Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ NIÐURSTAÐA fræðimanna og reynsl- unnar er sú að ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi sem þekkt er hafi yfir- burði yfir aflamark- skerfi með frjálsu fram- §ali aflaheimilda. Það er því engin þörf á að skipta um stjórnkerfið sem slíkt. Það er hins vegar orðið nauðsynlegt að breyta ýmsum öðrum þáttum í umhverfi sjáv- arútvegsins sem tengist kvótakerfinu. Hér verð- ur aðeins imprað á nokkrum þeirra. I fyrsta lagi orkar einhliða binding aflaheimilda við skip verulega tvímælis svo ekki sé meira sagt. Útgerðir standa mun sterkar að vígi gagnvart landvinnslu meðan aflaheimildir eru settar á skip. Verðmæti skipsins verður meira og ráðstöfunarréttur yfir afl- anum er hjá útgerðaraðilanum. Þetta skiptir ekki meginmáli þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi nema hvað staða iandvinnslunnar til enn frekari hagræðingar myndi efl- ast ef þessi einhliða tenging væri afnumin. Ef leyfilegt væri að setja afla- heimildirnar á fiskvinnsluhús myndi það ótvírætt styrkja stöðu sjávar- plássa því fiskvinnsluhúsið yrði trauðla flutt burt. Þetta myndi einn- ig auðvelda að endurheimta veiði- heimildir aftur þar sem þær hafa glatast. Ekki mætti breyta slíku ákvæði í skyldu heldur mætti aðeins vera um heimild að ræða. Þetta var ein af mörgum tillögum tvíhöfðanefnd- arinnar en hlaut ekki brautargengi. Jafnframt því mætti auka aflaheim- ildir smábáta til að styrkja sjávar- byggðir, um leið og þeir yrðu allir settir undir aflamark. í öðru lagi myndi afstaða þjóðar- innar til kerfisins verða jákvæðari og samfélagsleg áhrif þess jafnari ef hægt væri að ná samkomu- lagi um að setja tak- mörk á hámarkseign útgerða á aflaheimildir. Slík aðgerð þarf ekki að draga að marki úr hagkvæmi kerfisins. I þriðja lagi á að efla fiskmarkaði og gera löndun í gegnum þá að eðlilegum starfsferli í greininni. Hvetja þarf til frekari þróunar á þessu sviði án þess að skikka alla fortakslaust til þess í upphafi. Fisk- markaðir endurspegla best raunverðulegt verð afurðanna á hveijum tíma og auka sveigjanleika kerfisins. Fiskmarkað- arnir styrkja fískvinnslu sem ekki á kvóta. í fjórða lagi væri æskilegt að auka sveigjanleika kerfisins með því að auðvelda innkomu nýrra aðila í veiðarnar með því að taka til hliðar einhvern hluta af viðbótaraflaheim- ildum og bjóða þær nýjum aðiium til kaups. í fimmta lagi: Sá hluti kvótakerf- isins sem hvað mestri úlfúð hefur valdið er ókeypis úthlutun aflaheim- ilda sem síðan ganga kaupum og sölum á mörkuðum eða milli út- gerða. Dæmi um einstaklinga sem orðið hafa stóreignamenn við að selja veiðiheimildir eða hlut í fyrir- tæki, sem átti fátt nema veiðiheim- ildir til að selja, hafa valdið al- mennri reiði fólks. Reiðin er skiljan- leg vegna þess að verðmætin sem þessir aðilar eru að selja er ávísun á óveiddan fisk, sem almannavaldið hefur fengið þeim til afnota, ekki til eignar. Rökin fyrir gjaldtöku eru mörg, þessi eru helst: 1. Þjóðin á fískinn í sjónum en ekki útgerðarmenn. Afnot af auð- lind, hvort heldur sem um malarnám eða fiskimið er að ræða, þarf og á að greiða fyrir. Slík greiðsla er gjald, sem skoðast sem rekstrarkostnaður en ekki eftiráreiknaður skattur. 