Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 49

Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 49 OLIMAR GUÐMUNDSSON Óli Már Guð- mundsson fædd- ist 24. júní 1940. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Loftur Jónsson verkstjóri hjá Ríkisskipum í Reykjavík, fæddur 2. apríl 1914 Reykjavík, dáinn 17. nóvember 1966 og Karólína G. Guð- jónsdóttir, fædd 31. mars 1913 í Voð- múlastaðahjáleigu í Austur- Landeyjahreppi í Rangárvalla- sýslu, dáin 21. mars 1948. Óli Már var einkabarn foreldra sinna. Óli Már missti móður sína 8 ára gamall og ólst eftir það upp hjá föður sínum. Óli Már var kvæntur Kol- brúnu Dexter en þau slitu sam- vistum. Óli Már kvæntist Hrefnu Guðmundsdóttur 2. maí 1970. Foreldrar Hrefnu voru Aðal- heiður Klemensdóttir húsfreyja í Reykjavík, fædd 21. október 1910 í Reykjavík, dáin 26. októ- ber 1995, og Guðmundur Krist- ján Kristjánsson, vélsljóri í Reykjavík, fæddur 19. júlí 1904 í Reykjavík, dáinn 27. janúar 1958. Börn Óla Más og Hrefnu eru 1) Klemens Arnarson. Maki hans er Eva Rós Jóhannsdóttir. Þau eiga Astrósu Önnu. 2)_ Guðný Linda Óladóttir. Maki hennar er Markús Hallgríms- son. 3) Guðmundur Loftur Ólason. Óli Már var raf- veituvirki að mennt. Ungur að árum hóf hann störf hjá föður sín- um hjá Ríkisskipum. Síðar vann hann við vörubifreiðaakstur m.a. við byggingu Búrfellsvirkj- unar. Þá réðst hann til starfa hjá frönskum verktaka sem byggði háspennulínu frá Búr- fellsstöð að Geithálsi. Vann um nokkurra mánaða skeið að línu- byggingum í Frakklandi. Vann í allmörg ár hjá verktakafyrir- tækjunum Hafi hf. og Jóni Aðils sf. að byggingu á öllum megin flutningslínum fyrir Landsvirkj- un. Réðst síðan í ársbyijun 1980 til starfa hjá Landsvirkjun á stofnlínudeild rekstrarsviðs og vann þar til dauðadags. Útför Óla Más Guðmundsson- ar verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Okkur vinnufélögum Óla Más var illa brugðið þegar hann á dögunum fékk aðkenningu að því sem aðeins viku síðar átti eftir að leggja hann að velli. Fráfall hans var því skyndi- legt og óvænt og ótímabært. Hann vann við stofnlínukerfi Landsvirkjunar þar sem oft og tíðum reynir á bæði líkamiegt og andlegt úthald. Var þar engan bilbug á hon- um að finna. Hann gekk rösklega að störfum sínum. Því kom fregnin um að hann væri allur öllum þeim sem til þekktu á óvart. Ástæða var til að binda vonir við að hann næði sér á nýjan leik. Með Óla Má er genginn sérstæður einstaklingur sem í mörgu fór sínar eigin leiðir og fór oft og tíðum hratt fram í siglingu sinni um lífið. Það gustaði oft og gaf á báðar hliðar enda persónuieiki hans allur með þeim hætti. Hann var hreinn í öllum manniegum samskiptum. Tjáði sig þannig að vel skildist og var afar fjarri því að tala á bak nokkrum manni. Hann var einstakur ákafa- maður um allt sem hann tók sér fyrir hendur hvort sem var í starfi eða leik. Hann náði og einkar góðum tökum á viðfangsefnum sínum. Hin síðari misseri vann hann töluvert að tölvuskráningu og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn né heldur frítíma sinn til að ná tökum á tölvumálum. Hann gekk glaðbeittur að störfum sínum. Þegar kallið kom hafði hann verið öryggistrúnaðarmaður félaga sinna á vinnustaðnum um nokkurt skeið. Vann hann það viðkvæma og vandasama verk