Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 51

Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 51 ASTA ÁSBJÖRNSDÓTTIR + Ásta Ásbjörns- dóttir fæddist á Hellissandi, Snæ- fellsnesi, 27. nóvem- ber 1910. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 23. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ás- björn Gílsson, _ út- vegsbóndi frá Önd- verðarnesi, Snæ- fellsnesi, f. 29.9. 1870, d. 28.2. 1924, og kona hans Hólm- fríður Guðmunds- dóttir frá Purkey, Breiðafirði, f. 10.6. 1870, d. 28.11. 1919. Ásta var yngst barna þeirra Ásbjörns og Hólmfríðar. Eldri voru Guð- mundur, f. 1891, d. 1978; Frið- björn, f. 1892, d. 1985; Guðrún, f. 1895, d. 1996; Þórunn, f. 1898, d. 1993; Hólmfríður, f. 1900, d. 1983; Epiphania, f. 1902, d. 1956; Sigþóra Björg, f. 1904, d. 1978 og Guðný, f. 1907, en Guðný lifir ein þeirra systkina. Hinn 25. október 1931 giftist Ásta Sigfúsi S. Magnússyni sjó- manni og síðar yfirfiskmats- manni frá Hafnarfirði, f. 13. júlí 1905, d. 19. júní 1990. Þau áttu sex börn: Sverrir f. 1932, kvæntur Sólveigu Þórðardóttur; Baldur, f. 1934, kvæntur Elsu Ágústsdóttur; Jó- hanna, f. 1937, gift Birni Björnssyni; Magnús, f. 1940, kvæntur Auðdísi Karlsdóttur; Ás- björn, f. 1948, kvæntur Jóhönnu Björnsdóttur og Hólmfríður, f. 1953. gift Birni Egilssyni. Auk þess ólu þau Sigfús og Ásta upp að miklu leyti Hólm- fríði Jónasdóttur, f. 1929, dóttur Þór- unnar systur Ástu sem missti mann sinn frá mörgum börnum. Hólmfríður er gift Sigurði Guð- jónssyni. Þegar Ásta lést hafði hún eignast sautján barnabörn og tuttugu og eitt barnabarna- barn. Ásta var ung þegar hún missti foreldra sína og kom þess vegna til Reykjavíkur og síðar Hafnarfjarðar til að dvelja hjá eldri systrum sínum. Hún vann þar ýmis störf en þó lengst af við fiskvinnslu. Þar kynntist hún Sigfúsi og héldu þau bú sitt alla tíð í Hafnarfirði. Ásta verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði í dag, 2. apríl og hefst athöfnin klukkan 13.30. Núna er hún elsku amma okkar dáin og mikið eigum við eftir að sakna hennar. Þar sem nokkur ald- ursmunur er milli okkar systkinanna kemur það í minn hlut að skrifa fyr- ir hönd okkar. Þær minningar sem eru mér efst í huga eru þegar við afi og amma sátum saman við eldhús- borðið og spiluðum marías eða manna. Afi vildi kenna mér að kunna að tapa ef spilin mín buðu ekki upp á annað. En um leið og hann leit undan var ég komin með öll trompin hennar ömmu á hendi og búin að losna við alla „hundana". Einnig bæjarferðir okkar mömmu og ömmu sem enduðu ævinlega á því að farið var á „stað“, en það voru traustir veitingastaðir í huga ömmu eins og Askur. Þegar ég spurði Geir Atla og Birnu Guðlaugu hvað þau vildu segja um hana ömmu sögðu þau að hún hefði verið ákveðin og góð og alltaf sagt um leið og þau komu inn til hennar: „Kíkið í skúffuna", því þar átti amma alltaf góðgæti. Hún amma fylgdist vel með og því til sönnunar var það helsta minning Geirs Atla og Birnu Guðlaugar að amma horfði mikið á sjónvarp, stillti oft hátt og hún horfði meira að segja á Jurassic Park og allt. Mikið var hún amma alltaf fín, alveg sama hversu veik hún var, alltaf með fína skartgripi, slæður og vel til höfð. Við hana var hægt að tala um allt og svo virtist sem hún yrði æ meiri málamiðlunarmann- eskja með árunum. Hún mildaðist í öllum afstöðum og sá skyndilega all- ar hliðar hinna ýmsu mála. Að lokum viljum við þakka þér allar góðu stundirnar. Við vitum að þér líður betur núna og gerir það kveðjustundina pínulítið auðveldari. Við vorum reyndar farin að halda að ekkert gæti bugað þig því oft varst þú svo mikið veik síðustu árin en alltaf náðir þú þér aftur. Aldrei varst þú tilbúin að gefast upp og í hvert skipti sem við spurðum þig í veikindum þínum hvort þú yrðir ekki hress næst þegar við kæmum var svarið alltaf afdráttarlaust; jú, auð- vitað. En nú var tími þinn kominn og þú tókst þá ákvörðun að kveðja okkur. Elsku amma, takk fyrir allt. Þú berð honum afa kveðju okkar. Jenný Rut, Geir Atli og Birna Guðlaug. Ásta langamma er dáin, sagði ég við Klöru, átta ára dóttur mína. Klara varð sorgmædd á svip og sagði svo: „Var hún í stólnum sínum að hekla?