Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fimmta sakfelling ímáliBCCI London. Reuter. Tap Básafells 230 millj. króna ífyrra ABBAS GOKAL, yfirmaður fyrir- tækis sem hinn frægi gjaldþrota banki BCCI (Bank of Credit and Commerce International) lánaði mest, hefur verið sakfelldur í mesta bankasvikmáli sem um getur. Dómstóll í London fann Gokal sekan um að falsa reikninga eftir réttarhöld sem stóðu í tæplega fimm mánuði. Búizt er við að hann verði dæmdur 6. maí. Mestu svik í bankasögunni Brezka fjársvikalögreglan, SFO, sagði að Gokal hefði skipulagt stór- felld fjársvik ásamt starfsmönnum BCCI og að alls hefðu þeir haft um 1,2 milljarða dollara upp úr krafsinu. BCCI varð gjaldþrota 1991 og þúsundir manna misstu sparifé sitt. SFO sagði að mál BCCI væri FYRIRTÆKI þýzka fjölmiðlajöfurs- ins Leos Kirchs kveðst ekki þurfa bæverskt bankalán að upphæð einn milljarður marka. Það vísar einnig á bug fréttum um að stofnkostnaður stafrænu sjónvarpsþjónustunnar DF-1 muni nema miiljörðum marka. „Við verðum ekki í neinum vand- ræðum með að fjármagna fyrirtæki okkar án LfA,“ sagði framkvæmda- stjóri Kirch Group, Dieter Hahn, og átti við opinbera stofnun sem hefur það hlutverk að styrkja meðalstór fyrirtæki. Edmund Stoiber, forsætisráð- herra Bæjaralands, fagnaði þeirri ákvörðun Kirch Grroup að hafna mesta fjársvikamái í bankasögunni og að aidrei hefðu farið fram eins víðtæk réttarhöld í fjársvikamáli. Samskipti BCCI og skipa- og verzlunarfyrirtækis Gokals í Sviss, Mideast Gulf, voru náin og mál þeirra samtvinnuð. Málskostnaður er áætlaður um 15 milljónir punda, þar af fjórar milljónir vegna máls Gokals, þótt sumir telji það of hátt áætlað. Chris Dickson, sem stjórnaði rannsókn SFO, sagði að hundruð þúsunda venjulegra borgara hefðu misst sparifé sitt vegna svika Gok- als og orðið fyrir verulegu íjárhags- tjóni. Sá aðili saem tapaði mest á svik- unum var vestureyjaráð Skotlands og nam tap þess 24 milljónum punda. láni LfA. Græningjar hvöttu til ár- vekni gegn aðstoð við landshluta- fjöimiðla og Frjálsir demókratar hvöttu til þess að upphæðinni yrði varið til aðstoðar við meðalstór iðn- aðarfyrirtæki, sem mundi útvega fleiri mönnum vinnu en fjölmiðlafyr- irtæki. DF-1 tók til starfa í fyrrasumar og hefur aðeins rúmlega 30.000 áskrifendur í stað 700.000 sem reyna átti að safna innan árs. Fyrir- tækið gerir þó enn ráð fyrir að verða rekið með hagnaði árið 2000 eða nokkru síðar og að enn sé gert ráð fyrir að stofnkostnaður verði einn milljarður marka. STJÓRN Básafells hf. á ísafirði hefur ákveðið að auka hlutafé fyrir- tækisins að nafnverði um 250 milij- ónir króna. Gengi bréfanna hefur verið ákveðið 3,86 til forkaupsrétt- arhafa og stendur forkaupsréttar- tímabilið frá 4. apríl til 25. apríl. Verði hlutafé óselt að forkaups- tímabiii loknu, hefur verið gert samkomulag við hluta af fyrrver- andi hluthöfum Hraðfrystihússins Norðurtanga hf. og hluthafa Kambs hf. um að þeir eignist allt að rúmum 173 milljónum króna að nafnverði af nýju hlutafé í Bása- felli hf. Ef hins vegar forkaupsrétt- arhafar nýta sér sinn forkaupsrétt verður viðkomandi aðilum greitt í peningum það sem uppá vantar. Verði hlutafé óselt eftir forkaups- réttartímabil og úthlutun til fyrr- nefndra aðila, þá mun það verða selt í almennri sölu til 1. október 1997. Landsbréf hf. munu annast söluna. Sölugengi talið sanngjarnt í gær voru viðskipti með hluta- bréf í Básafelli á Opna tilboðsmark- aðnum á gengi frá 3,80 til 3,90. Ragnar Guðmundsson, fjármáia- stjóri