Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meiri kaup máttaraukn- ing en þekkst hefur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að kaupmáttaraukning á tímabilinu 1995-1999 verði samtals 20% eða meiri en þekkst hafi áður hér á landi og mun meiri en er í nágranna- löndunum. Kaupmáttaraukning næstu þriggja ára er áætluð 4% á ári. Þetta kom fram í utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær um áhrif kjarasamninga. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar verður hagvöxtur næstu þriggja ára 3,5% á ári og verðbólga 2,5-3%. Gert er ráð fyrir að atvinnu- leysi fari minnkandi á tímabilinu og verði 3-3,5% í lok sarnningstímabils nýgerðra kjara- samninga. Davíð telur að helsta áhyggjuefni næstu ára verði viðskiptahalli vegna aukinnar neyslu. Ráðherrann segir að ekki verði þörf á að hækka þjónustugjöld eða aðrar álögur á al- menning eða grípa til niðurskurðar til að mæta kostnaði vegna kjarasamninganna. Hann sagði einnig að stefnt væri að því að lífeyrisþeg- ar og bótaþegar fengju kjarabætur í samræmi við samninga launafólks og að þær kæmu til framkvæmda á svipuðum tíma. Hagvöxtur á veikum grunni Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi, sem var upphafsmaður umræðunnar, sagði spár um þjóðhagshorfur hvíla á veikum grunni stórframkvæmda fyrir lánsfé. Hagvöxtur sem þeim fylgdi væri í raun lítils virði. Margrét og aðrir stjórnarandstæðingar gagnrýndu tillögur ríkisstjórnarinnar í skatta- málum og sögðu þær einkum koma barnlausu hátekjufólki til góða. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, fagnaði þeim hækkunum sem náðst hefðu á kjörum hinna lægstlaunuðu í kjarasamningum og taldi að sú hækkun yrði konum til mikilla hags- bóta. Hún varaði hins vegar við hættu sem því fylgdi að færa ákvörðunarvald um launa- kjör opinberra starfsmanna til stofnana. Hún sagði það reynslu annarra landa að það yrði til þess að launabil, og sérstaklega launamun- ur kynjanna, myndi aukast við það. Kristinn H. Gunnarsson, Alþýðubandalagi, sagði nauðsynlegt að auknar tekjur ríkisins i góðærinu yrðu notaðar til að styrkja heilbrigð- is- og almannatryggingakerfið og að auka ýmsar tekjujafnandi bætur á borð við barna- bætur og húsaleigubætur. Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, sagði það hafa ráðið úrslitum um að kjarasamningar tókust að samþykkt hefðu verið tryggingar- ákvæði þess efnis að kjör launafólks hérlendis bötnuðu ekki minna en kjör í nágrannalöndun- um. Þetta sagði hann í samræmi við þá stefnu sem Alþýðubandalagið hefði samþykkt. Stjórnarþingmenn og Gísli S. Einarsson, Þingflokki jafnaðarmanna, lögðu í umræðunum áherslu á að stöðugleikanum í efnahagsmálum yrði viðhaldið. Undirbúa verkfall hjá P&S NOKKUR stéttarfélög sátu á samn- ingafundum í Karphúsinu í gær og héldust mislengi við efnið. Rafiðn- aðarmenn slitu viðræðum við full- trúa Pósts og síma hf. síðdegis. Heldur samninganefnd þeirra fund í dag og ræðir tillögu um að boða verkfall 25. apríl. Af öðrum hópum sem ræddu kjaramál sín hjá sáttasemjara í gær má nefna flugmenn og fulltrúa Flugleiða, Landssamband lögreglu- manna, ÍSAL og Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins. Hjá rafíðnaðarmönnum snúast umræður við fulltrúa Pósts og síma m.a. um hvemig raða eigi símsmið- um í launaflokka. Þar er ekki síst upp á teningnum spuming hvernig meta eigi lífeyrisréttindi þegar þeir hverfa úr starfi hjá ríkinu til hluta- félags. Morgunblaðið/Þorkell Fylgst með bílbeltanotkun LÖGREGLAN í Reylqavík hefur undanfarna daga voru 18 bílstjórar, sem ekki voru spenntir í bíl- fylgst grannt með bílbeltanotkun í borginni. í gær belti, sektaðir um 2.000 krónur. Salan áVÍS staðfest FULLTRÚARÁÐSFUNDUR eignarhaldsfélagsins Bruna- bótafélag íslands staðfesti i gær sölu á eignarhlut félags- ins í Vátryggingarfélagi Is- lands og líftryggingarfélagi þess til Landsbanka íslands. Alger samstaða var um málið, að sögn Valdimars Bragason- ar, formanns stjórnar félags- ins. Fulltrúaráð