“ En yndisleg minning um langömmu sína. Virðing mín við þessa miklu skörungskonu óx til muna síðastliðið ár þegar hún dvaldi á sjúkradeild Hrafnistu þar sem ég starfa. Þar fylgdist ég með henni berjast við veikindi sín af miklum krafti, oft lá hún fárveik og sagði sjálf að hún hefði bankað hjá Lykla-Pétri en hann hefði ekki hleypt sér inn, en næsta dag sat hún í stól og heklaði teppi handa bamabörnum og langömmu- börnum sínum sem þau geyma núna eins og gull til minningar um hana. Ásta lá ekki á skoðun sinni og fór oft ekki troðnar slóðir, hún fylgdist vel með þjóðmálum og fjölskyldu sinni sem hún hélt utanum og leið- beindi stundum með sínu mikla skapi en oftast með blíðu og ást. Elsku Ásta mín, takk fyrir sam- fylgdina og Guð geymi þig. Hrönn Ljótsdóttir. Elsku amma mín. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja þig. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að eiga ekki oftar eftir að kíkja til þín á morgnana. Ég á eftir að sakna þeirra því þessar morgunheim- sóknir hafa svo lengi verið fastur lið- ur. Þegar of langt leið á milli heim- sókna stóð ekki á kvörtunum bam- anna því þeim fannst jafn gaman að koma til þín og mér. Aldrei brást að þú ættir eitthvað fyrir þau í skúffunni. Ég man þegar ég var lítil og sat við eldhúsborðið hjá þér og borðaði pönnukökur sem auðvitað voru þær bestu í heimi. Einnig minnist ég jólaboðanna þegar allir mættu hjá ykkur afa og var þá glatt á hjalla. Síðustu árin hafa oft verið þér erfið í veikindum þínum og þú eflaust hvíldinni fegin. Ég veit að nú líður þér vel með afa. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allt. Far þú í friði og Guð geymi þig. Þín, Sigrún. Ég vil minnast tengdamóður minnar Ástu Ásbjömsdóttur í fáum orðum. Fyrstu kynni mín af henni vom þegar ég kynntist dóttur henn- ar, Jóhönnu, og fór að venja komur mínar á heimili Ástu og Sigfúsar á Hringbraut 7 í Hafnarfírði. Hlýjar minningar á ég frá þessum tíma, í eldhúsinu hjá Astu var oft setið yfír kaffibolla og frábæmm nýjum vínar- brauðum sem hún bakaði sjálf. Einnig eru margar góðar minn- ingar frá þeim tíma þegar börnin okkar vom lítil og tengdaforeldrar mínir heimsóttu okkur Jóhönnu í sumarhús prentara í Miðdal, en þar dvöldu þau oft hjá okkur. Aðdáunarverð er sú mikla og góða umhyggja sem börn Ástu og Sigfús- ar sýndu ávallt foreldrum sínum. Seinustu ár ævi sinnar dvaldi Ásta á Hrafnistu og kom þá vel í ljós hvað öll börnin hennar voru henni mikil stoð. Meðal annars hafði Jó- hanna daglegt samband við móður sína og var mjög náið samband milli þeirra alla tíð. Meðan Sigfús var enn á lífi, komst sú hefð á, að synir þeirra komu saman á heimili foreldra sinna á hveijum sunnudagsmorgni og héldu þeir þeirri venju hjá móður sinni á Hrafnistu. Þrátt fyrir að líkamlegri heilsu Ástu hafí hrakað mikið og hún orðin rúmföst, hélt hún alla tíð andlegum styrk sínum og góðu minni til síðustu stundar. Veit ég til þess að starfsfólk á Hrafnistu átti það tiþað koma inn til Ástu til að spjalla. Ég veit að ég tala fyrir munn allrar fjölskyldunnar þegar ég þakka starfsfólki sjúkra- deildar Hrafnistu fyrir þá frábæru umhyggju sem þau sýndu henni. Ég tel mig hafa verið lánsaman að hafa kynnst Ástu og eignast hana sem tengdamóður, og skilur hún eftir í mínum huga hjartahlýju og góðar minningar. Guð blessi minn- ingu hennar. Björn H. Björnsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför bróður okkar og frænda, JÓNS KRISTJÁNSSONAR, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Reykjavík, fyrir góða hjúkrun og umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Aibert Ágústsson. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ÞORBJARGAR HELGU ÓSKARSDÓTTUR, Grænukinn 16, Hafnarfirði. Sveinn Ingvarsson, Óskar Jóhannsson Lára Sveinsdóttir, Björk Sveinsdóttir Paisis, Dröfn Sveinsdóttir, Gréta Óskarsdóttir Arnar Helgason, Andreas Paisis, Sigurður J. Sigurðsson, og barnabörn. AÐALSTEINN ÞÓR GUÐBJÖRNSSON + Aðalsteinn Þór Guðbjörnsson var fæddur í Reykja- vík 15. janúar 1937. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóra Jenný Valdi- marsdóttir, f. 14. janúar 1908 í Reykjavík, d. 25. mars 1979 í Reykja- vík, og Guðbjörn Sigursteinn Bjama- son, stýrimaður hjá Landhelgisgæsl- unni, f. 16. júní 1904 í Reykjavík, d. 10. janúar 1953 í Reykjavík. Systkini Aðalsteins vora Hjálmar, f. 13.11. 1932, bíl- stjóri hjá Olís, á fjögur börn. Okkur systurnar langar til að kveðja og minnast kærs frænda okk- ar í fáum orðum. Addi frændi, sem okkur þótti svo vænt um og svo sárt að missa, er nú farinn á vit nýrra ævintýra eftir baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Þegar við setjumst niður til að skrifa þessar línur er margs að minnast og margs að þakka, sérstaklega frá því er við vorum litlar stelpur og Addi frændi dansaði með okkur á tánum á sér, það fannst okkur mikið fjör. Addi var mikið hjá okkur þegar við vorum litlar og á sunnudögum fór hann oft með okkur ásamt mömmu í sunnudagsbíltúra sem okkur þóttu alveg ómissandi. Ef við vorum í vandræðum með heimalærdóminn þá var kallað á Adda frænda og alltaf var hann til- búinn að koma okkur til hjálpar. Á aðfangadagskvöld var það orðin hefð að Addi væri mat hjá okkur mömmu. Eitt sinn hafði honum verið boðið annað og var hans þá sárt sakn- að, eins mun það verða næstu jól. Eftir að við urðum eldri voru sam- verustundirnar ekki eins margar og við hefðum viljað og sárt er að hugsa til þess að nú verða þær ekki fleiri. Élsku frændi, nú ert þú einn af stjörnunum sem þér fundust alltaf svo heillandi. „Dýri steinn, af skálda brotnu bergi!" Breitt er skarðið, autt er sætið þitt. Þú varst stór, en meðal maður hvergi. Móðurmold þér býður armlag sitt. Lóan mildan kveðjusöng þjer syngur. Sæll í Drottni, göfgi íslendingur. (Ólína Andrésdóttir) Hvíl í friði. Jenný, Sigríður og Þórdís. Bjarni, f. 5.12. 1933, vélstjóri, á tvö böra. Rósa María, f. 24.7. 1946, á þrjú böm. Aðalsteinn lauk sveinsprófi í raf- virkjun frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1961 og var meistari hans Guðmundur Guðmundsson raf- virkjameistari. T æknifræðingsprófi frá Aarhus Teknik- um lauk hann 1967 og frá þeim tíma starfaði hann hjá Rafagnatækni, þar til hann lést. Hann var ókvæntur og bamlaus. Útför Aðalsteins fór fram frá Fossvogskirkju 1. apríl. Við kveðjum í dag vinnufélaga okkar, Aðalstein Guðbjörnsson, tæknifræðing. Hann lést langt fyrir aldur fram eftir stutt en erfíð veikindi. Aðalsteinn hóf störf hjá Rafagna- tækni 13. nóvember 1967 og starf- aði með okkur í þrjá áratugi. Hann var framúrskarandi starfsmaður, traustur, úrræðagóður og vandvirk- ur. Auk þess að vera vel að sér í rafmagstækninni var hann einstak- lega laghentur smiður og úrræða- góður við smíðar og viðgerðir. Þegar fyrirtækinu var breytt í hlutafélag, sem nú nefnist RT ehf, gerðist Aðalsteinn meðeigandi. Það kom í hlut hans að sjá um fram- leiðslu- og viðgerðardeild fyrirtækis- ins. Aðalsteinn fæddist 15. janúar 1937 og var nýorðinn sextugur er hann lést. Hann var ókvæntur og barnlaus en afar góður félagi. Aðalsteinn var glaðlyndur maður, hafði gaman af knattspyrnu og fylgdist vel með i sjónvarpi og fór á völlinn og tók sér jafnvel sumarfrí þegar ólympíuleikar stóðu yfír. Aðal- steinn reisti sér sumarbústað í Svínadal fyrir um áratug. Þar undi hann sér vel í sumarleyfum við úti- veru og tijárækt. Við kveðjum Aðalstein með trega og söknuði, og vottum aðstandend- um hans innilega samúð okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi Hveim er sér góðan getur. (úr Hávamálum) Björn, Ágúst, Helga og Þorvaldur. + Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, STEFÁNS THORODDSEN fyrrverandi útibússtjóra. Erla H. Thoroddsen, Sigriður Thoroddsen, Guðjón Smári Agnarsson, Vignir Thoroddsen, Kristín Guðmundsdóttir, Freyja Thoroddsen Akesson, Bo Akesson, Björn Thoroddsen, Elín Margrét Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BENEDIKTS MÁLMFREÐS STEFÁNSSONAR fyrrverandi bifreiðastjóra, Norðurbraut 17, Hvammstanga. Guðný Lilla Benediktsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.