Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 37 ÞORLÁKUR KOLBEINSSON + Þorlákur Kol- beinsson fædd- ist á Ulfljótsvatni í Grafningi 23. des- ember 1911. Hann lést í Reykjavík 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Geirlaug Jó- hannsdóttir og Kol- beinn Guðmunds- son, sem bjuggu á Úlfijótsvatni á árunum 1903- 1929. Þorlákur var næstyngstur sex systkina, en þau voru auk hans Arinbjörn, Guð- mundur, Jóhannes, Katrín og Vilborg. Eftirlifandi þeirra systkina er Arinbjörn Kolbeins- son, fv. yfirlæknir. Þorlákur ólst upp á Úlfljótsvatni, en 1929 fór hann til Reykjavíkur og hóf nám í húsgagnasmíði og lauk þar námi. Hann starfaði um sinn við iðn sína. Árið 1938 tók hann við búsforráðum á Úlf- ljótsvatni, en fór þaðan árið 1944 að Ljósafossi og vann þar við smíðar. Um vorið 1945 fluttist hann að Þurá. Árið 1941 kvænt- ist Þorlákur Sigríði Gísladóttur frá Torfastöðum í Grafningi, f. 1908, d. 1961, og fluttust þau sem fyrr segir síðar að Þurá í Ólf- usi 1945 þar sem þau bjuggu til ævi- loka. Þau voru barnlaus. Þorlákur var félagslyndur maður. Hann sinnti kirkjulegu starfi, var formaður í veiðifé- laginu um Varmá og Þorleifs- læk í aldarfjórðung og sat í stjórn áveitufélags Olfusinga. Útför Þorláks var gerð frá Hveragerðiskirkju 2. apríl. Jarðsett var í kirkjugarðinum á Úlfljótsvatni. Ég kynntist Þorláki skömmu eftir komu mína í Höfnina, upp úr 1950. Hann hjálpaði okkur frumbýlingum við gerð kartöflu- garða í hrjóstrugu heimalandinu og hafði til þess hentug tæki, sem komu sér vel. Kynni okkar voru ekki náin á þessum árum, en þó lágu leiðir saman á messudögum í Hjallakirkju og síðar í Þorláks- kirkju, eftir vígslu kirkjunnar. Hann var hringjari í kirkjum sókn- anna og hægri hönd sr. Tómasar Guðmundssonar, síðar prófasts, um árabil, en ég söng í kirkjukórn- um um 40 ára skeið, og misstum við trauðla úr messu. Hann var varamaður minn sem safnaðarfull- trúi um árabil og til dauðadags. Kynni okkar Þorláks fóru síðan vaxandi á seinni árum, eftir að ég var skipaður hreppstjóri Ölfus- hrepps, um knappan áratug. Þor- lákur var úttektarmaður hreppsins í tíð fjögurra hreppstjóra, þeirra Hermanns Eyjólfssonar í Gerðar- koti, Engilberts Hannessonar á Bakka, minni og núverandi hrepp- stjóra Jóns Hólm Stefánssonar á Gljúfri. Þorlákur sat því uppi með staðgóða þekkingu og reynslu af þessum störfum hjá þeim merkis- mönnum, fyrirrennurum mínum. Þessi þekking kom sér vel, og er ég Þorláki þakklátur fyrir sam- starfið, en úttektar- og matsstörf riðu yfir í hreppnum eins og hol- skefla í hreppstjóratíð minni, og skiptu tugum áður en lauk. Því miður bendir sú þróun.til vissra erfiðleika í búskap manna í hreppn- um, sem vonandi er tímabundin og gætir vissulega á landsvísu. Ölfusið býður upp á flesta þá meginkosti, sem prýða mega eina sveit. Einstaka náttúrufegurð, gnægð heits vatns og greiðar sam- göngur, nálægð verslunar og markaðssvæða og háan vor- og hausthita. í mati okkar á jörðum og fast- eignum fórum við Þorlákur stund- um ólíkar leiðir, sem oftast leiddu þó til svipaðrar niðurstöðu. Hann hafði lært og stundað smíðar og var þaulkunnugur flestum bæjum og jörðum hreppsins. Ég nýtti mér hins vegar, og hafði til hliðsjónar, ýmis mats- og tryggingargögn, með varúð þó. Síðan voru niður- stöður samræmdar og yfirfarnar, og urðu báðir að vera sáttir. Þorlákur hafði áhuga á veiðimál- um og lét sig þau mál miklu skipta. Hann var einlægur kaupfélags- maður og maður samvinnu, af gamla skólanum. Með Þorláki er genginn góður kunningi minn, gætinn maður og glöggur. Ég votta aðstandendum einlæga samúð, og bið