Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 21
Watson
laus úr
haldi
PAUL Watson, formaður Sea
Shepherd-samtakanna, hefur
verið látinn laus úr haldi í
Þýskalandi og verður ekki
framseldur til Noregs. Var
hann handtekinn í Bremen að
ósk Norðmanna en þeir eiga
við hann óuppgerðar sakir fyr-
ir ýmis skemmdarverk á
norskum hvalbátum. Hefur
hann verið dæmdur í 120 daga
fangelsi fyrir þau en þýsk yfir-
völd telja, að sakir sé of litlar
til að þær réttlæti framsal.
Hefur því verið mótmælt í
Noregi og er bent á, að sam-
kvæmt evrópskum samning-
um nægi 120 daga fangelsis-
dómur til framsals.
Toblerone
úr hillunum
í LJÓS hefur komið að Tobler-
one-súkkulaði, sem framleitt
er á þessu ári, inniheldur gena-
breyttar sojabaunir og hafa
ýmsar verslanir í Noregi, Svi-
þjóð og Danmörku hætt sölu
á súkkulaðinu. Súkkulaði frá
því í fyrra er víða enn í sölu
en það er laust við sojabaun-
irnar genabreyttu, að því e_r
fram kemur í Aftenposten. Á
Norðurlöndum er mest sala í
Toblerone í fríhöfnum.
Fáir
óvilhallir
ILLA gengur að finna kvið-
dómendur vegna réttarhalda
yfir Timothy McVeigh, sem
sakaður er
um að hafa
deytt 186
manns og
slasað 500
með þvi að
sprengja
upp stjórn-
sýsluhús í
Oklahoma-
borg i Okla-
homa fyrir
tveimur árum. Er vandfundinn
sá, sem ekki hefur myndað sér
einhveija skoðun á málinu, og
þvi er búist við miklu stappi
um skipan kviðdómsins.
Ovissa á
Indlandi
KONGRESS-flokkurinn á Ind-
landi hefur hætt stuðningi sín-
um við ríkisstjórn Deves
Gowda forsætisráðherra en
hann ætlar að bera það undir
þingið hvort hann verði að
segja af sér. í gær lagði hann
til, að fjárlögin fyrir nýbyijað
fjárlagaár yrðu afgreidd áður
þingið tæki afstöðu til stjórnar
hans en stærsti flokkur stjórn-
arandstöðunnar, hindúskír
þjóðernissinnar, vildi ekki fall-
ast á það. Er ástandið í stjórn-
málunum farið að valda mik-
illi óvissu í fjármálalífi lands-
ins.
Skæruliðar
felldir
ALSÍRSKIR stjórnarhermenn
felldu meira en 20 skæruliða
bókstafstrúarmanna í miklum
aðgerðum í norðausturhéruð-
um landsins. Hafa meira en
200 skæruliðar verið vegnir í
sams konar aðgerðum það sem
af er árinu.
Sjálfsmorð 39 meðlima sértrúarsafnaðar í Kaliforníu
Trúðu því að geim-
skip myndi sækja þau
Rancho Santa Fe. Reuter.
LÍK meðlima sértrúarsafnaðarins
Himnahliðs (Heavens Gate), sem
frömdu sjálfsmorð sl. miðvikudag í
Suður-Kaliforníu, voru flest flutt í
gær til aðstandenda hinna látnu.
Alls sviptu 39 manns sig lífi og telur
lögregla fullvíst, að sjálfsmorðin
hafi verið framin í hópum á nokk-
urra daga tímabili. Sögu-
sagnir voru um að leiðtogi
safnaðarins, Marshall
Applewhite, hefði verið með
krabbamein en læknar sem
krufðu lík hans segja ekkert
benda til þess.
