Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Dæmd til skilorðsbundinnar refsingar fyrir að stinga konu
Árás í örvæntingu
ERU ÞEIR AÐ FA’ANN?
Mikíll fiskur
en misgóðar
aðstæður
KONA á fertugsaldri var í síðustu
viku dæmd í Héraðsdómi Reykjavík-
ur til að sæta átta mánaða fangelsi,
skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir
stórfellda líkamsárás. Hún hafði
stungið konu á fimmtugsaldri með
hnífi í vinstri framhandlegg svo að
sár hlaust af.
Dómurinn taldi rétt að fresta fulln-
ustu refsivistar ákærðu skiiorðsbund-
ið í þijú ár frá uppsögn dómsins,
vegna málavaxta. Þar hafí örvænt-
ing, tilfinningatengsl og væntum-
þykja móður í garð dóttur sinnar, sem
átti við fíkniefnavanda að stríða, ráð-
ið ferð ákærðu að heimili konunnar
sem fyrir stungunni varð.
Greiddi með fíkniefnum
Hún hafi farið í því skyni að
freista þess að koma dóttur sinni til
aðstoðar og taldi dómurinn að ekki
hafi vaknað ásetningur hjá ákærðu
um að nota hnífinn gegn eldri kon-
unni, fyrr en í þann mund sem sú
síðarnefnda kom að henni í rifrildi
við_ dóttur sína.
í yfirheyrslu hjá lögreglu bar hin
ákærða að sú sem stungin var hefði
fengið dóttur sína til að misnota
fíkniefni, notað nafn hennar í því
skyni að koma fíkniefnum til lands-
ins og að hún hefði talið að dóttirin
væri á leið til útlanda með konunni
og að til stæði að hún yrði notuð
sem burðardýr fyrir fíkniefni.
Málavextir eru þeir helstir að
dætur hinnar ákærðu höfðu um
skeið gætt sona eldri konunnar á
heimili hennar við Réttarholtsveg.
Móðir stúlknanna veitti því von bráð-
ar athygli að yngri dóttirin, sem
losnað hafði nokkru áður úr slæmum
félagsskap, var tekin að neyta fíkni-
efna. Kvað hún eldri dóttur sína
hafa sagt sér að konan á Réttar-
holtsvegi greiddi fyrir barnapössun-
ina með fíkniefnum. Hefði yngri
stúlkan aldrei haft peninga meðferð-
is þegar hún kom heim eftir að hafa
gætt barnanna, en virtist hins vegar
undir einhvers konar áhrifum.
Þá greindi ákærða frá því að bréf
sem innihéldu fíkniefni, nánar tiltek-
ið kókaín, hefðu verið send á heim-
ili tengdaforeldra sinna, stíluð á
dæturnar tvær. Yngri stúlkan hafði
sökum ótta ekki þorað að segja til
nafns þess sem að sendingunum
stóð, þegar á hana var gengið. Að
sögn ákærðu fékk hún hins vegar
þær upplýsingar hjá lögreglu, þegar
bréfunum með eiturlyfjunum var
skilað þangað, að konan á Réttar-
holtsvegi væri hættuleg, hún hefði
hótað fjölskyldu eins lögreglumann-
anna og var þeim ráðlagt að „fara
ekki í stríð“ við hana.
Eftir frekari samtöl við lögreglu
kvaðst ákærða ekki hafa fengið skýr
svör um hvað hægt væri að gera í
málinu. Hún hafi þá rætt við yfir-
mann fíkniefnadeildar lögreglu,
Björn Halldórsson, og hann sagt sér
að hann hefði rætt við umrædda
konu og dóttur ákærðu í síma. Björn
hefði greint frá því að sér fyndist
óhugnanlegt hversu mikið vald eldri
konan hefði yfir dóttur hennar, þar
sem hann hefði heyrt hana segja
stúlkunni hvað hún ætti að segja í
símtalinu við Björn.
Óttaðist um dóttur sína
Þá bar ákærða að um sama leyti
hefði henni borist af því njósn að
eldri konan væri á leið úr landi ásamt
sonum sínum og væri ætlunin að
dóttir sín færi með. Kvaðst hin
ákærða hafa séð það fyrir sér að
slyppi dóttir hennar til Hollands, sæi
hún hana ekki framar á iífi.