Básafells, segir að þegar ákvörðun um gengi hlutabréfanna á forkaupsréttartímabiiinu hafi verið tekin hafi hlutabréf í fyrir- tækinu verið að seljast á genginu 3,95. „Upplýsingar um fyrirtækið, sem er eitt af stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins og stærsta einkafyrirtækið á Vestfjörðum, hafa ekki legið fyrir opinberlega fyrr en núna þannig að þeir sem hafa verið að kaupa hlutafé í því hafa haft takmarkaðar upplýsingar í höndunum hvernig ætti að meta fyrirtækið. Stjórn Básafells telur sölugengið 3,86 sanngjarnt miðað við raunverulega stöðu félagsins og raunverulega eignastöðu þegar tekið er tillit m.a. til markaðsvirði eigna.“ Básafell var stofnað á ísafirði 1992 en á síðustu misserum hefur fyrirtækið tekið miklum breyting- um. í nóvember 1996 voru fjögur vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki sameinuð undir nafni Básafells: Togarútgerð ísafjarðar hf., Út- gerðarfélagið Sléttanes hf. og Ritur hf., auk Básafells og var hlutafé félagsins rúmar 485 milljónir. Það var síðan aukið í rúmar 506 milljón- ir króna með útgáfu nýs hlutafjár í lok ársins. Rekstur Básafells og Kambs sameinaður í desember sl. keypti Básafeli öll hiutabréf Hraðfrystihússins Norðurtanga hf. í febrúar og mars var síðan undirritað samkomulag við alla hluthafa í Kambi hf. á Flat- eyri um að sameina rekstur félag- anna, en stefnt er að, að reksturinn sameinist fyrir næstu mánaðamót. í útboðslýsingu kemur fram að tilgangur hlutafjárútboðsins sé að endurskipuleggja og styrkja fjár- hag félagsins svo kleift verði að fara út í þær nýfjárfestingar og endurbætur sem hagkvæmar eru hverju sinni. Eins að uppfylla ákvæði kaupsamnings um hlutafé í Hraðfrystihúsinu Norðurtanga og samning um sameiningu við Kamb. Básafell starfrækir frystihús, rækjuverksmiðju og niðursuðu- verksmiðju, auk stoðdeilda. Fyrir- tækið gerir út 3 frystitogara og einn ísfisktogara og starfa um 310 manns að meðaltali hjá félaginu. Kambur starfrækir saltfiskverkun og frystingu, gerir út 5 línuskip og eru starfsmenn fyrirtækisins um 130 talsins. Á fiskveiðitímabilinu 1. september 1996 til 31. ágúst Stjórn Básafells hf. hefur ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins um 250 milljónir króna að nafnvirði og gengi bréf- anna til forkaupsréttar- hafa verið ákveðið 3,86. 1997 hefur sameinað félag Bása- fells til ráðstöfunar 9.665 þorskí- gildistohn. Að auki kemur kvóti Kambs, sem er 2.167 þorskígildis- tonn fyrir sama tímabil. Samtals hafa félögin því 11.832 þorskígildis tonn til ráðstöfunar. Tap Norðurtanga 13 milljónir Tap samstæðunnar, en til hennar teljast í rekstarreikningi: Básafell, Togaraútgerð ísafjarðar, Út- gerðarfélagið Sléttanes, Ritur og Teista hf., dótturfélag Básafells, nam 230 milljónum króna á árinu 1996 en árið á undan nam hagnað- urinn 134 milljónum króna. Velta samstæðunnar 1996 nam rúmum 2 milljörðum króna en rekstrar- gjöldin tæpum 2 milljörðum. Þar sem Básafell keypti ekki öll hluta- bréf í Hraðfrystihúsi Norðurtanga fyrr en í iok ársins 1996 er fyrir- tækið ekki með í samstæðunni í rekstrarreikningi félagsins en 13 milljóna króna tap var á rekstri Norðurtanga árið 1996 en árið 1995 nam tapið 103 milljónum króna. Velta Norðurtanga nam 662 milljónum króna en rekstrargjöldin 618 milljónum króna árið 1996. í efnahagsreikningi samstæðunnar eru öll fyrirtækin sex talin með og er eigið fé hennar rúmur milljarður króna. Að sögn Ragnars Guðmundsson- ar lækkaði rækjuverð stöðugt allt síðasta ár og var meðallækkun um 35% á