Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Þúsund krónur kílóið af rauðri o g gulri papriku PAPRIKA hefur hækkað í verði að undanförnu og kostaði kíióið af grænni papriku 698 krónur í Hagkaupi í gær og aðrir litir 998 krónur kílóið. Hjá Nóatúni var sama verð á grænni papriku og hjá Hagkaupi en aðrir litir voru á 798 krónur kilóið. Græn paprika var á 529 krónur i Bónus, gul á 539 krónur kílóið og rauð paprika á 539 krónur. Auk þess sem verð- ið er hátt á papriku er líka mik- ili munur á verði gulrar og rauðr- ar papriku eftir verslunum. Kílóið af litaðri papriku er t.d. 459 krónum ódýrara í Bón- usi en Hagkaupi. „Við bjóðum upp á bestu gæði á hverjum tíma og fáum vöruna þá frá því landi þar sem hún er best. Þessvegna erum við famir að kaupa inn hoilenska papriku en ný uppskera er komin á markað þar“, segir Lárus Óskarsson hjá Hagkaupi. „Framan af vetri keyptum við spánska papriku sem var lakari að gæðum. Það hefur undanfarið verið mikil ásókn í hollenska pa- priku þar sem sölutímabilið er rétt að byija og páskar nýafstaðn- ir í Hoilandi. Verðið hefur því hækkað um alltað 100%. Þessi paprika kom einnig til landsins með fiugi. Verðið ætti að lækka eftir því sem framboðið eykst úti í Hollandi. Græna paprikan okkar er á hinn bóginn íslensk". Tollar eiga eftir að hækka tölu- vert á næstu vikum en um þessar mundir er 30% verðtollur á grænni papriku en enginn magn- tollur. Verndin eykst síðan smám saman út aprílmánuð uns verð- tollurinn verður 22,5% og magn- tollurinn 298 krónur á hvert kíló. „Við erum með nýja uppskeru af paprikum. Þetta eru fyrsta flokks paprikur sem koma beint frá Hollandi sjóleiðis", segir Guð- mundur Marteinsson rekstrar- stjóri hjá Bónusi þegar hann er spurður hvaðan paprikurnar komi. „Spánskar paprikur eru orðnar mjög lélegar á þessum árstima og við tókum þá ákvörð- un að fá til landsins nýja upp- skeru frá Hollandi", segir hann „Verð á papriku er ipjög hátt í Hollandi um þessar mundir. Það mun hinsvegar lækka á næstu vikum eftir þvi sem framboð eykst þar“, segir Ólafur Friðriks- son deildarstjóri hjá landbúnaðar- ráðuneytinu. Ólafur segir að enginn verðtoll- ur sé á litaðri papriku um þessar mundir, einungis sé um verðtoll á grænni papriku að ræða. 7,5% verðtollur verður iagður á litaða papriku þann 14. apríl næstkom- andi og 99 króna magntollur. - Ertilnægilegtmagnafís- lenskri grænni papriku um þessar mundir? „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er til nægilegt magn í landinu af íslenskri grænni papr- iku,“ segir Ólafur. & TANGI HF. AÐALFUNDUR Aðalfundur Tanga hf. á Vopnafirði verður haldinn í Félagsheimilinu Miklagarði föstudaginn 18. apríl 1997 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 15. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga þess efnis að Tanga hf. verði heimilað að eignast eign hluti að nafnverði allt að 50 milljónum króna, sbr. 2. og 3. mgr. 55 gr. laga nr. 2/1995 um hlutaíélög. 3. Onnur mál, löglega upp borin. Endanleg dagskrá og ársreikningar fyrir árið 1996 munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Tanga kf. Sigursælir íslenskir kökugerðarmenn í nýlegri kökugerðar- keppni í Bella Center reyndust íslensku keppendurnir sigur- sælir. Sigrún Davíðs- dóttir ræddi við einn þeirra, Hafliða Ragn- arsson, um kökugerð í Danmörku og framtíð- arhorfur fagsins. GUÐLAUGUR Örn Valsson og Hafliði Ragnarsson Danir hafa löngum verið frægir kökugerðarmenn - hver hefur ekki heyrt af dönskum vínarbrauðum, sem á ensku kallast „Danish pastry“, danskar kökur. Því hafa Islendingar gjarnan leitað þangað í nám. Hafliði Ragnarsson er einn þeirra og að hans áliti eru Danir öndvegis handverksmenn á þessu sviði, en um leið eru þeir svolítið bundnir af hefðinni. Hafliði og fleiri íslendingar hafa reyndar ný- lega slegið ýmsum dönskum starfsbræðrum sínum við, þvf hann, Jón Rúnar Arilíusson og Gunnlaugur Örn Valsson fóru ný- lega með sigur af hólmi í köku- keppni í Bella Center. Keppnin var margþætt og voru þátttakendur frá Norðurlöndunum. Hafliði sýndi sykurskreytingar, sem hann hlaut viðurkenningu fyr- ir. Sykurinn hitar hann, litar og blæs rétt eins og gert er við gler, nema að sykurinn er blásinn við lægra hitastig en glerið. í keppni um skreytingar við gefið efni sigr- uðu hann og Gunnlaugur Öm Vals- son, sem starfar á Hotel Legolandi úti á Jótlandi. Efnið var kökugerð framtíðarinnar og átti þar að skapa skreytingar, sem túlkuðu skilning keppenda á efninu. Þeir Hafliði og Gunnlaugur Örn unnu skreytingar sínar í steyptan sykur og svo súkk- ulaði. Sykurinn er þá hitaður, rúll- aður út í plötur, sem þeir skera síðan til, sprauta