Kvöldið áður en hnífstungan átti
sér stað, laugardaginn 25. maí síð-
astliðinn, tók hin ákærða að neyta
áfengis og drakk áfram á laugardeg-
inum. Ölvuð og í miklu uppnámi
hafi hún einsett sér að ná dóttur
sinni, en ákærða kvað lögreglu hafa
sagt sér að hún væri hættuleg og
gæti sent menn til að vinna fjöl-
skyldu ákærðu mein. Því hafi hún
haft hníf með þegar hún hélt að
Réttarholtsvegi, sjálfri sér til varnar.
Dóttir hennar kom til dyra og bað
hún hana að koma heim, en þær
mæðgur lentu í átökum í gangi húss-
ins. Meðan á þessu stóð kom húsráð-
andi fram á ganginn og spurði hvað
gengi á og réðst á ákærðu. I varnar-
skyni hafi þá ákærða stungið eldri
konuna með hnífnum í handlegg.
Átök þeirra bárust síðan inn í eldhús
og rifnaði m.a. upp skurður á höfði
þeirrar sem fyrir stungunni varð.
Við leit í íbúðinni fundist tæki og
tól til neyslu fíkniefna.
SJOBIRTINGSVEIÐI hófst í nokkr-
um ám á Suðurlandi í gærmorgun.
Misvel tókst til, þar sem víða voru
ár á ís eða að íshröngl og krap rak
með straumi og fiskur gaf sig lítt í
kuldanum. Þannig tókst t.d. ekki að
opna Vatnamótin svokölluðu fyrir
austan Klaustur og veiði gekk stirð-
lega framan af degi í Hörgsá vegna
þessa. Aftur á móti byijaði veiði vel
í Geirlandsá og Varmá en í Hörgsá
fór fiskur að taka er leið á daginn
og sólin hafði séð fyrir verulegu
magni af ísskörum með bökkum.
Veiðimenn við Geirlandsá hirtu
átta væna fiska fyrir hádegið og
siepptu öðru eins. Margt af því var
einnig vænn fiskur, en vorbirtingur-
inn er misvel haldinn og margir
sleppa horuðustu fiskunum. Þetta
eru hrygningarfiskar frá síðasta
hausti og því ekki allir upp á sitt
besta eftir vetrardvöl í ánni. Innan
um eru hins vegar vænir geldfískar.
í Geirlandsá voru stærstu fiskarnir
um 5-6 pund og veiddust mest á
spón, Reflex, í Ármótunum. Gunn-
laugur Óskarsson formaður Stanga-
veiðifélags Keflavíkur, var meðal
þeirra sem opnuðu ána og sagði
hann mikinn físk vera á ferðinni
þetta vorið.
Litlu austar, í Hörgsá, sáu menn
mikinn fisk, en erfitt var um vik
vegna íss og fiskur tók grannt
vegna kulda. Það fór þó að rætast
úr og upp úr kaffileytinu voru
komnir 4 vænir fiskar á land, 3-5
punda, og menn sáu mun stærri
fiska á sveimi. Lítið eitt austarj í
Eldvatni á Brunasandi, veiddust
fimm fiskar, allt að 4 pundum, um
morguninn, en ekki var rennt þar
seinni partinn. Jón Marteinsson,
sem fór fyrir veiðimönnum í þessum
vötnum sagði útlitið afar gott ög
Handtöku-
skipun verði
felld niður
DONALD og Connie Jean Hanes.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi bókun vegna beiðni
bandarískra stjórnvalda um að Don-
ald Hanes og Connie Jean Hanes
verði framseld til Bandaríkja Norð-
ur-Ameríku sem Hanes-hjónin af-
hentu Rannsóknarlögreglu rikisins
í gær.
„Við undirrituð Donald Hanes,
kt. 220550-2069, og Connie Jean
Hanes, kt. 161145-2039, erum
reiðubúin tii að fara sjálfviljug og
á eigin kostnað frá íslandi til
Bandaríkja Norður-Ameríku og
gefa okkur þar fram við þann dóm-
stól í fylkinu Arizona sem á að
dæma í því máli sem er grundvöllur
framkominnar framsalsbeiðni
bandarískra stjórnvalda.
