Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Eftirspurn eftir hlutabréfum í Samheija níföld á við framboð
Fyrirtækið í hópi stærstu
hlutafélaga landsins
EFTIRSPURN eftir hlutabréfum í
Samheija hf. á Akureyri varð níföld
á við framboð.
6Um 6.300 einstaklingar og fyrir-
tæki óskuðu eftir hlutabréfum í
félaginu, samtals að andvirði rúm-
lega 400 milljónir króna að nafn-
verði, eða 3,6 milljarðar króna að
söluverði í hlutaQárútboði sem lauk
sl. miðvikudag. I boði voru hluta-
bréf fyrir 45 milljónir króna að
nafnvirði, eða 405 milljónir króna
að söluverði.
í hlutafjárútboðinu var hægt að
skrifa sig að hámarki fyrir 100
þúsund krónum að nafnvirði og að
lágmarki fyrir 1.000 krónum. Þegar
hlutabréfunum verður útdeilt má
hins vegar gera ráð fyrir að bréf
að nafnvirði um 7.000 krónur og
HÁSKÓLINN á Akureyri og Verk-
menntaskólinn á Akureyri hafa kom-
ið á fót samstarfi til að efla starf-
semi skólanna á sviði upplýsinga-
tækni og fjarkennslu. Samningur
HA og VMA er þriðji samstarfs-
samningurinn sem HA gerir á stutt-
um tíma en áður hafði skólinn gert
samstarfssamning við_ Háskóla ís-
lands og Tækniskóla íslands.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, og Bernharð
Haraldsson, skólameistari Verk-
menntaskólans á Akureyri, undirrit-
uðu samstarfssamninginn sl. mið-
vikudag að viðstöddu íjolmenni.
Meðal gesta voru Björn Bjarnason
menntamálaráðherra og Guðmundur
Bjarnason, umhverfis- og landbún-
aðarráðherra, og flutti Björn ávarp
við þetta tækifæri.
Samstarf skólanna felst einkum í
eftirfarandi verkefnum; að koma á
örbylgjusambandi milli tölvukerfa
skólanna, að hafa samstarf um ýmsa
þætti er varða uppbyggingu og rekst-
ur tölvukerfa skólanna, samnýtingu
á tækjum og gögnum, samnýtingu á
tenginu við þriðja aðila ásamt sam-
ræmingu netkerfa og hugbúnaðar og
innkaupa á tölvubúnaði.
Háskólinn verði leiðandi
Einnig skal unnið að því að gera
skólunum tæknilega mögulegt að
koma upp sameiginlegum gagnabönk-
um og samnýta gagnasöfn þeirra eftir
því sem við á. Loks að hafa samvinnu
um uppbyggingu og framkvæmd flar-
kennslu og að vinna sameiginlega að
þróun á aðferðum og tæknilegu um-
hverfi til stuðnings henni.
í máli Þorsteins Gunnarssonar,
rektors kom fram að Háskólinn á
Akureyri stefnir að því að verða leið-
andi í notkun tölvu- og upplýsinga-
tækni við kennslu og rannsóknir og
að nýta þá tækni til skilvirkari starf-
söluverði um 64 þúsund krónur
komi í hlut hvers aðila. Sigurður
Sigurgeirsson, forstöðumaður
Landsbréfa á Norðurlandi segir
stefnt að því að senda út greiðslu-
seðla til tilvonandi hluthafa í lok
þessarar viku.
Póstkostnaður um 1,6 milljón
króna
Kostnaður Landsbréfa við að
senda út greiðsluseðil í pósti til
þeirra 6.300 aðila sem óskuðu eftir
hlutabréfum er um 220 þúsund
krónur. í framhaldinu eru hluta-
bréfin svo send til nýrra hluthafa
í ábyrgðarpósti og er kostnaðurinn
við það rúmlega 1.350 þúsund krón-
ur. Kostnaðurinn við innheimtu
hlutafjárloforða og að senda út
semi stofnunarinnar. HA hefur nýver-
ið stigið sín fyrstu skref á sviði fjar-
kennslu. Heilbrigðisdeild háskólans er
m.a. frumkvöðull í að bjóða upp á
meistaranám í hjúkrunarfræði með
fjarkennslufoiTni í samvinnu við há-
skólann í Manchester. VMA hefur
hins vegar lengri reynslu á sviði fjar-
kennslu.
VMA hafi frumkvæði á
landsvísu
í máli Bjöms Bjamasonar mennta-
málaráðherra kom fram að Verk-
menntaskólinn hefði fengið formlegt
leyfi til Qarkennslu þann 16. maí 1995
en slík starfsemi hefði þá þegar hafist
innan skólans. Bjöm sagðist hafa hug
á því að skilgreina hlutverk VMA á
þann veg að skólinn hefði til frambúð-
ar frumkvæði á landinu öllu á þessu
sviði á framhaldsskólastigi.
