Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 81 Eftirlit með fjármálum almannatrygginga ÚTGJÖLD ríkisins vegna almannatrygg- ingamála á yfirstand- andi ári eru áætluð á fjárlögum rúmlega 30 milljarðar króna. Þetta er langstærsti einstaki liðurinn á fjárlögum, tæplega fjórðungur allra útgjalda ríkisins, sem svipar til útgjalda 10 minnstu ráðuneytanna eða tveimur þeirra næst- stærstu á eftir heilbrigð- is- og tryggingamála- ráðuneytinu, sem eru fjármála- og mennta- málaráðuneytið. Það gefur auga leið, að þegar svo miklir fjármunir eru í húfi, að brýn nauðsyn er á að eftirlit með meðferð þessara fjármuna sé í góðu lagi. Það er jafnaugljóst að mismunandi erfítt er að koma slíku eftirliti við. Hlutverk Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun er sú stofnun sem alla jafna á að sjá um að útgjöld- um ríkisins sé rétt varið meðan fjár- málaráðuneytið rumskar, ef kallað er eftir fjármunum sem ganga illa á skjön við greiðsluáætlun ársins. Ríkisendurskoðun hefur lagt sig eftir endurskoðun og eftirliti með bótagreiðslum sjúkratryggingadeild- ar, einkum út um landsbyggðina. Endurskoðunardeild stofnunarinnar sjálfrar einbeitir sér hins vegar aðal- lega að bótagreiðslum lífeyrisdeildar og þar er staðurinn þar sem ofgreiðsl- ur, vangreiðslur og aðrar yfirsjónir í afgreiðslu eru uppgötv- aðar og reynt að koma leiðréttingu á. Samráðsnefndir og læknadeild Annað og stærra mál er viðskipti Trygginga- stofnunar vegna að- keyptrar þjónustu. Al- mannatryggingalög segja fyrir um réttindi þegnanna, en þau rétt- indi eru ýmist til bóta- greiðslna, þjónustu heil- brigðisstétta eða að- keyptra hjálpartækja og lyfja. Burtséð frá bótagreiðslum hafa þessi viðskipti oftast nær það sér- kenni að þau fara fram milli aðila að Tryggingastofnuninni fjarstaddri. Oft á tíðum eru teknar ákvarðanir um útgjöld sem greiðandinn hefur ekki áhrif á. Þannig segja t.d. lækn- ar til um meðferð, rannsóknir, iyfjaá- vísanir og kaup hjálpartækja án þess að spyija kóng eða prest. Samningar við þá gera ráð fyrir sérstöku eftir- liti, þar sem læknum TR er heimilt án fyrirvara að fara á stofur lækna, skoða sjúkiingabókhald og önnur þau gögn, sem þeir telja nauðsynlegt til staðfestingar læknisverki. Reiknings- gerð þeirra sem og annarra viðskipta- vina stofnunarinnar er svo að sjálf- sögðu undir því eftirliti, að það sem þykir óvenjulegt eða stingur í augu er tekið til athugunar. Læknadeild Tryggingastofnunar gegnir mikilvægu hlutverki sem eft- irlitsaðili með þjónustu, hjálpartækj- Hugmyndir eru til um sjúkrakort, segir Jón Sæmundur Sigur- jónsson, fyrirtrygg- ingaþega, sem geyma jgölda upplýsinga um sjúklinga. um og síðast en ekki síst með gerð og þróun örorkumata. Mikið álag er á þeirri deild í því hlutverki, en um- ræðan í þjóðfélaginu um mikla fjölg- un örorkulífeyrisþega beinir sjónum að þeirri deild, því enginn kemst á slíkar bætur nema með viðurkenn- ingu deildarinnar. Allt tal um óeðli- legan þiýsting til að komast á örorku er auðvitað út í hött, ef deildin beitir einungis hlutlægu mati í sínum störf- um. Læknadeild er sú deild þar sem faglegt mat er lagt til grundvallar, hvort sú þjónusta sem í boði er gagn- ast sjúklingnum með réttum hætti, bæði að magni, gæðum og í sam- ræmi við lög og rétt sjúklings. Einhvers staðar segir að engin súpa sé borðuð jafnheit og hún er soðin. Þannig er með aðferðirnar í eftirliti með starfsháttum heilbrigð- isstétta einnig. Reynt er að leysa vandamál sem upp koma mest megn- is í góðu samstarfi. Mikilvægu hlut- verki í þessu sambandi gegna hinar ýmsu samráðsnefndir samningsaðila sem taka á öllum ágreiningsmálum sem upp kunna að koma og þar sem Jón Sæmundur Sigurjónsson MIKIL fiskgengd og góður þorskafli það sem af er þessu ári hefur vakið mikla athygli