Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 45 var þetta eðlilegur hluti af nauðsyn- legri samhjálp. Þetta var líka háttur höfðingjans. Það eru þessir sveitarhöfðingja, sem nú falla hver á fætur öðrum. Vafalaust taka aðrir við hlutverki þeirra, en það er á öðrum tíma og við aðrar aðstæður. Fyrir þá sem muna aftur eftir öldinni verður mannlífið í sveitunum þeirra fátæk- legra. Þar við bætist að jarðirnar verða mannlausar. Enginn sækir lengur vatn í Koti, í Haukadal er ekki nokkurn mann að sjá og á Leirubakka er risið hótel. Predikar- inn segir okkur, að allt hafi sinn tíma, en lætur ósagt hvort betri tímar taki við. Sigurjón Pálsson var fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem lifði einhveijar mestu breytingar þjóðar- sögunnar í efnalegu og tæknilegu tilliti. En manngildis-hugsjónir hans tóku engum breytingum. Verð- mætamatið var allt upp á manninn og lífið. Honum sé þökk. Árni Gunnarsson. Afi, má ég fá þessa spýtu? Svar- ið var alltaf á sömu lund: Látum okkur sjá, nafni minn. Jú, ætii það ekki, en í hvað ætlar þú að nota hana? Svörin voru misjafnlega raun- hæf. Ymist var það til að byggja kastala eða kassabíl. Alltaf var þó J jafn sjálfsagt að fá spýtuna. Það var í raun alltaf sjálfsagt að hjálpa öllum. Hvort sem beiðnin kom frá fimm ára barnabarni eða frá fulL orðna fólkinu með sínar óskir. í raun var það regla að hjálpa öðrum áður en röðin kom að þeim sem næst stóðu. Afi gat einnig fúslega miðlað af þeim mikla fróðleik sem hann bjó yfir, þar sem hann var hvort tveggja lífsreyndur og víðles- inn. Nú er afi minn dáinn og hjálpar I ekki nema úr fjarlægð. Ef til vill er það ágætt, þar sem heilsa hans og lífsþróttur var horfinn, í raun var ekkert eftir nema að kveðja hérna megin landamæranna. Landamæra sem skilja að þennan heim og þann fyrir handan. Afi á sjálfsagt eftir að reisa stór- býli í grösugum sveitum eilífðarinn- | ar, rétt eins og það sem hann reisti / á Galtalæk. Þar verða húsdýrin . heilbrigð og lífið eins og best verð- ' ur á kosið. Móðir náttúra kemur ekki óvænt með stórkostlegar nátt- úruhamfarir, rétt eins og hún gerði með eldgosum og öðrum hamförum á þeim tíma sem afi var á lífí. Eins og kynslóð afa var tamt, var hann alltaf sívinnandi. Hvort sem það var í búskapnum, í vélaviðgerð- um, eða við smíðar. Smíðarnar voru ( það sem mest var spennandi, þá I smíðaði hann hluti sem voru notaðir . í gamla daga. Þegar nafni hans ' stækkaði og fór að hafa meira vit á hlutunum komst hann að því að afí bjó yfir þekkingu sem var að deyja út. Þekkingin fólst í því að geta smíðað það sem vantaði við dagleg heimilis- og bústörf, fyrir innreið tæknialdarinnar, með því að nota verkfæri sem einungis eru geymd á söfnum í dag. Hann bjó • einnig yfir þeirri þekkingu að smíða i jafnvel varahluti, ef þá vantaði í búskapinn á líðandi stundu, og voru ekki auðfáanlegir. Siguijón afí var alinn upp í sveit þar sem allir þurftu að taka virkan þátt í lífsbaráttunni. í raun má segja að afí hafi lifað stærsta stökk sem íslenska þjóðin hefur tekið. Form lífsbaráttunnar hefur breyst mikið á tæpum 86 árum. Þegar hann fæddist snérist lífið um það að hafa nóg í sig og á. í dag hefur lífsbarátt- an snúist upp í lífsgæðakapphlaup. Það sama gildir þó, hvort sem talað er um gamla eða nýja tíma, ekkert hefst nema með því að vinna stöð- ugt að settu marki, rétt eins og afí gerði stöðugt. Gerðu verkin þín þannig að eng- inn geti gert þau betur. Þessi ein- kunnarorð voru einkunnarorðin hans afa. Með því að fara eftir þeim og gera þau að mínum, verða bæði ég og afi ánægðir, ég í lífsbarátt- unni, og hann á stórbýlinu sínu í eilífðinni. Yertu sæll, og líði þér ávallt sem best. Sigurjón Jónsson. RAGNHEIÐUR RÓSA JÓNSDÓTTIR SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Ragnheiður Rósa Jónsdóttir fæddist á Berg- stöðum í Svartár- dal 10. nóvember 1908. Hún lést á Héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Una Jónsdóttir, f. 30.8. 