Lík fólksins fundust seint
á miðvikudag og töldu lög-
reglumenn fyrst að allir
hinna látnu hefðu verið karl-
ar, þar sem fólkið var nauð-
rakað, í svörtum fötum og í
íþróttaskóm. í ljós kom hins
vegar að rúmur helmingur
var konur, 21 talsins, og er
jafnframt talið að tvær kon-
ur hafí hafi síðastar framið sjálfs-
morð eftir að hafa aðstoðað hina og
gengið frá líkum þeirra. Átján hinna
látnu voru karlar en fólkið var á
aldrinum 20-72 ára.
Fólkið lést af of stórum skammti
af svefnlyfinu phenobarbitol, sem
var blandað í ávaxtabúðing og skol-
að niður með vodka. Samkvæmt
bréfum sem fólkið lét eftir sig, taldi
það að geimskip, sem væri í felum á
bak við Hale-Bopp halastjörnuna,
myndi flytja það til himna. Lögregla
telur að hinir fyrstu hafi svipt sig
lífi laugardaginn fyrir pálmasunnu-
dag.
Hinir látnu voru langflestir
Bandaríkjamenn en einnig voru
Kanadamenn í hópnum. Einn úr
hópnum var bróðir leikkonu úr hin-
um vinsælu Star Trek-kvikmyndum
en þær munu hafa verið í miklu
uppáhaldi sértrúarhópsins. Söfnuð-
urinn hafði aðsetur í glæsihýsi í út-
hverfi San Diego í Kaliforníu, þar
sem meðlimir hans unnu heimasíður
á alnetinu. Algert bann við áfengis-
drykkju og kynlífi ríkti í hópnum og
voru nokkrir karlar í hópnum vanað-
ir, eins og leiðtoginn, Marshall
Applewhite.
Á myndbandi, þar sem nokkrir
félagar í Himnahliði lýsa væntanlegu
sjálfsmorði, segjast þeir ekki óttast
að deyja, þar sem þeir trúi því að
þeir muni sameinast geimverum,
sem þeir töldu fylgja í kjölfar hala-
stjörnunnar.
Hugljómun á geðsjúkrahúsi
Leiðtoginn Applewhite var 66 ára
og var afar trúaður á sínum yngri
árum, enda þykja predikanir hans
hafa borið þess nokkur merki. í
upphafi áttunda áratugarins
fékk hann hugljómun um það
að geimskip væru væntanleg
til að frelsa mannkynið. Það
gerðist á geðsjúkrahúsi. í
grein í Washington Post seg-
ir að Applewhite hafi verið
rekinn úr starfi sínu sem tón-
listarkennari fyrir aldarfjórð-
ungi eftir að upp komst að
hann átti í ástarsambandi við
karlkyns nemanda sinn.
Hann lét leggja sig inn á
geðsjúkrahúsið til að láta
„lækna sig“ af samkyn-
hneigðinni.
Á sjúkrahúsinu kynntist
Applewhite hjúkrunarkonunni
Bonnie Lu Nettles en saman stofn-
uðu þau sértrúarsöfnuðinn Himna-
hlið. Nettles lést árið 1990.
Safnaðarmeðlimir voru hvattir til
að yfirgefa fjölskyldur sínar, taka
sér ný nöfn, ýmist kristileg eða
óhefðbundin nöfn á borð við
„Gluggi“ og „Peningapoki". Trúðu
þeir því að geimskip myndu sækja
þá og flytja til „orkuþrunginna
staða“. Árið 1976 yfirgáfu margir
söfnuðinn eftir að loforð Applewhit-
es um ferð í geimskipi stóðust ekki.
Illviðra-
samir
páskar í
Noregi
Ósló. Morgunblaðið.
NÝLIÐNIR páskar verða lengi
í minnum hafðir í Noregi fyrir
slysfarir, þær mestu, sem orð-
ið hafa á þessum tíma í 30
ár. Týndu fjórir menn lífi á
flöllum, sex fórust í bílslysum
og aðrir 50 slösuðust.
Samkvæmt upplýsingum
frá norska Rauða krossinum
fóru sjálfboðaliðar á hans veg-
um í 51 leit að 106 mönnum
eða að helmingi fleiri en á síð-
ustu páskum. Auk þess var
aðstoðað við að koma fólki
burt úr 90 fjallakofum vegna
ótta við skriðuföll.