og umræður og sýnist sitt hveijúm. Flestir fagna því þegar vel fískast. En einnig hefur heyrst að mikil þorskgengd sé vandamál. Er þá gjarnan vísað til þess að erfiðlega gangi að veiða ufsa: þorskur sé um alla ufsa- slóðina en ufsinn fínnist hvergi. Sömu raddir segja, að nauðsyniegt sé að auka þorskkvótann strax til að tapa ekki af ufsanum og er því þá gjaman hnýtt við að annars verði þorski hent í atganginum við ufsa- veiðar þorskkvótalíti 11 a skipa. Megin- röksemdin fyrir kvótaaukningu er þó oftast sú að fiskifræðingar vanmeti stærð þorskstofnsins, einkum hrygn- ingarstofnsins, og að vel sé óhætt að auka þorskveiðamar og jafnvel nauð- synlegt því að annars verðum við af miklum afla. Það er vægast sagt öfugsnúið þeg- ar menn telja mikla fískgengd vera böl. Auðveldara er að skilja að menn vilji fiska meira. Best er þó að fara sér að engu óðsiega í þessum efnum og hugsa málið vel. Aldur skiptir máli Því hefur verið haldið fram að upp- lýsingar fískifræðinga um aflabrögð séu rangar - þeir séu ekki á sjó með fiskiskipunum og sjái því ekki hversu vel veiðamar ganga. Með þessu er verið að búa til óþarfa ágreining því að fískifræðinga og sjómenn greinir ekkert á um hversu góð aflabrögðin eru. Þegar fiskgengdin undanfarið er skoðuð má ekki gleyma að skoða ald- ur þeirra físka sem standa undir mikl- um afla. Þegar það er gert - byggt á lestri kvama úr lönduðum afla - kemur í ljós að þeir stóru fiskar sem nú veiðast eru alls ekki eins gamlir og margur ætlar. Lítið sem ekkert er af 10 ára og eidri fiski í aflanum og uppi- staðan í netaafla em 7 og 8 ára gamlir fískar. Það hefur verið vitað um margra ára skeið að þessir tveir árgangar - frá 1989 og 1990 - væm þeir skárstu í langri röð 'lakra ár- ganga í stofninum frá 1985 til 1992. Til þess að gera sem mest úr þessum árgöngum var uppeldisslóð þorsks fyrir norðanverðu landinu lokað frá því síðsumars 1993, en þá vom þessir fískar þriggja og fjög- urra ára gamlir. Þessir fískar hafa því fengið að vera í friði að mestu þar til þeir komu fram á hrygningar- svæðinu og er því von að fiskgengdin aukist nú. Lélegir árgangar Árgangar í þorskstofninum em áfram lélegir. í kjölfar þeirra tveggja árganga sem nú standa undir veið- Góð aflabrögð, segir Krislján Þórarinsson, eru árangur mark- vissra aðgerða. unum kemur lélegasti þorskárgangur sem um getur á íslandsmiðum, árg. 1991 sem er innan við þriðjungur af stærð meðalárgangs. Næst þar á eft- ir kemur annar slakur árgangur en síðan kemur loks einn árgangur sem e.t.v. nær því að geta talist meðalár- gangur. Síðan koma aftur tveir slakir árgangar, 1994 og 1995, en ennþá er of snemmt að meta árg. frá 1996 þótt vísbendingar séu um að hann sé einnig slakur. Eins og þessi upptalning ber með sér em undanfarnir ellefu til tólf ár- gangar ýmist um meðallag (1 árg.) eða undir meðallagi, sumir langt und- ir meðallagi. Það þarf því að nýta þá físka sem í sjónum em af skynsemi; þeir þurfa að standa undir veiðum og hrygningu í nokkur ár því að fátt er um físka til að leysa þá af hólmi. Vemlegur uppgangur getur ekki orð- ið í þorskveiðum fyrr en stærri ár- gangar fara að bætast í stofninn. Ufsi vandfundinn Það er vissulega rétt sem sjómenn segja að erfítt er að ná ufsanum og ógemingur ef þorskkvótinn er lítill. En vandamálið hér er ekki þorskurinn heldur ufsinn. Ef lítið er af ufsa á Islandsmiðum þá er það ekki þorskin- um að kenna! Hér hef ég gmn um að úthlutaðar heimildir til ufsaveiða hafí vakið væntingar um afla sem ekki fæst. Það er engin lausn á vanda ufsaveiðanna að veiða þorsk langt umfram skynsemi. Á ámm áður hefðu menn líklega sagt sem svo að ufsinn gæfi sig ekki. En nú hafa menn sinn kvóta og heimta sinn fisk sem því nemur. Þetta er skiljanlegt, en því má ekki gleyma að ráðgjöf