Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MININGAR
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 45
+ Guðlaug Jó-
hanna Júlíus-
dóttir var fædd í
Hokingsdal í Arn-
arfirði 12. janúar
1916. Hún andaðist
21. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Július
Guðlaugsson og Jó-
hanna Guðrún Jó-
hannsdóttir. Eftir-
lifandi systur henn-
ar eru Krisljana
Sigríður, f. 4. sept-
ember 1917, og
Guðríður Jóhanna,
f. 23. júlí 1923. Ung flutti hún
með foreldrum sinum að Horni
í Mosdal en þegar Guðlaug var
12 ára flutti fjölskyldan búferl-
um til Bíldudals. Guðlaug flutti
síðar til Reykjavíkur og gerðist
vinnukona.
Árið 1937 giftist Guðlaug
Skúla Zophaníassyni iðnverka-
manni og ökukennara, f. 28.
ágúst 1914, d. 4. júní 1948. Með
honum eignaðist hún tvo syni,
Þóri, málarameistara, f. 17.
ágúst 1937, maki Una O. Guð-
Elsku Guðlaug mín, ekki hvarfl-
aði að mér að ég ætti eftir að
kveðja þig svona stuttu á eftir
henni mömmu minni. Þetta er mik-
ið áfall. Ég hélt að ég fengi að
hafa þig aðeins lengur eftir að hún
fór, en lífið er víst svona, við erum
hér í dag og farin á morgun þó
okkur finnist það stundum ekki
réttlátt.
Elsku Guðlaug mín, ég minnist
þess nú þegar við kynntumst fyrst,
þegar við Jón vorum að byija sam-
an og ég kom í fyrsta skipti upp
í Hlíðar, hvað þú tókst vel á móti
mér og hún Þuríður mín, blessuð
sé minning hennar, fyrrverandi
tengdamamma þín sem bjó hjá
ykkur Guðmundi. Ég minnist
máltiðanna sem hún eldaði alltaf
mundsdóttir, og
Július, vélvirkja, f.
3. júli 1944, maki
Svanborg Jónsdótt-
ir. Hinn 19. maí
1956 giftist Guð-
laug eftirlifandi
eiginmanni sínum
Guðmundi Jóns-
syni, f. 20. septem-
ber 1918. Þau eign-
uðust tvo syni, Jón,
vélvirkja, f. 26.
október 1956, maki
Guðrún M. Sig-
urbjörnsdóttir, og
Viðar, vélvirkja, f.
8. nóvember 1958. Guðlaug átti
átta barnabörn og níu barna-
barnabörn. Guðlaug og Guð-
mundur hafa búið í Mávahlíð 7
frá árinu 1962.
Guðlaug vann ýmis verka-
konustörf, m.a. við þvotta í
Borgarþvottahúsinu og hjá
Hjálpræðishernum. Hún var
einnig í fiskvinnu til marga ára
og við heimilishjálp hjá Reykja-
víkurborg.
Útför Guðlaugar fór fram
frá Bústaðakirkju 1. apríl.
á miðvikdögum, þá var alltaf svo
fínn matur, mér fannst svo skrýtið
að fá svona flottan mat á virkum
degi. Þar eignaðist ég ömmu því
hún var mér ótrúlega góð eins og
hún var við alla.
Elsku Guðlaug mín okkar sam-
leið hefur staðið í 20 ár og hefur
hún öll verið yndisleg. Ég minnist
ferðanna sem við fórum til útlanda
saman, sérstaklega þegar við fór-
um fyrir nokkrum árum til Portúg-
als. Við fórum að láta klippa þig
og stelpan klippti þig svo _ stutt,
því hún skildi okkur ekki. Ég hló
svo mikið og þú spurðir mig daginn
eftir hvort ég væri hætt að hlæja.
Þetta var alveg yndilegt allt sam-
an. Þegar við fluttum í Barmahlíð-
ina labbaði ég alltaf yfir og við
fengum okkur kaffisopa og rædd-
um málin, en undir það síðasta
stoppaði ég alltaf stutt því ég þurfti
að flýta mér heim til mömmu því
þá var hún orðin veik og þú sagð-
ir alltaf „hvað ertu að flýta þér?“
Elsku Guðlaug mín, það er svo
margs að minnast frá liðinni tíð,
það er allt geymt í minningunni
um góða tengdamömmu. Ég veit
að nú eruð þið búnar að hittast
þú og mamma og ég veit líka að
þið lítið til með okkur hinum sem
eftir erum.
Elsku Guðmundur minn, ég veit
hvað allt er orðið tómt núna, en
ég veit líka að Guð gefur okkur
styrk á erfiðri stund og vakir yfir
okkur. Elsku Guðlaug mín, hafðu
þökk fyrir allt sem þú varst mér
og ailt sem þú gafst mér. Guð
blessi þig og varðveiti.
Þín tengdadóttir,
Guðrún.
Kveðja til ömmu
Þær eru margar minningarnar
sem koma upp i hugann þegar ég
sest niður við að skrifa örlitla
kveðju til þín, amma mín.
Ein er frá því ég var níu ára
og þú passaðir okkur systkinin á
meðan pabbi og mamma heimsóttu
Ameríku. Þá veiktumst við af
hlaupabólu. Mér er minnisstætt
hvernig þú reyndir með öllum ráð-
um að minnka óþægindi og kláða
litlu sjúklinganna og hversu þolin-
móð þú varst þegar ég vakti þig
á nóttunni. Það var notalegt fyrir
litla stelpu að fá að kúra hjá ömmu
lasin og bólótt.
