Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 17 VIÐSKIPTI Aðalfundur Granda hf. Veiðar í Smugunni ollu vonbrigðum FJÖLMENNI var á aðalfundi Granda hf. í gær Morgunbiaðið/Goiii VEIÐAR á úthafinu settu svip sin á rekstur Granda hf. á síðasta ári. Mikil áhersla var lögð á að afla veiðireynslu á Reykjaneshrygg og í Smugunni til þess að félagið stæði sem best að vígi í framtíðinni gagn- vart úthlutun kvóta á þessum svæð- um. Sæmilega tóksttil á Reykjanes- hryggnum en heildarafli skipa fyrir- tækisins þar reyndist um 7.750 tonn, sem gerði rúmlega 17% af heildarafla íslenskra skipa. Aftur á móti ollu veiðarnar í Smugunni von- brigðum. Léleg útkoma var úr veiði- ferðum saltfiskskipa og virðist tap af úthaldi þeirra, fyrir utan afskrift og fjármagnskostnað, hafa numið um 60 milljónum króna. Þetta kom meðal annars fram í máli Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns Granda, á aðalfundi félagsins í gær. Minna verðmæti afla í ræðu Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Granda, á aðal- fundinum kom fram að heildarafli togara Granda á síðastliðnu ári var rétt rúm 30 þúsund tonn eða mjög svipað magn og árið 1995 en heild- arverðmæti aflans varð 116 milljón- um króna minni en árið á undan. Mikilvægustu markaðir afurða fyrirtækisins eru enn sem fyrr Þýskaland og Asía eða um 35% hvor, mælt í verðmætum útflutn- ings. „í Asíu eru mikilvægustu af- urðirnar seldar á Japansmarkað og munar þar mestu um loðnuafurðir ásamt sjófrystum karfa. Á Þýska- land hefur haldið áfram mikil vinna við vöruþróun, í þeim tilgangi að auka framleiðslu í neytendaumbúð- ir, en mesta magnið í dag fer til sölu í svonefndum Aldi-verslunum. Þá hefur orðið gríðarleg aukning í vinnslu kældra karfaflaka, sem flogið er með mörgum sinnum í viku inn á Hamborgarflugvöll. Þeim flökum er síðan dreift í gegnum heildsala, aðallega til veitingastaða og verslana." Kapphlaup um aflaheimildir Brynjólfur vék einnig að stöðu sjávarútvegsins í ræðu sinni. „Það er ljóst að sjávarútvegurinn er áhættusöm atvinnugrein og að mik- ið kapphlaup fer fram um varanleg- ar aflaheimildir. Þannig sótti Grandi á síðastliðnu ári í úthafs- karfa við ærinn tilkostnað og það sama á við þá ákvörðun að senda alla frystitogara fyrirtækisins og tvo ísfísktogara til veiða í Smug- unni í þeirri von að ná þar í varan- legar aflaheimildir. Allt þetta hefur verið mjög dýrt og ekki alltaf hagkvæmasta nýting tekjuöflunartækja. En það er ljóst að það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við búum við er eitt af því besta sem þekkist í heiminum og með því hefur tekist að vernda fiskistofna og koma á hagkvæmni í rekstri. Þannig hefur hlutdeild Granda í heildarbotnfiskafla aukist, meðal annars með því að gera út fleiri fiskveiðiskip og auka sókn á fjarlæg mið. Líkur eru á að takast muni að ná þolanlegu jafnvægi fískistofn- anna hér við land, þannig að þeir megi vaxa í framtíðinni. Það liggur því í augum uppi að fækka má fiskiskipum þar sem færri skip þarf til að ná settu afla- marki. Kapphlaupið eftir veiðiheim- ildum hefur verið afar kostnaðar- samt, en vonandi fyrirtækinu arð- samt þegar fram líða stundir. Það þýðir ekki að láta bölsýni eða svart- nætti ná tökum á sér þó að á móti blási. Sjávarútvegurinn hefur alla tíð og mun eflaust áfram verða áhættusöm atvinnugrein, þar sem skiptast á skin og skúrir. Það þekkja allir sem hafa haft atvinnu í greininni eða þjónað henni. Nauð- synlegt er að byggja upp veiðiheim- ildir, vera sveigjanlegur við rekstur og dreifa sem mest áhættu af sveiflukenndum og viðkvæmum fiskistofnum, hvort sem er innan fyrirtækis eða meðal hlutdeildarfé- laga,“ segir Brynjólfur Bjarnason. