Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Lífeyrismál og skrif um
Sameinaða lífeyrissjóðinn
AÐ UNDANFORNU
hafa Iífeyrismál verið
nokkuð til umræðu í
Morgunblaðinu, nú síð-
ast í dáikum Víkveija
þar sem fjallað er um
rétt fólks til makalífeyr-
is úr samtryggingarlíf-
eyrissjóði eins og Sam-
einaða lífeyrissjóðnum
og þar fullyrt að réttur
maka sjóðfélaga í sjóðn-
um miðist við fullan
makalífeyri í 36 mánuði
og hálfan makalífeyri í
24 mánuði til viðbótar
og síðan ekki krónu
meir í samanburði við
makalífeyrisréttindi í
Fijálsa lífeyrissjóðnum þar sem erf-
ingjar hins látna eigi rétt á að fá
inneignina greidda.
Margir virðast leggja að jöfnu
samtryggingarlífeyrissjóði og sér-
eignarsjóði, sem ekki er raunhæft
að gera heldur þarf að gera skýran
greinarmun á samtryggingarlífeyr-
issjóði og fijálsum sparnaði hvort
heidur hann er í formi séreignarsjóðs
eins og Fijálsi lífeyrissjóðurinn er,
kaupum fólks á spariskírteinum,
hlutdeildarskírteinum verðbréfa-
sjóða eða innstæðum á bankabókum.
Hér á eftir verður í örstuttu máli
gerður samanburður á lífeyrissjóð-
um á almennum vinnumarkaði, sem
ekki njóta ríkisábyrgðar, sem aðilar
vinnumarkaðarins standa að og hafa
orðið til í fijálsum samningum og
hins vegar séreignarlífeyrissjóði,
sem verðbréfafyrirtækin standa að.
Einkenni samtryggingarlífeyris-
sjóðs á almennum vinnumarkaði:
1. Greiddur er ævilangur ellilífeyrir.
2. Við örorku er greiddur örorkulíf-
eyrir meðan örorka
varir og íjölskyldulíf-
eyrir, ef börn eru á
framfæri.
3. Við fráfall sjóðfé-
laga er greiddur fjöl-
skyldulífeyrir, sem
samanstendur af
makalífeyri og barna-
lífeyri.
4. Allir félagsmenn
aðildarfélaga eiga rétt
til aðildar án læknis-
vottorðs.
í samtryggingarlíf-
eyrissjóði felst það að
sjóðfélagamir tryggja í
reynd hver annan eftir
ákveðnum reglum.
Samtryggingarlífeyrissjóðunum er
stjórnað af stjórnum, sem fulltrúar
stéttarfélaganna velja á aðalfundum
þeirra og af vinnuveitendum. Hagn-
aður, sem kann að vera af rekstri
sjóðsins rennur allur til eigenda
sjóðsins, sem eru sjóðfélagarnir, í
formi betri lífeyrisréttinda.
Varðandi greiðslu makalífeyris
hjá Sameinaða iífeyrissjóðnum er við
fráfall sjóðfélaga greiddur fullur
makalífeyrir í 36 mánuði og hálfur
makalífeyrir í 24 mánuði. Ef eitt-
hvað neðangreindra skilyrða er hins
vegar fyrir hendi þá fær maki
greiddan makalífeyri meðan það
skilyrði er uppfyilt:
1. Barn á framfæri veitir eftirlifandi
maka rétt til makalífeyris til 22
ára aldurs yngsta barns. Að auki
er greiddur barnalífeyrir kr.
10.800 með hveiju barni þar til
barn nær 18 ára aldri.
2. Ef makinn er öryrki.
3. Ef maki sjóðfélaga er fæddur
fyrir 1945 og er þá greiddur
Margir virðast leggja að
jöfnu, segir Jóhannes
Siggeirsson, sam-
tryggingarlífeyrissj óði
og séreignarsjóði, sem
ekki er raunhæft.
skertur makalífeyrir eftir
ákveðnum reglum nema maki
sjóðfélaga sé fæddur fyrir 1925.
Sú fullyrðing Víkveija að maki
sjóðfélaga fá aðeins greiddan maka-
lífeyri að fullu í 36 mánuði og að
hálfu í 24 mánuði hjá Sameinaða
lífeyrissjóðnum á því aðeins við, ef
hinn látni skilur eftir sig maka, en
ekki börn og makinn er fæddur 1945
eða síðar. Gera verður þá kröfu til
biaðamanna við vandað blað eins og
Morgunblaðið að þeir kynni sér stað-
reyndir mála áður en þeir fara fram
með fullyrðingar eins og þessa.
