Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 9
FRÉTTIR
Lífræn framleiðsla á kartöflum, korni o g mjólk í Vestri-Pétursey
Viðtökur markaðar-
ins eru hveljandi
Hjónin í Vestri-Pétursey í Mýrdal framleiða kart-
öflur, korn og mjólk með lífrænum aðferðum. Bú
þeirra er hið fyrsta sem fær vottun til framleiðslu
á lífrænni mjólk. Afurðimar, AB-mjólk frá Mjólkur-
búi Flóamanna, hafa fengið góðar viðtökur á mark-
aðnum. Helgi Bjarnason blaðamaður og Jónas
Erlendsson fréttaritari komu við í Vestri-Pétursey.
„VIÐ byijuðum á því
að prófa lífræna rækun
á kartöflum í smáum
stíl fyrir fjórum árum.
Árið eftir, haustið
1984, voru við svo
óheppin að það fraus í
görðunum áður en við
náðum kartöflunum
upp og þær skemmd-
ust. Fyrsta alvöru upp-
skeran fór á markað
haustið 1995 en þá var
um fimmtungur upp-
skerunnar lífrænt
ræktaður. Við héldum
þessu síðan áfram
síðastliðið sumar,“ seg-
ir Bergur Elíasson
bóndi í Vestri-Pétursey
í Mýrdal. Hjónin í
Vestri-Pétursey, Berg-
ur og Hrönn Lárusdótt-
ir, eru fyrstu bændurnir
hér á landi til að fram-
leiða lífræna mjólk, auk
þess sem þau hafa
ræktað lífrænar kart-
öflur og korn í nokkur
ár.
Áttar sig ekki
á muninum
Töluverð auka fyrir-
höfn er við lífrænu
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
BERGUR Elíasson í Vestri-Pétursey er
fyrsti íslenski bóndinn sem fær vottun
til framleiðslu á lífrænni mjólk.
kartöfluræktina og hún
er dýrari. Ekki er hægt að nota
landið nema fjórða hvert ár og hin
þijú árin ræktar Bergur bygg eða
gras til að örva fijósemi jarðvegs-
ins. Ekki má nota tilbúinn áburð en
í staðinn er notað fiskimjöl og þara-
mjöl sem er mun dýrara, sérstak-
lega eftir hækkun fiskimjölsins að
undanförnu. Uppskeran segir hann
að sé allt að því sú sama og í hefð-
bundinni kartöfiuræktun og í gós-
entíðinni í fyrrasumar sást enginn
munur. Ekki eru notuð nein lyf til
varnar plöntusjúkdómum og það fer
mikil vinna í þrif á tækjum þegar
þau eru flutt af venjulegum akri á
lífrænan. Loks má nefna að ekki
er heimiit að nota sömu tegund af
útsæði í lífræna og venjulega kart-
öfluakra og valdi Bergur að nota
gullauga í lífrænu ræktunina.
Kartöflurnar eru seldar 30% dýr-
ari en venjulegar kartöflur. Bergur
segir að salan hafi gengið vel fram
að jólum þau tvö ár sem þær hafa
verið á markaðnum, þá hafi komið
stopp í söluna og hún síðan hafist
aftur í byijun árs. Kartöflunum er
pakkað hjá Ágæti hf. í Reykjavík
og fást í verslunum Nóatúns og
10-11.
„Ég vil fá hraðari sölu áður en
ég eyk ræktunina," segir Bergur
um framhaldið. Segir hann að var-
an hafi ekki verið kynnt mikið og
telur að fólk átti sig ekki á munin-
um. „Mér heyrist á fólki sem kem-
ur hér við til að kaupa kartöflur
að það sé vegna þess að það er
hrifið af gullauga en það sé ekki
endilega að sækjast eftir lífrænt
ræktuðu. Fólki finnst þetta gott
gullauga enda eru kartöflurnar
mjölmeiri og fastari í sér en flestar
aðrar kartöflur á markaðnum,"
segir Bergur.
Þarf að endurrækta
Kartöfluræktin er aðalbúgreinin
í Vestri-Pétursey en þar er einnig
framleidd mjólk, nautakjöt og
lambakjöt og ræktað korn. Mikill
áhugi hefur verið á lífrænni ræktun
í Mýrdalnum og hafa bændur verið
hvattir til að huga að breytingum.
Bergur og Hrönn hafa verið að
þróa lífræna búskapinn hjá sér og
nú er mjólkurframleiðslan orðin líf-
ræn. Er þetta fyrsta íslenska kúa-
búið sem fær vottun til lífræna
framleiðslu.
„Við erum með lítið kúabú, 50
þúsund lítra kvóta. Þetta byijaði á
því að mig langaði til að vita hvern-
ig túnin spryttu af lífrænum áburði
og sáði í eina lífræna nýrækt fyrir
fáeinum árum. Hún kom þokkalega
út og við ákváðum að halda áfram,“
segir Bergur.
