Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Indriði Pálsson stjórnarformaður Skeljungs hf. á aðalfundi félagsins Ekkert bendir til að flutn- ingsjöfnun verði afnumin ÞRÁTT fyrir að nú sé ár liðið frá því að Samkeppnisráð úrskurðaði að ákvæði í iögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara brjóti í bága við samkeppnislög er ekkert sem bendir til þess að viðskiptaráð- herra sem hefur yfir málinu að segja hyggist bæta þar úr. Þetta kom fram í ræðu Indriða Pálssonar, stjórnarformanns Skelj- ungs, á aðalfundi fyrirtækisins i gær. „Forsvarsmenn Skeljungs hafa á liðnum árum ítrekað bent á að flutningsjöfnun á olíuvörum sem hér hefur viðgengist sé í beinni andstöðu við samkeppnisreglur. Að fengnu áliti Lagastofnunar Háskóla íslands komst Samekeppnisráð að sömu niðurstöðu. Það eru því mikil vonbrigði að viðskiptaráðherra skuli ekki hafa séð ástæðu til að bregð- ast við í samræmi við þá niður- stöðu,“ sagði Indriði. Hann sagði að afkoma Skeljungs hefði verið góð á síðasta ári, en fyrirtækið skilaði 187 milljón króna hagnaði eftir skatta að teknu tilliti til hlutdeildarfélaga. Sala félagsins hefði verið meiri á liðnu ári en nokkru sinni fyrr og þetta ásamt ýmsum jákvæðum breytingum sem gerðar hafi verið á starfsháttum félagsins á liðnu ári gefi „rökstudda ástæðu til að ætla, að framhaid verði á góðri afkomu þess, þótt efiaust verði róðurinn þungur á stundum, enda hafa, eins og þið vitið, hluthafar góðir, aðalkeppi- nautar þess á íslenska olíumarkaðn- um nánast runnið saman í eitt fyrir- tæki, þó að forminu til og af hag- kvæmnisástæðum sé rekstur þeirra undir tveimur vörumerkjum." Indriði sagði að félagið hefði sett sér ákveðin markmið til dæmis varðandi umhverfismál, markaðs- samstarf og hagnað af rekstrinum. Markmiðin væru skýr en sveigjan- leg og tækju mið af þjóðfélagsað- stæðum á hveijum tíma. Til þess að þau næðust væri mjög mikilvægt að stöðugleiki ríkti í þjóðfélaginu og hagvöxtur héidi áfram að auk- ast eins og áætlað væri. „Þess vegna er ákaflega mikils um vert og raunar öllum fyrir bestu, að þær deilur, sem uppi eru á vinnumark- aði um þessar mundir, séu settar niður á raunhæfan hátt hið fyrsta og hér ríki áfram friður á milli laun- þega og atvinnurekstrarins." 10% arður Aðalfundurinn samþykkti greiðslu 10% arðs og að auka hlutafé um 10% með útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. Stjórn félagsins var endurkjörin, en í henni eiga sæti Indriði Pálsson, Björn Hall- grímsson, Haraldur Sturlaugsson, Hörður Sigurgestsson og Sigurður Einarsson. Danske Bank fær 77% í sænsk- um banka Kaupmannahöfn. DEN DANSKE BANK A7S - stærsti banki Danmerkur - hefur keypt 77,2% í Ostgota Enskilda Bank og boðið í það sem eftir er af hlutabréfunum í sænska bankan- um. Verð hlutabréfa í Ostgota En- skilda hækkaði um 23,60 krónur í 50,50, sama verð og Den Danske Bank greiddi fyrir hlut sinn og býð- ur fyrir afganginn af hlutabréfun- um. Bréf í Den Danske lækkuðu um 9 krónur í 601 krónu. Ef gengið verður frá kaupunum fyrir 2,8 milljarða króna verður hér um að ræða þriðju yfirtöku banka í Skandinavíu á þremur mánuðum og þróun í átt til sameiningar held- ur áfram í geiranum. Danski bankinn verður þriðji stærsti bankinn í Skandinavíu, en er