Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 25 (9) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - ÞarfærÖu gjöfina - Hún valdi skartgripi frá SilfUrbúðinni FRAMKÖLLUN TIL FYHWMYTVDAR % * Islenski dansflokk- urinn opnar danshátíð í Helsinki Lára Stefánsdóttir ÍSLENSKI dansflokkurinn mun taka þátt í norrænni danshátíð í Helsinki í Finnlandi hinn 3.- 6. apríl. Hátíðin Nordic MINI Festival er haldin meðal annars í tilefni af sextíu ára afmæli Finnska lista- danssambandsins (Finlands Dans- konstnársför- bund). - íslenski dansflokkurinn mun opna hátíð- ina ásamt hljóm- sveitinni Skárren ekkert, með dansverkinu Ein eftir Jochen Ulrich sem sýnt var í Borgarleikhúsinu í febrúar sl. Dans- flokkurinn mun einnig sýna nýtt verk Láru Stefánsdóttur, Hræring- ar, við nýtt tónverk eftir Guðna Franzson, með tilvitnun í ítalska tónskáldið Riccardo Nova fyrir ástr- alska frumbyggjahljóðfærið didjeri- du, slagverk o.fl. Það verk verður einnig sýnt í Eystrasaltsríkjunum í byrjun maí ásamt tveimur atriðum úr La Cabina 26 eftir Jochen Ulrich, sem var sýnt ásamt Ein í Borgar- leikhúsinu. Sýningin fer fram í Alexander- leikhúsinu í Helsinki þann 3. apríl nk. Þess má geta að Félag íslenskra listdansara, FÍLD varð 50 ára á skírdag, en haldið verður upp á afmælið á sýningu dansflokksisn í lok maí í Borgarleikhúsinu. TONOST Langholtskirkja ÓRATÓRÍA Emsöngvaramir Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Valgerður G. Guðnadóttir, Sverrir Guðjónsson, Bjöm Jónsson og Loftur Erlingsson, ásamt Kór Langholtskirkju og kammersveit undir fomstu Júliönu E. Kjartans- dóttur, fluttu Messias eftir Handel. Stjómiindi var Jón Stefánsson. Fimmtudagurinn 27. mars, 1997. SAMKVÆMT efnisskrá mun Kór Langholtskirkju, undir stjórn Jón Stefánssonar, hafa flutt meist- araverkið Messías fimm sinnum og nú fyrir páskana þá í sjötta sinni. Margt er til ritað um þetta merka verk en allar slíkar hugleið- ingar verða marklausar hjá því að hlýða á það, sérstaklega ef flutn- ingurinn er góður. Það býr yfir sérkennilegum töfrum en í því hef- ur safnast saman allt sem Handel kunni best. Forleikinn, sem ber yfirskriftina Sinfony, á að leika Grave, en hann var of hraður að þessu sinni. Fúgan sem fylgir á eftir á að vera Allegro moderato og var einnig of hröð en auk þess var hún leikin beint af augum og ekki gerð tilraun til að draga fram stefjaskipanina. Þrátt fyrir að þessi fúga sé í mjög frjálsu formi, má draga fram þessa sérstæðu form- skipan með t.d. styrkleika- og hraðabreytingum, sem að vísu eru ekki tilgreindar af höfundi en þyk- ir samt ekki óviðeigandi, þar sem fúgustef gegna stærra hlutverki en stef eða tónhugmyndir í öðrum barokkformgerðum. Að þessu frá- dregnu, sem varðar mótun for- leiksins og fúgunnar, var leikur hljómsveitarinnar mjög góður og fagurlega hljómandi. Söngurinn er opnaður með tón- lesi og aríu fyrir tenor, sem sung- inn var af ungum einsöngvara, Birni Jónssyni, Hann hefur nýlokið námi og þegar vakið nokkra at- hygl. Þrátt fyrir ágætan söng og að vel mátti heyra, að þarna fer sérlega efnilegur söngvari, var söngur hans ekki