1872, d. 26.9. 1967, og Jón Ólafsson, f. 18.5. 1866, d. 27.11 1936. Þau hjón eignuðust auk Ragnhiidar dóttur, Sigurlaugu Ólöfu, f. 31.3. 1914, d. 15.10. sama ár, og son andvana fædd- an 20.4. 1918. Eftirlifandi eiginmaður Rósu er Stefán Þórarinn Sig- urðsson, f. 25.9. 1907, bóndi á Steiná í Svartárdal. Börn Kom huggari, mig hugga þú, kom hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind. kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Takk takk, elsku amma, fyrir öll árin sem við fengum að njóta með þér. Hlýr faðmur og léttur hlátur er það sem kemur fyrst í huga okkar er við hugsum aftur til lið- inna ára. Alltaf varstu til staðar er við stungum kolli inn um eldhús- gluggann hjá þér og gjarnan stakkstu þá að okkur nýbökuðum kleinum og eða einhveiju öðru góð- gæti. Núna ert þú hjá Dadda, Ingi- björgu langömmu og Sigríði langömmu ásamt öllum ástvinum sem horfnir eru okkur. Við vitum að þú fagnaðir svefninum langa. Elsku amma, takk takk aftur fýrir allt og allt. Rósa og Jóhann. Það er sólríkur júnídagur norður í Svartárdal fyrir 40 árum. Á hlað- inu á Steiná stendur sex ára dreng- ur og horfír á eftir bíl foreldranna, sem hverfur út dalinn. Allt í einu nær söknuðurinn yfir- höndinni, drengurinn hleypur suður yfir garð og nokkur tár falla til jarðar. Þá kemur skyndilega hlý hönd og leiðir hann inn í bæ. Og þarna í eldhúsinu hjá henni Rögnu gleymist sorgin, og tárin sem féllu þennan dag urðu þau einu í níu sumur hjá fólkinu góða á Steiná. Þessi fyrstu kynni mín af Ragn- heiði Jónsdóttur húsfreyju á Steiná í Svartárdal voru dæmigerð fyrir hana. Góðvild og umhyggja voru þeirra eru: 1) Jóna Anna, f. 13.3. 1935, hennar maður er Ólafur B. Jónsson, f. 16.11. 1934, þau eiga fjögur börn. 2) Sigurbjörg Rannveig, f. 22.5. 1937, maki Sigurð- ur Pálsson, f. 20.11. 1940, þau eiga þrjú börn. 3) Sigurjón, f. 19.10. 1938, maki Katrín Grímsdótt- ir, f. 25.10. 1945, þau eiga tvo syni. Ragnheiður lærði fatasaum og starfaði við þá iðn þar til hún giftist en eftir það helgaði hún krafta sína börnum og búi. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Bergstaðakirkju í Svartárdal í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. eðlilegir þættir í fari hennar og gilti þá einu hvort í hlut áttu börn henn- ar, barnabörn og barnabarnabörn eða kúasmalar. Ragnheiður var ljúf í skapi, glað- vær og hlý. Ekki minnist ég þess að hún hafí nokkurn tíma skipað mér fýrir verkum, en einhvern veg- inn var allt fas hennar þannig að ég gerði umyrðalaust þau verk sem hún bað mig um og einnig þau sem hún bað mig ekki um en ég vissi að komu sér vel. Á þeim árum, sem ég dvaldi á Steiná, stýrði Ragna stóru heimili af miklum myndarskap. Þá var þar ekki rafmagn og sjaldan farið í kaupstað. Húsmóðurstörfin voru því mörg og sum erfíð. Þvottur var þveginn í höndum, borinn út í læk og skolaður þar. Allur matur gerður heima, mjólk skilin, smjör strokkað og brauð bakað. Auk þess fór Ragna oftast í fjósið til mjalta, og gekk til heyvinnu. Allt lék þetta í höndum þessarar lágvöxnu, kviku konu. Nærri má geta, að vinnudagurinn var oft langur hjá Rögnu og svefn- tíminn stuttur en aldrei fann ég annað en hún tæki því með öðru en því glaðlyndi og þeirri ljúf- mennsku, sem henni var svo eigin- leg. Síðustu ár átti Ragna við veik- indi að stríða og lést hinn 31. þessa mánaðar á 89. aldursári. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Stefán Þ. Sigurðsson. Þegar ég kveð Rögnu er mér efst í huga þakklæti fyrir uppeldið og umhyggjuna sem hún alla tíð sýndi mér í orði og verki. Vini mín- um og húsbónda, Stefáni, og börn- um þeirra Ragnheiðar, Jónu, Sigur- björgu og Siguijóni, sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. GYÐA ÁRNADÓTTIR + Gyða Árnadóttir var fædd á Borgarfirði eystra 24. októ- ber 1903. Hún lést á dvalar- heimilinu Skjóli 15. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. mars. Ég vil minnast Gyðu Árnadóttur fyrir góðsemi og hlýju í minn garð fyrir mörgum árum, nánar tiltekið rúmum fjörutíu, en þá kynntumst við. Þó ekki væri mikið samband í langan tíma var þó söku sinnum slegið á þráðinn og rifjuð upp göm- ul kynni og skemmtilegar samveru- stundir, sem hefðu mátt vera fleiri. Fallegur blómvöndur og hamingju- óskir bárust á fermingardegi eldri dóttur minnar frá Gyðu og Gesti, sem gladdi mig sérstaklega, en þau höfðu kynnst henni, sem barni, þá höfðu nokkuð mörg ár liðið frá því að samband var haft, en nú end- urnýjað. Áftur líða nokkur ár vegna veru erlendis. Falleg blóm og hlýjar kveðjur ber- ast frá Gyðu og Gesti vegna andláts þessarar dóttur minnar stuttu eftir heimkomu mína. Slík tryggð er ómetanleg og gleymist aldrei. Gest son sinn missti Gyða óvænt, þarf ekki að nefna hve sárt það var henni jafn samrýnd mæðgin og þau voru, enda hann jafn yndisleg mann- eskja og móðir hans. Með þakklæti og virðingu kveð ég fallega, góða og göfuga konu, sem ég mun ætíð muna. Jakobína E. Björnsdóttir. + Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi aðfara- nótt 18. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sel- fosskirkju 24. mars. Góð vinkona okkar Sigríðar Bjarnadóttur sagði mér að hún Sigríður væri látin og jarða ætti hana daginn eftir, mánudaginn 24. mars. Mig setti hljóðan og það rify'- aðist upp fyrir mér hvernig leiðir okkar Sigríðar lágu saman fyrir einum 14 árum. Þá starfaði ég við hljóðritanir hjá Blindrabókasafni íslands, en þangað kom mikill fjöldi sjálfboðaliða til þess að lesa ýmsar bækur inn á segulbönd, sem lánuð voru til sjónskertra. Margir buðu fram krafta sína. Sumir lásu mikið, aðrir minna og nokkrir treystu sér ekki í þetta. Það var svo einn dag að bankað er á dyrn- ar hjá mér og inn vindur sér snagg- araleg kona, heilsar og kynnir sig. Spyr því næst hvort okkur vanti ekki lesara. Ég tók henni vel og spurði hvort ég mætti ekki prófa hana. Sigríður sagðist vera alvön að lesa, væri reyndar orðin 73 ára gömul og ekkert víst að mér líkaði röddin. Mig rak í rogastans, hélt hana miklu yngri, svo ung og frísk- leg var röddin. Ég rétti henni ein- hveija skáldsögu og bað hana að fara inn í hljóðverið og prófa. Síð- an setti ég spólu í tækið, Sigríður settist við hljóðnemann, kynnti bókina og hóf lesturinn. Næstu 45 mínútumar las hún viðstöðulaust og þegar snælduhliðin var búin, kallaði ég í hana og sagði að nú þyrfti að snúa við snældunni og bað hana að doka aðeins við. Svo þegar ég hafði stillt tækin aftur, hélt Sigríður áfram Iestrinum og lauk að lesa inn á snælduna. Hún lauk þessari einu og hálfu kluku- stund á um 100 mínútum. Svo kom hún fram, klappaði mér á öxlina og sagði: „Jæja, Gísli minn. Held- urðu að þú getir notað svona gamla kerlingu?" Ég bað hana að koma daginn eftir og hún gerði það svo sannarlega. Sigríður hafði þann einstaka hæfileika að geta lesið texta án þess að kynna sér hann fyrirfram, og oft, þegar bráðvant- aði innlestur, var hringt í Sigríði. Til glöggvunar verður að geta þess að alvanir lesarar eru frá tveimur til fjórar klukkustundir að lesa inn á segulband 90 mínútna texta. Ég dáðist að þessari konu og við urð- um miklir vinir. Hún færði með sér svo ferskan andblæ, var alltaf kát og glöð og sá alltaf það já- kvæða við alla hluti. Síðar frétti ég að lífíð hafði ekki ætíð leikið við hana. En hún vildi aldrei tala um sjálfa sig, heldur