með sama áhuga og allt annað sem hann tók sér fyr- ir hendur. Landsvirkjun er stór og víðfeðmur vinnustaður. Svo er þó skipulagi og starfi öllu fyrir að þakka að einstakl- Sérfræðingar í b 1 ó m a s k r e v t i n g u m við «11 tækifæri I blómaverkstæói 1 I tSlNNA | Skólaviirðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis. sími 551 9090 ingar geta fundið sér í tímans rás þann farveg í starfi sem best hentar bæði fyrirtækinu sem og starfs- mönnum. Það gilti vel um Óla Má að hann var sáttur í starfi og nýtt- ust kraftar hans vel í þágu fyrirtæk- isins. Ekki verður skilist svo við Óla Má að ekki sé minnst á þá færni sem hann náði í briddsspili. Var hann raunar á árum áður í röð allra fremstu briddsspilara landsins. Á vinnustað sínum bar hann því bæði höfuð og herðar yfír annars ágæta spilara þar og hafði mikla ánægju af að taka í spil með vinnufélögunum þó alvara þeirra spila væri ekki með sama hætti og áður var þegar hann reyndi með sér í hópi þeirra allra bestu. Nú þegar dagur hefur náð yfirhönd yfir nóttu og birta yfir myrkri kveður félagi okkar. Það var okkur mikið ánægjuefni að sjá hve mjög birti og hin síðari ár í hans eigin lífi. Hann var augljóslega afar sáttur við sjálfan sig, starf sitt og síðast en ekki síst við allt sitt einka- líf. Þar var í öllu bjart yfir. Atvik haga því svo til að við sem þetta ritum fáum ekki fylgt félaga okkar síðasta spölinn. Því kveðjum við hann hér og nú. Við kveðjum ágætan samstarfsmann og góðan vin og biðjum honum blessunar. Við sendum Hrefnu og íjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Aðils, Þorgeir J. Andrésson. I ERFI DRYKKJUR Látið okkur annast erfLdrykkjuna. Fyrsta flokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 MINNINGAR Það kom eins og reiðarslag yfir mig þegar konan .mín hringdi í mig í hádeginu 21. mars og sagði mér andlát svila míns. Hann hafði kennt veikinda nokkrum dögum áður og farið í rannsókn, ekkert hafði komið út úr þeirri rannsókn sem benti til þess að nein hætta væri á ferðum, en maðurinn með ljáinn spyr ekki um_ stað og stund. Á svona stundum leitar hugurinn til baka og fer ekki hjá því að marg- ar minningar skjóta upp kollinum. Ég minnist þess er ég kynntisf Óla fyrst hvað mér þótti hann léttur í spori, alltaf á ferðinni út og súður að redda hinu og þessu fyrir ætt- ingja og vini. Mér var sagt af kunningja mínum gömlum KR-ingi að ÓIi Már hefði þótt eitthvert besta efni í knatt- spyrnumann á sínum yngri árum. Mér er það í minni þegar við hjónin bjuggum á Skagaströnd og dóttir okkar var fermd, að þeim leiddist innisetan svilum mínum Óla og Ge- off Brabin og fóru út á fótboltavöll- inn með unga frændur og vini og sýndu þar ungum og upprennandi knattspyrnuhetjum hvernig átti að meðhöndla boltann. Fljótlega söfn- uðust að ungir knattspyrnuáhuga- menn og urðu augun eins og undir- skálar þegar þessir snillingar léku þarna listir sínar. Óli vann árum saman sem línu- maður hjá Landsvirkjun og kunni vel við útivinnu uppá öræfum lands- ins. Þar kom sér vel að hann var alla tíð grannur og harður af sér, enda ekki heiglum hent að stunda viðgerðir uppi á öræfum um hávetur. Oli Már hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fylgdi sannfæringu sinni eftir, það fór ekki framhjá neinum hvaða skoðun