Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 KRISTÍN BERGÞÓRA LOFTSDÓTTIR + Kristín Berg- þóra Loftsdótt- ir, Framnesi, Ása- hreppi, var fædd að Klauf í Vesturland- eyjahreppi 3. febr- úar 1914. Hún lést 29. mars síðastlið- inn á dvalarheimil- inu Lundi á Hellu. Foreldrar hennar voru Þórunn Sig- urðardóttir frá Ysta-Koti og Loftur Þorvarðarson frá Klasbarða. Börnin urðu sex talsins, en tvö þeirra dóu kornung. Seinna urðu þau að sjá á bak þrettán ára dreng, Karli Óskar. Börnin sem upp komust voru: Jóhann Bergpir, f. 1911, d. 1985, kona hans var Ragnhildur Magnús- dóttir frá Hvoli í Mýrdal, þau eignuðust þijú börn, Karl, bif- „Þá missi ég heym, mái og róm og máttinn ég þverra fínni, þá sofna ég hinst við dauðadóm ó, Drottinn gef sálu minni ^ að vakna við söngsins helga hljóm í himnesku kirkju þinni. (Ólína Andrésdóttir.) Þetta trúar- og bjartsýnisljóð kemur upp í hugann um leið og ég tek mér penna í hönd til að láta á blað nokkur kveðjuorð um kæra mágkonu, Kristínu Bergþóru Loftsdóttur, því þó hún væri svift sjón og tjáningarfrelsi greindi maður lengst trúna um lífið, sem myndi bíða, vissan fyrir því að á móti henni yrði tekið er hún færi yfir landamærin, er aðgreina jarð- bundið og eilíft líf. Með sama hug- arfari og er hún kom í þennan heim send af Guði í elskulegan og hlýjan móðurfaðm, síðan auga- steinn hjartkærra foreldra meðan samvistar á jörðu naut við. Nú hefur hún kvatt lífið eftir löng og erfið lífslok. í þessu tilfelli mátti því segja að dauðinn sem við erum aldrei tilbúin að taka á móti kom eins og líknandi engill af Guði sendur til að leysa hana frá jarð- neskri dvöl og bera til betri heima. Þegar í æsku var Loftur, faðir Kristínar, tekinn í fóstur af hjón- unum Jórunni Loftsdóttur og Bergi Gumundssyni, sem þá bjuggu að Klasbarða í Vestur- Land-eyjum. En um þetta leyti voru vötnin tekin að gerast ágeng á þessum slóðum. Svo að 1904 fluttist Loftur með fósturforeld- rum sínum að Klauf og þar átti Loftur síðan heima lengst af ævi sinni. I júnímánuði 1909 kvæntist hann Þórunni Sigurðardóttur. Bjuggu þau í Klauf á móti fóstur- foreldrum Lofts til 1914, að Berg- ur andaðist. Tóku þau Loftur og Þórunn þá við allri jörðinni og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Þau hófu búskap við lítil veraldleg efni, eins og þá var títt hjá alþýðu- fólki, en með trú á landið, Guð, - sjálfa sig og framtíðina. í Klauf bjuggu þau í 44 ár fremur litlu, en vel hirtu afurðagóðu búi. Enda samhent og skilningsrík hvort við annað. Þá var unnið hörðum hönd- um með hand- og hestaflið eitt að vopni. Þá var vinnutíminn lítið miðaður við klukku og því síður hátt tímakaup, aldrei talað um frítíma eða hvernig ætti að drepa tímann. Aðeins hugsað um að Ijúka hveiju verki sem fyrst, svo að hægt væri að byija á því næsta. Frá upphafi og nokkuð fram á fjórða áratuginn fór Loftur eins og fleiri Landeyingar á vertíð til Vestmannaeyja til að afla meiri tekna og bæta lífsafkomuna. Þá kom það í hlut konunnar og barn- anna, eftir því sem þeim óx vinnu- þrek, að taka að sér skepnuhirð- ingu ásamt öðrum sem kallaði að hveiju sinni. Þau