Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. APRÍL1997 51 :
BRÉF TIL BLAÐSINS
MESSUR Á MORGUN
Þrjár fréttir í
Morgnnblaði
Frá Halldóri Kristjánssyni:
MORGUNBLAÐIÐ birti þijár frétt-
ir 12. mars sem hér verður vikið að.
Ein er um dóm yfir ungum
manni, sem rændi verslun þar sem
stúlka var ein við afgreiðslu. Piltur-
inn réðst grímuklæddur á stúlkuna
og barði hana með hamri.
í dómi þeim sem upp var kveðinn
er 18 mánaða fangelsi talið hæfa
en 15 mánuðir þar af eru skilorðs-
bundnir í 5 ár gegn því að hinn
dæmdi neyti ekki áfengis. Það er
sjálfsagt rökrétt ályktað hversu
sem gengur að fylgjast með lausum
manni hvernig bindindið er haldið.
Vonandi gengur það vel, svo að
þessi óhappamaður losni við 15
mánaða fangelsi um eða innan við
tvítugsaldur.
Önnur fréttin er um dóm í svip-
uðu ránsmáli en þar er þess getið
að ránsmaðurinn notaði 40 þúsund
krónur, sem hann náði „til að greiða
skuld hjá fíkniefnasala til að kom-
ast hjá líkamsmeiðingum".
Þriðja fréttin er um það að Hans
Petersen styrkir Vímulausa æsku.
Segir þar að „Hans Petersen af-
henti foreldrasamtökunum Vímu-
lausri æsku styrk til forvarna". Féð
er ágóði af jólakortasölu, 5 krónur
af korti. Alls nam þessi fjárhæð 529
þúsund krónum.
„Þessum fjármunum mun Vímu-
laus æska veija til fyrirbyggjandi
starfs gegn vímuefnum og stuðnings
við foreldra barna og unglinga."
Hér skal ekki gera lítið úr Vímu-
lausri æsku, en hinu er ekki að
neita að við höfum mörg meiri trú
á vímulausum foreldrum til að segja
ungu fólki til vegar en foreldrasam-
tökum sem velja sér takmarkið
Vímulaus æska, hvað sem er um
foreldrana og vímu meðal þeirra.
Okkur er sagt að flestir foreldrar
vilji að æskan á sínum heimilum
sé vímulaus eða að minnsta kosti
bernskan, þó að það megi alls ekki
kosta það að fullorðna fólkið þurfi
að vera í bindindi. Fjöldasamtök
verði ekki byggð á bindindi.
Það má finna samband með þess-
um þremur fréttum. Ránin og dóm-
arnir kalla að vissu leyti á stuðning
við forvarnir. Forvarnir skulu
byggjast á því að eyða eftirspurn,
bijóta niður markaðinn fyrir eitur-
lyfin. Það næst ekki nema með
meiri bindindissemi. Og hana er
best að efla með því einu móti að
fækka þeim tækifærum sem menn
eru með áfengi.
Þegar við hugsum okkur um
sjáum við væntanlega hveija er
maklegast að styrkja og hvernig
það verður best gert.
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
frá Kirkjubóli.
Ákall um hjálp vegna
húsbrunans í Bolungarvík
Frá Gunnari Björnssyni:
AÐFARANÓTT sunnudagsins 30.
mars síðastliðins, sem var páska-
dagur, varð íbúðarhúsið nr. 6 við
Heiðarbrún í Bolungarvík eldi að
bráð. Fyrir mikla Guðs mildi björg-
uðust heimilisfaðirinn og dóttir
hans úr eldsvoðanum heil á húfi.
En þarna fór að öðru leyti allt sem
farið gat; húseignin, innanstokks-
munirnir, allt brann þetta til kaldra
kola.