um ufsa- veiðar hvílir á veikari gi-unni upplýs- inga og þekkingar en ráðgjöf um þorskveiðar, auk þess sem ufsinn er flökkufiskur sem gengur milli Noregs og íslands. Menn mega ekki leggjast svo lágt að afsaka brottkast á þorski með því að þeir hafí fengið úthlutað ufsakvóta sem ekki er raunhæft að veiða. Gleðjumst yfir góðum afla Menn eiga að gleðjast yfir góðum afla. Þegar vel gengur að veiða má ná góðum afla og góðum tekjum á skömmum tíma með litlum tilkostn- aði. Við það eflist hagur fyrirtækj- anna og lífskjörin í landinu batna. Það má ekki líta á góð aflabrögð sem slys sem bæta eigi með þvi að auka aflann og minnka fískistofnana þang- að til aflabrögðin sökkva í sama gamla farið aftur. Góð aflabrögð eru ekkert slys held- ur árangur markvissra aðgerða til að fara betur með það sem sjórinn býður uppá. Vonandi halda þessar aðgerðir áfram að skila árangri þannig að afla- brögð fari áfram batnandi á næstu árum. Höfundur er stofnvistfræðingur hjá Landssambandi islenskra útvegsmanna. Er verra að vel fiskist? Kristján Þórarinsson fulltrúar viðkomandi félaga eru til- búnir að taka á málum af einurð ef grunur leikur á eða jafnvel einhver verður uppvís að því að hafa orðið á í messunni. Þá koma ætíð upp mál sem þarf að leysa í sambandi við túlkun samninga á þeim vettvangi. Rafrænt eftirlit Tölvumál hafa tekið miklum breyt- ingum með tilliti til möguleika á ýmiss konar eftirliti. Skráning á lyf- seðlum getur nú farið fram með raf- rænum hætti og eru með því að opn- ast möguleikar að fylgjast með ávís- anavenjum einstakra lækna auk þess sem hægt er að kortleggja lyfja- neyslu þjóðarinnar með mun skjótari hætti en áður var. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð sjúkrakorta fyrir hinn tryggða, en enn mun þó nokkuð í land með að séð verði fyrir endann á þeirri vinnu. Hugmyndir eru til um sjúkrakort með segulrönd fyrir tryggingaþega, sem geyma fjölda upplýsinga um sjúklinginn, t.d. hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á honum og með hvaða niðurstöðum, hvaða sérþarfir viðkomandi hefur sem sjúklingur o.s.frv. Slíkar upplýsingar, sem hver og einn bæri með sér, gætu sparað óteljandi nýjar rannsóknir og heil- brigðisstarfsfólk yrði þá að réttlæta það sérstaklega, ef beðið yrði stöðugt um nýjar rannsóknir þótt skipt væri um meðferðaraðila. Nú býr sjúkra- trygging við það að greiða síendur- teknar rannsóknir á sama sjúklingn- um, ef hann fer á milli lækna. í sum- um löndum er beitt þeirri aðferð að læknar hafa einungis ákveðna upp- hæð sem þeir mega ávísa á til lyfja og rannsókna. Hugsunin er að koma í veg fyrir fijálslega notkun röntgen og rannsókna svo og að beina út- skriftum að ódýrari lyfjum. Hér á landi hefur ekki verið hugað að þessu, en öðrum aðferðum beitt. Rafrænt eftirlit með tannaðgerð- um er væntanlega hinum megin við hornið. Þar væru allar aðgerðir í munni hvers sjúklings skráðar og tölvan léti vita í hvert sinn sem hrófl- að væri við eldri fyllingu og auk þess væri vitað hveijir legðu sig eftir því og í hvaða mæli. Þá auðveldar rafræn skráning allt eftirlit og samanburð á beitingu gjaldskrár meðal tannlækna. Hjá tryggingatannlækni er farið ofan í saumana á aðgerðaráætlunum tann- lækna og tannréttara í vandasömum verkum og greiðsluhlutdeild sjúklinga ákveðin í samræmi við þeirra rétt. Tryggingaráð og ráðuneyti Skv. lögum ber Tryggingaráði að hafa eftirlit með íjárhag, rekstri og og starfsemi Tryggingastofnunar rík- isins. Það lítur einnig að því, að ráð- inu er óheimilt að taka hveija þá ákvörðun sem snýr að aukningu kostnaðar umfram samþykktar fjár- veitingar Alþingis hveiju sinni. Tryggingaráð er að því leyti ekki ríki í ríkinu, þótt það hafí víðtækar heim- ildir til að túlka framkvæmd al- mannatryggingalaganna. Að síðustu