Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÁLVERK sem kallað var Litaspjald í landslagi, og eignað er Jóhann- esi S. Kjaval hefur verið kært til RLR vegna sterks gruns um að það sé faisað. Myndin til hliðar er tekin í útfjólubláu ljósi og sýnir glöggt einsleita flúrljómun yfirmálningar, en á vinstri jaðri og neðst á verk- inu glittir í oxaða upprunalega málningu eldra verks sem sýnir mislita flúrljómun. Þetta sýnir yfirmálun. Á þriðju myndinni er undirskrift sem sögð er tilheyra Kjarval, en að áliti sérfræðinga líkist hún undir- skrift málarans frá tímabili áður en hann fór að fást við það viðfangs- efni og stíl sem er á myndinni. Mikil viðbrögð við fregnum af grun um fölsuð málverk Böndín beinast að Danmörku I I MÁLVERK sem kallað var Landslag (Esjan?) í upp- boðsskrá, og eignað er Júliönu Sveinsdóttur. Ljós- myndin af henni er tekin í hliðarlýsingu sem sýnir vel sprungur i henni, sem hef málað hefur verið yfir, en mjög ótrúlegt þykir að listamaðurinn hafi látið slíkt verk frá sér. A myndinni til hliðar má sjá undir- skrift sem sögð er tilheyra Júlíönu, en á svæðinu undir henni hefur Ólafur hreinsað burt yfirmálningu sem leiddi í (jós leifar af undirskrift á eldra verki. ÓLAFUR Ingi Jónsson forvörður segir að fjöldi aðila hafi haft sam- band við sig í kjölfar þess að hann kærði meinta fölsun þriggja mál- verka til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, og bæði bent á hugsanlegar fals- anir aðrar og aðila sem kynnu að vera viðriðnir málið. „Þessir aðilar voru vitaskuld mis- jafnlega trúverðugir, en hjá þeim heimildum sem ég tek mest mark á vegna þekkingar þeirra og sambanda í þessum heimi, kom fram það álit að afar sterk rök hnigu að því að upphafsstaður þessara falsana væri í Danmörku. Þar væri að finna aðila sem stæðu að baki þessu máli. Án þess að vilja leggja endanlega dóm á þessar fyllyrðingar að svo stöddu, finnst mér margt benda til þess að þetta geti verið rétt,“ segir Ólafur Ingi Jónsson. Bendir til sama uppruna Hann segir jafnframt að þær at- huganir sem gerðar hafi verið nú þegar á verkum þeim sem eignuð eru Júlíönu og Jóhannesi Kjarval, gefi sterklega til kynna að málningin á myndunum sé náskyld að gerð. Reynist svo vera, bendi það eindreg- ið til þess að uppruni þeirra sé sá hinn sami. „Ég hef kosið að kalla handbragð- ið á þessum verkum aulafölsun, því að þau eru með þeim hætti að sá sérfræðingur sem ekki hefði greint að eitthvað væri athugavert við þau, væri blindur. Fólk þarf að geta leitað sér ábyggilegrar ráðgjafar varðandi kaup á listaverkum, því að eins og ÍSLENSK DAGSKRÁ! Óskalög Páll Óskar syngur eftirlætis dægurlögin sín. SJÓNVARPIÐ í vikulokin Hvað gerðist í vikunni sem leið? Þröstur Haraldsson fær valinkunna gesti í hljóðstofu. RÁS 1 Dagmál Bjarni Dagur með ljúfa tónlist, notalegr spjall og spurningar í morgunsárið. RÍKISÚTVARPID dæmin sanna virðist ekki aðeins al- menningur grandalaus í þessum efn- um heldur einnig fulltrúar þeirra fyrirtækja sem settu þau á markað." Hann segir að umræddar vísbend- ingar séu til þess fallnar að rannsaka þær frekar, en málið sé hins vegar í höndum RLR og þar verði málið leitt til lykta með viðeigandi hætti. Fram hafa komið sterk viðbrögð ýmissa aðila í fjölmiðlum eftir að fregnir um kæruna birtust. Ólafur kveðst telja þau sæta furðu að mörgu leyti, ekki síst fyrir þær sakir að fulltrúar þeirra uppboðsfyrirtækja sem seldu myndimar, Gallerí Borg og Bruun Rasmussen, virðast hafa brugðist ókvæða við. „Eg gætti þess að nefna þessi fyrirtæki ekki á nafn þegar Morgun- blaðið hafði samband við mig fyrir páska til að afla upplýsinga um þetta mál. Forsvarsmenn Gallerís Borgar, hafa hins vegar talað opinberlega eins og kærumar séu til þess eins að klekkja á þeim vegna mynda sem þeir seldu og eignaðar voru Júlíönu Sveinsdóttur og Þórami B. Þorláks- syni. Um anga af samkeppni milli tveggja óskyldra fyrirtækja sé að ræða. Þetta er alrangt eins og ferli þessa máls sýnir raunar. Vildi forðast árekstra Áður en Pétur Þór Gunnarsson aðaleigandi Gallerís Borgar fékk myndina sem kennd er við Júlíönu aftur í hendur, hafði ég með hans vitund óskað eftir því við forvörð á Listasafni íslands, að hann skoðaði myndina og gerði síðan skýrslu byggða á því mati. Þessa leið fór ég ekki síst til að forðast árekstra milli Morkinskinnu, þar sem ég hef starf- að, og