2. Ríkissjóður hefur mikinn kostn- að af framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og af hafrannsóknum. Gjaldtaka vegna þessara útgjalda væri í formi þjónustugjalda sem flokkast bókhaldslega undir rekstr- arkostnað. 3. Kvótakerfið hefur stuðlað að verulega bættum hag útgerða. Afla- markskerfið skapar fiskveiðiarð sem sjávarútvegurinn nýtur. Mikill upp- gangur í sjávarútvegi getur þrengt að vaxtarskilyrðum annarra útflutn- ingsatvinnuvega. Þann aðstöðumun getur þurft að jafna með sérstökum skatti. 4. Nauðsynlegt er að sátt skapist Því fer fjarri að verið væri að leggja sérstakar álögur á sjávarútveginn, segir Þröstur Olafs- son, í þessari lokagrein af fjórum, þótt þróunar- sjóðsgjaldið yrði hækk- að og nýting þess út- víkkuð. um fiskveiðistjórnkerfið. Gjaldtaka er mikilvægt skref í þá átt. Þótt það sé aukaatriði sést á þess- ari upptalningu að ekki er verið að ræða um að skattleggja sjávarútveg- inn umfram aðra atvinnuvegi, nema hugsanlega hvað þriðja lið snertir. Hvað fyrri tvo liðina snertir má segja að þegar sé búið að taka upp þjónustugjald í sjávarútvegi með álagningu þróunarsjóðsgjalds. Sá gjaldstofn er nú notaður m.a. til að greiða gamlar skuldir í sjávarútvegi sem ella hefðu fallið á ríkissjóð. En megintilgangur þess er að stuðla að aukinni hagræðingu í sjávarútvegi með því að laga flotastærð að af- kastagetu fiskistofnanna. Nú er því verkefni sjóðsins lokið og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Nýlega hefur verið ákveðið að nota þennan gjaldstofn til að borga nýtt hafrannsóknaskip. Hér er því á ferðinni sambærileg nýting á gjald- inu og vakað hefur fyrir þeim sem barist hafa fyrir veiðileyfagjaldi. Munurinn er einkum fólginn í nafn- inu og upphæð gjaldtökunnar. Gjald- ið heitir röngu nafni og er of lágt. Það breytir ekki því að hið margum- talaða veiðleyfagjald er í reynd til staðar. Það þarf ekki að finna það upp á nýtt. Nafni þess þarf hins vegar að breyta og hækka gjaldið vegna þess að það stendur hvorki undir þeim beina kostnaði sem ríkis- sjóður hefur af sjávarútveginum né nægir það sem greiðsla fyrir veiði- heimildina. Engum heilvita manni hefur dott- ið í hug að kalla þróunarsjóðsgjaldið sérstakan dreifbýlisskatt, vegna þes að það væri fáránlegt og rangnefnið augljóst. Nafnbreyting á gjaldinu myndi þar engu breyta. Beinn kostn- aður ríkissjóðs af þjónustu við sjáv- arútveginn er lauslega áætlaður lið- lega einn milljarður króna. Ef bætt er við niðurgreiðslu launa vegna sjó- mannaafsláttar hækkar þessi upp- hæð í hálfan annan milljarð. Núver- andi gjaldtaka í sjávarútvegi er hins vegar um 700 m.kr. Sveiflu- og afkomujöfnunarskatt- ur í samræmi við þriðja lið er allt annað mál. Eðli þeirrar skattlagn- ingar er með þeim hætti að hún færi illa saman við rekstrarleg þjón- ustugjöld og þyrfti annars konar viðmiðunar við. Engum blöðum er um það að fletta að þess konar skatt- lagning er þjóðhagslega mun ódýr- ari kostur en breytingar á gengi eða veruleg