Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR >_ Formaður SIB um nýjan samning bankamanna Náðum helstu markmiðunum BANKAMENN greiða atkvæði um nýjan kjarasamning, sem skrifað var undir klukkan 2 í fyrrinótt, dagana 14. og 15. apríl. „Við náðum þeim markmiðum sem við lögðum af stað með, að hækka sérstaklega lægstu laun,“ sagði Friðbert Traustason formaður Sambands íslenskra bankamanna í viðtali við Morgun- blaðið um samninginn. Ná lægstu taxtar nærri 70 þúsund krónum við upphaf samningstímans. Friðbert Traustason nefnir einnig sem dæmi að gjaldkeri með 85 þús- und króna laun verður kominn með um 100 þúsund krónur í lok samn- ingstímans og segir hann hækkun lægstu taxtanna nokkuð á kostnað þeirra hærri en um það hafi verið samstaða innan SÍB. Mesta hækkun fái því þeir þúsund félagsmenn sem lægst hafi launin en 90% þeirra eru Skráning- um fjölgar í kaþólsku kirkjuna ALLS höfðu 35 manns skráð sig í nýtt félag múslima á íslandi í lok síðasta mánaðar, samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu íslands, en trú- félagið var viðurkennt til skráningar af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 25. febrúar sl. Þá fjölgaði skráningum kaþólskra nokkuð á fyrsta fjórðungi þessa árs eða um 38. Alls voru því 2.761 manns skráðir í kaþólsku kirkjunni um síðustu mánaðamót. I upplýsingum frá Hagstofu ís- lands kemur einnig fram að á fyrsta fjórðungi þessa árs voru í þjóðskrá gerðar breytingar á trúfélagsskrán- ingu fyrir 316 manns samanborið við 843 á sama tíma árið áður. Auk fyrrnefndra breytinga má nefna að 29 manns skráðu sig í þjóðkirkjuna. Hins vegar létu 192 skrá sig úr þjóð- kirkjunni og af þeim voru 89 sem létu skrá sig utan trúfélaga. konur. „Við setjum sérstaklega 2% af kostnaðaraukanum sem samn- ingarnir þýða eingöngu í það að hækka lægstu launin," segir Frið- bert og jafnframt að náðst hafi það markmið að semja ekki til þriggja ára. „Við semjum til tveggja og hálfs árs en fengum jafnframt bók- un frá bönkunum um að þeir leitist við að tryggja atvinnuöryggi banka- manna. Ef til fjöldauppsagna kemur í bönkunum getum við sagt samn- ingnum upp með tveggja mánaða fyrirvara. Við vorum stíf á þessu markmiði vegna aðstæðna í banka- heiminum." Nýr styrktarsjóður Þá á að stofna styrktarsjóð frá og með 1. júní 1998 sem sett verður nánari reglugerð um síðar en honum er ætlað að styrkja félagsmenn vegna langvarandi veikinda eða veikinda barna og annars í þeim dúr og er hann háður því að bankarnir verði gerðir að hlutafélögum. Samningurinn gildir frá 1. mars sl. til 1. september 1999. Hækkun launa frá 1. mars er 0,7% vegna gerðardóms og að auki um 4,7%, um 4% 1. janúar 1998 og 3,35% ári síðar. Þá hækkar orlofsframlag ásamt orlofsuppbót 1. júní og verður 74.619 krónur sem er rúmlega 11 þúsund króna hækkun. Tíu neðstu launaflokkarnir eru felldir niður og þrír nýir bætast við töfluna á samn- ingstímanum og röðun starfsheita í launaflokka breytist. Samningnum fylgja bókanir um jafnréttisáætlanir innan hvers banka, starf Banka- mannaskólans, vinnutímatilskipanir ESB og lífeyrismál starfsmanna sparisjóða. Um 17 tonn af fernum hafa safnast UM 17 tonn af notuðum fernum voru bögguð á móttökustöð SORPU á fimmtudag, en að sögn Rögnu