Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU MÁLIN rædd. Hermann Hansson, formaður sljórnar ÍS, og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, ræða málin í upphafi aðalfundar IS. Tekjur Islenskra sjávar- afurða jukust um 50% IS tvöfaldar afuröasöluna og eykur hagnað um 60% SÍÐASTLIÐIÐ ár var hið hagstæð- asta í sögu Islenskra sjávarafurða. Hagnaður varð meiri en nokkru sinni, sala afurða fór í tæp 170.000 að meðtöldu mjöli og lýsi, en alls seldi félagið 135.500 tonn af frystum afurðum frá íslandi, Rússlandi og Namibíu. Hreinn hagnaður ÍS og dótturfélaga varð 160 milljónir króna, en var 101 milljón árið 1995. Óvissa ríkir nú um samstarfssamn- ing ÍS og UTRF á Kamtsjatka. Rúss- ar hafa sagt honum einhliða upp. Samkomulag hefur orðið um hvernig staðið verður að málum á næstunni en ákvörðun um frekara framhald hefur ekki verið tekin. Salan tvöfölduð Hermann Hansson, formaður stjórnar ÍS, flutti skýrslu stjórnar og fór fyrst yfir framleiðslu og sölu og síðan afkomu: „Á liðnu ári fengu íslenskar sjávarafurðir hf. alls til sölumeðferðar 135.470 tonn af frystum afurðum og 32.620 tonn af mjöli og lýsi. Þetta er langmesta magn í sögu fyrirtækisins og er magn frystra afurða rúmlega tvöfalt meira nú en var árið 1995. Hér munar mest um starfsemina á Kamt- sjatka í Rússlandi, þar nam fram- leiðslan 57.390 tonnum en hafði verið rúm 1.400 tonn árið áður og í Namibíu var framleiðslan um 5.700 tonn sem er aukning um tæp 35% á milli ára. Framleiðslan á íslandi var líka metframleiðsla. Samtals 72.380 tonn af frystum afurðum og er þar um að ræða 22,1% aukningu frá árinu 1995. Mikil aukning var í frystum loðnu-, síldar- og rækjuaf- urðum, en samdráttur í botnfiskaf- urðum um 11,6%. Veltan jókst um 41% Heildarvelta móðurfélagsins nam samtals 21.283 millj. samanborið við 15.015 millj. árið 1996 og er það hækkun um 41,7% frá fyrra ári. Heildarvelta samstæðunnar þ.e. ÍS og dótturfyrirtækja nam hins vegar 25.886 milljónum en hafði verið 20.185 milljónir og er þar um að ræða hækkun um 28,2%. í flestum tilfellum var gott jafr Heildarvelta íslenskra sjávarafurða Milljarða króna á verðlagi hvers árs 1992 1993 1994 1995 1996 vægi milli framleiðslu og sölu. Sala afurða gekk vel og var heildarsalan 98,5% af því magni sem til sölumeð- ferðar kom. Birgðir í botnfiskafurð- um voru svipaðar í ársbyijun og í árslok en nokkur aukning var í birgðum óseldrar rækju, en þar var framleiðsluaukning líka yfir 80%. Hagnaður af reglulegri starfsemi 301 milljón Rekstur félagsins gekk vel á ár- inu. Rekstrartekjur námu alls 1.881 milljón og hækkuðu þær um 49% frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 1.595 milljónum og hækkuðu um 38% og hagnaður af reglulegri starfsemi nam nú 301 milljón fyrir skatta en hafði numið 124 milljónum árið 1995. Reiknaðir skattar nema nú 89,3% milljónum samanborið við 24,2 millj- ónir árið 1995 en tap á rekstri dótt- urfélaga er nú 81 milljón samanbor- ið við 568 þúsund í hagnað árið 1995. Ástæður fyrir tapi dótturfé- laga má fyrst og fremst rekja til Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, en vegna flutnings fyrirtækisins og byggingar nýrrar verksmiðju í Newport News í Virgin- iufylki fellur á það allmikill kostn- aður, sem gjaldfærður er að hluta til strax við uppgjör þess árið 1996. Arðsemi eiginfjár 13,8% Arðsemi eigin fjár á liðnu ári var 13,8% og er það besta afkoma sem verið hefur í félaginu frá upphafi. Árið 1995 var arðsemi eigin fjár 11,0%, en 10,4% árið 1994. Eigið fé félagsins í árslok nam 1.883 milljónum. Þar af er nafnverð hlutafjár 900 milljónir og innra virði þannig 2,09 samanborið við 1,45 í