Einkenni séreignariífeyrissjóðs
verðbréfafyrirtækis/banka:
En hvernig skyldi þá vera háttað
starfsemi séreignarsjóðs eins og
Fijálsa lífeyrissjóðsins?
1. Þegar sjóðfélagi hefur töku ellilíf-
eyris fær hann greidda innstæðu
sína á ákveðnu árabili óháð því
hve lengi hann lifir. Ef hann lifír
lengur en hin fyrirfram ákveðnu
ár sem venjulega eru 10-15 ár
þá fær hann ekki lengur greiðslu
frá sjóðnum.
2. Við örorku fær sjóðfélagi greidda
innstæðu sína meðan hún endist.
Ljóst er að sjóðfélagi, sem ungur
verður öryrki, hefur einungis
greitt í skamman tíma og á því
aðeins litla innstæðu og fær eftir
það enga greiðslu.
3. Ekki er greiddur barnalífeyrir.
4. Inneign sjóðfélaga erfist. Við frá-
fali sjóðfélagans erfir eftirlifandi
maki og/eða aðrir erfingjar inn-
stæðu sjóðfélagans.
Séreignarlífeyrissjóðunum er þannig
stjórnað að verðbréfafyrirtækið
skipar meirihluta stjórnarmanna.
Rekstraraðilinn verður því alltaf
verðbréfafyrirtækið, hvort heldur
sem rekstur sjóðsins gengur vel eða
illa. Sjóðfélagarnir hafa í reynd ekk-
ert um slíkt að segja.
Séreignarlífeyrissjóðir eru reknir
af fyrirtækjum, sem hafa það mark-
mið að hámarka hagnaði sinn til
þess að geta greitt eigendum verð-
bréfafyrirtækjanna, bönkum, spari-
sjóðum og tryggingafélögum sem
mestan arð.
Séreignarlífeyrissjóður
virkar eins og bankabók
Séreignarlífeyrissjóður verðbréfa-
fyrirtækis er í reynd hvorki lífeyris-
sjóður né líftrygging. Séreignarlíf-
eyrissjóðir hafa hins vegar fengið
viðurkenningu fjármálaráðuneytis-
ins sem lífeyrissjóðir og með því að
greiða tii slíks sjóðs uppfyila þeir
aðilar, sem ekki er skylt samkvæmt
lögum að greiða til annars lífeyris-
sjóðs lagaskyldu sína um að greiða
til viðurkennds lífeyrissjóðs.
Séreignarlífeyrissjóður virkar eins
og bundin sparisjóðsbók. Hægt er
að taka út af henni, þegar ákveðnum
aldri er náð í ákveðinn árafjölda eða
ef eigandi bókarinnar, inneignarinn-
ar, verður öryrki eða hann fellur frá
er innstæðan greidd til erfingja.
Ekki er greitt meira en það sem
lagt hefur verið inn. Vilji sjóðfélagi
flytja innstæðu sína yfir í annan
séreignarlífeyrissjóð áskilja sumir
þessir aðilar sér allt að 2% þóknun
af innstæðunni. Sum verðbréfafyrir-
tæki, sem reka séreignarlífeyrissjóði
selja tryggingar fyrir tryggingafélög
og bjóða upp á það að sjóðfélagarn-
ir kaupi slíkar tryggingar, ef þeir
vilja. Slíkt dregst þá frá innstæð-
unni. Að sjálfsögðu geta sjóðfélagar
í samtryggingarlífeyrissjóði keypt
sér tryggingarvernd til viðbótar
greiðslum í slíkan sjóð og vitað er
að það gera margir sjóðfélagar sjóð-
anna.
í dæmi Víkveija fer það alfarið
eftir innstæðu í séreignarlífeyris-
sjóðnum hvaða greiðslu maki látins
aðila fær. Ef hinn látni fellur frá 25
ára og hefur greitt í sjóðinn 10% af
launum sínum og skilur eftir sig
maka og þijú böm er ljóst að inn-
stæðan er fljót að hverfa og eftir
situr síðan eftirlifandi maki með
börnin án þess að fá neinar frekari
greiðslur. Ef hinn iátni hefur hins
vegar greitt í séreignarsjóð í fjölda
G-BHOCK G-BHOCK
AÐALFUNDUR
LYFJAVERSLUNARISLANDS HF.