Brunabótafé- lagsins fer með æðsta vald í málefnum eignarhaldsfélags- ins. Fundurinn í gær var auka- fundur um söluna. Valdimar segir að hefja eigi vinnu við að marka stefnu um framtíð félagsins eftir þessar ráðstafanir. Einnig var sam- þykkt ályktun þar sem fundur- inn lýsir furðu sinni yfir þings- ályktunartillögu fjögurra al- þingismanna um slit á Bruna- bótafélaginu og henni lýst sem móðgun við fulltrúaráðið. ■ Deilt um slit/12 Islenskur sigur í Blackpool ÍSLENSKT par, Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir, sigraði í keppni í suður-amerískum dönsum í flokki barna ellefu ára og yngri í gær í Blackpool í Eng- landi. Um er að ræða bama- og unglingakeppni í samkvæm- isdönsum og hefur verið haft á orði að um sé að ræða eitt sterkasta mót á þessu sviði, jafnvel nokkurs konar óopin- bert heimsmeistaramót. Davíð og Halldóra hafa sigrað í fjór- um mótum ytra seinustu viku, seinast í standard dönsum á þriðjudag. ■ Fyrsttilaðsigra/11 * Ahrif kjarasamninga á afkomu sjávarútvegsins Úr 1,3% hagnaði niður í núllpunkt Morgunblaðið/Egill Egilsson Nóg að gera í snjómokstri Flateyri. Morgunblaðið. SNJÓ hefur kyngt niður undan- farið í ríkjandi norðaustanátt. Þetta hefur leitt til þess að næg verkefni hafa verið í sambandi við snjómokstur á götum Flat- eyrar. Erfitt hefur verið yfir- ferðar og menn þurft að klofa margan skaflinn á Ieið til vinnu sinnar. Grétar á gröfunni eins og hann er kallaður manna á milli, en heitir fullu nafni Grétar Arnbergsson, hefur haft meira en nóg að gera við að ryðja mannhæðarháum sköflum til hliðar svo hinn almenni vegfar- andi komist leiðar sinnar. Það er ekki laust við að mönnum finnist orðið meira en nóg um snjóinn og bíði vorkomunnar með óþreyju. AFKOMA sjávarútvegsins í heild versnaði um 1,4 prósentustig við nýgerða kjarasamninga. Útvegur- inn var rekinn með 1,3% hagnaði fyrir þá, en er því kominn á núll- punktinn nú. Halii á botnfiskvinnslu í heild er um 5%, en veiðar og vinnsla á loðnu skila nær 27% hagn- aði þrátt fyrir 15% launahækkun í loðnubræðslu. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra á aðalfundi ÍS í gær. Þar sagði Þorsteinn: „Þrátt fyrir margs konar ytri erfiðleika á und- anförnum árum hefur sjávarútveg- urinn í heild verið rekinn með hagn- aði. Ég bað Þjóðhagsstofnun að gera úttekt á rekstrarstöðu sjávar- útvegsins í Ijósi nýgerðra kjara- samninga. Hún hefur nú metið þær breyttu forsendur, sem orðið hafa síðan staðan var síðast metin í des- ember síðastliðnum. Þjóðhagsstofnun metur að launa- kostnaðarhækkun kjarasamninga sé um 7,1% í almennri fiskvinnslu en um 15% í loðnubræðslu. Þessar breytingar hafa það í för með sér að rekstur sjávarútvegsins, sem í byijun þessa árs skilaði 1,3% hagn- aði í heild, er nú kominn á núllpunkt- inn. Þetta sýnir okkur tvennt. Sjáv- arútvegurinn getur ráðið við þessa niðurstöðu og unnið sig út úr henni, en auðvitað er teflt á tæpasta vað. Það er ljóst að viðskiptahalli mun nokkuð vaxa í kjölfar þessara kjara- samninga og þess vegna er brýnt að fylgja eftir mjög stífri stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum til að tryggja að jafnvægisstefnan raskist ekki. Um leið er ljóst að þessi niðurstaða um rekstur sjávarútvegs- ins kallar á enn frekari aðgerðir inn- an atvinnugreinarinnar til aukinnar hagræðingar. Það er mitt mat að sjávarútvegurinn hafi alla burði til að takast á við þetta verkefni. Hagnaður af söltun um 2% Afkoman innan einstakra þátta sjávarútvegsins er eftir sem áður mjög misjöfn. Botnfiskvinnslan í heild er rekin með rúmlega 5% halla, hagnaður af söltun er um 2% en tæplega 10% halli er á frystingu botnfisks. Þessar tölur hafa versnað lítið eitt frá stöðunni í desember. Loðnuveiðar og loðnubræðsla skila umtalsverðum hagnaði eftir þessa kjarasamninga eins og fyrir þá, eða 26,7% og bera að verulegu leyti uppi þá bærilegu stöðu sem er í at- vinnugreininni í heild,“ sagði Þor- steinn Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.