Tvær afmælisveislur eru mér
minnisstæðari en aðrar. Önnur var
þín og hin okkar pabba. Þú varðst
75 ára og við systkinin gáfum þér
nýja munnhörpu. Það var gaman
að sjá á þér undrunarsvipinn þá
og heyra þig spila fyrir afmælis-
gestina. Hin veislan var haldin á
Flúðum síðastliðið sumar í yndis-
legu veðri. Þú naust ferðarinnar,
útiverunnar og þess að sjá öll
langömmubörnin samankomin.
Elsku amma Gulla. Hafðu þökk
fyrir samfylgdina, góðar stundir
og ljúfar minningar.
Þín,
Sigríður Þórisdóttir (Sirrý).
GUÐLA UG JOHANNA
JÚLÍUSDÓTTIR
-4- Jaime Óskar
■ Morales fæddist
í Valparíso í Chile
24. október 1951.
Hann lést á heimili
sínu 18. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Exequiel
Morales, fæddur
11. desember 1917,
og Fresía Letelier,
fædd 19. janúar
1926. Systkini Ja-
ime voru Roxanna
B. Morales og
Patricia Morales.
Fyrrverandi sam-
býliskona Jaimes er Margrét
S. Jónsdóttir og þau eignuðust
tvö börn, Evu Morales, f. 4.
júní 1980, og Önnu Teresu
Morales, f. 29. mai 1985. Þá ól
hann upp Svanhildi Dóru
Björgvinsdóttur, f. 9. október
1976, dóttur Margrétar.
Útför Jaimes fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lifs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur i verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibj. Sig.)
Á kveðjustund er gott að hugsa
til þeirra stunda er við áttum með
vini okkar Jaime.
Veiðiferðimar og
ævintýrin sem þeim
fylgdu, þegar hann
stóð við eldavélina og
veisla var á næsta leiti
eða er við sátum fyrir
framan sjónvarpið og
hvöttum KA-liðið. Þá
var oft glatt á hjalla
og oftar en ekki fögn-
uðum við.
Kæri Jaime, þú
sagðir okkur frá land-
inu þínu Chile og þang-
að ætluðum við að fara
saman. Þar bjuggu for-
eldrar þínir sem þér
þótti svo vænt um og systir.
Þú sendir hana Svönu þína þang-
að og nú er hún bytjuð f skóla,
umvafin kærleika ættingja þinna.
Stoltur varst þú af Evu þinni og
Önnu og betri pabba hefði ekki
verið hægt að hugsa sér. Börnin
þín þijú voru þér allt.
Hlýhugur þinn til Möggu og sér-
staklega náið og kærleiksríkt sam-
band við systur þína Roxönnu
ásamt allri framkomu þinni við vini
þína sýndu vel hve einstakur þú
varst og tryggur. Þú vildir allt fyr-
ir alla gera, en vildir hins vegar
ekki láta aðra hafa fyrir þér.
Þú varst mikill KA-maður, KA-
liðið átti hug þinn og betri stuðn-
ingsmann gæti ekkert lið átt.
Elsku Jaime, við þökkum fyrir
að hafa fengið að kynnast þér og
fengið að vera vinir þínir.
Minningarnar um þig munu ylja
okkur um ókomna tíð.
Megi góður guð gefa dætrum
þínum, foreldrum og ástvinum öll-
um nægan styrk til að sigrast á
sorginni.
„Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“^y
Inga, Simon og börn.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi
útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í
símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
JAIME ÓSKAR
MORALES LETELIER
Birgir Friðriksson, Hildur María Herbertsdóttir,
Guðbjörg Friðriksdóttir, Hólmkell Gunnarsson,
Sigtryggur Friðriksson
og barnabörn.
1'
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
JÓHANN SIGURÐSSON,
frá Ljótsstöðum 2,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 27. mars. Jarðsungið verður frá
Akureyrarkirkju 4. apríl kl. 10.30. Þeir sem vildu minnast hans er bent á
deild 11 E á Landspítalanum.
Margrét Á. Jóhannsdóttir, Haraldur B. Siggeirsson,
Sigurborg Jóhannsdóttir, Albert Jakobsson,
Sigrún Jóhannsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín,
STEFANÍA SVEINSDÓTTIR,
frá Arnarbæli,
Markarflöt 49,
Garðabæ,
lést á Vífilstaðaspítala 27. mars.
Kristján Friðriksson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóöir, amma og
langamma,
INGA JENNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Ölverskrossi,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 3. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeir, sem vilja minnast hennar, láti Krabba-
meinsfélagiö njóta þess.
Sigríður Sæunn Óskarsdóttir, Kjartan Már fvarsson,
Þórdís Óskardóttir Kámpe, Áke Ingemar Kámpe,
Jakobfna Óskarsdóttir, Bergleif Joensen
Örn Óskarsson,
Auður Óskarsdóttir, Guðmundur Einarsson.
barnabörn og barnabamabörn.
+
Útför
GIZURAR BERGSTEINSSONAR
fyrrum hæstaréttardómara,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. apríl kl. 13.30.
Dagmar Lúðviksdóttir,
Lúðvfk Gizurarson, Vaigerður Einarsdóttir,
Bergsteinn Gizurarson, Marta Bergman,
Sigurður Gizurarson, Guðrún Magnúsdóttir,
Sigrfður Gizurardóttir,
bamabörn og barnabamabörn.