afkomuröskun í samkeppn- is- og útflutningsiðnaði, sem auð- veldlega getur komið til, ef kærkom- inn afkomubati í sjávarútvegi heldur áfram af auknum þrótti. Skattlagning sjávarútvegsins Hagsmunaaðilum í sjávarútvegi, hvort heldur um er að ræða faglega eða pólitíska, hefur orðið tíðrætt um mikla skattlagningu í greininni og með álagningu eðlilegra gjalda væri verið að mismuna atvinnuvegunum enn frekar. Það er því foivitnilegt að bera saman skattabyrði í atvinnu- lífinu, ef það gæti orðið til þess að skýra málið frekar. Samkvæmt gögnum sem dreift var í efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is greiddi sjávarútvegurinn alls 296 m.kr. í tekjuskatt árið 1995 en heild- arskattgreiðslur lögaðila það ár námu 5.032 m.kr. Þetta eru um 6% af heild- arskattgreiðslum lögaðila. Hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu (þáttatekjur) nam hinsvegar 15%. Atvinnugreinin byggingastarfsemi greiddi t.d. 559 m.kr. það ár í tekju- skatt. Tekjuskattur í sjávarútvegi er því óveruleg upphæð og er skýringin að hluta til sú að að greinin á mikið uppsafnað og yfirfæranlegt tap, sem m.a. er komið til á verðbólgutímum. Sama ár og veiðar og vinnsla greiða 296 m.kr. í tekjuskatt veitti ríkið 1.524 m. kr. í sjómannaafslátt sem er óbein niðurgreiðsla launa í útgerð. Ríkissjóður greiddi því 1.228 m.kr. með sjávarútveginum það ár. Tryggingagjaldið breytir aðeins því að í staðinn fyrir niðurgreiðslur ríkis- sjóðs til sjávarútvegs verður útkoman núll. Af þessu ætti að vera augljóst að því fer fjarri að verið væri að leggja sérstakar álögur á sjávarútveginn, jafnvel þótt núverandi þróunarsjóðs- gjald yrði hækkað og nýting þess útvíkkuð. Sérstakur skattur á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði bitnar t.d. óneitanlega harðast á verslun og viðskiptum. Svokallaður íjármagnstekjuskatt- ur bætir síðan gráu ofan á svart og gerir Ijótt dæmi forljótt. Ivilnanir verða myndarlegri því nú greiða ein- staklingar aðeins 10% skatt af hagn- aði af sölu veiðiheimilda í stað tæpra 42% áður. Smyglgóssið sem fylgdi vaxtatekjuskattinum sýnir sig í að vera kærkomin búbót þeim sem eru svo heppnir að fá arð eða söluhagn- að sem tekjur. Það er því von að fólki bregði þegar veiðiheimildir, sem upphaflega var úthlutað ókeypis, eru seldar á svona kjörum, meðan á launatekjur er lagður tæplega 42% tekjuskattur. Höfundur er hagfræðingur. AÐSENDAR GREINAR Sátt um stjómkerfi fiskveiða Hverju þarf að breyta? Þröstur Ólafsson Rök gegn álveri skoðuð A LIÐNUM mánuð- um hefur mikið verið rætt um mengun frá stóriðju á íslandi, eink- um frá fyrirhuguðu ál- veri á Grundartanga. Til einföldunar geri ég hér ráð fyrir að þar verði framleidd 100 þúsund tonn af áli á ári og kalla það Hvalfjarð- arálver. Þetta er meira en verður framleitt í fyrsta áfanga en minna en síðar kann að verða. Ég hafði fylgst nokk- uð með umræðunni en þegar kunningjar með raunvísindamenntun tóku að skrifa um álver og höfnuðu því, m.a. á Páll Theodórsson. „vísindaleg- ið í Straumsvík skoðað- ar sést að mengunin var nokkur nálægt verk- smiðjunni þegar unnið var með opin