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar um greiðslu á 8% arði fyrir árið 1996. Jafnframt var samþykkt tillaga stjórnar um að auka hlutafé um 10%, úr 1.345 milljónum í 1.479 milljónir króna, með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Stjórn Granda var endurkjörin en hana skipa: Árni Vilhjálmsson, Ágúst Einarsson, Benedikt Sveins- son, Gunnar Svavarsson, Grétar B. Kristjánsson og Jón Ingvarsson. Breytingar á kaupmætti ráðstöfunartekna Hlutfallsleg breyting frá fyrra ári Sjö stærstu Helstu iðnríkin (G7) viðskiptalönd 2’°. % 1.5 1995|1996 OECD ríki í Evrópu ISLAND 9,7% aukning á tveimur áram Hlutabréfamarkaður Mikil viðskipti með Grandabréf Apple ræðir við Sun Mic- rosystem Cupertino, Kaliforníu. Reuter. HLUTABRÉF í Apple hækk- uðu í verði fyrir helgi vegna nýrra bollalegginga um að tölvufyrirtækið verði selt stærra fyrirtæki. Verð bréfanna hækkaði um 87,5 sent í 18,875 dollara. Verzlað var með 4,9 milljónir hlutabréfa, fleiri en í flestum öðrum fyrirtækjum. Að sögn The New York Times leitar Apple að vinsam- legum samstarfsaðila með samruna fyrir augum og seg- ir blaðið að fyrirtækið eigi í viðræðum við Sun Micro- systems. Áhugi á yfirtöku hjá forstjóra Oracle Jafnframt hefur Larry Elli- son, forstjóri Oracle Corp, lát- ið í ljós áhuga á að gera til- boð í Apple og myndað sam- tök fjárfesta til að kanna áhuga á yfírtöku Apple. Saudi-arabíski auðmaður- inn al-Waleed bin Talal prins hefur keypt 5% hlutabréfa í Apple og segir ástæðuna þá að hann hafi trú á framtíð fyrirtækisins. Lægsta verð í 10 ár Skýringin á auðlegð prins- ins er sú að hann ijárfestir í bágstöddum fyrirtækjum og hjálpar þeim að ná sér á strik. Markaðshlutdeild Apple hefur minnkað og hafa nokkr- ar endurskipulagningar verið gerðar á fyrirtækinu á undan- förnum árum. Verð hluta- bréfa í því er með því lægsta í 10 ár. KAUPMÁTTUR ráðstöfunar- tekna hér á landi hefur á undan- förnum tveimur árum vaxið mun meira heldur en í helstu viðskipta- löndum. Þannig jókst kaupmáttur- inn í fyrra um 5,5% á sama tíma og hann óx að meðaltali um 1,5% í ríkjum OECD í Evrópu. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Þar segir að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi vaxið um 5,5% í fyrra og um 4,0% 1995 eða samanlagt um 9,7% á þessu tveggja ára tímabili. Til sam- anburðar hafi kaupmáttur í ríkjum OECD í Evrópu vaxið um 2% að meðaltali 1995 og 1,5% í fyrra. Þá segir að í ljósi nýgerðra kjarasamninga megi gera ráð fyr- ir að kaupmáttur haldi áfram að vaxa hér hraðar heldur en í helstu viðskiptalöndum okkar. MIKIL viðskipti urðu á Verðbréfa- þingi íslands í gær. Mest var versl- að með bréf í Granda eða fyrir 55,1 milljón króna að markaðsvirði, í SR-mjöli hf. fyrir 14,8 millljónir og í Flugleiðum fyrir 13,3 milljónir. Verð hlutabréfa í Vinnslustöðinni hækkaði um tæp 11% í dag frá síð- ustu viðskiptum. Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði í gær námu 181 milljón króna að markaðsvirði. Hin miklu viðskipti með Granda- bréf má ef til vill að nokkru leyti rekja til þess að aðalfundur fyrir- tækisins var haldinn í gær. Þrátt fyrir mikla sölu hélst gengi bréf- anna nokkuð stöðugt og hækkaði um tæp 2% yfir daginn eða í geng- ið 3,67. Gengi bréfa í SR-mjöli hækkaði um 3,85% eða í 6,75 en gengi Flugleiðabréfa stóð í stað og var 4,11 í lok dagsins. Einna mest hækkun varð á gengi bréfa í Vinnslustöðinni en þau hækkuðu um tæp 11%, úr 3,29 í 3,67. Gengi bréfa í Tæknivali lækk- aði hins vegar í 7,85 eða um 8,72%. 17% hækkun ÍS-bréfa Á Opna tilboðsmarkaðnum urðu mest viðskipti með hlutabréf í ís- lenskum sjávarafurðum eða fyrir 21,5 milljónir króna að markaðs- virði. Gengi bréfanna hefur sveifl- ast mikið að undanförnu og í gær hækkaði gengið um 16,88% eða í 4,50. Viðskipti með bréf í Tanga námu tæpum 11 milljónum króna og gengi þeirra hækkaði um 2,44% eða í 2,1. Starfshópur iðnaðarráðherra um stöðu íslensks tónlistariðnaðar ViII stofna útfíutnings- sjóð íslenskrar tónlistar SKÝRSLA starfshóps iðnaðarráðherra um stöðu íslensks tónlistariðnaðar var kynnt á ríkisstjórn- arfundi á miðvikudag. Starfshópurinn leggur til að stjórnvöld gefi eftir virðisaukaskatt af sölu íslenskra hljómplatna. Lagt er til að í staðinn verði skattféð notað til að mynda sjóð, sem hafi það meginhlutverk að greiða götu útflytjenda ís- lenskrar tónlistar. Að mati hópsins myndi sjóðs- stofninn nú nema um 40 milljónum króna og er þá miðað við tekjur ársins 1996 af íslenskri hljóm- plötusölu. Á síðasta ári skipaði iðnaðar- og viðskiptaráð- herra starfshóp til að athuga stöðu íslensks tón- listariðnaðar með tilliti til aukins útflutnings á íslenskri tónlist. Hópnum var ætlað að kanna það rekstrarumhverfi sem framleiðendur tónlistar búa við hérlendis, m.a. með tilliti til samanburðar við nágrannaþjóðirnar og hvort kostur væri á að efna til sérstaks útflutningsátaks vegna íslenskrar tón- listar. í greinargerð starfshópsins segir að mikilvægt sé að íslenskur tónlistariðnaður fái opinbera og almenna viðurkenningu sem ein atvinnugrein með ótakmarkaða vaxtarmöguleika. Atvinnugreininni verði gert kleift að fjármagna verkefni sem stuðli að markvissri kynningu á íslenskri tónlist erlend- is, auki útflutning hennar og skapi sóknarfæri á erlendum mörkuðum. Þau úrræði, sem gripið verði til í því skyni, verði að vera sambærileg og aðrar útflutningsgreinar búi nú þegar við. Hópurinn telur að stjórnvöld þurfi að viður- kenna vaxtarmöguleika tónlistariðnaðarins, og þá mismunun sem nú eigi sér stað milli listgreina í innheimtu virðisaukaskatts, með því að gefa eftir hluta hans af sölu íslenskra hljómplatna. „Þessu fé verði ráðstafað í sjóð, sem hafi það meginhlutverk að greiða götu útflytjenda islenskr- ar tónlistar. Árleg greiðsla ríkissjóðs í þessum tilgangi verði metin þannig að reiknaður verði út mismunur þess sem ríkið fær í sinn hlut nú og þess sem það fengi, væri hlutfallstala virðis- aukaskatts af sölu íslenskra hljómfanga sú sama og hún er af bókum. Miðað við tekjur ársins 1996 af íslenskri hljómplötusölu myndi sjóðsstofn- inn nú nema um 40 milljónum króna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.