Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
83 flóttamenn í albönskum báti drukkna eftir árekstur við ítalskt herskip
Uppreisnarmenn hóta að
ráðast á ítalska hermenn
Tirana, Róm, Ósló. Reuter, The Daily Telegraph.
ítalir hyggjast stjórna fjölþjóðlegum
öryggissveitum í Albaníu
Reuter
ALBANSKIR flóttamenn koma til Brindisi á Ítalíu eftir að þeim var
bjargað úr báti sem sökk eftir árekstur við ítalskt herskip á föstudag.
MIKIL reiði og sorg ríkti um helgina
í Albaníu eftir að ítalskt herskip
sigldi á albanskan bát frá bænum
Vlore með þeim afleiðingum að 83
flóttamenn drukknuðu á föstudag.
Uppreisnarmenn, sem hafa náð
bænum á sitt vald, hótuðu að drepa
ítalska hermenn í hefndarskyni ef
þeir yrðu sendir til bæjarins eins og
ráðgert hefur verið. Italska stjórnin
sagði þó að atburðurinn myndi ekki
hafa áhrif á þau áform ítala að
stjórna íjölþjóðlegum öryggissveit-
um í Albaníu og hún bauð Albönum
að tilnefna sérfræðinga til að rann-
saka málið í samvinnu við ítalska
embættismenn.
Talið er að um 120 flóttamenn
hafi verið í albanska bátnum, sem
„glæpamenn" voru sagðir hafa stol-
ið í Vlore. Óttast er að 83 Albanir,
þar af rúmur helmingurinn konur
og börn, hafi drukknað eftir árekst-
urinn við ítalska herskipið. Fjögur
lík fundust og 34 mönnum var
bjargað.
Nokkrir þeirra sem sem björguð-
ust sögðu að ítalska herskipið hefði
siglt á bátinn af ásettu ráði en ít-
alski sjóherinn neitar því. Hann seg-
ir að albanski báturinn hafi ítrekað
reynt að komast framhjá tveimur
ítölskum herskipum og að iokum
siglt í veg fyrir annað þeirra, þannig
að ekki hafi verið hægt að komast
hjá árekstrinum.
Herskipin voru að framfylgja fyr-
irmælum um að stöðva báta með
albanska flóttamenn og fá þá til
að snúa aftur til Albaníu. ítalir
höfðu samið við stjórn Albaníu um
að ítölsk herskip fengju að halda
uppi eftirliti við strönd landsins til
að stemma stigu við flóttamanna-
straumnum til Ítalíu. Um 13.000
Albanir flúðu til Ítalíu í liðnum
mánuði.
5.000 manna
öryggissveitir
Ráðgert er að ítalir stjórni um
5.000 manna öryggissveitum, sem
eiga að veija flugvöllinn í Tirana og
hafnimar í Vlore og Durres og
vernda flutningabfla sem sendir
verða með hjálpargögn til Albaníu.
Frakkar sögðust í gær ætla að senda
1.000 hermenn til Albaníu, Grikkir
hafa lofað 700 hermönnum, Spán-
verjar 500, Tyrkir 500 og Rúmenar
400. Gert er ráð fyrir að Italir sendi
2.000-2.500 hermenn og Frakkar,
Portúgalir, Austurríkismenn, Ung-
veijar, Slóvenar, Danir og Svíar
segjast einnig vera reiðubúnir að
taka þátt í aðgerðunum. Bandaríkja-
stjórn kvaðst ekki ætla að senda
hermenn til Albaníu en sagði annars
konar aðstoð koma til greina.
Hollenski stjórnarerindrekinn Jan
de Marchant et d’Ansembourg, for-
maður nefndar Evrópusambandsins
sem skipuleggur hjálparstarfið og
öryggisgæsluna í Albaníu, sagði að
fyrstu öryggissveitirnar yrðu ekki
sendar þangað fyrr en í lok vikunnar.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
lýsti í vikunni sem leið yfir stuðningi
við íhlutun öryggissveitanna í Alba-
níu og þing landsins samþykkti hana
með 95 atkvæðum gegn einu á
sunnudag.
Þjóðarsorg í Albaníu
Areksturinn á föstudag er
mannskæðasta sjóslysið í nútíma-
sögu Albaníu og lýst var yfir þjóðar-
sorg í landinu á mánudag vegna
þeirra sem drukknuðu. Flaggað var
í hálfa stöng og fórnarlambanna var
minnst með mínútu þögn á hádegi.
Um 7.000 manns komu saman í
Vlore, skutu upp í loftið og köstuðu
blómum í sjóinn til að minnast fórn-
arlambanna. Mikil reiði er meðal
íbúanna í garð ítala. „Við viljum
enga ítali í þessum bæ. Við misstum
Qölskyldur okkar,“ sagði einn
þeirra, 34 ára karlmaður. „Ef við
sjáum ítalska hermenn í Vlore ær-
umst við öll.“
Vlore er á valdi uppreisnarmanna,
sem hafa krafist afsagnar Salis Ber-
isha, forseta Albaníu. Uppreisnar-
mennirnir sögðu ljóst að Italir bæru
ábyrgð á harmleiknum og nokkrir
þeirra hótuðu að drepa ítalska her-
menn ef þeir yrðu sendir til bæjar-
ins. „Það leikur enginn vafi á því
að bátnum var sökkt af ásettu ráði,“
sagði Dilaver Alia, sem á sæti í
bæjarstjórn Vlore. „Berisha og ítalir
sömdu um að beita öllum ráðum til
að stöðva flóttamannastrauminn,
jafnvel að sökkva bátum."