Talsmaður björgunarmið-
stöðvarinnar í Suður-Noregi
sagði, að þar hefði verið um
að ræða 78 aðgerðir um pásk-
ana, tvisvar eða þrisvar sinn-
um fleiri en vanalega, og í
Norður-Noregi voru þær 30.
800 manns urðu fyrir einhvers
konar meiðslum, aðallega
beinbroti, en ekki fer neinum
fréttum af því, að fólk hafi
orðið fyrir sólbruna að þessu
sinni eins og oft hefur þó gerst
áður.
Versta veður var víða í
Noregi um páskana og hefur
ekki verið verra síðan 1967
þegar 18 manns fórust á fjöll-
um.
Marshall Applewhite.
Gingrich tek-
ið sem höfð-
ingja í Taipei
Taipei, Peking. Reuter.
NEWTS Gingrich, forseta fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings, bíða höfð-
inglegar móttökur er hann kemur
í dag í þriggja klukkustunda opin-
bera heimsókn til Taipei, höfuð-
borgar Taiwans. Stjórnvöld líta á
heimsóknina sem vott um batnandi
samskipti við bandaríska þingið og
fagna yfirlýsingum
Gingrich í Peking um
helgina þar sem hann
sagði að Bandaríkin
myndu koma Taiwan
til bjargar yrði landið
fyrir árás frá Kína.
Gingrich gagnrýndi
Kínveija í ræðu sem
hann flutti í alþjóða-
samskiptarannsókna-
stofnun Peking-
háskóla sl. laugardag.
Frammi fyrir um eitt-
hundrað stúdentum
sagði hann að Banda-
ríkjamenn gætu ekki
þagað yfir þeim skorti
sem væri á grundvall-
arréttindum í Kína, tjáningarfrelsi,
trúfrelsij fundafrelsi og fjölmiðla-
frelsi. „I aðalatriðum erum við að
biðja kínversku stjómina að fram-
fylgja eigin stjórnarskrá," sagði
hann og vísaði því á bug, að með
því að gagnrýna skort á mannrétt-
indum í Kína væru Bandaríkja-
menn að skipta sér af kínverskum
innanríkismálum.
Kínveijar brugðust mildilega við
yfirlýsingum Gingrich og var það
rakið til þess að þeim er annt um
að afla sér aukins stuðnings á
Bandaríkjaþingi á kostnað Taiw-
ans.
Bandaríkjamenn
sýni varfærni
Þingforsetinn lofaði efnahags-
umbætur kínversku stjórnarinnar
en sagði að í fyllingu
tímans yrði hún að
slaka á forsjárhyggju
sinni.
Gingrich átti fund
með Jiang Zemin for-
seta Kína þar sem sá
síðamefndi sagði þýð-
ingarmikið, að Banda-
ríkjamenr sýndu var-
færni í málum Taiw-
ans. Stjórnmálaskýr-
endur í Peking og Tai-
pei sögðu harðorðar
yfirlýsingar Gingrich
um nauðsyn þess að
standa vörð um sjálf-
stæði Taiwans miklu
fremur ætlaðar til að
auka álit hans og hróður í Banda-
ríkjunum. Veitti honum ekki af
eftir að hafa glatað trausti vegna
spillingarmála. Vestrænn stjórnar-
erindreki í Taipei sagði í gær, að
þar um slóðir væri Gingrich þekkt-
ur fyrir að gefa eftir í málefnum
Taiwans þrátt fyrir gífuryrðin.
„Það ætti engum að koma á óvart
þótt hann móðgaði Lee Teng-hui
forseta með því að krefjast þess
af honum að Taiwanar lýsi ekki
yfir sjálfstæði,“ sagði fulltrúinn.
Gingrich
UOCKEY
Einlitar og röndóttar. Útsölustaðir um land allt!
Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 552 4333