Er þetta í samræmi við þá yfirlýs-
ingu sem við gáfum íslenskum
stjórnvöldum, dags. 7. febrúar
1997, en íslensk stjórnvöld fram-
lengdu fyrir tilstuðlan forsætisráð-
herra þau tímamörk sem tiltekin
eru í yfirlýsingunni til 1. apríl 1997.
Við teljum það hins vegar óviðun-
andi ef okkur er ekki gert kieift
að gefa okkur beint og milliliða-
laust fram við ofangreindan dóm-
stól í Arizona-fylki Bandaríkja
Norður-Ameríku. Eins og staðan
er í dag iiggur fyrir að við verðum
handtekin strax við komu okkar til
Bandaríkja Norður-Ameríku af al-
ríkisstjórn ríkisins. Yrðum við í
framhaldi af því flutt sem fangar
alríkisstjórnarinnar til Arizona í
fangaflutningakerfi sem er í senn
mjög seinvirkt og óþægilegt. Gæti
slíkur flutningur tekið iangan tíma
með viðkomu okkar í fjölmörgum
gæslustöðvum í fangaflutninga-
kerfinu, sem starfar eftir seinvirkri
heildaráætlun, í mismunandi borg-
um og fylkjum Bandaríkja Norður-
Ameríku. Slíkt fyrirkomulag myndi
auka verulega á óþægindi okkar
af málinu og vera lítillækkandi fyr-
ir okkur. Teljum við að þetta myndi
vera sérstaklega óviðunandi í Ijósi
þess að þetta er ónauðsynlegt, eins
og rakið verður hér á eftir.
Reiðubúin til að fara sjálfviljug
og á eigin kostnað
Við vekjum í fyrsta lagi athygli
á því að við höfum dvalið á Islandi
síðan 5. febrúar 1997 án þess að
vera í nokkurs konar farbanni eða
gæslu af hálfu íslenskra stjórn-
valda. Allan þann tíma höfum við
iýst okkur reiðubúin til að fara sjálf-
viljug og á eigin kostnað frá Is-
landi tii Bandaríkja Norður-Amer-
íku eftir að hafa fengið nægilegan
tíma til að undirbúa brottför okkar
héðan með tilliti til fjölskylduað-
stæðna og annarra aðstæðna okkar
hérlendis. Við meðferð framsals-
beiðni Bandaríkja Norður-Ameríku
er ekki talin ástæða til að setja
okkur í neins konar farbann eða
gæslu.
Við vekjum í öðru lagi athygli á
því að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
okkar og lögmanns okkar í Arizona-
fylki Bandaríkja Norður-Ameríku
til að fá stöðu okkar upplýsta frá
ákæruvaldi fylkisins Arizona og
öðrum aðilum fengum við ekki að
vita um tilvist framsalsbeiðninnar
fyrr en eftir óformlegum leiðum
seint í mars 1997. Formlega var
okkur tilkynnt um framsalsbeiðnina
24. mars 1997 þegar íslensk stjórn-
völd tilkynntu íslenskum lögmanni
okkar um hana. Gögn málsins, svo
sem ákæruna, sáum við fyrst 26.
mars 1997 þrátt fyrir ítrekaðar
óskir.
Við vekjum í þriðja lagi athygli
á því að bandarískur Iögmaður okk-
ar hefur frá upphafi verið að vinna
í því að fá alríkishandtökuskipun á
hendur okkur í Bandaríkjum Norð-
ur-Ameríku fellda niður þannig að
við gætum gefið okkur beint og
milliliðalaust fram við þann dómstól
í fylkinu Arizona sem á að dæma
í því máli sem er grundvöllur fram-
kominnar framsalsbeiðni bandarí-
skra stjórnvalda. Hefur alríkis-
stjórnin fyrir sitt leyti lýst sig reiðu-
búna til þess að fella handtökuskip-
un niður enda er fyrirsjáanlegt að
við verðum ekki ákærð fyrir neinn
refsiverðan verknað á grundveili
alríkislaga. Hefur málið strandað á
ákæruvaldinu í fylkinu Arizona sem
virðist af einhveijum ástæðum telja
það heppilegra að við verðum flutt
þangað sem fangar.