hinum látna Guðs blessunar. Benedikt Thorarensen. Þegar Þorlákur Kolbeinsson er kvaddur, vakna minningar um góð kynni og ánægjulegt samstarf á sviði veiðimála um langt skeið, sem yngri manni var lærdómsríkt. Þorlákur komst fljótt í kynni við silung og veiðar bæði í Úlfljóts- vatni og Þingvallavatni, en móðir hans Geirlaug var frá Nesjavöllum. Þorlákur var einkar fróður um þessi mál bæði fyrr og síðar, enda glöggur maður og áhugasamur um nytjar af veiðiskap og lífsferil lax og silungs, og hafði því frá ýmsu að segja. Þegar veiðifélagið var stofnað um Varmá og Þorleifslæk í Ölfusi fyrir um aldarfjórðungi var Þorlák- ur kosinn formaður þess. Hann hafði þá verið bóndi á Þurá frá því 1945, lengst af ásamt konu sinni, Sigríði Gísladóttur frá Torfastöð- um í Grafningi. Þorlákur var formaður veiðifé- lagsins allan þennan tíma og var eins og fyrr segir áhugasamur um veiðiskap og fiskirækt og vildi hag vatnasvæðisins sem bestan. Hann rak um skeið klak og fóðrun á laxi og silungi, en þeirri grein hafði hann trúlega fyrst kynnst þegar klakhús var á Úlfljótsvatni á þriðja tug aldarinnar. Ýmsar hættur stöfuðu að ánum í Ölfusi vegna nærveru þeirra við þéttbýlið, Hveragerði, og vegna hitamengunar frá jarðhita og virkj- un jarðgufu á þeim slóðum. Þorlák- ur og félagar hans í stjórn veiðifé- lagsins voru stöðugt á varðbergi og hvöttu sífellt til aðgerða sem tryggðu vernd vatnasvæðisins, en það reyndi oft á þolrifin. Þorlákur hafði mikinn áhuga á veiðimálum almennt. Ég hygg að hann hafi setið nær alla aðalfundi landssamtaka veiðifélaga eftir að hann varð formaður veiðifélagsins 1972. Áhugi hans og þátttaka í þessu starfi sýndi hversu annt hon- um var um þessi málefni, sem hann lagði lið á sinn hlédræga en þó afgerandi hátt. Hin seinustu ár urðu Þorláki erfið vegna veikinda og áfalla, sem hann varð fyrir. Þrátt fyrir þetta lét hann ekki bugast og braust áfram og sinnti sínum málum, sem fyrr. En að lokum varð hann að láta í minni pokann, enda aldurinn orðinn hár, en hann lést á 86. ald- ursári. Blessuð sé minning Þorláks Kol- beinssonar. Einar Hannesson. Fallinn er frá hinn aldni bóndi, veiði- og fræðimaður Þorlákur Kolbeinsson, Þurá í Ölfusi. Þrátt fyrir mörg aldursár sem aðskildu okkur, þá var það ýmis- legt sem samræmdi hug og áhuga- mál okkar, enda skiptir aldur ekki máli þegar um er að ræða áhuga- og fræðimennsku, varðandi veiði og veiðisögu. Um Þorlák gæti ég skrifað langa grein um fræði hans og störf. Þorlákur var mikill heiðursmað- ur á allan hátt og veiðimaður mik- ill. Hann var einn af þeim fáu nú á seinni árum sem þekktu einna best veiðisögu í Úlfljóts- og Þing- vallavatni, svo og almennt til sögu Þingvallasvæðisins, enda var hon- um svæðið afar hugleikið og kært. Það er því þakkarvert hveijum þeim sem reynt hafa að festa á blað minningar og sögur manna eins og Þorláks, slíkur er og var fróðleikur þessara manna um Þing- vallasvæðið. Þorlákur þekkti því vel hina dulúðlegu sögu stórurriðans í Þing- valla- og Úlfljótsvatni. Hann var jafnframt mjög kunn- ugur laxi og laxasögu Sogsins, enda stundaði hann þar klakveiði til margra ára til að reyna að efla uppvöxt stórlaxanna, eins og þar voru veiddir fyrrum við fljótið tæra og fagra. Á mínum unglingsárum og árin þar á eftir kom Þorlákur oftast á hveiju hausti til veiða að Nesjavöll- um og þá helst er verið var við murtuveiðar. Hann lét það ekki aftra sér þótt hann ætti oft mjög erfitt með gang vegna fótameins, slíkur var kraftur hans og veiðiá- hugi. Hugur Þorláks stefndi að því að reyna að koma Þingvallaveið- inni í fyrra horf, þegar veiðimenn drógu stórfiska