Slys sem þetta er óskaplegt áfall
þeim sem fyrir verða. Tjónið verður
auðvitað aldrei bætt að fullu, þótt
allra leiða væri leitað. Fjárhagsieg-
ar bætur komast ekki einu sinni
neins staðar nálægt því að bæta
eignamissinn í krónum talinn og
það jafnt fyrir því þótt heimili og
innbú hafi verið að fullu tryggt.
Þeir hjá tryggingafélögunum hafa
einhvern veginn lag á að renna
reikningsglöggum sleikifingri eftir
dálki og rýna píreygir í smáaletur
og mikið rétt já: Þetta er allt sam-
an með einhveijum hætti öðruvísi
og sýnu verra en tryggingatakinn
og tjónþolinn hafði haldið, þegar
honum var seld tryggingin.
Oft er á orði haft og með réttu,
að íslendingar séu sem ein stór
fjölskylda, þegar í vandræði er
komið. Þetta sannaðist raunar eft-
irminnilega í snjóflóðunum miklu
árið 1995 og fjársöfnunum vegna
þeirra. Nú skulum við enn sýna
samtakamátt og koma til hjálpar
Ólafi Benediktssyni og fjölskyldu
hans að Heiðarbrún 6 í Bolungar-
vík. Stofnaður hefur verið reikn-
ingur í Sparisjóði Bolungarvíkur
undir nafninu „Aðstoð til Ólafs
Benediktssonar". Reikningsnúm-
erið er 17000 — sautján þúsund —
en kennitala Ólafs er 020353-
5629.
Ég heiti á alla góða drengi að
leggja þessu málefni lið.
GUNNAR BJÖRNSSON,
sóknarprestur,
Holtaprestakalli, Önundarfirði.
Nýtt skipulag
verkalýðsmála
Frá Garðari Alfonssyni:
HJÁ hveiju fyrirtæki og stofnun
sé starfandi starfsmannafélag,
sem semji um kaup og kjör félaga
sinna.
Allir sem þiggja laun hjá við-
komandi fyrirtæki eða stofnun eru
skyldaðir til að þess að vera í við-
komandi starfsmannafélagi.
Alþingi ákveður lágmarkslaun á
landinu öllu, síðan er það viðkom-
andi starfsmannafélag sem semur
um hámarkslaun við eigendur eða
stjórnir viðkomandi fyrirtækja eða
stofnana.
Eftir að fundinn er sá sem fær
hæstu launin og ákveðið er hver
þau skuli vera er launaskalinn sett-
ur á skipurit á eftirfarandi hátt:
Hæstu laun, Næsthæstu laun
o.s.frv. allt niður í lægstu laun.
Á hverri línu eru þeir sem bera
sama starfsheiti hvort sem það er
karl eða kona.
Færslur milli lína eru ekki
heimilaðar nema með starfsheitis-
breytingu eða starfsaldarshækkun.
Eftir að aðilar hafa einu sinni
komið sér saman um íjölda starfs-
heita og nöfn þeirra, er ekki heim-
ilt að setja inn ný eða breyta öðrum
nema með samþykki starfsmanna
félagsins. (Einfaldur meirihluti.)
Ef starfsmaður verður uppvís
að því að semja um önnur laun en
starfsheiti hans segir til um skal
hann umsvifalaust víkja úr starfi.
Orlofsgreiðslur fara í gegnum
Tryggingastofnun ríkisins.
Fyrirtæki eða stofnun greiðir
sem svarar til eins mánaðar orlofs.
Ekki er heimilt að vinna sér inn
lengra orlof, hvorki með samning-
um né eftirvinnu.
Gróf framsetning á nýskipan
verkalýðsmála.
GARÐAR ALFONSSON,
Austurgerði 4, Kópavogi.
Guðspjall dagsins:
Jesús kom að
luktum dyrum.
(Jóh. 20.)
ÁSKIRKiA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Ferming og altarisganga kl. 14.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa í
Bústöðum kl. 11. Foreldrar hvattir
til þátttöku með börnunum. Ferm-
ingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl.
13.30. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson.
