Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Óvildin milli gyðinga og araba magnast Netanyahu íhug- ar nýja stjórn Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær að hann væri að íhuga myndun sam- steypustjórnar flokks síns, Likud- bandalagsins, og Verkamanna- flokksins í því skyni að skapa þjóð- areiningu um endanlegan friðar- samning við Palestínumenn. „Ég er að íhuga [myndun slíkrar stjórnar] en hef ekki tekið neina ákvörðun," sagði Netanyahu. Að sögn hans þyrfti að verða „víðtæk þjóðareining" í ísrael, en ekki væri víst hvort stjórn stóru flokkanna tveggja væri svarið. Atburðir undanfarinna vikna hafa síður en svo orðið til þess að koma á einingu milli gyðinga og araba í Mið-Austurlöndum. Friðar- ferlið er nú talið í verulegri hættu í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjórn- ar Netanyahus að reisa gyðinga- byggðir í Austur-Jerúsalem. Utanríkisráðherrar arabaríkja ákváðu á mánudag að mælast til þess að látið yrði af viðskiptum við Israela og menningarlegum og vís- indalegum samskiptum í því skyni að einangra þá. Hvöttu þeir til þess að hætt yrði að reyna að koma samskiptum við ísraela í eðlilegt horf og hlé yrði gert á viðræðum milli Israela og araba um mála- flokka á borð við ferðaþjónustu, afvopnun og umhverfismál. Þótt ályktun ráðherranna sé ekki bind- andi, þurfi samþykki hvers ríkis bandalags arabaríkja og nái hvorki til Egypta né Jórdana, sem hafa gert sérstaka friðarsamninga við ísraela, er hún talin hafa táknrænt gildi að því leyti að þetta er í fyrsta skipti, sem arabaríki leggja drög að því að refsa ísraelum fyrir gerð- ir, sem þau telja stefna friði í Mið- Austurlöndum í hættu, frá því að Netanyahu varð forsætisráðherra. Viðræður milli ísraela og Palest- ínumanna eru að leysast upp og Dennis Ross, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar, hafði ekki er- indi sem erfiði þegar hann reyndi að blása nýju lífi í friðarferlið fyrir páskahelgina. „Þetta eru verstu horfurnar í friðarmálum frá 1977,“ sagði Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, í samtali við ísraelska dag- blaðið Maariv, en það ár fór Anw- ar Sadat, þáverandi forseti Egyptalands, í opinbera heimsókn til Israels, sem leiddi til friðarsátt- málans 1979. ;,Ykkur hefur tekist að hræða heiminn. Þið hafið ýtt okkur öllum í mjög erfiða stöðu.“ Yfirlýsing Netanyahus á þingi á mánudag mun tæplega verða til þess að Palestínumönnum og leið- togum arabaríkja renni reiðin: „Við munum ekki hörfa til landamær- anna frá 1967, við erum andvígir palestínsku ríki og við erum í verki andvígir skiptingu Jerúsalem," sagði forsætisráðherrann og bætti við: „Ég legg til að látið verði af tálvonum. Það sem nú þarf er að Palestínumenn dragi úr vænting- um sínum þannig að hægt verði að brúa bilið, sem eftir verður." UOCKEY Einlitar og röndóttar. Útsölustaöir um land allt! Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson S Co. hf. sími 552 4333 20 manns farast í tveimur lestarslysum á Spáni Frakkland 50.000 ganga gegn Le Pen Strassbor^. Morgunbladið. FIMMTIU til sextíu þúsund manns komu saman í Strassborg í Frakk- landi á laugardag til að mótmæla boðskap öfgaflokksins til hægri, Front National. Flokkur Jean Marie Le Pen fundaði í borginni um páska- helgina og leiðtoginn gerði lítið úr mótmælunum: „Mig varðar engu þótt einhveijar þúsundir séu með uppsteyt, kjósendur mínir í héraðinu eru margfalt fleiri." Mótmælin um helgina mörkuðu að því leyti tímamót að aldrei hefur jafn mikill fjöldi fólks komið saman, meirihlutinn um langan veg, til að andæfa stefnu og tilvist stjórnmála- flokks í Frakklandi. Farið var með friði um götur Strassborgar, nokkuð fjarri ráð- stefnuhöllinni þar sem 2.200 flokks- menn Front National, þar á meðal gamlir nasistar auk skoðanabræðra frá Ítalíu og Belgíu, funduðu. Örygg- isreglur leyfðu gönguna í eins kíló- metra fjarlægð frá flokksþinginu og farið var miklu víðar um borgina. Fólk hafði fest borða með slagorðum utan á hús sín, börn og fullorðnir veifuðu og hrópuðu hvatningarorð úr gluggum og dyragættum. Borg- arstjórinn, Catherine Trautmann, sem er úr röðum sósíalista, ávarpaði mannfjöldann, þakkaði góða þátt- töku og frið. Sagði hún að samtök Le Pens væru „rasistaflokkur með rætur í fasisma". Sjónvarpsstöðin Arte líkti henni við Jóhönnu af Örk, í árangursríkri baráttu gegn FN. Le Pen var á sunnudag endurkjör- inn formaður Front National. Á þingi flokksins var samþykkt stefnuskrá og er lykilatriði hennar að „Frakkar hafi forgang". Þar er lagt til að laun útlendinga verði skattlögð sérstak- lega og ákveðin störf aðeins auglýst fyrir Frakka. Samkvæmt