Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Stjórn BSE vill að mjólkurframleið-
endur fái arð
Skilningnr innan
sljórnar KEA
STJÓRN Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar hefur farið fram á það við
stjórn Kaupfélags Eyfirðinga að
eyfírskir mjólkurframleiðendur fái
hliðstæðar greiðslur og mjólkur-
framleiðendur á svæði Mjólkurbús
Flóamanna og Mjólkursamsölunn-
ar, en þessar afurðastöðvar hafa
greitt mjólkurframleiðendum, sem
lögðu inn mjólk hjá þeim á síðasta
ári, arð auk þess sem Mjólkurbú
Flóamanna hafí lagt fé í stofnsjóð
félagsmanna.
í bréfi stjórnar Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar er einnig lögð
áhersla á að forsvarsmenn KEA
leggi aukna vinnu í samstarf mjólk-
ursamlaganna á Norðurlandi þann-
ig að hagkvæmni vinnslunnar auk-
ist.
Vinna þegar hafin
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
formaður stjómar Kaupfélags Ey-
firðinga, segir að strax og stjóm
félagsins hafi heyrt af því hvernig
málum væri háttað fyrir sunnan
hafi málið verið skoðað. „Þannig
að sú vinna var hafin þegar okkur
barst bréfið frá stjórn Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar. Stjórn kaupfé-
lagsins hefur fjallað um erindið og
hefur á því skilning. Við teljum hins
vegar að við verðum að skoða hvaða
form hægt er að hafa á verði af
þessum greiðslum," segir Jóhannes
Geir.
Hann segir að um nokkurt skeið
hafi farið fram viðræður við Búnað-
arsambandið um stöðu búvömfram-
leiðslu á svæðinu og framtíðarsýn
á þeim vettvangi. „Við erum sam-
mála um það að eitt af markmiðun-
um sé það að kjör bænda á þessu
svæði verði ekki lakari en gerist
annars staðar," segir Jóhannes
Geir.
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð-
inga er í dag, laugardag, og segir
stjórnarformaðurinn að búið sé að
ganga frá tillögum um ráðstöfun
hagnaðar og að mati endurskoð-
enda og lögmanna sé vafasamt að
gera breytingar svo seint. Hins veg-
ar gæti stjórn félagsins út frá t.d.
viðskiptalegum hagsmunum ákveð-
ið að koma til móts við framleiðend-
ur á svæðinu.
AÐALFUNDUR
é.
Sjávarútvegssjó&ur Islands
1997
Aðalfundur Sjávarútvegssjóðs íslands hf. verður haldinn á
Hótel KEA fimmtudaginn 10. apríl nk. og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aóalfundarstörf samkv. 11. grein samþykkta
félagsins.
2. Önnur mál löglega fram borin.
Ársreikningur, tillögur og endanleg dagskrá munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins frá og með 2. apríl.
Akureyri 3. apríl 1997.
Stjórn Sjávarútvegssjóðs íslands hf.
Auglýsing um lausar
íbúðarhúsalóðir
Lausar eru til umsóknar 17 einbýlishúsalóöir og 7 parhúsalóðir, fyrir
14 íbúðir, í 5. áfanga Giljahverfis.
Húsin skulu vera einnar hæðar.
Stefnt er að því að lóðirnar verði byggingarhæfar 1. júlí 1997.
Umsóknareyðublöð, upplýsingar um lóðirnar og byggingaskilmálar
fást á skrifstofu byggingafulltrúa, Geislagötu 9.
Umsóknum skal skilað til byggingafulltrúa eigi síðar en 18. apríl nk.
Byggingafulltrúi Akueyrar.
AKUREYRI
Voríð handan hornsins
EITT af fjölmörgum merlgum
þess að vorið er á næsta leiti
eru vorleikir barnanna, snúsnú
og teygjutvist, en þessir leikir
njóta aldrei meiri vinsælda en
einmitt á þessum árstíma. Stelp-
urnar í Borgarhlíðinni brugðu á
SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn mun
hefja útsendingar á Akureyri um
miðjan apríl. Að sögn Hilmars Sig-
urðssonar, markaðsstjóra íslenska
útvarpsfélagins, er stefnt að því
að setja upp 1.000 watta sendi á
Vaðlaheiði í næstu viku. Dagskrá
Sýnar verður send út á UHF-
tíðni, sem þýðir að þeir Akur-
eyringar sem ekki eru með UHF-
loftnet, þurfa að fjárfesta í slíku
til að ná útsendingum Sýnar.