hjón voru fulltrú- ar hinnar hljóðu og hógværu í vélavirki á Selfossi, kona hans er Erna Sigurjónsdóttir, þau eiga fjögur börn, Þórey, hjúkr- unarfræðingur, býr á Akureyri, maður hennar er Jón Guð- björn Tómasson, bæjarstarfsmaður, þau eiga fjögur böm, Magnús, ógift- ur og barnlaus, býr í Vestmannaeyjum. Margrét, húsfreyja á Framnesi í Ása- hreppi, gift Guð- birni T. Jónssyni, bónda þar, þau eiga tvær dætur, Jónu og Þór- unni sem em tvíburar. Kristín var ógift og barnlaus. Útför Kristínar verður gerð frá Akureyrarkirkju í V-Land- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. landinu, sem af seiglu og óbug- andi þolinmæði og bjartsýni hafa svo oft lyft grettistökum. Þegar ég lít til baka er mér efst í huga þakklæti til þeirra hjóna fyrir allar góðu viðtökurnar, hlýhug og kærleika er þau sýndu mér við fyrstu kynni. Þórunn með ljúfu brosi, hressilegri framgöngu, með framtíðarsýn og fagrar vonir. Hún var orðvör, en ákveðin ef því var að skipta. Hann hógvær, brosmild- ur og hagsýnn, fylgdist með nýj- ungum, sem þá voru að breyta þúsund ára þjóðmenningu í tækni- vætt þjóðfélag. Eflaust hefði hann orðið virkur þátttakandi í þeirri byltingu, ef aldur, minnkandi vinnuþrek og þverrandi sjón hefði ekki gripið inn í. Honum fylgdi lífs- gleði, heiðarleiki og ljúfmennska. Það var hans lífsstíll. Það var mannbætandi að umgangast hann, hvort sem ungir eða aldnir áttu í hlut. Frá honum streymdi léttleiki og kímnigáfa. Ekki hvað síst nutu barnabörnin þess sem áttu þess kost að leggjast fyrir ofan afa sinn og njóta hlýju í handarkrika hans, að ógleymdri þeirri umræðu sem þar fór fram um margvísleg efni á sérstæðan og skilningsríkan hátt. Blessuð sé minning þeirra heiðurs- hjóna. Loftur missti Þórunni, konu sína, haustið 1957. Við þann missir ásamt öðrum ástæðum urðu bú- skaparlok. Vorið 1958 flutti hann ásamt Kristínu, dóttur sinni, að Framnesi í Ásahreppi til Margrét- ar, dóttur sinnar, þar dvaldi hann þar til hann andaðist 1. mars árið 1975, en Kristín, dóttir hans, til ársins 1992 að hún fór að Dvalar- heimilinu Lundi á Hellu, eftir áfall, sem smámsaman lamaði alla líkam- lega starfsemi og andlegan þrótt. Þar sem henni var bæði varnað máls og að njóta ljóss og birtu.Hún ólst upp við venjuleg sveitastörf, fór fljótt að veita foreldrum sínum hjálparhönd. Bar alla tíð hag þeirra fyrir brjósti. Þegar hún var full- þroska fór hún í vist að vetri til eins og títt var þá um ungar stúlk- ur. Kom aftur heim í bústörfin þegar voraði. Hef ég grun um að drjúgur hluti af því, sem hún aflaði hafi gengið inn í heimilið, því hún hugsaði ekki minna um hag for- eldra og systkina, en sinn eigin. Hún var dugleg kona, hvort sem hún handlék hrífu eða heykvísl. Við garðyrkjustörfin, skepnuhirð- inguna og innanbæjarstörfin. Allt var unnið af áhuga og snyrti- mennsku og góðum hug til þeirra, sem áttu að njóta. Fyrsti áfangi hennar út á vinnumarkað var að Holti í Stokkseyrarhreppi í þrjá vetur. Þá var hún um tíma á Eyrar- bakka og einnig í Reykjavík. Árið 1942 fór Kristín að vinna í Vest- mannaeyjum, fyrst sem vinnukona, síðan vann hún í tuttugu og átta