Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 69

Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 69 M YN DBÖN D/KVIKM YN Dl R/ÚTVARP-S JÓN VARP BÍÓIM í BORGINNI Sæbjöm Valdimarsson/AmaJdur Indríðason/Anna Sveinbjamardóttir BÍÓBORGIN Kostuleg kvlkindi * *'A Space Jam * * Snillingurinn Michael Jordan og Kalli kanína bjarga leikinni teikni- mynd frá umtaisverðum leiðindum. Við hæfi ungbarna og forfallinna NBA-aðdáenda. Fjötrar * *'h Kolsvartur gamantryllir um gallharðar gellur sem bjóða drápara mafíunnar byrginn. Vel leikin og frumleg. Auðuga eiginkonan * Heilsutæp samsærismynd sem gefst upp í lokin. SAMBÍÓIN, ÁLFA- BAKKA „Metro" * * Eddie Murphy á fornum slóðum Beverly Hills Cop og bætir engu nýju við. Innrásin frá Mars * *'A Svört vísindaskáldleg gamanmynd er feiknavel gerð en að þessu sinni er Burton bitlítill og grínið einhæft. Space Jam * * Sjá Bíóborgina. Þrumugnýr * *'h Flugvélatryllir með snarbijáluðum Ray Liotta sem gerir hvað hann getur til að stúta farþegaflugvél. Hringjarinn í Notre Dame *** Vönduð, falleg fjölskyldumynd byggð á hinni sígildu sögu um til- vistarkreppu kroppinbaksins í Frú- arkirkju. Litlaus tónlist og fram- vinda en snjöll, íslensk talsetning. Sonur forsetans * * Lumma um forsetasoninn og vin hans í lífverðinum sem losar um hann f einangrun Hvíta hússins. Sinbad á einn hrós skilið og fellur vel í kramið hjá smáfólkinu. Lausnargjaldið *** Gibson leikur auðkýfmg sem lendir f því að syni hans er rænt. Snýr dæminu við og leggur lausnarféð til höfuðs skálkunum. Gibsonmynd í góðum gír. Dagsljós **'h Góð spennumynd með þögulum Stallone þrumubrellum. Jerry Maguire ** *. Sjá Stjörnubíó. Djöflaeyjan ***'A Friðrik Þór, Einar Kárason, óaðfinnanlegur leik- hópur og leiktjaldasmiður og reynd- ar allir sem tengjast Djöflaeyjunni leggjast á eitt að gera hana að einni bestu mynd ársins. Endursköpun braggalífsins er í senn fyndin, sorg- leg og dramatísk. HÁSKÓLABÍÓ Stjörnustríð * * *'A Endurunnið stríð í orðsins fyllstu merkingu. Lengi getur gott batnað. Þessi tvítuga vísindafantasía stend- ur fyrir sínu og viðbótin er fag- mennskan uppmáluð, Kolya ***'/i Töfrandi og hlý mynd sem yljar bíógestum um hjartarætur. Fyrstu kynni * * * Star Trek sagnabálkurinn lifir góðu lífi undir stjóm nýs skipherra. Geisl- ið mig í bíó! Móri og Skuggi („The Ghost and the Darkness") ** Tveir ævintýramenn tengjast tryggðaböndum á ljónaveiðum í Afríku. William Goldman skrifar handritið sem kemur kunnuglega fyrir sjónir. KRINGLUBÍÓ „Metro" ** Sjá Sambíóin, Álfabakka. Innrásin frá Mars * *'h Svört vísindaskáldleg gamanmynd er feiknavel gerð en að þessu sinni er Burton bitlítill og grínið einhæft. Kvennaklúbburinn * *'h Þrjár góðar gamanleikkonur, Hawn, Keaton og Midler, fara á kostum sem konur sem hefna sín á fyrrum eiginmönnum. Space Jam * * Sjá Bfóborgina. LAUGARÁSBÍÓ Evita **'h Madonna og Antonio Banderas eru glæsileg en það dugir ekki til þess að fanga athyglina í of langri mynd. Borg Englanna *'h Óttalega óspennandi og lítilsiglt, nátthrafnaævintýri. Mun síðra en fyrri myndin Koss dauðans * * *'h Geena Davis og Samuel L. Jackson fara á kostum í frábærri hasarmynd frá Renny Harlin. REGNBOGINN Rómeó og Júlía *** Skemmtilega skrautleg nútímaút- gáfa á sígildu verki Shakespeares. Luhrman er leikstjóri sem vert er að fylgjast með. Evita * *'h Sjá Laugarásbfó. Englendingurinn ***'h Epísk ástarsaga. Meistaralega framsett og frábærlega leikin mynd um sanna ást. Óskarstykkið í ár! STJÖRNUBÍÓ Jerry Maguire *** Hrokafullur uppi nær jarðsam- bandi um stund. Ljúft og laglegt skemmtiefni Málaferlin gegn Larry Flynt * * *'h Milos Forman er aftur kominn á fljúgandi skrið með hræsnina að leiðarljósi og afbragðs leikhóp. KRAFTGANGA í ÖSKJUHLÍÐ • Frískt loft eykur ferskleika! • Útivera eykur þol! Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Leiðbeinandi Ámý Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 554-3499 fimmtudaginn 3. apríl og föstudaginn 4. apríl frá kl. 9-12. < < < Þeir sem hafa verið áður, mæti laugardaginn 5. apríl kl. 10.00 A-B tími - kl. 11.00 B-C tími. Hestar og rómantík KRISTIN Scott Thomas ætlar að leika á móti Robert Redford í kvikmynd byggðri á metsölubók- inni „The Horse Whisperer". Vin- sældir skáldsögu Nicholas Evans þykja minna á velgengni róman- tísku sögunnar „The Bridges of Madison County" sem var kvik- mynduð með Clint Eastwood og Meryl Streep. „The Horse Whisperer“ segir frá hestatamningamanninum, Tom Brooker, sem er ráðinn af tímaritsritstjóra, Annie Graves, til þess að endurtemja hest dóttur hennar. Hesturinn og dóttirinn, Grace, lentu í alvarlegu slysi og eru bæði mjög illa farin. Tilraunir hestamannsins til þess að hjálpa hestinum tengja hann mæðgun- um mjög sterkum böndum og reynir hann að styðja þær eftir bestu getu. Robert Redford ætlar bæði að leika Tom Booker og leikstýra myndinni. Emma Thompson var orðuð við hlutverk Annie Graves en það var Kristin Scott Thomas sem hreppti hlutverkið að lokum. Hún nýtur velgengni „The Engl- ish Patient" í Bandaríkjunum eft- ir Óskarsverðlaunahrúguna sem myndin fékk. „The Horse Whisperer“ er fyrsta skáldsaga Nicholas Evans en hann hafði skrifað nokkur kvikmyndahandrit áður. Hann seldi kvikmyndaréttinn að bókinni fyrir 3 milljónir bandaríkjadala sem er með hæstu upphæðum sem greiddar hafa verið fyrir fyrstu skáldsögu höfundar. KRISTIN Scott Thomas leikur næst á móti Robert Redford í „The Horse Whisperer". Coca-Cola á Skeiðarársandi UM næstu helgi hefjast tökur á fyrstu Coca-Cola auglýsingunni sem tekin er á íslandi fyrir al- heimsmarkað. Kvikmyndafyrir- tækið Saga film er meðframleið- endi auglýsingarinnar. Sam- kvæmt upplýsingum Hjartar Grétarssonar framkvæmda- stjóra, kom erlent tökulið til landsins í gær og fór rakleiðis á tökustað á Skeiðarársandi og á eldsumbrotasvæðið í Vatnajökli, til að skoða aðstæður. Breytist jökulklumpur í kókflösku? Gígurinn sem varð til við eldgosið í jöklinum síðastliðið haust er áætlaður tökustaður og svo gæti farið að einn jökulklumpurinn sem þar er á reiki muni breytast í kókflösku. Allt er þó opið ennþá í þeim efnum, því leiksljóri auglýsingarinnar er Bruce Dowad, sem þykir búa yfir miklu hugmyndaflugi. Hann er forstgóri eins stærsta auglýsingafyrirtækis í Los Angeles, Bruce Dowad Associates, og hefur gert margar stórar og frægar auglýsingar. Hann er sérstaklega þekktur fyrir að nota tölvur mikið við eftirvinnslu. í fyrri auglýsingu hans hafa herskarar nashyrninga hlaupið um götur New York, og verður því spennandi að sjá hvað gerist á Skeiðarársandi um næstu helgi. HÁC Skrifstofustólar I.OKSINS Á ÍSI AMH Til framtíðar litið EG Skrifstofúbúnaður Ármúli 20 Simi 533 5900 chf Velferð varðarí okkur öll! Er það vMkilegá35lið sem sann ír um Hár lágar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.