úr vatninu svo og sílspikaðar bleikjur víðast hvar um vatnið. Hann nefndi margar hug- myndir og nauðsynlegar áherslur í því sambandi, ef það ætti að tak- ast. Veiðiferðir Þorláks voru okkur veiðimönnum á Nesjavöllum hug- leiknar og þekking hans almennt á vatninu og hrygingarstöðvum þess og ekki skaðaði er hann sagði okkur margar fræknar veiðisögur varðandi viðureign veiðimanna við stórurriðann í Þingvallavatni. Þær frásagnir og staðfestingar hrifu hug okkar Nesjavallamanna, enda Þorlákur sögumaður góður þótt hann segði rólega frá, en til þeirra því betur vandað. Hann sagði okkur frá árvissri urriðaveiði er saltað var í trog til heimilisnota við Miðfell, sem og mikilli veiði um allt Þingvallavatn, hvort sem um var að ræða urriða, bleikju eða murtu, en þó aldrei umfram þarfír hvers tíma og því hafi aldrei verið um ofveiði að ræða, þótt næg aflavon væri ætíð fyrir hendi á þessum árum. Þorlákur sagði okkur frá svaðil- förum sem hann lenti í á Þingvalla- vatni, til dæmis þegar hann og veiðifélagar hans fóru eitt sinn til að vitja hins dulúðlega stórurriða Þingvallavatns. Farið var á pallbíl úr Reykjavík snemma morguns að Heiðarbæ og róið þaðan djúpt suður með löndum. Veðrið versnaði er leið á daginn með rigningu og austan strekkingi og bætti heldur í er leið á daginn. Ekki hættu þeir félagarnir veiði fyrr en undir myrkur, en þá var haldið í hann róandi að Heiðarbæ. Slíkur var áhugi þeirra veiðifé- laganna að fá tækifæri til að handfjatla stórurriðann sem duld- ist í djúpi Þingvallavatns og gat glefsað í færið hvenær sem var, þótt veðrið væri fremur slæmt. Á leiðinni að Heiðarbæ versnaði veðrið með austan roki og rigningu og enginn annar möguleiki fyrir hendi en að halda áfram og reyna að ná þar landi. Með látlausum austri, harðfylgi og þekkingu á öldubroti vatnsins náðu þeir veiðifélagamir landi á Heiðarbæ í svarta myrkri. Þorlákur sagðist aldrei hafa ver- ið jafn hætt kominn á Þingvalla- vatni og í þessari veiðiferð, þótt litlu hafi oftar munað, til dæmis í siglingu með Jóni í Valhöll um 1930, er vél bilaði í bát þeirra fé- laga í slæmu veðri á miðsvæði vatnsins. Ekki var ferðinni lokið þegar þeir félagar náðu landi á Heiðarbæ, þá var framundan ferð til Reykja- víkur eftir slæmum vegi aftan á opnum pallbíl í roki og rigningu og þeir fyrir gegnblautir og hrakt- ; ir eftir daginn. Þetta sýnir hversu mikið veiðiá- , hugamenn eins og Þorlákur og félagar lögðu á sig til að reyna að I komast í snertingu við hinn forna og stóra ísaldarurriða Þingvalla- vatns. Það væri hægt að skrifa langa lesningu og lofsorð um vin minn Þorlák eða Láka eins og hann var oftast kallaður, sem ég læt nægja að sinni að hafa í minningu um eftirminnilegan og fróðan persónu- leika. Þorlákur var einn af öldnu veiðimönnunum sem þekktu Þing- vallaveiðina afar vel og iðaði jafn- an allur og reri fram á hné sér þegar hann ræddi gamlar veiði- sögur af Þingvallasvæðinu frá fyrri árum. Augun glitruðu eins og spegil- _ slétt vatn á björtum vordegi, bros- ' ið varð djúpt og tært þegar Þor- lákur rifjaði þessa tíma upp. Með þessum orðum kveð ég ald- inn fjölskylduvin og fræðimann um sögu þess tíma sem ég vildi að hægt yrði að endurvekja með öllum ráðum, það er uppvöxt Þingvalla- veiðinnar, til minningar og heiðurs um aldna veiði- og sveitarhöfðingja af Þingvallasvæðinu. Hvíl í friði og ró, aldni vinur. Ómar G. Jónsson frá Nesjavöllum. RAGNHEIÐUR BOGADÓTTIR + Ragnheiður Bogadóttir fæddist í Fljótum 20. mars 1921. Hún lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristrún Hall- grímsdóttir og Bogi Jóhannesson, sem eru bæði