vetur hjá Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja eða fram að Heimaeyj- MIIMNINGAR argosi árið 1973. Heimili hafði hún alltaf hjá bróður sínum og mág- konu og börnum þeirra. Lagði hún því heimili ómælda vinnu við heim- ilisstörf og aðstoð við bömin þegar þau vom að ganga sín fyrstu spor. Þótt hún stofnaði aldrei sjálf heim- ili og væri barnlaus höguðu atvikin því þannig, að samvistir við börn voru stór þáttur í lífi hennar, þvi bróðir hennar og systir áttu bæði tvíbura og þriðju tvíburunm hjá ijarskyldu fólki hampaði hún þegar þeir vora að stíga fyrstu sporin. Allt ber þetta fólk híýjan hug og þakkir til Stínu frænku, eins og hún var oftast ávörpuð af smáfólk- inu. Enda var hún alltaf tilbúin að leysa vanda þess, sem gat birtst í mörgum myndum. Smá klögumál sem kölluðu fram tár í augun, sem hlý hönd og hressandi orð þerruðu og struku burt. Á sama hátt var vandinn leystur þegar óhöpp hentu, að komið var inn í blautum sokkum eða með vota vettlinga þá gat ver- ið spennandi að halda í hönd frænuk, ganga um tún eða móa, vatns eða lækjarbakka, setjast í laut og virða fyrir sér sköpunar- verk Guðs. Eða að hlaupa í kringum lömb, folöld eða káta kálfa. Ekki munu þau alveg gleymd fallegu versin og sögurnar sem lesin voru fyrir svefninn, þegar það dugði ekki var búin til falleg saga um fallega, litla stúlku á næsta bæ. Upp úr því fóru augnalok að þyngj- ast og svefn að loka brá. Þjónusta sem þessi, sem unnin er af kær- leika og hógværð, verður ekki met- in til verðs á grundvelli veraldlegs auðs, þar sem allt er lagt fram öðrum til blessunar og farsældar, en eigin hag vikið til hliðar. Enda veit ég að systkinabörnin og aðrir nákomnir bera hlýjan hug til Stínu frænku og þakka alla umönnun og elskulegheit, sem hún sýndi þeim. Kristín var ljóðelsk og minnug á perlur þjóðskáldanna í bundnu máli, trúar- og veraldlegu. Hún hafði yndi af að hlusta á sígilda tónlist. Hafði góða söngrödd og naut sín vel í góðra vina hópi. En hún naut sín ekki alltaf sem skyldi vegna skertrar heyrnar frá barn- æsku, dró sig því oft í hlé þegar þau tímabil komu, að heyrn næst- um hvarf. Hún fylgdist vel með störfum alþingis. Hún var talsmað- ur og studdi samvinnuhugsjón og samhjálp. Fyrirleit stóra happ- drættisvinninga og auðsöfnun á fáar hendur. Þótt hún gerði ekki víðreist um landið, þá hreifst hún af náttúrtu þess, litum og fjallasýn. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð, sem við fórum nokkru áður en hreyfigeta hennar þvarr með öllu. Við fórum á fögrum síðsumar- degi hringferð um Rangárvelli, meðal annars að Heklurótum. Við gamla Næfurholt óskaði hún þess að geta gengið þangað upp, sem hafðist þó hægt væri farið. Það er mér í minni er hún gekk um kirkju- garðinn og grónar tóftir gamla bæjarins, hve hrifin hún var, er hún hugleiddi sögu genginna kynslóða og lífsbaráttu, hún horfði yfir hamfarir Heklu fyrir 140 árum og dásamaði kraft almættisins að bjarga þessari gróðurvin í hraunj- aðrinum. Hún dáðist að hinu víðf- eðma útsýni og listsköpun Heklu við gömlu heimreiðina að Næfur- holti. Oft var minnst á þessa ferð og minni hennar