Hilmar segir áhuga Eyfírðinga
fyrir útsendingum Sýnar mikinn og
því sé hér um mjög jákvæða viðbót
að ræða. „Til að byija með næst
útstendingin einungis á Akureyri
en við stefnum að því að geta boð-
ið Hríseyingum, Dalvíkíngum, Ól-
afsfírðingum og Grenvíkingum upp
á dagskrá Sýnar í sumar.“
leik í gærmorgun, snéru bönd-
um í gríð og erg og hoppuðu
af list. Sælan varð reyndar
skammvinn í þetta skipti, því
eftir hádegi minnti vetur kon-
ungur á að hann er enn við völd,
það fór að hríða.
Boðið verður upp á sérstakt
kynningarverð á áskrift að Sýn
fram til hausts til áskrifenda
Stöðvar 2 á svæðinu og greiða
þeir krónur 650 fyrir áskrift að
Sýn til viðbótar.
Fyrirtækið Aksjón á Akureyri
fékk úthlutað þeirri VHF-rás sem
til staðar er á Eyjafjarðarsvæðinu
og átti Sýn í viðræðum við for-
svarsmenn fyrirtækisins um afnot
af rásinni. Að sögn Hilmars náðust
samningar ekki milli félaganna og
því hafi verið ákveðið að senda út
dagskrá Sýnar á UHF-tíðni á
svæðinu. Hilmar segir að ekki
standi til að senda út Fjölvarp
Sýnar á Eyjafjarðarsvæðinu á
næstunni, þar sem kostnaður við
slíkt sé allt of mikill miðað við
núverandi aðstæður.
Morgunblaðið/Kristján
Fækkar á
atvinnu-
leysisskrá
AT VINNULAU SUM fór held-
ur fækkandi á Akureyri í ný-
liðnum mánuði. Við skráningu
í gær voru 437 manns skráð-
ir atvinnulausir í bænum, en
þeir voru 449 um mánaðamót-
in febrúar og mars.
Fleiri konur en karlar eru
án atvinnu, en hjá atvinnu-
deild Akureyrarbæjar eru
skráðar 246 konur og 191
karl.
Verkafólk er fjölmennast í
hópi atvinnulausra á Akur-
eyri, um helmingur allra
þeirra sem skráðir eru at-
vinnulausir félagsmenn í
Verkalýðsfélaginu Einingu
eða 214 alls. Þá eru 84 félags-
menn í Félagi verslunar- og
skrifstofufólks skráðir at-
vinnulausir og Iðjufélagar eru
44. Loks má geta þess að um
20 iðnaðarmenn á Akureyri
eru skráðir atvinnulausir.
Þetta er svipaður fjöldi og
verið hefur síðustu mánuði.
Tvær úti-
gengnar kind-
ur fundust
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
TVÆR útigengnar kindur
fundust i svokölluðum
Þrengslaborgum á miðviku-
dag, 2. apríl. Þetta var ær með
lamb sitt.
Fyrir páska hafði sést til
þessara kinda við Dimmuborg-
ir en tókst ekki að handsama
þær enda mjög styggar. Talið
er að þær líti vel út, þó búnar
séu að þreyja meginhluta vetr-
ar og virðast ekki hafa liðið
skort langa daga og vetrar-
nætur. Eigandi þeirra er
Vogabú 1, Mývatnssveit.
KA-mót í
skíðagöngu
ÁÆTLAÐ er að halda KA-mót
í skíðagöngu í Hlíðarfjalli á
morgun, sunnudag, ef veður
leyfir.
Keppt verður í öllum flokk-
um, 12 ára og yngri kl. 13 og
13 ára og eldri kl. 14. Gengið
verður með hefðbundinni að-
ferð. Þess er vænst að sem
flestir sjái sér fært að vera
með.
HÁ8KÚUNN
A AKUREYRI
Kennslufræði til
kennsluréttinda
Nám í kennslufræði til kennsluréttinda fyrir
starfandi leiðbeinendur í grunn- og framhalds-
skólum hefst á hausti komanda við kennaradeild
Háskólans á Akureyri ef næg þátttaka fæst. Um
er að ræða 30 eininga nám sem stendur í tvö ár.
Háskólinn áskilur sér rétt til að takmarka fjölda
innritaðra ef þörf krefur. Forgang í námið hafa að
öðru jöfnu leiðbeinendur í raungreinum.
Umsóknarfrestur er til 1. júní nk.
Umsóknareyðublöð fást á deildarskrifstofu
kennaradeildar, Þingvallastræti 23, sími 463 0930
og á aðalskrifstofu háskólans á Sólborg,
sími 463 0900.
Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri í
síma 463 0960, fulltrúi kennaradeildar
í síma 463 0930 eða forstöðumaður
kennaradeildar í síma 463 0903.
Sjónvarpsstöðin Sýn sendir út frá Akureyri
Utsendingar hefjast
um miðjan apríl