nú sá fjórði stærsti. Kaupþing hf. með 121,5 milljón króna hagnað í fyrra Hagnaður sexfald- aðist frá fyrra ári FRÁ undirritun samnings Landsbréfa, Landsbankans og Mjólkursam- sölunnar, f.v. Jóhann Ágústsson aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands, Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsölunnar og Gunnar Helgi Hálfdanarson forstjóri Landsbréfa hf. Nýr lífeyrissjóður til Landsbréfa ÁRIÐ 1996 var besta ár Kaup- þings hf. frá stofnun fyrirtækisins árið 1982. Hagnaður af rekstri fyrir skatta var tæplega 193 millj- ónir króna sem er sexföldun frá árinu 1995. Eftir skatta nam hagn- aðurinn tæplega 121,5 milljónum sem er um 57% arðsemi af eigin fé. Eigið fé Kaupþings hf. jókst um tæplega 281 miiljón og var í ársiok 493 milljónir, að því er seg- ir í frétt frá fyrirtækinu. Þar er einnig greint frá því að markmið fyrirtækisins fyrir rekstr- arárið hafí náðst og fór árangurinn á flestum sviðum langt fram úr björtustu vonum. Heildarumfang viðskiptanna fór í 140 milljarða króna og jókst um 46% frá fyrra ári. Skýringar á auknum hagnaði eru margar, en felast að miklu leyti í því að Kaupþing náði að nýta sér VIÐSKIPTI með hlutabréf voru með líflegasta móti í gær og seld- ust bréf fyrir tæpar 140 milljónir króna sem er með því mesta sem selst hefur á einum degi. Fóðurblandan var skráð í fyrsta skipti á Verðbréfaþingi íslands í gær og urðu mikil viðskipti með hið hagstæða árferði sem verið hefur hjá verðbréfamörkuðum hér- lendis og erlendis, ásamt því að halda kostnaði niðri. Þrátt fyrir fjölgun starfsfólks og breytingar á húsnæði, urðu hækkanir á gjalda- liðum miklu minni en á tekjuliðum. Tveir milljarðar í verðbréfasjóðum í Lúxemborg Heildartekjur Kaupþings voru 650 milljónir kr. á árinu 1996, sem er 108% aukning frá fyrra ári, sem má að hluta til þakka aukningu á eigin viðskiptum félagsins sem blómstruðu í mjög hagstæðu um- hverfi. Með auknum umsvifum fyr- irtækisins hefur efnahagsreikning- urinn stækkað til muna en niður- stöðutala hans er tæplega 2.816 milljónir króna, sem er 48% hækk- un á milli ára, segir ennfremur í frétt félagsins. hlutabréf í fyrirtækinu eða fyrir samtals 38 milljónir króna að markaðsvirði. Gengi á bréfum í félaginu í upphafi dags var 3,80, en hækkaði í viðskiptum dagsins í 4,05 við lok þingsins. Hlutabréf í félaginu voru nýlega seld í útboði hjá Kaupþingi á genginu 2,60 og Kaupþing stofnaði á síðasta ári dótturfyrirtækið Kaupþing Mana- gement Company í Lúxemborg. KMC er rekstraraðili verðbréfa- sjóða Kaupþings í Lúxemborg og fyrstu tveir sjóðirnir hófu starfsemi í október á síðastliðnu ári. Hvor sjóður ávaxtar nú nálægt milljarði íslenskra króna og hefur árangur þeirra verið mjög góður. Sparisjóðirnir keyptu í mars á síðasta ári 50% hlut Búnaðarbank- ans í Kaupþingi fyrir 185 milljónir króna. Er það ívið minna en hagn- aður fyrirtækisins fyrir skatta á síðasta ári. í stjóm Kaupþings hf. voru kosnir Guðmundur Hauksson, Geirmundur Kristinsson, Hallgrím- ur Jónsson, Jónas Reynisson og Sigfús Sumarliðason. Varamenn Björn Jónasson og Sigurður Haf- stein. fengu færri en viidu. Hækkunin frá útboðsgenginu nemur 56%. SÍF á Verðbréfaþing Mikil viðskipti urðu einnig með hlutabréf í Islandsbanka eða fyrir 33 milljónir króna, Flugleiðum 21 milljón og í Haraldi Böðvarssyni fyrir tæpar 14 milljónir - króna. Gengi bréfa í Flugleiðum hækkaði lítillega, en lækkaði lítillega í ís- landsbanka. Þá lækkaði, gengi hlutabréfa í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankinn um tæp 5% og í Marel um tæpt 2,5%. Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda var einnig skráð á Verðbréfaþingi í fyrsta skipti í gær, en fyrirtækið var áður skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Gengi bréfanna var 3,70 og breyttist ekki yfir daginn. Þá seldust einnig húsbréf í flokknum 96/2 og lækkaði ávöxt- unarkrafan á þinginu um 5 punkta eða í 5,73% SAMNINGAR hafa verið undir- ritaðir um að Landsbréf hf. taki að sér rekstur Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar. Sljórn sjóðsins og reglugerð verður með óbreyttu fyrirkomulagi, en sjóðurinn tryggir sér hagkvæm- an rekstur og sérfræðiþekkingu við stýringu fjármuna með samn- ingnum. Eignir Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar nema um 800 milljónum króna, virkir sjóð- félagar eru um 450 og lífeyris- þegar rúmlega 200, segir í frétt. Lífeyrissjóður Mjólkursamsöl- unnar bætist í hóp fjögurra ann- STÆRSTI hluthafí Tæknivals hf., Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf.. seldi í gær tæpan helming hlutabréfa sinna í fyrirtækinu. Um er að ræða 9,4% hlpt eða bréf að nafnvirði 11,3 milljónir króna. Kaupendur bréfanna voru Lífeyris- sjóður Norðurlands, Lífeyrissjóður- inn Lífiðn, Lífeyrissjóður Fram- sóknar, Lífeyrissjóður Austur- lands, Lífeyrissjóður Vestmanna- eyja. Kaupverð bréfanna hefur ekki verið gefíð upp en miðað við síð- ustu viðskipti á Verðbréfaþingi nemur markaðsverðmæti þeirra 97 milljónum króna. Eftir sölu bréf- arra almennra lífeyrissjóða sem Landsbréf annast rekstur á. Þeir eru: Eftirlaunasjóður FÍ A, Líf- eyrissjóður Tannlæknafélags Is- lands, Lífeyrissjóður Flugvirkja- félags íslands og Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins. Þá starfrækja Lands- bréf einnig Islenska lífeyrissjóð- inn sem er frjáls séreignarlífeyr- issjóður. Heildareignir þessara sjóða nema rúmum 8 milljörðum króna. Landsbréf stýra einnig verðbréfasöfnun fyrir fleiri líf- eyrissjóði og veita ráðgjöf á því sviði. anna nemur hlutur Eignarhaldsfé- lagsins um 10,2% í Tæknivali. Á aðalfundi Tæknivals sem hald- inn var i gær voru kjömir í stjórn þeir Einar Kristinn Jónsson, Rúnar Sigurðsson, Ómar Öm Ólafsson, Gylfí Arnbjömsson og Gunnar Gíslason. I varastjóm vora kjömir Gunnar Ólafsson, Páll Jensson og Eggert Gíslason. Þeir Einar Krist- inn og Gylfí koma í stað Eysteins Helgasonar, sem verið hefur for- maður og Sigrúnar E. Jónsdóttur. Á fundinum var samþykkt var að greiða 10% arð af hlutafé til hluthafa og auka hlutafé um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Miðlum lífeyristryggingum til Bretlands og Luxemborgar Lífeyrissparnaður í nýju ljósi tSLINSKA VÁTRVCCIItCAMiBLUM Jlöqyilt iHÍtrijijtjinijantiöltnt mf SUNLIFE I-Kl r: N D S I’ROVIDLN'I winterthur Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Fax 533 4081 Sími 533 4080 Fóðurblandan hækkar um 56% frá gengi á útboðsdegi Eignarhaldsfélagið selur 9% í Tæknivali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.