ker. Eftir að lokuðu kerin leystu þau opnu af hólmi er mengunin varla mælan- leg í gróðri nema rétt við verksmiðjuna því hreinsibúnaðurinn, sem nú er hægt að koma við, fjarlægir flúorið að mestu úr útblæstrinum. Vart virðist því ástæða til að hafa áhyggjur af þessum mengunar- þætti. Lítum þá á kolsýr- una. Hún er undirstaða alls gróðurs á jörðu og er því til um og siðferðilegum grundvelli" eins góðs. Ég tala því um kolsýrulosun og stóð í einni greininni, varð það áleitnara í huga mínum. Ég treysti þessum mönnum betur en öðrum til að skoða málið vel, meta það á grundvelli staðreynda og vanda rök sín, en taldi þó réttara að afla frek- ari gagna. Ekki var ætlunin að taka þátt í umræðunni, en nú þegar ég hef skoðað rök þeirra í ljósi frekari upplýsinga get ég ekki stillt mig um að leggja orð í belg. Meginþættir mengunar frá álverum eru þrír: flú- or, kolsýra (C02, oft kölluð koltví- sýrlingur) og brennisteinstvíoxíð (S02). Lítum fyrst á flúormengun- ina. Séu niðurstöður mælinga liðinna ára á flúori í gróðri umhverfis álver- frekar en mengun. Aukist hinsvegar magn hennar í andrúmsloftinu veru- lega getur hún valdið gróðurhúsa- áhrifum: breytt loftslagi og raskað búsetuskilyrðum verulega. I álverum kemur hún frá kolum rafskautanna sem brenna í því súrefni sem losnar við rafgreininguna. Tæpur helming- ur þess áls sem er framleitt í heimin- um kemur frá verksmiðjum sem fá rafmagnið frá kolakyntum stöðvum, t.d. álverin í Þýskalandi, sem hafa oft verið tekin til samanburðar í umræðunni undanfarið. Kolsýran sem fylgir þessari álframleiðslu kemur þá einnig frá raforkuverinu. Vegna hækkandi raforkuverðs blasir við að álframleiðslan flytjist á kom- andi árum frá löndum með kolakynt- um raforkustöðvum til landa sem enn eiga óvirkjað vatnsafl. í kerum álveranna brenna 0,45 tonn af kolum rafskautanna fyrir hvert tonn af áli sem er framleitt. Komi rafmagnið frá kolakyntri stöð þarf að auki 4,75 tonn af kolum til að framleiða raf- magnið, eða alls 5,2 tonn fyrir hvert tonn af áli. Verksmiðja sem fær rafmagnið frá kolakyntri rafstöð los- ar því um 11 sinnum meiri kolsýru Brennisteinsmengun frá fyrirhuguðu álveri á Grundartanga er, að mati Páls Theo- dórssonar, varla áhyggjuefni. út í andrúmsloftið á hvert tonn af áli en í fyrirhuguðu Grundartangaál- veri. Þjóðir heims hafa tekið höndum saman til að draga úr losun kolsýru út í andrúmsloftið vegna gróður- húsaáhrifa hennar. Þegar álfram- leiðsla er flutt úr landi þar sem raf- magnið er framleitt í kolakyntum rafstöðvum, til lands sem Islands sem á gnægð vatnsorku, fellur kol- sýrulosunin niður í ’/n hluta þess sem hún var fyrir flutninginn. Þetta hlýt- ur að vera af því góða. Það er því þversagnarkennt þegar það er notað sem rök gegn álveri á íslandi að Vu hluti fyrri kolsýrulosunar skuli lenda hér. Við þetta má bæta að sé árleg fram- leiðsla 210 þúsund tonna af áli flutt frá landi þar sem stuðst er við kola- kynt raforkuver til lands þar sem rafmagnið kemur frá vatnaflsvirkj- unum, minnkar árleg heildariosun kolsýru jafmikið og við íslendingar sleppum nú alls út í andrúmsloftið á