VERÐUR HALDINN í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU,
LAUGARDAGINN 5. APRÍL1997, KL. 13.00.
Jóhannes
Siggeirsson
ára, t.d. 40 ár, þegar hann fellur frá
og ekkert komið fyrir hann á lífsleið-
inni er ljóst að sparifé hans erfíst til
afkomenda hans hvort heldur það er
maki hans eða uppkomin börn með
sama hætti og innstæður í banka eða
spariskírteini.
Samtryggingarlífeyrissjóðir
veita tryggingarvernd en eru
ekki sparisjóðsbækur
Samtryggingarlífeyrissjóður er
samtrygging sjóðfélaganna og það
sama gildir um hann og aðrar trygg-
ingar að sumir fá meira út úr þeim
heldur en þeir hafa greitt og aðrir
minna. Þeir ellilífeyrisþegar sem
verða langlífir fá meiri greiðslur í
formi ellilífeyris heldur en þeir ellilíf-
eyrisþegar, sem lifa skemur. Konur
lifa lengur en karlar og fá því greidd-
an ellilífeyri lengur, þótt iðgjaldið
sé það sama.
Taka má dæmi af skaðatrygging-
um, t.d. brunatryggingum húsa.
Sumir greiða slíkar tryggingar alla
sína ævi og fá ekkert til baka því
það kviknar aldrei í. Aðrir verða
fyrir þeirri ógæfu að það kviknar í
húsi þeirra og fá þá fjárhagslegt
tjón sitt bætt sem er margföld sú
upphæð, sem þeir greiða á lífsleið-
inni í brunatryggingu á húseignum
sínum. Slíkt er eðli trygginga.
Tryggingariðgjaldið erfist hins veg-
ar ekki. Þegar árið er liðið sem greitt
hefur verið fyrir án þess að bruna-
tjón hljótist af þarf að greiða iðgjald
næsta árs.
Afskipti fjármálaráðuneytisins
af lífeyrismálum
Meðai flestra vestrænna þjóða fer
nú fram umræða um að bæta líf-
eyriskerfi þjóðanna, sem í flestum
tilfellum eru gegnumstreymiskerfi
og í mörgum tilfellum er verið að
koma á uppsöfnunarlífeyriskerfi,
eins og verið hefur hér á landi í
uppbyggingu á almennum vinnu-
markaði síðan 1970.
Umræðan síðustu vikur hér á
landi miðast hins vegar við það að
rífa þetta kerfí niður og fínna leiðir
til þess að bankar og dótturfyrirtæki
þeirra verðbréfafyrirtæki eða trygg-
ingaféiög geti komist yfir þann
sparnað, sem þar hefur myndast eins
og við það verði til einhveijir nýir
peningar. Minna hefur farið fyrir
því að útskýra hvaða lífeyrisréttindi
þeir aðilar ætla að bjóða fólki upp á.
Leitt er til þess að vita að allt
bendir til þess að uppsprettu þessarar
umræðu sé að finna í fjármálaráðu-
neytinu, því sama ráðuneyti og ný-
lega samdi við starfsmenn sína að
greiða 15,5% iðgjald til samtrygging-
arsjóðs fyrir sína starfsmenn og þar
til viðbótar væri heimilt að reka sér-
eignardeild. Það hefur löngum verið
talið til mannasiða að bjóða ekki
gestum sínum að borða þann köku-
bakstur, sem menn treysta sér sjálfir
eða heimilismönnum sínum ekki til
þess að borða. Væri starfsmönnum
Qármálaráðuneytisins hollt að hafa
þetta í huga.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sameinaða lífeyrissjóðsins.
G-BHOCK_______________
(T)
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins.
2. Breytingar á samþykktum félagsins, sem heimila kosningu
skoðunarmanna, er starfa við hlið endurskoðenda.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur
stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegartillögur svo og ársreikningurfélagsins munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins
Borgartúni 7, á 2. hæð, dagana 1. - 4. apríl, kl. 9-16. Hluthöfum er vinsamlegast bent á að
vitja fundargagna sinna fyrir kl. 16, föstudaginn 4. apríl.
Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf.
xí
LYFJAVERSLUN ISLANDS H F.
in
u
□
X
ID
E1
l/r oy -s'Áar/y/i/'/?/r
Laugavegi 61, simi 552 4930
G-BHOCK
G-BHOCK
G-BHOCK