Vorið 1995 tók hann 60% af tún-
unum undir lífræna ræktun oj
stefnir að því að breyta öllum tún-
unum þegar fram líða stundir. „Ár-
angurinn varð lélegur fyrsta árið
enda var þetta kalt ár og klaki lengi
í jörð. Þetta var því erfitt ár til að
byija. Sérstaklega tók eldri ræktun
illa við áburðinum og gaf lélegt
fóður. Við urðum fyrir verulegu
afurðatjóni en máttum laga stöðuna
með því að gefa kúnum svolítið af
heyi af túnum sem ræktuð voru
með hefðbundnum hætti,“ hann.
Grasræktin gekk mun betur síðasta
sumar enda veðráttan ólíkt hag-
stæðari. Þá tóku gömlu heimatúnin
og nýræktir vel við sér en eldri
sáðsléttur í þurrkuðum mýrum voru
áfram lélegar. Segir Bergur að
þetta sýni að endurrækta þurfi eldri
sáðslétturnar og þessi framleiðsla
kalli almennt á örari endurræktun
en hefðbundin grasrækt. Hefur
hann hug á að sá smára með gras-
fræinu til þess að örva sprettuna
og draga úr notkun á dýru fiski-
og þaramjöli til áburðar.
Bergur og Hrönn hafa ræktað
bygg með lífrænum aðferðum í
nokkur ár. Kornið er notað í fóður
fyrir kýrnar og er þannig liður í
þessum lífræna búskap.
Fóðuröflunin hefur því reynst
vandasamasti þátturinn í þessari
búháttabreytingu. Annað hefur ver-
ið auðveldara. Ekki má gefa kúnum
lyf nema gegn tilteknum sjúkdóm-
um og þegar þær fá fúkkalyf verð-
ur að hella mjólkinni niður í þrisvar
sinnum lengri tíma en við venjuleg-
an búskap.
Lífræn AB-mjólk
Lífræna mjólkin er lögð inn í
Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi og
er hún flutt þangað á sérstökum
tanki. Mjólkurbúið hefur fengið vott-
un til framleiðslu á lífrænni mjólk
og framleiðir sérstaka tegund af
AB-mjólk úr mjólkinni. Hefur fram-
leiðslan gengið vel og markaðurinn
tekið vel við þessari nýju afurð.
Bergur segir að lífræna ÁB-mjólkin
sé ekki eins súr og sterk og sú venju-
lega. Telur hann að munurinn stafi
aðallega í því að sú lífræna er ekki
fítusprengd. „Það er vissulega hvetj-
andi þegar markaðurinn tekur vel
við afurðunum," segir hann.
Bergur fær 15% hærra verð fyrir
mjólkina. „Ég er ennþá ekki farinn
að græða á þessu,“ segir hann þeg-
ar hann er spurður um árangurinn.
„Það er mun dýrara að framleiða
þessa mjólk, sérstaklega í byijun.
Við vonumst til að kostnaðurinn
minnki þegar fram líða stundir."
„Lífræna ræktunin er ekki hug-
sjón hjá mér, aðeins starf,“ segir
Bergur. „En maður verður þó að
gefa sig í þetta til að ná árangri.
Breyta hugsunarhættinum og um-
gangast landið með svolítið öðrum
hætti en áður.“
I tilefni af 15 ára afmæli
verslunarinnar, sem var
3 apríl sL, veitum við
15% afslátt af öllum vörum,
frá 3. apríl til 12. apríl.
Eddtifelli 2,
sími 557 1730.
Art Deco
borðstofusett
Opið í dag
til kl. 17.
Mahogny
borðstofusett
,nm
-J3tofnnö 197-4- muntr
Nýkomnar vörur
Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977
Yandaðar úrskriftardragtir
frá kr. 20.700.
Vantar þig tösku?
1 5% afsláttur
á löngum laugardegi
©mgey
Laugavegi 58, sími 551 3311.
Opiðkl. 10-17
Lano-ur lau^arda^ur
Vid erum í vorskctpi
15% afsláttur
af öllum uörum í da<j
Opiíffrá kl. 10-17
/. ■)/'//// o- J/ //7-j
Þægilegur með stömum gúmmísóla
Mjúki vi n n uskóri n n
aoeins 2.995-
Vorum að fá sendingu af þessum mjúka og þægilega skó.
Góður stamur sóli með dempun sem gerir hann enn þægilegri.
Leðurfóðraðir og fást í svörtu í stærðum 41-47.
SENDUM UM ALLT LAND.
Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14
Grandagarði 2, Reykjavík, sími 552-8855, grænt númer 80G6288.