Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 42

Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 42
42 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LEIFUR JÓNSSON, Garðabraut 10, Akranesi, er andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 1. apríl, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðviku- daginn 9. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjóð krabbameinssjúkra barna. Áslaug Ella Helgadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnaböm. Eiginmaður minn, + KARLJÓNATANSSON, Nípá, lést á sjúkrahúsi Húsavíkur, fimmtudaginn 3. apríl Sólveig Bjarnadóttir. “5* t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ránargrund 1, Garðabæ, lést 25. mars síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans, deild 11-E. Guðmundur A. Jónsson, Pétur Jónsson, Jóhanna Björk Jónsdóttir, Jón Ingi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN KÁRI BJÖRNSSON, Háaleitisbraut 22, Reykjavík, andaðist 2. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Magdalena M. Ólafsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Birna Björnsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁSLAUG AXELSDÓTTIR kennari, Einilundi 4f, Akureyri, andaðist á FSA föstudaginn 28. mars. Hún var kvödd frá Höfðakapellu 3. apríl í kyrrþey að hennar ósk. Haraldur Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. * m t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, afa, ömmu, langafa og langömmu, ÞÓRARINS SIGURVINS STEINGRÍMSSONAR og LÁRU GUÐBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Mávakletti 12, Borgarnesi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. SIGRÍÐUR GUÐVARÐSDÓTTIR + Sigríður Guð- varðsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1921. Hún lést á Sauðárkróki 26. mars síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Guð- varðs Jakobssonar bifreiðastjóra í Reykjavík, f. 1900, d. 1959, og Oddr- únar Sigþrúðar Guðmundsdóttur, f. 1900, d. 1951, elst af átta börnum þeirra hjóna. Sam- feðra: Gunnar Eyjólfsson leik- ari og fyrrum skátahöfðingi. Hinn 1. júní 1950 giftist Sigríð- ur Friðriki J. Friðrikssyni fyrr- um héraðslækni á Sauðár- króki, f. 17. feb. 1923 í Reykja- vík. Fósturbarn þeirra er Oddný Finnbogadóttir, f. 11. nóv. 1948, bókasafnsfræðingur á Sauðárkróki, gift Birni Frið- riki Björnssyni og er hann kennari við Fjölbrautaskólann — Kveða vil ég kvæði — kvöldskuggunum fækkar, lifna blóm í lautu, ljósið sólar hækkar. Vorið góða vaggar vetrarþreyttu bami, gullnir röðulgeislar glóa á jökulhjami. (Margrét Jónsdóttir.) Já, vetrarþreytt var hún mág- kona mín, hún Sigríður Guðvarðar- dóttir hjúkrunarfræðingur, eftir áralanga baráttu við parkinson- veiki. Hún sýndi fádæma kjark í sjúkdómsstríði sínu og ég þykist þess fullviss að hún hafi mætt skapadægri sínu ókvíðin með öllu með guð að leiðarljósi Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldu okkar. Mánuður leið milli andláts tveggja mág- kvenna minna, Sigríðar og Erlu Guðmundsdóttur, frá Auðunarstöð- um í Víðidal, en allar vorum við fæddar á sama árinu. Sigríður var Reykjavíkurmær, fædd og uppalin í Vesturbænum, nánar tiltekið á Ásvallagötunni, þar sem bernskuglaðir hlátrar ómuðu. Miðbæjarskólinn var barnaskólinn hennar og átti hún góðar minning- ar þaðan. Síðan gekk Sigríður í Ingimarsskólann einn vetur. Ung að árum fór Sigríður út á vinnu- markaðinn og fékk vinnu við af- greiðslu í bakaríi G. Ólafssonar og Sandholts, sem þá var talið eitt besta bakaríið í bænum. Þetta var á kreppuárunum