árslok 1995. Hermann vék síðan að samningi ÍS og UTRF á Kamtsjatkaskaga í Rúss- landi og sagði það hafa komið á óvart, að fá fyrirvaralausa og ein- hliða uppsögn á samningnum frá UTRF þann 10. mars síðastliðinn. „Þar bera forráðamenn UTRF m.a. fyrir sig að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Rússlandi, sem geri framkvæmd samningsins eins og hann var útilokaða," sagði Her- mann. „Eftir viðræður aðila málsins I Moskvu í síðustu viku er sátt um með hvaða hætti eigi að ljúka málinu og ef framkvæmd þess gengur eftir munu Islenskar sjávarafurðir hf. standa við allar skuldbindingar vegna samningsins og fá eðlilega þóknun fyrir framkvæmdina. ÍS mun áfram áskilja sér allan rétt til þess að fara með málið fyrir dómstóla ef ástæða verður talin til síðar meir. Mikillar þekkingar og reynslu aflað Þótt samstarf við UTRF á grund- velli ofangreindra samninga sé þannig í raun lokið höfum við aflað mikillar þekkingar og reynslu með þessu verkefni og munum leitast við að nýta þá reynslu í áframhaldandi starfsemi á svæðinu, en enn er of snemmt að segja til um í hvaða formi það verður. Ég ítreka það hinsvegar að verk- efnið er afar erfítt og vil hér nota tækifærið til að þakka okkar ágæta starfsfólki, sem lagt hefur mikið á sig til að gera þetta framkvæman- legt, oft við skilyrði sem við eigum ekki að venjast og í allt öðrum menn- ingarheimi," sagði Hermann Hans- son. Áherzla á arðsemi „GÓÐ afkoma, góður árangur í viðamiklum verkefnum erlendis og ákvörðun um byggingu nýrrar fiskréttaverksmiðju í Bandaríkj- unum er það sem hæst rís í starf- semi ÍS á síðasta ári,“ segir Bene- dikt Sveinsson, framkvæmdastjóri ÍS. „Við erum bjartsýn á framhald- ið. Við erum með ágætis aðstöðu hér heima og mikil viðskipti. Við erum með gott sölukerfi um allan heim og störfum í níu löndum. Við erum búin að byggja upp sterkt félag og móta það nokkuð vel. Við leggjum fyrst og fremst áherzlu á hagnað og arðsemi í þessu félagi. Hvað varðar verkefni erlendis eins og í Rússlandi, er dæmið til- tölulega einfalt. Stundum gengur vel og stundum heldur miður. Menn verða auðvitað að sigla í gegnum það á lengri tíma. Ég hef aldrei gert ráð fyrir því að öll þessi verkefni yrðu kláruð á einu ári. Menn verða af hafa þroska til að taka á bæði meðlæti og mótlæti. Umfram allt verðum við að stefna að því að vinna okkur upp erlendis. Þar er eftir óhemju miklu að slægjast. Erlendu verk- efnin eru mjög erfíð, en náist tök á þeim, verður ávinningurinn mik- ill. Það kemur á lengri tíma,“ seg- ir Benedikt Sveinsson. Norðmenn beijast gegn refsitolli Segja tollinn vera áfall fyrir EES-samninginn NORSK stjórnvöld reyna nú allt hvað þau geta til að koma í veg fyrir að Evrópusambandið leggi 14% refsitoll á norskan eldislax. Nefnd fram- kvæmdastjórnar ESB, sem fjallar um undirboð, mun á mánudag fella úr- skurð um það hvort leggja beri toll- inn á eður ei. ESB sakar Norðmenn um að stunda undirboð á markaðnum í krafti ríkisstyrkja til laxeldisstöðva. Norskur diplómat, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir í Aften- posten að laxamálið sýni veikleika samningsins um Evrópskt efnahags- svæði og að ráðamenn í fram- kvæmdastjórn ESB taki lítið tillit til samningsins. Norskir embættismenn benda á að í meginmál EES-samningsins nái ekki til viðskipta með sjávarafurðir; því hafi ESB hafnað í samningavið- ræðum á sínum tíma. Hvað iðnaðar- vörur varðar hafí ESB fírrt sig rétti til að beita aðgerðum gegn undirboð- um eða niðurgreiðslum. Fjallað er um sjávarafurðir í bókun 9 við EES-samninginn og segir þar að afnema skuli aðstoð, sem veitt sé af ríkisfjármunum til sjávarútvegs og raski