skoðana- könnunum hefur flokkurinn nú um 15% fylgi á landsvísu. Norðanáhlaup í MIKIÐ áhlaup gerði í Nýja Eng- landi í Bandaríkjunum í gær og náði jafnfallinn snjór víða allt að 90 cm eins og þessi kona í Cam- bridge, nágrannaborg Boston, komst að. Er veðrið talið hafa valdið dauða þriggja manna og meira en hálf milijón manna var rafmagnslaus. Víða í Massachu- setts var snjódýptin 88 cm, 70 i Reuter Nýja Englandi Boston og 81 cm í Catskill í New York og annars staðar á þessum slóðum var fannfergið álíka mikið. Með ströndinni var gífurlegt brim, allt að 9 metra ölduhæð, og í Massachusetts var lýst yfir neyð- arástandi. Olli veðrið miklum sam- gönguerfiðleikum, jafnt á landi sem í lofti, og var sumum flugfvöll- um lokað. Reuter Kosningahríð í Bretlandi BARÁTTAN fyrir kosningarnar í Bretlandi er nú komin á fullt og er Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins, lagður af stað í ferð um landið allt. Hér er hann á tali við dreng í Northampton. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Ihaldsflokksins, réðst í gær hart að hinum „nýja Verkamannaflokki" Blairs og kallaði hann „beinlaust viðrini“, sem væri blekkingin ein. Er þetta framlag hennar talið munu styrkja nokkuð stöðu John Majors forsætisráðherra en flokkur hans hefur átt á brattann að sækja. Var 100 km yfir leyfi- legum hámarkshraða Malaga. Morgunblaöið. TUTTUGU manns fórust í tveimur járnbrautarslysum, sem urðu með tæplega níu klukku- stunda millibili á Spáni á mánu- dagskvöld og aðfaranótt þriðju- dagsins. í fyrra slysinu, sem varð skammt frá bænum Pamplona í Navarra-héraði á Norður-Spáni, fórust 18 manns og er það mannsk- æðasta lestarslys í landinu í tæp 20 ár. Mannlegum mistökum er kennt um harmleikinn. Slysið við Pamplona varð klukk- an 17.45 að íslenskum tíma (19.45 að staðartíma) er þrír vagnar hrað- lestar, sem bar nafn spænska heimspekingsins Miguel de Unam- uno, þeyttust út af sporinu nærri Uharte-Arakil Iestarstöðinni, 35 kílómetra frá Pamplona. Lestin hafði haldið frá Barcelona klukkan 11 um morguninn að íslenskum tíma og var endastöðin þorpið Hendaya við frönsku landamærin. Um borð í lestinni, sem var full, voru 248 farþegar, flestir á leið heim úr páskafríi. Talsmaður spænska samgöngu- ráðuneytisins sagði í gær að full- víst mætti heita að mannleg mistök hefðu orsakað slysið. Lestin hefði verið á 130 kílómetra hraða á stað þar sem hámarkshraðinn væri 30 kílómetrar á klukkustund. Hann útilokaði að um skemmdarverk hefði verið að ræða. „Þetta var hræðilegt. Við heyrð- um mikinn hvell og vagninn okkar þeyttist út af með öskrandi farþeg- ana innanborðs. Síðan sáum við ekki neitt en heyrðum sársauka- öskur og ekkasog hinna slösuðu þar til fólk úr þorpinu kom og tók að hjálpa okkur úr brakinu," sagði ung stúlka sem komst lífs af úr slysinu ásamt vini sínum. Fjórir vagnar voru tengdir lest- inni en einungis þrír þeirra þeytt- ust út af sporinu og engan sakaði í fremsta vagninum. „Þetta var kraftaverk. Eg fæ ekki skilið hvernig okkar vagn slitnaði frá hinum og slapp óskaddaður,“ sagði annar farþegi. Sex alvarlega slasaðir 100 manns voru fluttir í sjúkra- hús í nágrenninu og voru 49 þeirra þar enn síðdegis í gær. Af þeim voru sex sagðir mjög alvarlega slasaðir. Aðstæður á staðnum voru að sögn skelfilegar og sum líkin svo illa útleikin að erfiðlega gekk að bera kennsl á þau. í fyrstu var talið að 19 manns hefðu farist og það var ekki fyrr en um 20 klukku- stundum eftir að slysið varð að í ljós kom að líkamsleifar, sem fund- ist höfðu og ekki hafði tekist að bera kennsl á, voru af einum og sama farþeganum. Mistök á skiptispori? Um níu stundum eftir slysið við Pamplona, klukkan 2.30 um nótt- ina að islenskum tíma, fór önnur lest út af sporinu nærri bænum Guadalajara, skammt frá höfuð- borginni, Madrid. 70 manns voru í þeirri Iest, sem var á leið frá Barcelona um Madrid til Malaga og Sevilla á Suður-Spáni. Tveir menn létust, starfsmaður lestar- fyrirtækisins og franskur ferða- maður, og tveir farþegar voru í gær alvarlega slasaðir í sjúkra- húsi. Ekki liggur fyrir hver orsök þessa slyss var en getum var að því leitt að eitthvað hefði farið úrskeiðis á skiptispori. Verið er að rannsaka „svartan kassa“ lestar- innar sem skráir allar upplýsingar um reiðina. Lestarferðir eru vinsæll ferða- máti á Spáni enda fremur ódýrt að ferðast þannig. Alvarleg slys eru fremur fátíð og tölfræðin sýnir að mun hættulegra er að ferðast í bíl um þjóðvegi Spánar en í lest- um. Þetta sannaðist raunar í lið- inni páskaviku þegar tæplega 120 manns týndu lífi í umferðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.