og þótti sá hepp- inn, sem vinnu fékk. Sigríður sótti um inngöngu í Hjúkrunarskóla íslands og útskrif- aðist þaðan 1946. Síðan stundaði hún geðhjúkrunarnám um eins árs skeið. Deildarhjúkrunarkona við Landspítalann varð hún 1949 og þar kynntist hún tilvonandi eigin- manni sínum, Friðriki Jens Frið- rikssyni, sem þá var læknakandi- dat. Þau gengu í hjónaband 1. júní 1950 á brúðkaupsdegi foreldra hans. Seinna fór Friðrik til fram- haldsnáms á Karolinska sjúkrahús- inu í Stokkhólmi, en Sigríður réðst sem hjúkrunarfræðingur á sömu stofnun. Árið 1956 höfðu örlaga- dísirnar spunnið sinn örlagaþráð. Það ár fékk Friðrik héraðslæknis- embættið í Skagafirði. Bæði bjuggu þau og unnu á Sauðárkróki eftir það. Sigríður starfaði ýmist sem yfirhjúkrunar- eða deildarhjúkrun- arfræðingur á sjúkrahúsinu. Að auki tók hún þátt í félagsstörfum, sat m.a. í barnaverndarnefnd og tók sæti á þingi árið 1975 sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Þau hjónin unnu bæði til sjö- tugs og hafa síðan búið á Sauðár- króki. Bæði eiga þau rætur að rekja til Skagafjarðar. á Sauðárkróki. Sig- ríður lauk prófi í hjúkrun frá Hjúkr- unarskóla Islands árið 1946. Hún stundaði hjúkrun á Landspítalanum og um tíma í Stokk- hólmi, en vann lengst af við sjúkra- hús Skagfirðinga á Sauðárkróki eftir að hún fluttist þang- að 1956, ýmist sem hjúkrunarforstjóri eða deildarhjúkr- unarfræðingur og einnig við heilsuvernd. Félagsmál voru Sigríði hug- leikin. Hún sat um árabil í barnaverndarnefnd og í stjórn sjúkrasamlagsins, starfaði í ýmsum félögum öðrum, einnig var hún fyrsti varaþingmaður Norðurlands vestra af D-lista 1974 og sat á þingi um tíma. Útför Sigríðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sigríður og Friðrik höfðu yndi af ferðalögum og ferðuðust víða. Mestalla ævina bjuggum við hvor á sínu landshorninu, en eins og segir í Hávamálum fékk hvorki hrís né hátt gras að vaxa á vináttu- vegi okkar. Á þessari stundu hlaðast upp minningar frá liðnum árum. Mér er nú efst í huga hið rólega og látlausa yfirbragð mágkonu minnar, en því var ekki hnikað í ysi þeim og þysi, sem einkenna samtíð okkar. Þessi eðliseinkunn kom vel í ljós í erfiðum veikindum hennar undanfarin ár. Vér köllumst brott. Hið hvíta lín oss klæð- ir, fyrr en veit. Og jörðin býr um bömin sín og blómgar hinsta reit. (Friðrik Hansen.) Við Sophus og fjölskylda okkar sendum Friðriki bróður mínum og Oddnýju fósturdóttur þeirra hjóna, ásamt fjölskyldu hennar, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Áslaug M. Friðriksdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Móðursystir okkar Sigríður er látin eftir langvarandi veikindi und- anfarin ár og trúum við því að henni líði betur þar sem hún er nú. Það var sorglegt að horfa uppá hvernig sjúkdómurinn smátt og smátt dró úr henni allan mátt, þess- ari duglegu og sjálfstæðu konu. Já, hún Jessý frænka, eins og hún var alltaf kölluð í okkar fjölskyldu, var elst í systkinahópnum. Af sjö systk- inum lifir einn bróðir og einn hálf- bróðir þeirra. Systurnar voru fjór- ar, það var aldrei nein lognmolla þegar þær systur hittust allar sam- an, mikið skrafað og mikið hlegið. Þær voru allar mjög ákveðnar enda sögðust þær hafa Hraunsholts- skapið fræga og voru stoltar af. Þær áttu það allar sameiginlegt að vera hörkuduglegar konur sem unnu úti alla tíð. Heimili þeirra systra voru með þeim snyrtilegri sem finnast. Eitt er ferskt í minn- ingunni frá barnæskunni fyrir norðan það var að sjá Jessý frænku akandi um á bifreið því það var ekki svo algengt í þá daga að kon- ur hefðu bílpróf. Þetta þótti okkur systrum virkilega flott.