„Það er alveg ljóst að skólarnir
standa ekki aðeins frammi fyrir því
hlutabréfin er því tæplega 1,6 millj-
ónir króna.
Eftir hlutafjárútboðið verður
Samheiji með allra fjölmennustu og
stærstu hlutafélögum landsins. Fyrir
útboðið voru hluthafar í Samheija
54 og fjölgar nú um 6.300. Þessu
til viðbótar stendur starfsmönnum
fýrirtækisins til boða að kaupa tæp-
lega 13 milljóna króna hlut að nafn-
virði, í eigu þeirra Samheijafrænda,
Kristjáns og Þorsteins Vilhelmssona
og Þorsteins Más Baldvinssonar, á
genginu 5. Meðalfjöldi starfsmanna
Samheija í fyrra miðað við heilsárs-
störf var 340. Telja má líklegt að
flestir starfsmanna fyrirtækisins
nýti sinn rétt og því má áætla að
fjöldi hluthafa í Samheija verði ná-
lægt 6.700 innan tíðar.
að nýta sér tæknina til að byggja
upp starf og efla þjónustu heldur
er alþjóðleg samkeppni á milli há-
skóla að færast inn á þetta svið.
Skólarnir eru því ekki að keppa sín
á milli heldur að keppa á alþjóðlegum
markaði um nemendur við skóla-
stofnanir erlendis," sagði Björn og
bætti við að því væri mikilvægt að
velta fyrir sér hvernig ætti að haga
stefnumörkun í háskólastarfi okkar
með hliðsjón af þessari þróun.
Landfræðileg landamæri
yfirunnin
Bernharð Haraldsson, skólameist-
ari VMA, lýsti íjarkennslunni og
minntist þess er Pétur Þorsteinsson,
skólastjóri á Kópaskeri, hóf á síð-
asta áratug að föndra við tölvuna
sína, breyta henni í fjarkennslutölvu
og tengja grunnskólana. Einnig er
þeir Adam Óskarsson og Haukur
Ágústsson, kennarar við VMA, hófu
Eimskip er trúlega stærsta og
Ijölmennasta hlutafélag landsins.
Hluthafar eru um 15.000 talsins og
markaðsverð fyrirtækisins um 16,2
milljarðar króna.
Eftir hlutafjárútboð Samheija
má ætla að hluthafar verði um
6.700, markaðsverð fyrirtækisins
verði um 12,4 milljarðar króna og
fyrirtækið þar með komið í hóp
stærstu hlutafélaga landsins. Hlut-
hafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru
tæplega 7.000 og markaðsverð fé-
lagsins um 3,9 milljarðar króna.
Hluthafar í íslandsbanka eru um
5.570 og markaðsverð félagsins um
10,3 milijarðar króna. Hluthafar í
Flugleiðum eru tæplega 5.000 og
markaðsverð fyrirtækisins um 8,5
milljarðar króna.
að kenna enska tungu með fjar:
kennslu fyrir um þremur árum. í
dag býður VMA upp á yfir 20 náms-
greinar, yfir 60 áfanga og hefur um
160 nemendur í fjarkennslu.
„Fjarkennslan er barn þessa tíma.
Hún á eftir að vaxa úr grasi, hún á
eftir að stækka og eflast og hún
gefur fólki tækifæri og vinnur á al-
heimsvísu. Við höfum yfirunnið hin
landfræðilegu landamæri þess að
geta menntast. Nemendur okkar eru
ekki bara á Akureyri eða koma til
Akureyrar til að sitja í misskemmti-
legum tímum hjá misskemmtilegum
og fróðleiksfúsum kennurum. Nú
geta menn setið heima hjá sér og
unnið verkefni sín þegar þeim hent-
ar best. Það skiptir ekki máli hvar
nemandinn er, hann getur verið á
Sauðárkróki eða Seyðisfírði, í innstu
dölum, úti við sjávarsíðuna, eða jafn-
vel á togara allt norður undir
Smugu,“ sagði Bernharð.
Fjölmenni í Hlíðar-
fjalli um páskana
Metaðsókn
varð á
föstudaginn
langa
AÐSÓKN að skíðasvæðinu í Hlíðar-
flalli hefur aldrei verið meiri en var
á föstudaginn langa síðastliðinn að
sögn ívars Sigmundssonar forstöðu-
manns Skíðastaða en yfir 3000
manns voru á svæðinu í ijómablíðu,
sólskini og logni.