árinu. „Markaðshorfur eru þó batnandi og er hráefnisverð nú í samræmi við núverandi markaðs- verð á afurðum. Birgðir voru nokkrar allt árið og lækkaði verð- mæti þeirra stöðugt fram undir lok árs. Þá var hráefnisverð hátt fram- an af ári og var lækkun hráefnis- verðs hægari en lækkun afurða- verðs, sérstaklega þegar tekið er tillit til birgðahalds- og flutnings- tíma. Þetta misræmi í verði afurða og hráefnis ásamt lækkun verð- mætis rækjubirgða skýra að mestu leyti slaka afkomu á síðasta ári. Miðað við núgildandi afurða- og hráefnisverð má vænta betri af- komu rækjuvinnslu en á síðasta ári.“ Stefnir í hagnað 1997 Ragnar segir að unnið sé að endurskipulagningu útgerðar fé- lagsins og frekari breytinga sé að vænta á árinu. „Þar er meðal ann- ars horft til að nýta kvóta félagsins á færri skip, en þegar hefur einn togari verið seldur án veiðileyfis og aflaheimilda og kauptilboð ligg- ur fyrir í annað skip félagsins. Auk þess hafa tvö önnur skip samstæð- unnar verið boðin til sölu. Sett hef- ur verið upp flokkunarkerfi og kælir fyrir hráefni sem skilar bættri nýtingu rækjuvinnslu og gerir skiptingu hráefnis á milli frystingar og niðursuðu hagkvæmari. Hafnar eru framkvæmdir við pökkunar- verksmiðju fyrir rækjuafurðir sem mun væntanlega skila hærra af- urðaverði." „Unnið er að endurskipulagi fjárhags samstæðunnar og stefnt er að því að veltufjárhlutfall verði a.m.k. 1,5 og eiginfjárhlutfall verði 35-40%. Við áætlum að velta fé- lagsins verði um 3,7 milljarðar á árinu 1997 og miðað við forsendur sem liggja fyrir 5 dag stefnir í hagn- að á árinu, m.a. vegna áætlaðs 300 milljóna króna söluhagnaðar eigna,“ segir Ragnar Guðmunds- son, fjármálastjóri Básafells. VAC-4000 Lensidælur 85 rm/klst. upp í 92% vacum. Mega ganga þurrar. VESTÍ.-5JET Ryðfríar stáldælur Lensidælur, spúldælur, kælivatnsdælur og brunadælur. BBA Hnífadælur Með og án stálhnífa í ö stærðum frá 1“ uppí 12‘ Éf '. Vatnagöröum 16-104 Reykjavík Slmi 568 6625 / 568 6120 Kirch hættur við jjífc Básafell hf, Sam-. stæða Móðurfélag Rekstrarreikningur 1996 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur Rekstrargjöld Milijónir króna 2.044,0 1.966,4 2.028,6 1.987,3 2.296,3 1.902,2 -11,7% +4,5% Hagnaður án afskrifta og fjárm.kostn. 77,6 Fjármagnsgjöld (101,4) Hagnaður/(tap) án áhrifa dólturfél. (221,3) 41,3 (99,8) (230,3) 394,2 (152,3) 134,1 -89,5% Hagnaður/(tap) ársins (230,3) (230,3) 134,1 Efnahagsreikningur 31.des. 1996 31/12'95 Breyt. Eignir: I Veltufjármunir Fastafjármunir Milljónir króna 836,5 4.362,9 684,8 3.362,9 742,2 2.032,7 -7,7% +65,4% Eignir samtals Skutdir og eigið fe: Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið íé 5.199,4 4.047,7 2.774,9 +45,9% 1.577,0 2.527,4 1.078,2 1.257,0 1.711,4 1.079,3 1.029,5 1.362,5 364,9 +22,1% +25,6% \+195,8% Skuldir og eigið fé samtals 5.199,4 4.047,7 2774,9 +45,9% í efnahagsreiknin eru Teista hf. og Hraðfrystihús Norðurtanga með i samstæðu en ekki í móðurfélagi, en í rekstrarreiningi er Teista hf. með í samstæðu en ekki móðurfélagi. 10 stærstu hluthafar Básafells Hlutaféapríl '97 Eignarhluti 1. Olíufélagið 2. ísafjarðarbær 3. Gunnvör 4. Hlutabréfasjóðurinn íshaf 5. Hinrik Matthíasson 6. Arnar Kristinsson 7. Verkalýðsfélagið Baldur 8. Ljósavík 9. íslandsbanki 10. Vátryggingafélag íslands Krónur 171.657.575 68.598.684 39.003.179 32.087.082 23.753.512 23.434.411 22.819.604 22.000.000 13.269.475 13.000.000 33,92% 13,56% 7,71% 6,34% 4,69% 4,63% 4,51% 4,35% 2,62% 2,57%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.