Þegar við skruppum í heimsókn til pabba, vildi hún alltaf fá okkur í heimsókn meðal annars til að fá fréttir af sínu fólki fyrir sunnan. í síðustu heimsókn okkar til hennar í nóv. sl. var okkur brugðið því sjúkdóm- urinn virtist vera að taka öll völd. Yndislegt var að sjá hve allir voru góðir við hana á sjúkrahúsinu, þar sem hún sjá'f hafði hjúkrað mörg- um manninum í gegnum öll árin sem hún starfaði þar ásamt manni sínum, Friðriki lækni. Hann- hefur staðið eins og klettur við hlið henn- ar í veikindunum og gert líf hennar léttbærara. Elsku Friðrik, missir þinn er mikill, við vottum þér okk- ar innilegustu samúð sem og Oddnýju og fjölskyldu, sem og öðr- um ættingjum. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Frænku okkar kveðjum við með söknuði. Guð geymi þig elsku frænka. Guðrún og Helga Bjarnadætur. Alla þá, sem eymdir þjá er yndi að hugga. Lýsa þeim, sem ljósið þrá en lifa í skugga. (Freyst. Gunnarsson) Hálf öld og ári betur er síðan við hömpuðum prófskírteini á vor- dögum 1946, og á hausti sama árs lukust dyr að baki okkar, að loknu námi í Hjúkrunarkvennaskóla ís- lands. Þann hóp fyllti Sigríður Guðvarðsdóttir. Nú hefur hún lokið lífsgöngu sinni, eftir að hafa háð sitt stríð við veikindi síðustu ára. Þegar litið er um öxl til þeirra ára, sem við vorum við nám og störf á Landspítalanum, fer margt um hugann, en fæst á blað fest. Indæll var sá tími, það eitt gilti að duga og lúta þeim aga, sem húsum réð. Allt námið hvíldi á því að búa okkur sem best undir þær skyldur, sem hjúkrun krefst. Það er annarra að dæma um árangur. En ég hygg að engri okkar hafi fundist hún verða fátækari af því að leggja þeim lið, sem bágt eiga, hinum sjúku og vanheilu. Það ger- ir sálinni gott að vita sig einhvers nýta. Hún Sigríður var.í okkar bjart- sýna og lífsglaða hópi. Hún lá ekki á liði sínu, var lifandi í starfi, allt- af hress og kát, gamansöm og góð við alla. Hún var efni í góða hjúkr- unarkonu, enda vann hún á því sviði meðan heilsa leyfði. Margur lífs og liðinn þakkar henni það. Hópurinn tvístraðist, en við viss- um hver af annarri, þótt höf og heiðar skildu. Stopular hafa stund- ir verið til samfunda. Á liðnu ári, er hálf öld var liðin frá útskrift, var fundinn staður og stund til að hittast. Ekki gátu allar mætt til þess fagnaðar. Sigríður á Sauðárkróki átti þá ekki heiman- gengt, en í andanum var hún hress og naut þess að heyra frá okkur. Við söknuðum þeirra, sem fóru á mis við þá góðu stund. Hin gömlu kynni voru treyst, og hvað er betra en tryggð við forn kynni? Síðasta vika hefur með vissum hætti haft yfirskrift dauða og lífs. Ævivoðin er úr þeim þráðum unn- in og spunnin. Sú stund kemur, að ekki verður vakað lengur, en eftir nótt rís nýr dagur þeim, sem héðan af landi eru farin. Við óskum þér, kæra vina, allra heilla í hinni nýju vist, og hafðu heila þökk. Friðrik lækni vottum við dýpstu samúð. Skólasystur. Mér hefur oft dottið í hug að fólk sem að ég hef verið samferða í lífinu sé eins og perlur á bandi, mismunandi stórar og mismunandi skínandi. Stærðin og hversu bjart- ar þær eru í huganum fer þá eftir því hversu lengi ég hef verið sam- ferða þeim og hversu mikið þær skilja eftir af minningum. Sigríður Guðvarðsdóttir er horfin af sjónar- sviðinu en hún er ein af þessum stóru perlum á bandinu mínu. Það er ekki auðvelt að útskýra í stuttu rnáli hvað það er sem gerir hana svona stóra og skínandi og minn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.