í þeim stíl, sem fellur best að barokktónlist. Arían „Ev’ry valley“ var í heild vel flutt og „melisma" línurnar skýrlega fluttar og þar nýtur Björn þeirrar tækni sem hann hefur þegar náð á góðum tökum.Tvö tónles, „All they that see Him“ og „Thy rebuke“ og litla arían „Behold and see“ var vel flutt en bestur var söngur Björns, þrátt fyrir smá hnökra, í aríunni „Thou shalt break them“. Bassahlutverkið var sungið af Lofti Erlingssyni, og hóf hann sinn söng með löngu tónlesi „Thus saith the Lord“ og einni sérkennilegustu aríu verksins, „But who may abide“, þar sem hraðinn er ýmist Larghetto eða Prestissimo. Loftur söng mjög vel. Tónlesið „For be- hold“ og arían „The people“, var sérlega vel mótuð. Stórarían „Why do the nations" var glæsilega flutt og þá ekki síður ein frægasta aría verksins „The trumpet shall so- und“ en með Lofti lék Ásgeir H.Steingrímsson einleik á trompett með miklum glæsibrag. Altröddina söng Sverrir Guð- jónsson og hóf hann upp raust sína með stuttu tónlesi og aríunnni „0 thou that tellest good tidings to Zion“, sem er sérlega smellin og fræg tónsmíð en liggur því miður of lágt fyrir Sverri, sem á sína áttund vel hljómandi frá el til e2. Söngur Sverris var i heild þokka- legur en ekki í þeim heita og tón- skarpa og allt að því „instrument- ala“ stíl, er einkennir tónmál Hand- els, auk þess að vera hljómlítill, sem sérstaklega kom fram í hinni frægu aríu „He was despised". Smá milliþáttur, sem nefnist Pifa, var ágætlega fluttur. Pifa- þátturinn er kenndur við ílalskt hljóðfæri, Piffaro, sem er bæði skylt óbói og sekkjapípu. Á þetta miðaldahljóðfæri léku ítalskir hjarðmenn, sem þá voru kallaðir „pifferari" er þeir flykktust til borganna á jólum og léku lög í sikileyskum takti, sem síðar hefur verið einkennandi fyrir svo nefnd hjarðljóð. Á eftir pífunni söng einn kórfélagi, Valgerður G. Guðna- dóttir, tvo stutta tóniesþætti og gerði það mjög fallega. Olöf Kolbrún Harðardóttir söng sópranaríurnar, sem eru glæsileg söngverk, og var sú fyrsta „Rejo- ice“ mjög vel flutt, við hægari mörkin, er gaf aríunni ákveðna festu en einnig þann fögnuð, þá boðuð er koma Frelsarans. Eftir smá tónles söng Ólöf hið fræga hjarðljóð „He shall feed His flock“ og var þessi fallega aría sérlega fallega flutt. Ólöf söng einnig ten- UMHVERFIÐ... # JÁKVÆÐ MYND... og við erum við þig. Við sendum framköllunar- vökvann í endurvinnslu. Silfrið af filmunum sem leysist upp í framköllunarferlinu, það fer líka í endurvinnslu og endar svo kannski sem silfurskeið í munni - einhvers staðar úti í heimi. Jákvæð mynd... er óvenjulegt fyrirtæki sem vill koma þér á óvart með hlýlegri þjónustu og smekkvísi í frágangi á myndunum þínum. Hugsaðu jákvætt. „ÞRÁTT fyrir ágætan söng og að vel mátti heyra, að þarna fer sérlega efnilegur söngvari, var söngur hans ekki í þeim stíl, sem fellur best að barokktónlist,“ segir gagnrýnandi meðal annars um Björn Jónsson tenórsöngvara. óraríuna „But thou didst not leave" og þá frægu aríu „How beautiful are the feet“ Þriðji þáttur Messias- ar hefst á stóraríunni „I know that my Redeemer liveth“ og þar með lauk