ber að nefna hlutverk heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, sem ákveður íjárhags- rammann fyrir hvert ár eftir að ljóst er hvaða fjárveitingar eru í boði af skattakökunni. Ráðuneytinu er mikið í mun að heildartölur standist yfir árið og að skýrt verði með afgerandi hætti hvað það var sem bar út af, ef sýnilegt er að tölur standast ekki. Það er því fylgst með af hálfu ráðu- neytisins með vakandi auga, en allar ákvarðanir um breytingar á útgjöld- um til aukningar eða sparnaðar eru teknar þar endanlega á hinu pólitíska sviði. Eins og sagði í upphafi er hlut- deild almannatrygginga á fjárlögum langstærst allra einstakra mála- flokka. Eins og sést af þessari upp- talningu er mikil áhersla og vinna í það lögð að eftirlit með meðferð þess- ara fjármuna sé í góðu lagi. Það er mikils um vert að velferðarkerfi okk- ar sé skilvirkt og að hver króna komi að fullum notum. Til þess þarf eftir- lit með framkvæmdinni að vera full- komið. Það er til gamall og góður þýskur málsháttur sem segir: „Traust er gott, en eftirlit er betra.“ Það er í þeim anda, sem fara ber með fjár- muni tryggingakerfisins. Höfundur er deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu Alþjóðlegiir heilbrigð- isdagur 7. apríl 1997 Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hefur undanfarin ár beint því til þjóða heims að helga einn dag á ári sérstöku heilbrigðisvandamáli. Yfírskrift heilbrigðis- dagsins, sem er 7. apríl í ár, er „Nýir smitsjúk- dómar: Alheimsviðvör- un - alheimsviðbrögð". Á undanförnum áratug- um hefur náðst mikill árangur í baráttunni gegn smitsjúkdómum, en því miður hafa sjúk- dómar, sem við á Vest- urlöndum töldum að heyrðu sögunni til, komið aftur upp á yfírborðið sem vandamál. Til viðbótar hafa 30 nýir og afar smitandi sjúkdómar gert vart við sig á síðastliðnum 20 árum og eru margir þeirra mjög erfíðir viður- eignar. Það er mér mikil ánægja að segja frá því, segir Ingibjörg Pálma- dóttir, að í gær voru samþykkt á Alþingi lög um sóttvarnir. Margar ástæður eru fyrir því að nýir og gamlir smitsjúkdómar skjóta upp kollinum í heiminum, m.a. aukin tíðni ferðalaga um heiminn, vöxtur stórborga með mikilli samþjöppun fólks og skortur á hreinu vatni. Ná- grannaþjóðir Norðurlanda, þ.e.a.s. baltnesku löndin og hluti fyrrverandi Sovétríkjanna, hafa átt við mikil vandamál að stríða varðandi smitsjúkdóma. Því hefur Norræna ráð- herranefndin ákveðið að efla samstarf, m.a. um sóttvarnir við þessar þjóðir og taka íslenskir læknar virkan þátt í því samstarfi. Við íslendingar höf- um verið vel á varðbergi gagnvart smitsjúkdóm- um. Það er því mikii ánægja að segja frá því að í gær voru samþykkt á Alþingi lög um sótt- vamir. Með þessum mikilvægu lögum hefur verið sett rammalöggjöf þar sem fyrirkomulag sóttvarna verð- ur fært til nútíma horfs og tryggt að samræmi ríki. Lögunum er m.a. ætlað að tryggja að unnt verði að bregðast við nýjum aðstæðum og nýjum smitsjúkdómum sem reynslan sýnir að ávallt geta skotið upp kollin- um. Einnig er þeim ætlað tryggja betri heildarsýn yfír smitsjúkdóma á landinu og skjót viðbrögð við þeim. Til að tryggja öflugt starf að sótt- vömum um land allt verður ráðinn sérstakur sóttvarnalæknir til að vinna að sóttvörnum í landinu. Það er ánægjulegt að á sama tíma og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin beinir því til þjóða heims að helga alþjóðaheilbrigðisdaginn 7. apríl bar- áttu gegn smitsjúkdómum getum við íslendingar státað af nýjum lögum um sóttvamir. Sú löggjöf gerir okkur enn betur í stakk búin til að beijast gegn þeirri hættu sem alvarlegir smitsjúkdómar geta haft í för með sér á komandi árum. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ingibjörg Pálmadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.