ótrúlegt á það sem fyrir að augað bar. Á kveðjustund vill hún færa öllu skyldfólki og vinum kærar þakkir fyrir góðar samverustundir, tryggð og umhyggju sér til handa. Við viljum færa öllu starfsfólki á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu hjartanlegar þakkir fyrir hlýhug og kærleiksríka umönnun um ára- bil. Ég og fjölskylda mín þökkum Kristínu alla þá vinnu, sem hún vann í okkar þágu launalaust um áratugaskeið. Sömu óskir veit ég að bræðrabörn hennar bera í bijósti. Að lokum, Stína mín. Við biðjum þér blessunar og farsællar ferðar yfir haf framtíðarinnar, þar sem vinir bíða í varpa. Guðs englar vaki yfir þér. Guðbjöm I. Jónsson, Framnesi MORGUNBLAÐIÐ BIRNA S. BJÖRNSDÓTTIR + Birna S. Björnsdóttir fæddist í Oðinsvé- um í Danmörku 8. janúar 1947. Hún lést á Sjúkrahúsi Frederikshavn í Danmörku hinn 22. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gunn- vör B. Sigurðar- dóttir og Sigur- björn Hilmar Jóns- son, d. 1947. Kjör- faðir hennar var Björn Einarsson. Birna ólst upp með foreldrum sínum, Gunnvöru og Birni, og átta systkinum í Meltröð 8 í Kópavogi. Systkini Birnu á lífi eru Hildur, Arndís, Gunnvör B., Einar Valgarð, Guðbjörg Halla, Kolbrún Þóra, Hjalti Þór' og Sigurður Bene- dikt. Halldóra Kristín lést korn- ung. Birna giftist Ove T. Kildahl 1968. Þau bjuggu í Frederikshavn en skildu síðar. Dætur Birnu og Ove eru Marianne, f. 26.1. 1968, og Birgitte, f. 1.1. 1971. Birna var jarðsungin frá Sæby-kirkju í Danmörku hinn 26. mars. Ég man fyrst eftir Birnu syst- ur minni þegar ég var sex ára gömul. Hún var þá þriggja ára og mér fannst hún afskaplega falleg og sæt. Mamma okkar hafði þá þrem áram áður orðið ekkja og átti þrjár dætur, sjálf aðeins 19 ára. Þarna var Birna systir komin til að flytjast með mömmu, kjörföður og systrum að Meltröð 8 í Kópavogi. Ég minnist ábyrgðartilfinningar sem ég iðulega fann til gagnvart Birnu. Sem barn geystist hún oft áfram án þess að hugsa sig um. Fyrir bragðið fékk hún margan skell og mér fannst ég oft þurfa að passa hana. Einu sinni heyrði ég það, að Birnu hefði orðið að hirta einu sinni á dag, svona til vonar og vara, því hún hlyti að hafa framið einhvem óskunda. Já, svona var nú lífið þá og mér fannst ég oft ekki standa mig nógu vel að gæta hennar. Eins og ég minnist hennar var hún kát, blíðlynd, söng alltaf mik- ið, alltaf svo fín og dömuleg en gat verið frökk og skáldað hreint ótrúlegar sögur. Uppvöxturinn var Birnu stundum erfiður og mér þótti það líka óréttlátt hvað þetta gat oft verið erfitt. Hún setti oft traust sitt sem unglingur á okkur eldri systur sínar, frekar en for- eldrana. Um stund áttum við okk- ur drauma sem við trúðum hver annarri fyrir. En tíminn líður svo hratt og fyrr en varir var ég farin að vinna úti á landi en henni bauðst starf til eins árs á barna- heimili fyrir drengi í Danmörku og Dísa systir var líka farin að heiman. Að ári liðnu kom Birna heim, þá ástfangin af dönskum pilti, Ove T. Kildalh. Við sáum fljótt að þetta var mál sem þurfti úrlausnar við. Piltinum var boðið að koma til íslands og úr þessu varð brúð- kaup og síðar dætur, þær