Dómkórinn syngur. Organleikari
Marteinn H. Friðriksson. Barna-
samkoma kl. 13 í kirkjunni. Ferming
kl. 14. Altarisganga. Prestarnir.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 10.15. Organisti Kjartan
Ólafsson. Guðmundur Óskar Ólafs-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma
kl. 11. Söngur, sögur, kennsla. Leið-
beinendur Eirný Ásgeirsdóttir,
Sonja Berg og Þuríður Guðnadóttir.
Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór
S. Gröndal. Organisti Árni Arin-
bjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fermingar-
messur kl. 11 og kl. 14. Prestar sr.
Karl Sigurbjörnsson og sr. Ragnar
Fjalar Lárusson. Organisti Hörður
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konr-
áðsdóttir. Ferming kl. 13.30. Prest-
arnir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
þrands biskups. Útvarpsmessa kl.
11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarins-
son. Organisti Jón Stefánsson.
Gradualekór Langholtskirkju sér
um söng og hljóðfæraleik. Kaffisopi
eftir messu. Barnastarf kl. 13 í
umsjá Lenu Rósar Matthíasdóttur.
LAUGARNESKIRKJA: Fermingar-
messa kl. 11. Félagar úr Kór Laug-
arneskirkju syngja. Organisti Gunn-
ar Gunnarsson. Barnastarf á sama
tíma. Ólafur Jóhannsson.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Fermingarmessa kl. 11. Organisti
Reynir Jónasson. Prestarnir. Guðs-
þjónusta kl. 14. Rúnar Reynisson
guðfræðinemi prédikar. Sr. Halldór
Reynisson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Ferm-
ingarmessur kl. 10.30 og kl. 13.30.
Prestar sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir og sr. Hildur Sigurðar-
dóttir. Organisti Viera Manasek.
Barnastarf kl. 11. Börnin gangi inn
niðri.
ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingarguðs-
þjónusta kl. 11. Barnaguðsþjónusta
í safnaðarheimilinu kl. 11. Organ-
leikari Kristín G. Jónsdóttir. Prest-
arnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Fermingarmessa
kl. 13.30. Samkoma Ungs fólks með
hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Barnaguðsþjónusta á
sama tíma.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Ragn-
ars Schram. Ferming og altaris-
ganga kl. 14. Prestur sr. Guðmund-
ur Karl Ágústsson. Organisti Lenka
Mátéová.
GRAFARVOGSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa
Hjörtur og Rúna. Barnakór Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum, Litlir læri-
sveinar, kemur í heimsókn. Ferm-
ingarmessa kl. 13.30. Organisti
Hörður Bragason. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA:Fermingarmessa
kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta kl. 13
í umsjá sr. írisar Kristjánsdóttur.
Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir.
Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.
Fermingarmessa kl. 11. Kór Kópa-
vogskirkju syngur. Guðrún S. Birg-
isdóttir leikur á flautu. Organisti
Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirs-
son.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur.
Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Sr.
Valgeir Ástráðsson prédikar. Org-
anisti Kjartan Sigurjónsson. Sókn-
arprestur.
FRIKIRKJAN, Rvík: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.15. Messa kl. 14. Organ-
isti er Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla
Elídóttir þjónar í forföllum safnaðar-
prests.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa
kl. 10.30, kl. 14, fyrsta altarisganga
barna, kl. 20 (á ensku). Mánudag
til föstud. messur kl. 8 og kl. 18.
Kl. 18 mánudag er hátíðarmessa
(boðun Maríu). Laugard. messa kl.
8, 14 og 18.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8:
Messa sunnudag kl. 11. Messa
laugardag kl. 18.30. Virka daga
messa kl. 18.30.
GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa
sunnudag kl. 10 á þýsku.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa sunnudag kl. 10.30 - fyrsta
altarisganga barna. Messa laug-
ardag kl. 18. Messa virka daga kl.