samkeppni. Jafnframt skuli samningsaðilar leitast við að „tryggja samkeppnisskilyrði sem geri hinum samningsaðilunum kleift að beita ekki ráðstöfunum gegn und- irboðum og jöfnunartollum." I bók- uninni segir jafnframt að leggja skuli ágreiningsmál um ríkisstyrki og und- irboð fyrir sameiginlegu EES-nefnd- ina. Norðmenn halda því fram að þeir hafi upplýst EES-nefndina um alla ríkisstyrki til laxeldis og ESB hafi aldrei mótmælt. Þá vísa Norð- menn til ákvæða um að niðurgreiðsl- ur séu í sumum tilfellum leyfilegar út frá byggðasjónarmiðum. EES-ríkinu Noregi mismunað í sjávarútvegsblaðinu Fiskaren segir að samþykki ESB refsitolla á lax verði það „hrikalegt áfall“ fyrir EES-samninginn. Blaðið segir Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkis- viðskiptamál í framkvæmdastjóm ESB, hafí lagt til að brugðizt verði við undirboðum Austur-Evrópuríkja með mildari aðgerðum, t.d. með „samningum um verð“. Það sé því augljóst að EES-ríkinu Noregi sé mismunað, miðað við önnur ríki sem standi utan Evrópusambandsins. Fiskaren segir að Brittan hafí ekki bent á neina aðra kosti en refsi- toll, þrátt fyrir ákvæði bókunar 9. Bjorn Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, fer til Brussel á mánu- dag til að ræða við Brittan og Hans van den Broek, sem fer með málefni EES í framkvæmdastjórninni. Fyrr í þessari viku sendi Godal starfs- bræðrum sínum í ríkjum ESB bréf, þar sem hann hvatti þá til að leggj- ast gegn refsitolli. Þá hefur Thorbjorn Jagland forsætisráðherra haft samband við forsætisráðherra norrænu ESB-ríkjanna til að leita liðsinnis þeirra í málinu. Sendiráð Noregs í ESB-ríkjunum hamast einnig við að sannfæra stjórnvöld um að refsitollar séu ekki rétta leiðin. Norðmenn binda sérstak- lega vonir við að hægt verði að sann- færa þýzku stjórnina um að refsitoll- ar séu verndaraðgerð, sett vegna þrýstings frá skozkum og írskum laxeldismönnum. Mannréttmdabrot í Kína Oeininsr innan ESB Genf. Reuter. EVROPUSAMBANDIÐ er klofið í afstöðu sinni til þess hvernig eigi að taka á mannréttindabrotum stjórnvalda í Kína á fundi Mannrétt- indaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í Genf. Hans van Mierlo, utanríkisráðherra Hollands, sem nú situr í forsæti ráðherraráðs ESB, sakar nokkur aðildarríki um tvískinnung í mannréttindamálum, þar sem þau neiti að fordæma Kína- stjórn. í bréfí frá van Mierlo til starfs- bræðra hans í ríkjum ESB, sem komst í umferð á meðal fulltrúa á fundi Mannréttindaráðsins í gær, er harmað að eitt af ríkjum ESB hafi tilkynnt honum að það muni ekki taka þátt í sameiginlegri álykt- unartillögu ESB um fordæmingu á mannréttindabrotum í Kína. Þar er átt við Frakkland, sem lýsti yfir í síðustu viku að betra væri að vinna með Kínveijum en á móti þeim. Van Mierlo segir að honum skilj- ist að þijú önnur ESB-ríki hyggist taka svipaða afstöðu. Að sögn dipló- mata er þar um Þýzkaland, Ítalíu og Spán að ræða. Áfall fyrir sameiginlega utanríkisstefnu í bréfinu segir van Mierlo að afstaða ríkjanna fjögurra sé ekki einvörðungu áfall fyrir sameigin- lega utanríkisstefnu ESB, heldur stofni hún einnig í hættu „kjarna mannréttindastefnu sambandsins." Ráðherrann segir að hugsanlegt sé að ríki ESB taki mismunandi afstöðu til mannréttindamála með beinum aðgerðum sínum, en „varð- andi ályktanir Sameinuðu þjóðanna er það óhugsandi". ESB og fleiri vestræn ríki hafa allt frá árinu 1990 reynt að fá Mannréttindaráðið til að fordæma mannréttindabrot Kína. Kínveijum hefur hins vegar ævinlega tekizt að safna nægilegu liði á meðal ríkja þriðja heimsins til að hindra fram- gang slíkra ályktana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.