Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 2

Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 2
2 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meiri kaup máttaraukn- ing en þekkst hefur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að kaupmáttaraukning á tímabilinu 1995-1999 verði samtals 20% eða meiri en þekkst hafi áður hér á landi og mun meiri en er í nágranna- löndunum. Kaupmáttaraukning næstu þriggja ára er áætluð 4% á ári. Þetta kom fram í utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær um áhrif kjarasamninga. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar verður hagvöxtur næstu þriggja ára 3,5% á ári og verðbólga 2,5-3%. Gert er ráð fyrir að atvinnu- leysi fari minnkandi á tímabilinu og verði 3-3,5% í lok sarnningstímabils nýgerðra kjara- samninga. Davíð telur að helsta áhyggjuefni næstu ára verði viðskiptahalli vegna aukinnar neyslu. Ráðherrann segir að ekki verði þörf á að hækka þjónustugjöld eða aðrar álögur á al- menning eða grípa til niðurskurðar til að mæta kostnaði vegna kjarasamninganna. Hann sagði einnig að stefnt væri að því að lífeyrisþeg- ar og bótaþegar fengju kjarabætur í samræmi við samninga launafólks og að þær kæmu til framkvæmda á svipuðum tíma. Hagvöxtur á veikum grunni Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi, sem var upphafsmaður umræðunnar, sagði spár um þjóðhagshorfur hvíla á veikum grunni stórframkvæmda fyrir lánsfé. Hagvöxtur sem þeim fylgdi væri í raun lítils virði. Margrét og aðrir stjórnarandstæðingar gagnrýndu tillögur ríkisstjórnarinnar í skatta- málum og sögðu þær einkum koma barnlausu hátekjufólki til góða. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, fagnaði þeim hækkunum sem náðst hefðu á kjörum hinna lægstlaunuðu í kjarasamningum og taldi að sú hækkun yrði konum til mikilla hags- bóta. Hún varaði hins vegar við hættu sem því fylgdi að færa ákvörðunarvald um launa- kjör opinberra starfsmanna til stofnana. Hún sagði það reynslu annarra landa að það yrði til þess að launabil, og sérstaklega launamun- ur kynjanna, myndi aukast við það. Kristinn H. Gunnarsson, Alþýðubandalagi, sagði nauðsynlegt að auknar tekjur ríkisins i góðærinu yrðu notaðar til að styrkja heilbrigð- is- og almannatryggingakerfið og að auka ýmsar tekjujafnandi bætur á borð við barna- bætur og húsaleigubætur. Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, sagði það hafa ráðið úrslitum um að kjarasamningar tókust að samþykkt hefðu verið tryggingar- ákvæði þess efnis að kjör launafólks hérlendis bötnuðu ekki minna en kjör í nágrannalöndun- um. Þetta sagði hann í samræmi við þá stefnu sem Alþýðubandalagið hefði samþykkt. Stjórnarþingmenn og Gísli S. Einarsson, Þingflokki jafnaðarmanna, lögðu í umræðunum áherslu á að stöðugleikanum í efnahagsmálum yrði viðhaldið. Undirbúa verkfall hjá P&S NOKKUR stéttarfélög sátu á samn- ingafundum í Karphúsinu í gær og héldust mislengi við efnið. Rafiðn- aðarmenn slitu viðræðum við full- trúa Pósts og síma hf. síðdegis. Heldur samninganefnd þeirra fund í dag og ræðir tillögu um að boða verkfall 25. apríl. Af öðrum hópum sem ræddu kjaramál sín hjá sáttasemjara í gær má nefna flugmenn og fulltrúa Flugleiða, Landssamband lögreglu- manna, ÍSAL og Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins. Hjá rafíðnaðarmönnum snúast umræður við fulltrúa Pósts og síma m.a. um hvemig raða eigi símsmið- um í launaflokka. Þar er ekki síst upp á teningnum spuming hvernig meta eigi lífeyrisréttindi þegar þeir hverfa úr starfi hjá ríkinu til hluta- félags. Morgunblaðið/Þorkell Fylgst með bílbeltanotkun LÖGREGLAN í Reylqavík hefur undanfarna daga voru 18 bílstjórar, sem ekki voru spenntir í bíl- fylgst grannt með bílbeltanotkun í borginni. í gær belti, sektaðir um 2.000 krónur. Salan áVÍS staðfest FULLTRÚARÁÐSFUNDUR eignarhaldsfélagsins Bruna- bótafélag íslands staðfesti i gær sölu á eignarhlut félags- ins í Vátryggingarfélagi Is- lands og líftryggingarfélagi þess til Landsbanka íslands. Alger samstaða var um málið, að sögn