Mar- ianne og Birgitte. Nú var Birna hamingjusöm. Birna og Ove byggðu sér fallegt heimili í Frede- rikshavn í Danmörku. Nú var gaman að fá fréttir að utan. Birna naut þess að gera allt fallegt í kringum sig og hún naut þess að hlúa að heimilinu og litlu dætrun- um. Það leyndi sér ekki að stolt var hún af þeim. Þann tíma sem Birna bjó í Dan- mörku kom hún nokkram sinnum til íslands. Þá var nú gaman að spjalla saman og mikið talað. Þrisvar sinnum dvaldi Birna á heimili okkar hjóna og einu sinni var hún hjá okkur í fjóra mánuði og fékk sér vinnu þann tíma. Það var notalegt að hafa Birnu hjá sér. Bima var í eðli sínu mikið borgarbarn og Ove maður hennar unni í hjarta sínu sveitinni. Fyrir u.þ.b. tíu árum skildu þau en voru ávallt góðir vinir. Ove var alltaf nálægur fyrir Birnu og dæt- urnar. Þegar ljóst var að Birna var orðin alvarlega veik í desem- ber og gat ekki undirbúið jólahá- tíð, þá hjálpaði hann Birnu og stuðlaði að því að hún gæti átt fallegt aðfangadagskvöld og jól. Hann fylgdist ennfremur með henni allt til hinstu stundar. Birna ætlaði að hrista af sér veikindin og var ótrúlega dugleg og já- kvæð. Ég átti viku með henni í janúar. Nú er sá tími mér dýrmæt eign. Elsku Birna mín, hafðu þökk fyrir samfylgdina. Ég hugsa til dætra þinna og til Ove og Jörgen. Ég bið að Guð vaki yfir þeim. Hildur systir. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þér hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyr- ir allt sem lífið gefur. Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekkur.) Elskuleg systir mín, Birna, hefur nú yfirgefið jarðneskt líf sitt og er farin á vit feðra sinna. Þegar ég var barn í foreldrahús- um fór hún burtu til vinnu í Dan- mörku eins og svo margir aðrir. Mér fannst spennandi að fylgjast með hvað hún var að gera og hvernig henni vegnaði og ég sakn- aði hennar og hlakkaði til heim- komu hennar. Hún var svo kát og skemmtileg. Hún kom heim með Gullfossi geislandi falleg, orðin ástfangin af Ove sem hún giftist og eignað- ist með tvær yndislegaer dætur, Marianne og Birgitte, sem nú eru búsettar í Kaupmannahöfn. Svona hélt maður að það yrði, lífið, einfalt, fallegt og auðvelt. En lífsdansinn varð Birnu systur minni ekki svona auðdansaður. Þegar hún átti að blómstra og njóta lífsins brast viðkvæmur strengur í lífshljóðfæri hennar og hún varð fangi Bakkusar með öllum þeim harmleik sem því fylgir. Ove og Birna slitu samvistum. Þrátt fyrir dapra daga voru ljós- geislarnir í lífí hennar bjartir og mér fínnst óviðunandi að hún fái ekki annað tækifæri. Um jólin fengum við að vita að Birna hefði veikst af krabbameini og í janúar var orðið ljóst að henni mundi ekki batna. Þá kom kraftur- inn og baráttan upp hjá systur minni sem hetjulega og af innileg- um lífsþorsta afneitaði sjúkdómn- um. Það var svo erfitt fyrir hana að kveðja, hún ætlaði að sigra í þetta sinn. Það er gott til þess að hugsa að nú líður henni vel og ég veit að nú hefur systir mín höndlað ljós- ið. Megi algóður Guð blessa og varðveita alla aðstandendur Birnu systur minnar. Kolbrón Þ. Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.