT-samkomulagið hefur ekki áhrif á tollgreiðslur af útflutningi ferskfiskflaka. Aftur á móti leiddi EES-samningurinn, sem gekk að fullu í gildi 1. janúar sl., til lækkun- ar á heildargreiðslum tolla um rúm- ar 373 milljónir króna, miðað við gefnar forsendur í útreikninum á áætluðum álögðum tollum. Mest flutt út af ýsu Á tímabilinu 1994-1996 voru flutt út um 6.465 tonn af ferskum ýsuflökum, að verðmæti um 2,6 milljarðar króna og námu toll- greiðslur vegna þessa um 16,2 millj- ónum króna. Aðeins eru greiddir tollar á útflutning ýsuflaka til Bandaríkjanna, þar sem greidd er ákveðin upphæð af hveiju kílói. Langmest var flutt út af ýsuflökum til Bandaríkjanna á umræddu tíma- bili, samtals um 5.859 tonn að verð- mæti um 2,4 milljarðar króna. Af ferskum karfaflökum voru flutt út á þessum þremur árum samtals 6.265 tonn, að verðmæti 1,7 millj- arðar króna og námu tollgreiðslur um 158 milljónum króna. Langmest var flutt út af karfaflökum til Bandaríkjanna, Þýskalands og Belgíu. Mest var flutt út af ferskum til Bandaríkjanna á árunum 1994- 1996, um 3.178 tonn, en samtals voru flutt út 5.714 tonn af ferskum þorskflökum og var verðmæti þeirra rúmur 1,9 milljarður króna. •{§* ifSÝ W:'-i' ■ m ■■■ m SAFARIKUR KIUKLINCUR EÐA 4 ELDSTEIKTIR HAMBORCARAR A AÐEINS 790 KR. SLAKAÐU NÚÁMEÐ FJÖLSKYLDUNNI, SLEPPTU MATARCERÐINNIOC NÝTTU ÞÉR FRÁBÆRTTIWODÁVÍBON. ÞÚ FÆRÐ ÞÉR ANNAÐHVORT CRILLAÐAN SAFARÍKAN KJÚKLINC, BEINTAFTEININUM, EDA 4 ELDSTEIKTAOC ILMANDI HAMBORCARA ÁADEINS790 KRÓNUR. BORÐADU Á STAÐNUM EÐA TAKTU MED HEIM. CÓDURSTAÐUR v: -J SÉ ■ ,'b Aöeins fallegir hlutir til fermingargjafa - engar málamiðlanir Habitat I Kringlunni er verslun fult af húsgögnum og smávörum sem njóta sín vel sem fermingargjöf. [ Sllfurskrin 1750 kr. » 3 Ilmsápur 630 kr. « Þvottapok | Camp leíkstjórastóH 2950 kr. |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.