látin. Eiginmaður Ragn- heiðar var Svan- berg Pálsson, fæddur 26. septem- ber 1919, d. 9. júlí 1968. Þau eignuðust þrjú börn, Hallfríði, sem er látin, Guðleif, og Þóru. Barnabörnin eru sex og langömmubörnin fjögur. Ragnheiður verður jarð- sungin frá Siglufjarðarkirlyu í dag og hefst athöfnin klukk- an 15. Kveðja frá ömmubörnum Elsku besta amma nú ertu burtu kvödd, við ætíð munum þína minning geyma. I hugarfylgsnum okkar við heyrum þína rödd, og höldum því að okkur sé að dreyma. í hjörtu okkar sáðir þú frækornunum fljótt, og fyrir það við þökkum þér af hjarta, en þó í hugum okkar nú ríki niðdimm nótt, þá nær samt yfirhönd þín minning bjarta. Kveðja frá börn- um og tengda- börnum Við þökkum þér kæra hvern dag hveija nótt, við kveðjumst um sinn hér í heimi. Hjartkæra mamma, já hvíl þú núrótt, og heilagur drottinn þig geymi. Kæra, góða vina, þú kölluð varst á brott, nú kalin við á hjarta eftir stöndum. Við söknum þín svo ákaft og sorgin ber þess vott, hve sálir manna oft hnýtast tiyggðaböndum. (Una S. Ásmundsdóttir) Nú hefur Ragna frænka mín kvatt þennan heim. Hún var ein af hetjum hversdags- lífsins, sem aldrei æðraðist, þó að líf hennar hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Hún missti elsta barn sitt á fyrsta ári. Árum saman annaðist hún veikan mann sinn jafnframt því að vinna úti og missti hann síðan frá tveggja ára gamalli dóttur. Sjálf gekk hún heldur ekki heil til skógar, því hún hafði sykur- sýki í áratugi og var einnig skorin upp við kransæðaþrengslum fyrir mörgum árum. Sjálfsagt hefur hin létta lund og hið mikla jafnaðargeð létt henni lífsbaráttuna. Ég man hvað ég hlakkaði til, þegar ég var lítil, að fara í heim- sókn til ömmu og afa, Rögnu, Svan- bergs og Gulla yfir að Minni-Þverá. Og hvað Ragna hafði mikið við okkur krakkana, eins og fullorðna fólkið. Ég minnist líka margra skemmti- legra samverustunda eftir að ég varð fullorðin. Það var alveg kostu- legt að vera með þeim systrum og heyra orðtök þeirra, sem flest voru höfð eftir einhveiju fólki í æsku þeirra og enginn skildi sem ekki hafði fengið skýringar. Það var sér- lega gaman að bjóða Rögnu í bíltúr, hún hafði svo gaman af að skreppa _ inn í Fljót eða bara eitthvert og ekki var hún lengi að taka sig til. Hún var líka svo kát og skemmtileg og hló svo smitandi hlátri, að tárin runnu ekki bara úr augunum á henni, heldur líka þeim sem með henni voru. Ragna hafði líka mikið yndi af söng og gaman af að dansa. Systkinin frá Minni-Þverá voru ein- staklega samheldinn hópur og þegar þau voru komin á efri ár og öll sem á lífí voru búsett á Siglufírði held ég að ekki hafí liðið sá dagur að þau hittust ekki, töluðu saman í síma eða fréttu hvert af öðru. Þau spiluðu líka mikið og höfðu ákaflega mikinn félagsskap hvert af öðru. Nú eru aðeins þijár systur eftir af þessumY» tíu systkina hópi og er mikið tóm eftir Rögnu hjá þeim. Ragna átti barnaláni að fagna, þó að hún missti eldri dóttur sína kornabarn. Börnin hennar elskuðu hana og virtu, sem og tengdabörnin og banabörnin. Þau sakna hennar nú sárt og það gerum við öll, sem þekktum hana. En við trúum því að nú sé hún komin til Svanbergs og Hallfríðar, sem svo lengi hafa beðið eftir henni. Við Kalli og börn- in okkar sendum öllum ástvinum Rögnu innilegar samúðarkveðjur. ■ Kristrún. Nú svífur sál þín amma á söngvavæng um geim, svo sæl og glöð í nýja og betri heima, við þökkum fyrir samveruna, þú ert komin heim, og þig við biðjum guð að blessa og geyma. (Una S. Ásmundsdóttir). Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasima 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.