Silvio Berlusconi, fyrrverandi for-
sætisráðherra Italíu, sagði atburðinn
sverta ímynd Ítaiíu erlendis og
krafðist þess að stjórnin hætti þegar
í stað tilraunum sínum til að draga
úr flóttamannastraumnum. „Við
verðum að þvo þennan smánarblett
af okkur, þótt þetta kunni að hafa
verið slys er ljóst að það á rætur
að rekja til ákvörðunar sem stjórnin
hefði ekki átt að taka.“
Nokkrir hægrimenn á ítalska
þinginu, þeirra á meðal Alessandra
Mussolini, sonardóttir Benitos Muss-
olinis, einræðisherrans fyrrverandi,
kröfðust þess að hætt yrði við að
senda ítalska hermenn til Albaniu
vegna hættu á að þeir yrðu drepnir
í hefndarskyni.
Romano Prodi, forsætisráðherra
Ítalíu, kvaðst hins vegar telja að
atburðurinn hefði ekki áhrif á þátt-
töku ítala í aðgerðum öryggissveit-
anna. Hann bauð albönsku stjórninni
að skipa nefnd sérfræðinga til að
rannsaka atburðinn og lofaði að
veita henni aðgang að öllum opinber-
um gögnum um slysið, m.a. leynileg-
um skjölum sjóhersins. „Stjórnin vill
upplýsa þetta mál til fullnustu, þann-
ig að öllum vafa verði eytt í eitt
skipti fyrir öll.“
Prodi kvaðst vonast til þess að
öryggissveitirnar yrðu sendar til
Albaníu sem allra fyrst en margir
voru þeirrar skoðunar að harmleik-
urinn á föstudag myndi torvelda
starf þeirra.
Forsætisráðherrann varði aðgerð-
ir ítölsku herskipanna og sagði að
þeim væri ekki ætlað að hindra að
Albanir kæmust til Ítalíu, heldur að
stemma stigu við flóttamanna-
straumnum og beijast gegn glæpa-
hópum, sem græddu á því að flytja
fólk með ólöglegum hætti til Ítalíu.
Um 20-30 ungmeimi réðust á ít-
alska sendiráðið í Ósló aðfaranótt
mánudags, brutu rúður og sprautuðu
vígorð á bygginguna til að mótmæla
aðgerðum ítölsku herskipanna í Adr-
íahafi.
20 falla í átökum
Tuttugu manns féllu í átökum sem
blossuðu upp í þorpinu Frakull, um
110 km suður af Tirana, á föstudag.
Átökin hófust þegar um 25 vopnað-
ir menn óku inn í þorpið, höfðu í
hótunum við þorpsbúa og kröfðust
þess að þeir legðu niður vopn.
Þorpsbúar söfnuðust saman og hófu
skothríð á árásarmennina eftir að
þeir höfðu orðið tveimur mönnum
að bana. 17 aðkomumannanna og
þrír þorpsbúar féllu í átökunum.
Þetta eru mannskæðustu átökin
í Albaníu frá því óöldin hófst þar í
liðnum mánuði. íbúar þorpsins lýstu
árásarmönnunum ýmist sem leyni-
þjónustumönnum eða glæpamönn-
um og óttuðust að ráðist yrði aftur
á þorpið í hefndarskyni.
* _________________
Ibúar Austur-Evrópu
jákvæðari í garð ESB
Brussel. Morgunblaðið
Reuter
ÝMSAR tillögur eru nú til umræðu á ríkjaráðstefnu ESB, til að koma í veg fyrir
að framkvæmdastjórnin þenjist endalaust út eftir því sem aðildarríkjum fjölgar.
Frakkar vilja fækka um helm-
ing í framkvæmdastjórn ESB
Róm. Reuter.
IBUAR þeirra tíu Austur-Evrópuríkja sem
sækja hvað fastast eftir aðild að Evrópu-
sambandinu eru jákvæðari en áður í garð
sambandsins, ef marka má nýja skoðana-
könnun sem fram-
kvæmdastjóm ESB hef-
ur látið gera. Um 40%
íbúa þessara ríkja, þ.e.
Rúmeníu, Búlgaríu, Pól-
lands, Slóvakíu, Tékk-
lands, Slóveníu, Ung-
verjalands og Eystra-
saltsríkjanna þriggja,
telja framtíð lands síns „mest tengda Evr-
ópusambandinu", en þetta er um 6% aukn-
ing frá svipaðri könnun sem unnin var
fyrir ári. Aðeins 6% íbúa þessara ríkja
telja hins vegar land sitt eiga hvað mesta
samleið með Rúslandi í framtíðinni.
