Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 60
—jsSO LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓIMVARP 73» - V TILBOÐ DAGSINS: TVEIR ÍSAR í BRAUÐI FYRIR EINN! I N G Ó I. E STORGI O G H J A R Ð A R H A G A BÍÓIIM í BORGINIMI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnardóttir BÍÓBORGIIM 101 Dalmatíu- hundur -k-k'/1 Kostuleg kvikindi ★★'/2 Málið gegn Larry Flynt kkk'A SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA 101 Dalmatíuhundur k k'A Jerry Maguire kkk Djöflaeyjan kkk'A Lausnargjaldið kkk Innrásin frá Mars kk',A HÁSKÓLABÍÓ Saga hefðar- konu kk'h Stjörnustríð k k k'A Kolya kkk'h Fyrstu kynni kkk Undrið kkk'A Leyndarmál og lygar kkkk KRINGLUBÍÓ Jói og rlsa- ferskjan kkk'A Metro k k'A í fjötrum kk'A Space Jam k k Kvennaklúbburinn k k'A LAUGARÁSBÍÓ Evita kk'A Koss dauðans kkk'A REGNBOGINN Rómeó & Júl- ía kkk Englendingurinn kkk'A Múgsefjun kkk STJÖRNUBÍÓ Jerry Maguire kk k Gaman og spenna CHARLIE Sheen berst fyrir lífi sínu í „The ELISABETH Shue og Val Kilmer hrífast hvort Shadow Conspiracy". af öðru í hasarmyndinni „The Saint“. Væntanlegar myndir í Laugarásbíó Leifturmyndir frá Kaupmannahöfn JIM Carrey og Justin Cooper í „Liar, Liar“. Lendum á tón- leikum hjá Bazaar ► GAMANLEIKKONAN Janeane Garofalo hefur tekið að sér hlutverk á móti Joaquin Phoneix og Vince Vaughan í spennumyndinni „In Too Deep“. Tökur eiga að hefjast í Salt Lake City eftir miðjan apríl. „In Too Deep“ segir frá Earl sem kemst að því að eiginkonan heldur við besta vin hans. Earl ákveð- ur að sviðsetja sitt eigið morð og koma sökinni á vininn. Sagan flækjast enn frekar þegar raðmorð- ingi blandast í málin. Garofalo leikur rannsakanda frá FBI. David Dobkin leikstýrir og Matt Healy skrifaði handritið. í APRÍL er væntanleg í Laugarásbíó hin umdeiida mynd Davids Cronenberg Crash. Myndin, sem fjallar um fólk sem fær kynferðislega út- rás í tengslum við bíl- slys, hefur komið við kaunin á mörgum og komið af stað heitum umræðum í Bretlandi og víðar. Með aðal- hlutverkið í Crash fara James Spader, Holly Hunter, Rosanna Arquette, Deborah Unger og Elias Koteas. Jackie Chan er einnig væntanlegur í apríl í hasar- myndinni First Strike. Stanley Tong leikstýrir myndinni sem gengur einn- ig undir titlunum Jakie Chan’s First Strike, Police Story 4: First Strike, Police Story 4: Piece of Cake og Police Story 4: Story of the CIA. Um mánaðamótin apríl-maí er nýjasta mynd Jim Carrey Liar, Liar væntanleg. í henni leikur Carrey lyg- ara og lögfræðing sem vanrækir son sinn, Max. Max óskar sér þess á afmælisdaginn að faðirinn verði að segja sannleikann í sólarhring og óskin rætist. Justin Cooper leikur Max, Maura Tierney leikur eiginkonu Carrey, en í öðrum hlutverkum eru Cary Elwes, Jennifer Tilly og Amanda Donahoe. Tom Shadyac leik- stýrir. I mai verður mynd Bob Rafelson Blood and Wine sýnd. Rafelson segir að myndin sé lokamyndin í óformlegri trílógíu sem hann hefur unnið með Jack Nicholson. Hinar myndirnar eru „Five Easy Pieces" og „The King of Marvin Gardens". í Blood and Wine er Nicholson kvennabósi sem vanrækir fjölskyldu sína. Þegar hann stelur verðmætri hálsfesti fer flókin atburðarás af stað. Michael Caine, Judy Davis og Stephen Dorff eru í öðrum hlutverk- um. í lok maí kemur nýjasta mynd Davids Lynchs Lost Highway. Myndin hefst á því að tónlistarmað- ur er ásakaður um morðið á eigin- konu sinni en síðan tekur við væg- ast sagt óvenjulegur söguþráður. Það eru Bill Pullman, Patricia Arqu- ette og Balthazar Getty sem fara með aðalhlutverkin. Um mánaðamótin maí-júní sýnir Laugarásbíó spennumyndina The Shadow Conspiracy með Charlie Sheen í aðalhlutverki. Sheen fer með hlutverk Bobby Bishop, ráðgjafa