ári. Lítum loks á mengun af völdum brennisteins. Til að lýsa áhrifum hennar hefur m.a. verið reiknað út að mengunin frá álveri á Grundar- tanga muni jafngilda brennisteins- sýru í óhugnanlegum ij'ölda af raf- geymum bifreiða á degi hveijum. Hversu varasamt er að hafa álver í t.d. 5-10 km íjarlægð frá landbúnað- arhéraði, eins og íjarlægðin frá Grundartanga er til þeirra sem harð- ast hafa mótmælt? Af umræðunni um álverið má oft ætla sem hér sé komin upp áður óþekkt staða sem rannsaka þurfi frá grunni. En lítum til nágrannalanda okkar, þar má fá upplýsingar sem geta hjálpað okkur við að svara ofan- greindri spurningu. Margir hafa vafalítið veitt athygli raforkuverum erlendis, ýmist inni í borgum eða í blómlegum héruðum. Þau eru upp- spretta brennisteinsmengunar ekki síður en álverin. í Kaupmannahöfn, í tæplega 3ja km fjarlægð frá Kong- ens Nytorv, er 520 megavatta kola- kynt rafstöð sem losar 10 þúsund tonn af brennisteinstvíildi út í and- rúmsloftið á ári, eða nærri 6 sinnum meira en hið varasama Hvalljarðar- álver, sem mun losa um 1,7 tonn. Dóttir mín og fjölskylda hennar býr i liðlega tveggja km fjarlægð frá raforkuverinu í Kaupmannahöfn. Ekki virðast íbúar þar hafa áhyggjur af þessari brennisteinsmengun, og þó eru Danir kröfuharðir hvað meng- un varðar. Einnig má benda á að í fijósömum landbúnaðarhéruðum í Danmörku eru kolakynt raforkuver sem sum menga eins og 5 til 20 Hvalfjarðarálver hvað brennistein varðar. Trúlega er sums staðar líf- ræn ræktun í næsta nágrenni þeirra. Hljótum við ekki að draga af þessu þá ályktun að brennisteins- mengunin frá fyrirhuguðu álveri á Grundartanga er varla áhyggjuefni? Við þetta má bæta að þessi mengun verður ekki nema um þriðjungur brennisteinsmengunar frá Hengils- svæðinu, mest frá Nesjavallavirkjun. Skaðar þetta gróðurinn þar? Eftir að hafa skoðað þetta mál get ég ekki fallist á rök hinna raun- vísindamenntuðu kunningja minna, hvorki „á vísindalegum né siðferði- legum grundvelli". Orka fallvatna og jarðhitasvæða er með fiskimiðun- um náttúruauðæfi sem verða um ókomna framtíð undirstaða og trygging hagsældar okkar. Við eig- um að nýta vatnsorkuna til stóriðju þegar það telst hagkvæmt og eðli- legum kröfum um mengunarvarnir er fylgt og þetta veldur ekki meiri röskun á landi okkar og umhverfi en við getum vel sætt okkur við. Við eigum að sjálfsögðu einnig að efla hér fjölbreytt atvinnulíf. Þar blasa við ýmsir álitlegir möguleikar, en þeir draga ekki úr nauðsyn þess að nýta orku fallvatna. Við eigum einnig að laða hingað erlenda ferða- menn. Við munum ávallt eiga nóg af lítt snortinni náttúru til að njóta sjálfir og deila með útlendingum. Margir þeirra hafa vafalítið áhuga á að sjá hvernig við beislum hina hreinu orkugjafa okkar, fallvötnin ogjarðhita. En einhveijir þeirra, sem hafa frétt af stóriðjuverum hér, kunna vissulega að leita annað. En hvert? Heimildir: Environmental Chemistry eftir J.W. Moore og E.A. Moore Upplýsingar frá Köbenhavns Belysningsvæsen Höfundur er eðlisfræðingur og stnrfar við Raunvísindastofnun Háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.