glæsilegum söng Olafar Kol- brúnar Harðardóttur. Einn meginþáttur þessa meist- araverks er kórtónlistin og var strax ljóst við fyrsta kórþáttinn, „And the glory of the Lord“ að kórinn er mjög góður, þó á stund- um ættu tenórarnir erfitt með lín- ur, þar sem aðeins var brugðið upp á hásviðið, sem ekki gætti þegar tóntakið var sterkt. Söngur kórsins var glæsilegur í „And He shall purify", sérstaklega í „melisma" tónlínunum, sem einnig voru glæsi- lega útfærðar í einum fallegasta kórkafla verksins „For unto us a Child is born“. Þrátt fyrir nokkurn hraða var söngurinn í þessum erf- iða kórþætti frábær og má sérstak- lega tiltaka samtaka melisma, sungið í samstígum þríundum og sexundum hjá sópran og alt undir lok kaflans. „Glory to God“ var ágætlega sunginn en samt vantaði að þögnin á undan „and peace on earth“ væri nógu löng, til skapa þá réttu stemmningu, sem Haydn og Beethoven voru sérstaklega hrifnir af og kölluðu „stóra effekt- inn“. Það má vera að við íslending- ar getum ekki útfært það í söng, sem við höfum aldrei lifað, hvað friður er með mönnum. Lokakór fyrsta þáttar, „His yoke is easy“ var vel fluttur og skemmtileg radd- fleygunin var mjög vel útfærð, þó tenórarnir ættu stundum til að vera lágir í tóntaki, enda er þessi þáttur ekki auðveldur í söng. Einn af glæsikórum verksins er kóraþrenningin „Surely, He hath borne our griefs“, glæsilega kór- fúgan „And with His stripes" er lýkur á hinum stórbrotna kórþætti „All we like sheep", sem var frá- bærlega vel fluttur. í öðrum þætti Messiasar eru fleiri kórar og má þar nefna kórfúguna stóru „He trusted in God“, svo og kórþættina „Lift up your heads“, „The Lord gave the Word“, „Let us break their bonds asunder“, sem allir eru frábærar tónsmíðar, þó að lokakór þessa þáttar njóti mestrar frægð- ar, nefnilega Halelújakórinn. Allir kórarnir voru afburða vel fluttir. Lokakór Messiasar er í raun tví- skiptur, sá fyrri „Worthy is the Lamb that was slain" og Amen- fúgan og voru báðir þættirnir mjög vel fluttir. Hljómsveitin undir forustu Júlí- önu E. Kjartansdóttur sem kon- sertmeistara, var sérlega góð. Með hljómsveitinni lék Gústaf Jóhann- esson, contiuno raddirnar á litla orgelið, sem enn þjónar kirkjunni meðan beðið er eftir nýja orgelinu. Flutningur Messiasar var í heild mjög góður, þó þáttur einsöngvara væri ekki eins samstæður hvað söngstíl snertir og æskilegt hefði verið. Kórinn var frábær og hljóm- sveitin góð undir öruggri stjóm Jóns Stefánssonar. Jón Ásgeirsson Hótel Esju, Suöurlandsbraut 2, sími 581 2219. slmbróf 588 9709. Líka opiö á laugardögum fró kl. 10:00 - 14:00. Viö viljum skila þér myndunum betri en þú áttir von á. Viö stækkum myndirnar meö hvítum kanti, setjum þær í vandaða öskju sem fer vel meö þær, fer vel í hillu og fer vel meö umhverfið. Ef þú vilt veita myndunum þínum fallega og sérstaka umgjörð eigum viö til sérsmíðaða ramma og smekklegar myndamöppur. Við byggjum oröstír okkar á því aö framkalla myndirnar þínar með eins jákvæðum hætti fyrir umhverfiö og mögulegt er. Hugsaðu jákvætt. Messias
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.