Bandaríkjaforseta, sem fær óvænt vísbendingu um að landráðamaður sé að störfum meðal valdamanna í Washington. Með aðstoð fyrrverandi kærustu, blaðakonu sem er leikin af Lindu Hamilton, reynir hann að fletta ofan af svikaranum án þess að tapa lífi og limum. The Saint með Val Kilmer verður sýnd í júní, og Steven Spielberg myndin The Lost World: Jurassic Park um mánaða- mótin júlí-ágúst. Báðar þessar myndir verða jafnframt sýndar í Sambíóun- um. I júlí kemur róm- antíska gaman- myndin One Night Stand. Myndin ger- ist í Chicago og seg- ir frá sambandi ljós- myndara og rithöf- undar. Það eru Nia Long og Larenz Tate sem eru í aðalhlut- verkunum en mynd- inni er leikstýrt af Theodore Witcher. Kvikmynd Ric- hards Attenboroughs In Love and War er væntanleg í ágúst. Sögusvið- ið er Ítalía í fyrri heimsstyrjöldinni og aðalpersónurnar eru sjúklingur og hjúkrunarkona. Þetta er ekki „The English Patient 2“ heldur er myndin byggð á ævi Ernest Hem- ingway. Það er Cris O’Donnell sem leikur rithöfundinn og ástina hans, Agnesi von Kurowsky, leikur Sandra Bullock. í ágúst verða. einnig sýndar Spawn og Mortal Kombat: Anni- hilation. Spawn er byggð á sam- nefndri teiknimyndasögu. Aðalper- sónan er Al Simmons (Michael Jai White) sem snýr aftur frá ríki dauðra til þess að gera upp við erkióvin sinn, Clown (John Leguizamo). Mortal Kombat: Annihilation eða Mortal Kombat 2 er leikstýrt af John R. Leonetti en hann var kvikmyndatökumaður fyrstu „Mor- tal Kombat“ myndarinnar. í Anni- hilation snúa Cristopher Lambert og Robin Shou aftur í hlutverkum Rayden og Liu Kang til þess að beijast við ill öfl. Með haustinu eru síðan væntan- legar Navy Cross og The Truman Show. Vinnuheiti Navy Cross var „G.I. Jane“ en eins og nöfnin gefa til kynna er þetta hermynd. Demi Moore fer með aðalhlutverkið og Ridley Scott leikstýrir. The Truman Show er nýjasta mynd Peter Weir. í aðalhlutverkum eru Jim Carrey, Laura Linney og Dennis Hopper. SONGVARINN Sverrir Guðjónsson heldur áfram á ferð- lagi sínu um heim- inn í útvarpsþáttun- um Á sjö mílna skónum - mósaík- leifturmyndir, á rás 1 í dag klukkan 15. Þetta er fimmti þáttur Sverris sem nú er staddur í Kaupmannahöfn eftir að hafa dvalist í Japan síðastliðna fjóra þætti. Síðar liggur svo leiðin til Lundúna. í þáttunum má heyra leifturmyndir frá löndum sem Sverrir hefur verið á söng- ferðalagi í. Sverrir sagðist, í sam- tali við Morgunblaðið, alltaf bera á sér hljóðupptökutæki þegar hann væri á ferðalagi erlendis og tæki með því upp stemmning- ar og hljóðmyndir. „Ef ég rekst á óvenjulega hluti reyni ég að ná þeim á band og ef ég hitti áhugavert fólk reyni ég að ná smá viðtali við það. Þegar ég kem heim safna ég upptökunum sam- an og skoða þær. Það fer alltaf eitthvert ævintýri af stað þegar Sverrir Guðjónsson. ég byija síðan að vinna úr þeim,“ sagði Sverrir. Hann sagðist hafa mikinn áhuga á út- varpinu sem miðli því það hefur þann eig- inleika að ýta undir ímyndunarafl fólks. Honum finnst of lítið gert af því að nýta útvarpið til að tengja hljóð og texta. „Fyrir mér er hljóðmynd sterkari en ljósmynd og þar skiptir áferð og tilfinning miklu máli. Ég byggi þættina upp eins og púsluspil sem klárast í þáttarlok. Síðan reyni ég að velja tónlist við hæfi og ekkert lag heyrist í þættinum án þess að hafa ákveðinn tilgang. Tón- listin bætir við og útskýrir það sem ekki verður sagt.“ Sverrir sagðist hafa fengið mjög ánægjuleg viðbrögð við þessum þáttum sínum en í þætt- inum í dag fer hann á tónleika. „Við lendum inni á tónleikum hjá hinni sérkennilegu hljómsveit Bazaar auk þess sem ég litast um í fríríkinu Kristjaníu." Janeane Garofalo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.