kappkostaði að miðla af þessari óþrjótandi gleði og gæsku, sem hún átti tii. Þegar ég lauk starfi mínu hjá Blindrabókasafninu árið 1988 hafði Sigríður lesið á fimmta tug bóka á einum fimm árum. En alls mun hún hafa lesið inn 92 bóka- titla þar á bæ, þegar hún hætti því þá rúmlega áttræð. En Sigríður lagði ekki bara þessu málefni lið. Hún hafði mikið yndi af því að slá í spil og var mjög upptekin við að spila við „þessa blessuðu gömlu karla“, sem mættu á félagsmiðstöðvar aldraðra hér í borginni. Á meðan Blindrabóka- safnið var í húsakynnum Biindrafé- lagsins, en Sigríður lagði einmitt leið sína þangað, var hún ætíð aufú- sugestur og aðstoðaði á tímabil við opið hús hálfsmánaðarlega, en þar las hún fyrir fólk og spjallaði og var hrókur alls fagnaðar. Hún stóð einnig m.a. fyrir jólafagnaði Vemd- ar um árabil og hlakkaði mikið til að hitta „fólkið sitt“, eins og hún orðaði það. Þar vann hún fómfúst starf og hún hafði lag á því að miðla því, sem hún gaf á þann hátt, að hrein unun var að þiggja. Ég frétti að lífslöngunin hefði slokknað hjá henni Sigríði, þegar hún gat ekki lengur veitt af því, sem hún átti. Hún dvaldi á Kumb- aravogi síðasta árið við gott at- læti. Vinkona okkar beggja og samstarfsmaður til margra ára hitti hana þar. Sigríður sagði að þetta væri ekki hún sjálf, heldur líkaminn. Kraftarnir voru á þrotum og nú hefur hún hlotið þá hvíld, sem allir þrá undir lokin. Ég trúi því, að ef englakórinn er enn við lýði, þá muni rödd Sigríðar hljóma þar einna fegurst. Blessuð sé minn- ing þessarar mætu konu Gísli Helgason. JÓN ÓLAFUR ÁRNASON + Jón Ólafur Árnason var fæddur á ísafirði hinn 13. júlí 1971. Hann lést í New Jersey 16. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garða- kirkju 22. mars. Alla mína ævi hef ég þekkt Jón Ólaf. Þrátt fyrir að fjölskylda mín flyttist frá ísafirði þegar ég var á fyrsta ári hafa tengslin við bæinn verið sterk. Hvert tækifæri var notað til að heimsækja fjölskyldu og vini á ísafirði og þar hef ég átt mitt annað heimili. Við Óli kynntumst fyrst sem litlir strákar í gegnum mæður okkar sem eru æskuvinkonur og við leik og störf á árunum sem fóru í hönd tengd- umst við vináttuböndum. Fyrir kraftmikla stráka er ævin- týrUíkast að alast upp á stað eins og ísafirði. Bátarnir, höfnin, slipp- urinn og fy'aran þar sem allt iðar af lífi _eru ótæmandi uppspretta leikja. Á veturna heilla skíðabrekk- urnar á Dalnum og þar var Óli í forystusveit. Við þessi skilyrði fengum við útrás fyrir athafnasemi sem reyndar var oft það mikil að foreldrum okkar þótti nóg um. Við Óli vorum ekki háir í loftinu þegar við vildum fá að takast á við almenn störf við hlið hinna fullorðnu. Þá kom strax í ljós dugnaður og ósérhlífni Óla sem gerði það að verkum að hann varð fljótt eftirsóttur til vinnu. Það er til merkis um dugnað og útsjónar- semi vinar míns að ef ekki var næga vinnu að hafa hjá öðrum þá skapaði Óli sér vinnu sjálfur. Á námsárunum í Reykjavík gerð- ist hann verktaki við hreingern- ingar til að sjá sér og sínum far- borða. Síðustu árin hefur Óli dvalið hjá fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum og lagt stund á nám og störf og staðið sig með stakri prýði. Hann fann sig í því sem hann var að gera og var eftirsóttur starfskraft- ur eins og hann hafði verið heima á ísafirði strax í æsku. Lífið gaf fögur fyrirheit og það styttist í samfundi við Mörthu Sif, litlu dótt- urina sem hann sá ekki sólina fyr- ir, og unnustuna Kollu sem var að ljúka námi heima á íslandi. Á einu augabragði er allt breytt. Áð Jóni Ólafi stóðu einstaklega samhent fjölskylda og frændgarð- ur sem syrgja hann sárt. Góður drengur er horfínn allt of fljótt. Ég gleymi honum aldrei. Magnús Freyr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.