með litum og líma saman. í keppni um sköpunargáfu kepptu þeir saman Hafliði og Jón Rúnar Arilíusson, sem starfar í Perlunni. Keppendur fengu körfu með efni, sem dugði á eftirrétta- hlaðborð fyrir 40 manns, fengu PHILIPS í Hollandi býður nú sér- staka alþjóðlega alábyrgð (First Choice) á farsímum. Hún felur í sér að ekki skiptir máli hvar í GSM-heiminum síminn bilar því Philips skiptir honum út innan 24 tíma, óháð því hvað veldur bilun- inni. First Choice ábyrgðin frá Philips er því mun víðtækari en venjuleg verksmiðjuábyrgð sem nær eingöngu til framleiðslugalla, að því er segir í frétt frá Heimilis- tækjum. Philips hefur einnig sett á stofn þjónustumiðstöð í Svíþjóð sem tekur við öllum kvörtunum. Að morgni hvers dags eru kvartanir skoðaðar af tæknimönnum í verk- smiðjunni í Frakklandi og ef eitt- hvað óeðlilegt kemur í ljós er framleiðslunni breytt samkvæmt því. Þetta þýðir að gæðaeftirlit er á símanum löngu eftir að hann hefur verið seldur og hægt er að SKÍRNARVEISLA eina klukkustund til að skipu- leggja vinnuna og síðan 6 klukku- stundir til að gera réttina. Þeir völdu sér sjálfir efnið „Tunglsk- inssónatan" til að vinna út frá og hafa sem viðmiðun í frágangi og skreytingu borðsins. í báðum keppnum kepptu fjögur lið og voru tveir í hveiju liði. Hefðin bindur Danina Hafliði er lærður bakari að heiman og á ekki langt að sækja áhugann, því Ragnar Hafliðason faðir hans rekur Mosfeilsbakarí. Hafliði hafði áhuga á að bæta kökugerð ofan á bakaranámið og þá lá beint við að halda til Dan- merkur, þar sem margir aðrir ís- lendingar hafa einnig lært fagið. Þó Danir eigi langa hefð að baki í kökugerð, sagðist hann hafa orð- ið fyrir svolitlum vonbrigðum með bregðast á fljótt og örugglega við hvers kyns vandamálum sem kom- ið geta upp. First Choice ábyrgðin er svoköll- uð útskiptiábyrgð sem felur í sér að bili eitthvað í símanum er hon- um skipt út kaupandanum að kostnaðarlausu. Ekki skiptir máli hvar síminn var keyptur eða hvar kaupandinn er þegar bilun verður. Sem dæmi má nefna að ef sími, sem keyptur er á íslandi, bilar í Englandi hringir kaupandinn ein- faldlega í Philips þjónustunúmerið, gefur upp númer símans, hvar hann var keyptur, hvað er bilað og hvar hann er staddur í Eng- landi. Innan 24 klukkustunda fær hann nýjan síma í hendurnar. Að ári liðnu þegar First Choice ábyrgðin rennur út er kaupandan- um boðin til kaups framlenging á henni til eins eða tveggja ára gegn vægu gjaldi. hve lítið væri um nýsköpun í fag- inu. Menn héldu sig mest við fyrri aðferðir og vinnubrögð, en leituðu ekki nýrra leiða. Að því leyti stæðu íslendingar framarlega, því þeir væru fljótir að tileinka sér nýjung- ar. En Danir eiga sér ekki aðeins ríka hefð í kökugerð, heldur einn- ig í að kaupa kökur og Hafliði nefnir þá örtröð sem er í dönskum bakaríum um helgar. Á íslandi bakar fólk mikið heima við og er almennt vel upplýst um köku- og brauðgerð, sem Hafliði álítur ják- vætt. Hins vegar bendir hann á að þegar mikið standi til sé gaman að fá faglegt útlit á hlaðborð, til dæmis með vel unninni og skreyttri kransaköku eða hlið- stæðu gómsæti. Hafliði hefur ein- mitt sérhæft sig í skreytingum og bendir á að það sé kannski frum- legra að gefa sinni heittelskuðu sykurblóm og konfekt en blóma- vönd á stundum, svo hér með er þeirri hugmyndi komið á fram- færi. Bæði erlendis og á íslandi fær- ist í vöxt að kökur og brauð .sé bakað á staðnum. Þessari sam- keppni segir Hafliði að bakaríin verði að mæta og gera fólki ljóst að að baki nýbakaðra brauða og kakna í stórmarkaði eða á bensín- stöð liggi venjulega ekki sama handverkið og í bakaríinu, því bak- að á staðnum felur venjulega í sér að brauð og kökur eru flutt á stað- inn mótuð og fryst og síðan sé bakað eftir þörfum. Bakarar geti ekki staðið gegn þessari þróun, heldur verði að fínna leiðir til að laða viðskiptavini í bakaríin með girnilegu úrvali. Ný 10-11 verslun í Rimahverfi í dag, klukkan 10, verður opnuð ný 10-11 verslun við Langarima í Rimahverfi. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði og verður lögð áhersla á að bjóða viðskipta- vinum úrval af fiski, kjöti, grænmeti og ávöxtum. í til- efni opnunarinnar verða ýmis tilboð í gangi, lambalæri er selt á 578 krónur kílóið, jarðarbeijabakkinn kostar 79 krónur, heilhveitibrauð 98 krónur og Pampers bleiur á 789 krónur pakkinn. Við- skiptavinum verður boðið upp á vínarbrauð og kaffi og ung- viðið fær djús, sælgæti og ís. Það verður sem sagt mikið um að vera við Langarima í dag og ef viðrar vel á að grilla fyrir utan verslunina. Alábyrgð á Philips GSM-farsím um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.