Halldórsdóttur upplýs- ingafulltrúa SORPU er þarna um að ræða tveggja mánaða afrakstur söfnunarinnar „Fern- ur hafa framhaldslíf" sem Mjólkursamsalan og SORPA standa fyrir á suðvesturhorni landsins. Að sögn Rögnu fylltu bagg- arnir hátt í fjóra gáma og verða þeir sendir til Norsk Returkar- tongs í Noregi í lok næstu viku, en þar verða fernurnar endur- unnar. Ragna segist vera mjög ánægð með það hve mikið hafi safnast en leggur jafnframt áherslu á að fólk setji margar fernur í einn plastpoka og loki vel fyrir, því það hafi skapað vandræði og mikla vinnu fyrir starfsmenn SORPU að flokka lausar fernur og hálftóma plastpoka frá dag- blöðum og tímaritum. Dagsbrún/Framsókn Kynning á morgun STJÓRNIR Dagsbrúnar og Fram- sóknar hafa ákveðið að verða við áskorun félagsmanna um að halda kynningarfund um nýgerða kjara- samninga. Fundurinn verður í Bíóborginni klukkan 13.30 á morgun. Af þeim 570 undirskriftum sem bárust félögunum reyndust 105 ekki finnast á félagaskrám, segir í frétt frá stjórnum félaganna. ----» ♦ ♦--- Vara um borð í Víkartindi Tryggingar í sumum til- vikum ekki gerðar upp „ERLENDIR framleiðendur og birgjar krefjast greiðslu fyrir vör- ur, sem voru um borð í Víkart- indi, en því miður hafa trygginga- félög í sumum tilvikum dregið að bæta mönnum tjónið. Þetta veldur ýmsum óþægindum og vandræð- um,“ sagði Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra stórkaupmanna, í samtali við Morgunblaðið. Stefán sagði að sum trygg- ingafélaganna væru búin að greiða viðskiptavinum sínum tjónið vegna vöru sem glataðist eða skemmdist þegar Víkartindur strandaði. „Ég. tel að tryggingafélögin eigi skii- yrðislaust að gera upp við tryggin- gataka þegar ijóst er að tjón hefur orðið.“ Eiga að fá vöru og flutningsgjöld bætt Stefán kvaðst ekki hafa upplýs- ingar um hve háar upphæðir tryggingafélög ættu eftir að gera upp. „Það var talað um að farmur- inn í Víkartindi væri 700 milljóna virði, Deilt um skt Bruna- bótafélags Islands DEILT var um það á Alþingi í gær hvernig ætti að veija fé Brunabóta- félags íslands í kjölfar sölu á hlut þess í Vátrygingarfélagi íslands til Landsbankans. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Einar Oddur Kristjánsson, Vilhjálmur Egilsson, Pétur H. Blöndal og Einar K. Guð- finnsson, hafa lagt fram frumvarp til laga um að félaginu verði slitið og fénu dreift til eigenda, sem sam- kvæmt núgildandi lögum eru fyrr- um tryggingartakar og sameignar- sjóður félagsins. _ Guðmundur Árni Stefánsson, Þingflokki jafnaðarmanna, sakaði flutningsmennina um tvískinnung og um að vera í vinsældakapp- hlaupi með því að vekja vonir um að Qöldi einstaklinga fengi sendar tugir þúsunda króna ef félaginu væri slitið. I raun yrði meðaltals- hlutur einstaklinga sem hlut ættu ekki nema 3000 til 3500 krónur. Hann benti á að fleira væri í eigu almennings en Brunabótafélagið, til dæmis fyrirtækið Póstur og sími og fiskurinn í sjónum, en þó væru flutningsmennirnir ekki á því að dreifa þeim verðmætum til raun- verulegra eigenda. Flutningsmennirnir sögðu Brunabótafélagið hafa sérstöðu sem fælist í því að það hefði verið gagnkvæmt tryggingarfélag og að skýrt væri tekið fram í lögum hver ætti það og hver væri hlutur hvers. Einnig bentu þeir