18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa
laugardaga og virka daga kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Messa sunnudag kl. 14 - fyrsta alt-
arisganga barna.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7:
Messa sunnudag kl. 10. Mánud.-
laugard. messa kl. 18.30.
HVITASUNNUKIRKJAN Filadelffa:
Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður
Hreinn Bernharðsson. Almenn
samkoma kl. 16.30. Ræðumaður
Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega
velkomnir.
KLETTURINN: Kristið samfélag,
Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam-
koma sunnudag kl. 16.30. Stefán
Ágústsson prédikar. Barnastarf á
meðan á samkomu stendur. Allir
velkomnir.
MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- <
stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 20, altarisganga.
Guðsþjónusta fimmtudag kl. 20.
Prestur sr. Guðmundur Orn Ragn-
arsson.
ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al-
menn samkoma kl. 11. Ræðumaður
Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna-
þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan-
lega velkomnir.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM-
ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Bænastund kl.
19.30. Hjálpræðissamkoma kl. 20.
Elsabet Daníelsdóttir talar.
VÍDALÍNSKIRKJA: Fermingarguðs-
þjónusta kl. 10.30. Kór Vídalíns-
kirkju syngur. Organisti Guðmund-
ur Sigurðsson. Sunnudagaskóli í
safnaðarheimilinu kl. 11. Sunnu-
dagaskóli í Hofstaðaskóla kl. 13.
Bragi Friðriksson.
GARÐAKIRKJA: Fermingarguðs-
þjónusta kl. 14. Kór Vídalínskirkju
syngur. Organisti Guðmundur Sig-
urðsson. Bragi Friðriksson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Fermingar-
guðsþjónusta kl. 10 árd. Sigurður
Helgi Guðmundsson.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Umsjón Edda og
Aðalheiður. Fermingarguðsþjón- <
usta kl. 13.30. Organisti Þóra Guð-
mundsdóttir.
SELFOSSKIRKJA: Fermingar-
messa kl. 10.30. Fermingarmessa
kl. 14. Sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA: Ferming-
armessa kl. 13.30. Jón Ragnarsson.
REYNIVALLAKIRKJA: Messa
sunnudag kl. 20.30. Prófastsinn-
setning. Altarisganga. Gunnar
Kristjánsson, sóknarprestur.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum:
Almenn guðsþjónusta og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Ath. breyttan
messutíma. Fermd verður Sara
Pálsdóttir. Messu dagsins útvarpað
kl. 16. Poppmessa kl. 20.30.
Fríkirkjan
ORIENT ferming arúr •
’\LÍtL .#
Fallegt tvílitt stálúr* frá ORIENT 1 -í Ip
Hæfir vel í
leik og starfi Fi' ?\\
Vatnsvarið ffi 7* 'V'''’T:|jj
allt að 30 m /'
Verð
kr. 11.975 Hún unldi
•Nikkelfrítt sknrtgripi
Guttúrið Álfabakka 16. s. 587 0706. frá Silfurbúðinni
Axeí Eiríkssottj úrsntíður, (9)SILFURBÚÐIN v2C/ Kringlunni 8-12 • Simi 568 9066
Aðalstræti 22. ísafirði. s. 456 3023. - Þarfœrðu gjöfina -
í Reykjavík
Barnaguðsþjónusta kl. 11.15.
Söngur, sögur og myndir.
Messa kl. 14.
Fermd verða:
Bryndís Bjarnadóttir, Austurbergi 36,
Cyrus Ali Khashabi, Dunhaga 20,
Ingibjörg Jónasdóttir, Austurbergi 36,
Unnar Steinn Sigtryggsson, Ofanleiti 21.
Organisti er Pavel Smid.
Sr. Bryndís Malla Elídóttir +
þjónar í forföllum 1
safnaðarprests.
Allir velkomnir. L...
h j
f Jf 1 i 18® tt M; M: fifi: tt I íQJ' iffi (th tffi. iffi', rffi' dU, B 1 1 i ffi 1 ffi: r~A