hann hafði á tilteknum málum þeg- ar um var rætt, alltaf var þó stutt í húmorinn. Þau Óli og Hrefna komu oft austur í sumarbústaðinn okkar litla á Rangárvöllum og brást það ekki að Óli rak höfuðið upp undir þakskeggið og sendi mér þá „snotr- ar“ athugasemdir um stærðina á bústaðnum. Ferðalög voru Óla hug- stæð og gleymi ég seint þegar við Alla heimsóttum þau hjón síðastlið- ið sumar norður að Blönduvirkjun þar sem þau voru í sumarfríi. Óli dreif í því að fá leyfi til að sýna okkur virkjunina og var það ógleymanlegt. Óli var búinn að vinna við byggingu Blönduvirkjunar og var öllumm hnútum kunnugur og höfðum við miklu meira út úr þessari skoðunarferð en ef við hefð- um haft venjulegan leiðsögumann. Þá var bridsíþróttin Óla mikið áhugamál. Hann var á árum áður í flokki snjöllustu bridsmanna landsins og sýna hinir íjölmörgu verðlaunagripir hans að þar stóð hann í fremstu röð. Nú þegar vegir okkar skiljast um sinn, er mér efst í huga þakklæti til svila míns fyrir ótalmargar ánæg- justundir og vináttu í gegnum árin. Ég sendi Hrefnu mágkonu minni og fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið góðan guð að styrkja þau í sorg sinni. Minning- in um góðan dreng lifir. Jón Helgason. F O S S V O G 1 Þegar andlát ber að höndum Sími 551 1266 + Eiginmaður minn og faðir okkar, BRYNJÓLFUR BRAGI JÓNSSON fyrrv. leigubílstjóri, Vanabyggð 3, Akureyri, lést að kvöldi laugardagsins 29. mars á dvalarheimilinu Hlíð. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Sigurbjörnsdóttir og dætur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLI MÁR GUÐMUNDSSON, Hrísrima 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 2. apríl kl. 15.00 Hrefna Guðmundsdóttir, Klemens Arnarson, Eva Rós Jóhannsdóttir, Guðný Linda Óladóttir, Markús Hallgrímsson, Guðmundur Loftur Ólason, Ástrós Anna Klemensdóttir. t Systir mín, mágkona og frasnka, KRISTÍN BERGÞÓRA LOFTSDÓTTIR, Framnesi, Ásahreppi, andaðist á dvalarheimilinu Lundi 29. mars. Hún verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju laugardaginn 5. apríl kl. 14. Margrét Loftsdóttir, Guðbjörn Jónsson, Jóna og Þórunn Guðbjörnsdætur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar bróður okkar og mágs GÍSLA KRISTJÁNSSONAR frá Feigsdal, Arnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Elliheimilinu Grund og starfsfólki Landspitalans deild 11A Jóna Kristjánsdóttir, Páll Kristjánsson, Kristín Kristjánsdóttir, Teitur Kristjánsson, Margrét Aðalsteinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og kærleika við andlát og jarðarför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALTÝS SÆMUNDSSONAR frá Stóru-Mörk, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks fjórðu deildar hjúkrunarheimilisins Sólvangs. Guð blessi ykkur öll. María Guðnadóttir, Kristbjörg Jónína Valtýsdóttir, Emil Þór Eyjólfsson, Valdís María og Karen. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar VALDÍSAR S. SIGURÐARDÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Sigurður Gunnar Benediktsson, Guðmundur Ingi Benediktsson, Ingibjörg B. Benediktsdóttir Grant, Guðrún María Benediktsdóttir, Símon Á. Gunnarsson, Jóhanna Benediktsdóttir, Guðmundur Haukur Jónsson, barnabörn og barnabarnaböm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.