á að erfitt væri að hugsa sér eitthvert skynsamlegt hlutverk fyrir félagið eftir að það hefði látið af tryggingastarfsemi. Sturla Böðvarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að ekki væri rétt að ræða um slit á félaginu fyrr en árið 1999 þegar Landsbank- inn hefði greitt hlut Brunabótafé- lagsins í VÍS að fullu. Fyrr væri ekki hægt að segja að félagið væri hætt tryggingastarfsemi. Árni M. Mathiesen, Sjálfstæðis- flokki, benti á að hugsanlega hefðu verið brotin eignarréttarákvæði stjórnarskrár þegar lögum um Brunabótafélag íslands var breytt árið 1994. Þá var ákveðið að eignar- hlutar látinna tryggingataka rynnu til sameignarsjóðs félagsins. Árni sagði að með þessu hefði hugsan- lega verið brotið gegn eignarrétti erfmgja. Pétur H. Biöndal tók und- ir álit Árna og sagðist vonast til að einhver erfingjanna léti reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Kristján Pálsson, Sjálfstæðis- flokki, benti á þá leið að Brunabóta- félaginu yrði breytt í hlutafélag og yrði það þá eins konar Qárvörslufé- lag. Þá gætu eigendur ráðið því sjálfir hvort þeir geymdu fé sitt í félaginu eða seldu hlutinn. Hann benti á að þessi leið hefði verið far- in með ákveðið gagnkvæmt trygg- ingafélag í Danmörku og hefði það verið ágreiningslaust. Hann taldi að kúvending eins og sú sem flutn- ingsmenn leggðu til gæti haft óheppilega áhrif og hagsmunir eig- endanna yrðu ekki tryggðir. Hreinsunarstarf í Háfsfjöru Lokun á sér hæpna lagastoð SÝSLUMAÐUR Rangárvallasýslu telur fyrirhugaða aðgerð landeig- anda, að loka Háfsfjöru í dag kl. 14, eiga sér hæpna lagastoð og hvet- ur til þess að það verði ekki gert. Hreinsunarstarf í fjörunni lá að mestu niðri í gær vegna snjóa og frosts í jörðu. Þá voru engir gámar hífðir frá borði Víkartinds, en reyna átti að nýju í dag. Veður hindraði tilraunir til þess í gær. Lögmaður landeiganda ritaði sýslumanninum bréf og kvartaði yfir vinnubrögðum við hreinsun rusls úr fjörunni, auk þess sem kvartað var yfir átroðningi á landi, bæði vegna umferðar ferðamann og björgunarl- iðs. í svarbréfi sýslumanns á fimmtu- dag kom fram, að sýslumannsemb- ættið hefði ekki umsjón með fram- kvæmd hreinsunar og bæri að beina kvörtunum tii heilbrigðis- og meng- unaryfirvalda. Þá er bent á, að í kæru, sem sýslumannsembættinu barst þann 26. mars, hafi verið full- yrt að rusl úr Víkartindi hafí verið urðað í landi Háfs, en þessi fuliyrð- ing væri röng. Ámælisvert væri að reyna að hindra hreinsunarmenn i að fara um Háfsfjöru, eins og gerst hafi á páskadag og annan í páskum, en hitt bæri að harma ef ekki hefði verið haft samráð við landeigendur. Hreinsun tefst vegna frosts Guðjón Sveinsson, eigandi Vökva- véla og undirverktaki við hreinsun fjörunnar, sagði í gær að lokið yrði við að hreinsa allt stærra rusl úr fjörunni í næstu viku, en lítið hefði verið hægt að hreinsa í gær og fyrra- dag vegna frosts og snjóa. „Vegna frostsins og slæmrar veð- urspár verður ekki hægt að tína smærra rusl úr fjörunni um helgina, eins og til stóð, en hingað kemur her fólks úr hjálparsveitum skáta, Lions-hreyfingunni, starfsmannafé- lögum og íþróttafélögum um aðra helgi og hreinsar það upp, ef veður leyfir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.