í könnuninni var viðhorf íbúa þessara
ríkja til ESB einnig mælt og reyndist stór
meirihluti þeirra vera jákvæður eða hlut-
laus gagnvart því. Þannig töldu 49% íbú-
anna markmið sambandsins vera jákvæð
en 28% til viðbótar sögðust hlutlaus. Nei-
kvæðni í garð ESB er þó lítt áberandi
meðal íbúa þessara tíu landa, en að meðal-
tali sögðust aðeins 6% þeirra neikvæð í
garð sambandsins.
Rúmenar og Pólverjar eru hvað jákvæð-
astir en um 60% íbúa í þessum löndum
sögðust jákvæð í garð ESB. íbúar Eystra-
saltsríkjanna virðast hins vegar vera hvað
hlutlausastir í þessu samhengi, en um
helmingur svarenda sagðist vera hlutlaus
og einungis fjórðungur þeirra sagðist vera
jákvæður í garð ESB.
Það vekur hins vegar athygli að álit
stjórnmálamanna í þessum ríkjum er mun
jákvæðara en álit íbúa þeirra. Þannig
sögðust að meðaltali um 80% þeirra vera
jákvæð í garð sambandsins, en aðeins 3%
sögðust vera neikvæð.
Svipaða sögu er að segja
af yfirmönnum fyrir-
tækja, menntamönnum,
blaðamönnum og öðrum
þjóðfélagshópum sem
taldir eru hafa teljanleg
áhrif á ákvarðanatöku í
viðkomandi ríkjum.
Rússar ekki hrifnir
af aðild að ESB
Könnunin náði einnig til nokkurra fyrr-
um lýðvelda Sovétríkjanna og fleiri Aust-
ur-Evrópuríkja þar sem aðild að Evrópu-
sambandinu er fjarlægari eða ekki inni í
myndinni að svo stöddu. Samkvæmt niður-
stöðu hennar eru Rússar almennt ekki á
sama máli og forseti landsins, Boris Jelts-
ín, sem hefur lýst því yfir að Rússar vilji
gerast aðilar að ESB. Aðeins 13% Rússa
telja landið eiga mesta samleið með ESB
í framtíðinni, á meðan 27% nefna Sam-
veldi sjálfstæðra ríkja og jafn margir
nefna Bandaríkin.
Um helmingur íbúa fyrrum lýðvelda
Sovétrílganna telur lönd sín hins vegar
eiga mesta samleið með Rússlandi í fram-
tíðinni, íbúar Suð-Austur-Evrópuríkja á
borð við Albaníu og Króatíu virðast lítið
vilja eiga saman við Rússa að sælda og
telja lönd sín ýmist eiga mesta samleið
með Bandaríkjunum eða Evrópusamband-
inu.
FRAKKLAND hefur lagt fram á ríkjaráð-
stefnu Evrópusambandsins tillögur um að
fækkað verði um helming í framkvæmda-
stjórn sambandsins, úr 20 manns í 10. Herve
de Charette, utanríkisráðherra Frakklands,
segir að Frakkar setji fækkun í framkvæmda-
stjórninni sem skilyrði fyrir því að láta af
hendi annan af tveimur framkvæmdastjórn-
armönnum, sem þeir tilnefna nú.
Eins og málum er nú háttað tilnefna
smærri ríki ESB einn mann hvert í fram-
kvæmdastjórnina en Bretland, Þýzkaland,
Frakkland, Spánn og Ítalía tvo. Verði fækkað
í stjóminni um helming er hins vegar ljóst
að ekki geta öll ríkin tilnefnt fulltrúa í hana.
Samningamenn á ríkjaráðstefnunni leita
nú leiða til að halda stærð framkvæmda-
stjórnarinnar í skefjum er stefnir í að fjölgi
í sambandinu um tíu ríki eða fleiri. Fram-
kvæmdastjórnin hefur sjálf lagt til að um
sinn verði sett 20 manna hámark á fjölda
framkvæmdastjórnarmanna og stærri ríkin
afsali sér rétti til að tilnefna fleiri en einn í
stjórnina. Með þessu gefist tími til að hugsa
málið betur, fram að því að aðildarríkin verði
fleiri en 20 talsins. Stóru ríkin, önnur en
Frakkland, hafa tekið þessari tillögu vel og
smærri ríkin eru ánægð með hana því að hún
hefur í för með sér að þau halda öll sínum
framkvæmdastjórnarmanni, a.m.k. um sinn.
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzka-
lands, segir að smærri ríkin muni ekki sam-
þykkja að færri en 20 sitji í framkvæmda-
stjórninni, þótt sjálfur gæti hann sætti sig
við 15-20 manna stjórn.
írland og fleiri af smærri ríkjunum hafa
þvertekið fyrir að þau muni afsala sér rétti
til að tilnefna mann í framkvæmdastjórnina.
J
T
j
i
I
1
>
>
\
>
\
►
I
>
I