Valdimars Bragason- ar, formanns stjórnar félags- ins. Fulltrúaráð Brunabótafé- lagsins fer með æðsta vald í málefnum eignarhaldsfélags- ins. Fundurinn í gær var auka- fundur um söluna. Valdimar segir að hefja eigi vinnu við að marka stefnu um framtíð félagsins eftir þessar ráðstafanir. Einnig var sam- þykkt ályktun þar sem fundur- inn lýsir furðu sinni yfir þings- ályktunartillögu fjögurra al- þingismanna um slit á Bruna- bótafélaginu og henni lýst sem móðgun við fulltrúaráðið. ■ Deilt um slit/12 Islenskur sigur í Blackpool ÍSLENSKT par, Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir, sigraði í keppni í suður-amerískum dönsum í flokki barna ellefu ára og yngri í gær í Blackpool í Eng- landi. Um er að ræða bama- og unglingakeppni í samkvæm- isdönsum og hefur verið haft á orði að um sé að ræða eitt sterkasta mót á þessu sviði, jafnvel nokkurs konar óopin- bert heimsmeistaramót. Davíð og Halldóra hafa sigrað í fjór- um mótum ytra seinustu viku, seinast í standard dönsum á þriðjudag. ■ Fyrsttilaðsigra/11 * Ahrif kjarasamninga á afkomu sjávarútvegsins Úr 1,3% hagnaði niður í núllpunkt Morgunblaðið/Egill Egilsson Nóg að gera í snjómokstri Flateyri. Morgunblaðið. SNJÓ hefur kyngt niður undan- farið í ríkjandi norðaustanátt. Þetta hefur leitt til þess að næg verkefni hafa verið í sambandi við snjómokstur á götum Flat- eyrar. Erfitt hefur verið yfir- ferðar og menn þurft að klofa margan skaflinn á Ieið til vinnu sinnar. Grétar á gröfunni eins og hann er kallaður manna á milli, en heitir fullu nafni Grétar Arnbergsson, hefur haft meira en nóg að gera við að ryðja mannhæðarháum sköflum til hliðar svo hinn almenni vegfar- andi komist leiðar sinnar. Það er ekki laust við að mönnum finnist orðið meira en nóg um snjóinn og bíði vorkomunnar með óþreyju. AFKOMA sjávarútvegsins í heild versnaði um 1,4 prósentustig við nýgerða kjarasamninga. Útvegur- inn var rekinn með 1,3% hagnaði fyrir þá, en er því kominn á núll- punktinn nú. Halii á botnfiskvinnslu í heild er um 5%, en veiðar og vinnsla á loðnu skila nær 27% hagn- aði þrátt fyrir 15% launahækkun í loðnubræðslu. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra á aðalfundi ÍS í gær. Þar sagði Þorsteinn: „Þrátt fyrir margs konar ytri erfiðleika á und- anförnum árum hefur sjávarútveg- urinn í heild verið rekinn með hagn- aði. Ég bað Þjóðhagsstofnun að gera úttekt á rekstrarstöðu sjávar- útvegsins í Ijósi nýgerðra kjara- samninga. Hún hefur nú metið þær breyttu forsendur, sem orðið hafa síðan staðan var síðast metin í des- ember síðastliðnum. Þjóðhagsstofnun metur að launa- kostnaðarhækkun kjarasamninga sé um 7,1% í almennri fiskvinnslu en um 15% í loðnubræðslu. Þessar breytingar hafa það í för með sér að rekstur sjávarútvegsins, sem í byijun þessa árs skilaði 1,3% hagn- aði í heild, er nú kominn á núllpunkt- inn. Þetta sýnir okkur tvennt. Sjáv- arútvegurinn getur ráðið við þessa niðurstöðu og unnið sig út úr henni, en auðvitað er teflt á tæpasta vað. Það er ljóst að viðskiptahalli mun nokkuð vaxa í kjölfar þessara kjara- samninga og þess vegna er brýnt að fylgja eftir mjög stífri stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum til að tryggja að jafnvægisstefnan raskist ekki. Um leið er ljóst að þessi niðurstaða um rekstur sjávarútvegs- ins kallar á enn frekari aðgerðir inn- an atvinnugreinarinnar til aukinnar hagræðingar. Það er mitt mat að sjávarútvegurinn hafi alla burði til að takast á við þetta verkefni. Hagnaður af söltun um 2% Afkoman innan einstakra þátta sjávarútvegsins er eftir sem áður mjög misjöfn. Botnfiskvinnslan í heild er rekin með rúmlega 5% halla, hagnaður af söltun er um 2% en tæplega 10% halli er á frystingu botnfisks. Þessar tölur hafa versnað lítið eitt frá stöðunni í desember. Loðnuveiðar og loðnubræðsla skila umtalsverðum hagnaði eftir þessa kjarasamninga eins og fyrir þá, eða 26,7% og bera að verulegu leyti uppi þá bærilegu stöðu sem er í at- vinnugreininni í heild,“ sagði Þor- steinn Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.