Gallerís Borgar, enda þeirrar skoðunar að einhveijar gamlar vær- ingar milli þessara fyrirtækja eigi að vera málinu gjörsamlega ótengdar. Ég kærði meinta fölsun verkanna í eigin nafni og þetta mál hefur ekk- ert með Morkinskinnu að gera. Kaup- andi myndarinnar sem eignuð er Júlíönu fékk þá skýrslu í hendur og hún studdi grunsemdir þess_ efnis að um fölsun væri að ræða. Á grund- velli skýrslunnar var málverkið end- urgreitt. Pétur kveðst jafnframt undrandi yfir því að ég hafi kært verkið til RLR, þar sem hann hafí verið eig- andi um nokkurra mánaða skeið, eða frá því hann endurgreiddi verkið. Því er til að svara að áður en endur- greiðslan fór fram, fékk ég munnlega heimild kaupandans til að halda áfram með málið og það leyfi skipti þó ekki höfuðmáli í þessu sambandi, því fölsun er glæpur og hveijum og einum ber skylda til að benda á hugs- anlegan glæp. Maður hefði haldið að Pétur myndi fagna slíkri rann- sókn., ekki sist þar sem ekki er ver- ið að kæra Gallerí Borg, heldur lista- verkin og meinta fölsun þeirra," seg- ir Ólafur. „Mér finnst fullyrðing Péturs um að hagsmunatengsl liggi að baki kærunni hreint ótrúleg. Eg hef ekki selt málverk fyrir aðra, ekki keypt málverk til að selja eða keypt verk til að gera við og selja, hvorki per- sónulega né í félagi við aðra né hef slíkt í hyggju. Kæruna setti ég ein- göngu fram út frá þeim siðfræðilegu forsendum sem öllum forvörðum og öðrum fagmönnum eru lögð á herð- ar. Staðhæfingar Péturs um að þetta mál sé allt eitt allsheijar samsæri í tengslum við samkeppni á listaverka- markaði, eru því án þess að ég vilji fullyrða slíkt, í besta falli hlægilegar.“ Hefði þurft kraftaverk Ólafur kveðst jafnvel hugleiða að leita réttar síns vegna þeirra orða Péturs og að hann telji kæruna ekki byggða á fagmannlegum forsendum. Þetta sé alrangt, enda hafi hann gert frumrannsóknir sem hafi strax sýnt með nær óyggjandi hætti að myndirnar, í þessu tilviki mynd Júlí- önu, hafí verið falsaðar. Hann hafi einnig fengið álit og stuðning ann- arra listmenntaðra manna, m.a. for- varðar Listasafns íslands. „Þarna voru gerðar frumrann- sóknir, meðal annars með útfjólubláu ljósi, sem gáfu sterklega til kynna að ekki væri allt með felldu. Um yfirmálanir væri að ræða, annað- hvort með nýlegri olíumálningu, eftir viðkomandi listamann, eða sennilega plastmálningu eftir hann eða aðila listamanninum óviðkomandi. En til að listamennimir sem verkin eru eignuð, hefðu getað staðið þar að verki, hefði þurft kraftaverk, því þeir hafa legið í hinstu hvílu um ára- tuga skeið og málningin ber þess merki að hún hafi elst lítið. Ólafur segir hugsanlegt að ráðist verði í nákvæma rannsókn til að kveða niður allar mótbárur. „En í því sambandi verður að hafa í huga, að nákvæmustu rannsóknir sem hægt er að gera á þessu sviði, kosta án efa talsvert meira en verkið sjálft. Vísindin geta þó aldrei sannað hlut- ina með 100% vissu, en þau geta hins vegar útilokað það sem ekki á við þangað til nákvæmnin er nánast hafin yfir allar rökræður. í því sam- bandi er mikilvægt að eigendasagan sé handbær, og menn ráðast ógjarn- an í ítarlega rannsókn án þess að hafa aðgang að henni. Gallerí Borg og raunar Bruun Rasmussen einnig neituðu bón um að láta hana af hendi, sem mér finnst skjóta skökku við, því þegar óyggj- | andi líkur eru á að myndir séu falsað- k ar, er eðlilegt að búast við því að fyrirtækin sýni samstarfsvilja og ) veiti þessar upplýsingar án tilhlutun- ar lögreglu. Pétur segir í samtali við Morgun- blaðið á miðvikudag að danskur lög- maður hafí átt verk Júlíönu og sá maður hafí keypt hana beint af lista- konunni. Öruggari gerist eigenda- saga ekki, segir hann. Þetta er merkilegt því þegar kaupandinn hér ^ heima spurði uppboðsfyrirtækið um fyrri eigendur, var þessi „danski lög- P maður" í líki heiðvirðra hjóna í vest- | urbæ Reykjavíkur, sem væru svo vönd að virðingu sinni að ekki mætti ónáða þau með þessum grunsemdum, hvað þá að krefja þau um endur- greiðslu í eigin persónu. Burtséð frá þessu misræmi, er líka ljóst að það hefur enga þýðingu að fá eigenda- sögu af þessu tagi, þ.e. að um ein- hvern ótiltekinn lögmann sé að ræða. L Til að eigandasagan þjóni tilgangi * við rannsóknina, þarf nafn að liggja | fyrir þannig að hægt sé að hafa sam- | band við viðkomandi manneskju,“ segir Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.