Við vekjum í íjórða lagi athygli
á því að við erum reiðubúin til að
samþykkja hvers konar eftirlit eða
fylgd í ferð okkar frá íslandi til
viðkomandi dómstóls í Arizona-fylki
í Bandaríkjum Norður-Ameríku að
því tilskyldu að við verðum ekki
handtekin áður en við gefum okkur
þar fram og að farin verði beinasta
leiðin á sem skemmstum tíma.
í ljósi þessa teljum við eðlilegt
að orðið verði við þeirri kröfu okkar
að alríkishandtökuskipun í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku verði felld
niður og okkur gert kleift að gefa
okkur beint og milliliðalaust fram
við viðkomandi dómstól í Arizona-
fylki í Bandaríkjum Norður-Amer-
íku, eftir atvikum í fylgd eða undir
eftirliti.
Mótmælum framsalsbeiðni
Afriti af þessari bókun verður
komið til sendiráðs Bandaríkja
Norður-Ameríku á íslandi í þeirri
von að það muni beita sér fyrir því
að fundin verði viðunandi lausn á
þessu máli í samræmi við framan-
greint án þess að til framsalsmeð-
ferðar þurfí að koma með tilheyr-
andi kostnaði og óþægindum fyrir
alla aðila.
Ennfremur óskum við eftir því
við íslensk stjórnvöld að þau beiti
sér fyrir því að slík lausn verði fund-
in. Verður afrit af þessari bókun
send til dómsmálaráðuneytisins á
íslandi.
Á meðan framangreind krafa
okkar er til meðferðar og ekki hef-
ur verið orðið við henni mótmælum
við framkominni beiðni Bandaríkja
Norður-Ameríku um framsal á okk-
ur og óskum eftir því að Héraðs-
dómur Reykjavíkur úrskurði um
það hvort skilyrði laga um framsal
séu fyrir hendi.“
Forvarna-
starf í
skólum
skipulagt
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur sett á laggirnar hóp fímm sér-
fræðinga sem koma á með tillögur
um skipulagningu á forvamastarfi í
skólum. I hópnum verða sérfræðingar
sem reynslu og þekkingu hafa af
málefninu en í því eru skólastjóri,
kennari, námsráðgjafí, skólahjúkrun-
arfræðingur og barnageðlæknir.
Teyminu er einkum ætlað að
vinna að stefnumörkun í forvarna-
starfi í skólum, sérstökum úrræðum
vegna áhættu sem varðar sjálfsvíg
og fíkniefnaneyslu á báðum skóla-
stigum og að tillögum um þætti sem
ákjóslanlegt er að tekið sé mið af í
námsefni grunn- og framhaldsskóla
með sérstöku tilliti tii áhættu sem
varðar sjálfsvíg og fíkniefnaneyslu.
Áætlað er að teymið ljúki störfum
fyrir árslok 1997. Lögð verður
áhersla á samráð við grunn- og
framhaldsskóla, Vímuvarnaskólann
og Jafningjafræðslu framhaldsskól-
anna í tillögugerð þessari.
Áhættuþættir ræddir
á námskeiði
Þá hefur verið ákveðið að halda
námskeið fyrir grunn- og framhalds-
skólakennara 13.-15. ágúst nk. í
samvinnu við endurmenntunarstofn-
anir kennara. Umsjón hefur Árni
Einarsson. Á námskeiðinu verður
fjaliað um áhættuþætti áfengis- og
vímuefnaneyslu ungs fólks, áhættu-
þætti sjálfsvíga, greiningu þessara
þátta og viðbrögð við þeim. Nám-
skeiðið er einkum ætlað skólastjórn-
endum, umsjónarkennurum, náms-
ráðgjöfum og skólahjúkrunarfræð-
ingum í grunn- og framhaldsskólum.
Námskeiðið í nánar auglýst innan
skamms með sérstöku bréfi til allra
skóla.
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum
hefur verið falin umsjón með for-
varnaverkefni ráðuneytisins og verð-
ur Árni Einarsson verkefnisstjóri.