Ivar sagði að aðsókn hefði al-
mennt verið góð um páskadagana,
en þó þurfti að loka skíðasvæðinu
laugardaginn fyrir páska, í ausandi
rigningu og roki. Einnig þurfti að
loka svæðinu eftir hádegi annan dag
páska og ekki reyndist unnt að opna
fyrr en um hádegi á skírdag. „Við
fengum tvo mjög góða daga og þess-
ir tveir hálfu dagar voru alveg þokka-
legir. í heildina höfum við vissulega
fengið betri páska, en líka miklu
verri,“ sagði ívar. „En eftir atvikum
er ég hæstánægður með aðsóknina
og þessi metdagur situr lengi í
manni.“
Frá áramótum hafa skipst á skin
og skúrir í rekstri skíðasvæðisins í
Hlíðaríjalli að sögn ívars. Fyrstu
tvær vikurnar sem það var opið í
janúar voru mjög góðar, en í febrúar
og fram í miðjan mars voru veður-
guðir rekstrinum ekki hliðhollir. Eft-
ir það fór að rofa til og aðsókn hef-
ur verið góð frá þeim tíma. „Það er
greinilegt að margt fólk kemur að
sunnan um helgar til að fara á skíði.
Eina helgina voru við með þijá hópa
upp á 250 manns, þannig að það er
alveg ljóst að skíðaiðkun dregur stór-
an hóp hingað norður."
Enn er nægur snjór í Hlíðarfjalli
og verður opið þar fram að næstu
mánaðamótum. Um næstu helgi verð-
ur FlS-mót haldið í Hlíðarfjalli og
ijölmennasta skíðamót landsins,
Andrésar Andarleikarnir, hefst að
venju sumardaginn fyrsta. „Aðaltekj-
ur okkar koma yfirleitt inn í þessum
mánuði og mér sýnist ijárhagsleg
afkoma geta komist í viðunandi horf
á þeim tíma sem eftir er.“
-----» ♦ ♦-----
Þjófnaðir, innbrot og
skemmdarverk
Teknir við
landafram-
leiðslu
TVEIR menn voru handteknir á
Akureyri nýlega fyrir landafram-
leiðsiu. Um tvö aðskilin mál er að
ræða.
í öðru tilvikinu var lagt hald á
eimingatæki, um 50 lítra af Ianda
og um 100 lítra af gambra, en í hinu
tilvikinu voru einungis tekin tæki og
búnaður til áfengisframleiðslu.
Tveir ungir menn voru um helgina
gómaðir fyrir rúðubrot, annars vegar
við Bónusskó í Brekkugötu og hins
vegar rúðu í Vídeólandi við Geisla-
götu. Þá gaf sig maður fram við lög-
reglu skömmu eftir að hann hafði brot-
ið rúðu í húsi við Munkaþverárstræti.
Tilkynnt var um eitt innbrot um
helgina, en farið hafði verið inn í
Hæfingastöðina við Skógarlund.
Ekki er ljóst hvernig þeir sem þar
voru að verki komust inn, en litlu
var stolið og engar skemmdir unnar.
Fjögur skemmdarverk voru kærð
eftir helgina, m.a. í Kjarnakoti við
Kjarnaskóg. Þá voru þijú þjófnaðar-
mál kærð, í einu tilvikanna hafði
gestkomandi maður í heimahúsi stol-
ið 18 þúsund krónum í peningum af
húsráðendum og vodkaflösku.
Þijú slys voru tilynnt um helgina,
þar af voru tveir skíðamenn sem
höfðu dottið í Hlíðarijalli og voru
taldir fótbrotnir. Þá slasaðist maður
á vélsleða, en meiðsl hans voru ekki
talin alvarleg.
tí^>kal ijál|)
LaiHlssamtökin Þroskaliiálp
Aðalfundur
Þroskahjálp á Norðurlandi eystra heldur aðalfund
laugardaginn 12. apríl kl. 14.00 í Iðjulundi.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Dreginn til Akureyrar
NORSKI togarinn Remöytral
kom með norska frystitogarann
Hekktind í togi til Akureyrar í
fyrrinótt en skiptiteinn í skrúfu
skipsins fór úr sambandi á rækju-
miðunum við Austur-Grænland
sl. föstudag.
Togarinn verður tekinn upp í
dráttarbraut Slippstöðvarinnar hf.
í dag en reiknað er með að viðgerð
taki nokkra daga. Remöytrál hafði
hins vegar stuttan stans á Akur-
eyri, tók olíu og kost en hélt svo
aftur á miðin.
Það er ekki á hverjum degi sem
norskt skip kemur til viðgerðar á
Akureyri og Ingi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar,
sagðist aðspurður ekki muna eftir
að slíkt hefði gerst.
Samningur Háskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri
Samstarf á sviði upplýs-
ingatækni og fjarkennslu
Morgunblaðið/Kristján
BERNHARÐ Haraldsson, skólameistari VMA, í ræðustóli eftir undirritun samstarfssamningsins.
Við borðið sitja Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA.