Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBU3CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Nýgerðir kjarasamningar Iðju og vinnuveitenda felldir
Stefnt að samn-
ingum um helgina
KJARASAMNINGUR Iðju við
vinnuveitendur var felldur. Yfir 72%
sögðu nei við samningi Iðju í Reykja-
vík. Samningur Rafíðnaðarsam-
bandsins og Rafmagnsveitna ríkisins
var einnig felldur með miklum rneiri-
hluta, en almenni samningur RSÍ við
vinnuveitendur og samningurinn við
ríkið voru samþykktir með 80% at-
kvæða. Samningafundir um þá
samninga sem voru felldir verða á
morgun og er jafnvel búist við að
nýir samningar verði undirritaðir þá.
Guðmundur Þ. Jónsson, formað-
ur Iðju, sagði að eftir að stóra
samninganefnd Dagsbrúnar felldi
samning sem var sambærilegur
Iðjusamningnum hefðu forsendur
fyrir honum verið brostnar. Hann
sagði að á borðinu lægju drög að
nýjum samningi sem gerði ráð fyr-
ir sama samningstíma og sömu
hækkunum og önnur landssambönd
sömdu um.
Verkfall hjá RARIK
Verkfall hófst hjá RARIK á mið-
nætti eftir að samningur fyrirtækis-
ins við RSÍ var felldur, en áhrif
þes_s verða óveruleg til að byija með.
Ágreiningur um túlkun á kjara-
samningi RSI við RARIK er megin-
ástæðan fyrir því samningurinn var
felldur. Svokallað ferða- og fata-
skiptagjald hefur verið greitt út með
öðrum hætti hjá RARIK en öðrum
atvinnurekendum rafíðnaðarmanna,
sem olli mikilli óánægju hjá starfs-
mönnum, að sögn Guðmundar
Gunnarssonar, formanns Rafiðnað-
arsambandsins.
Samningafundur hefur verið boð-
aður með samningsaðilum í dag og
sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, að hann
vonaðist eftir því að ágreiningurinn
yrði leystur um helgina og skrifað
yrði undir nýjan kjarasamning.
■ Félagsmenn Iðju/15
■ Niðurstaðan kemur/32
Everestfaramir í gmnnbúðum
EVERESTFARARNIR þrír, Bjöm
Ólafsson, Einar K. Stefánsson og
Hallgrímur Magnússon, em nú
staddir í gmnnbúðum við Khumbu
ísfallið. í skeyti frá þeim kemur
fram að í dag fara þeir að fikra
sig upp Khumbu ísfallið, fyrstu
torfæruna á leiðinni upp Everest.
„Hingað em þegar komnir nokkr-
ir leiðangrar sem hafa slegið upp
tjöldum hér allt í kring,“ segir í
skeytinu. Á myndinni má sjá hvar
Björn Ólafsson talar heim um
Immarsat-gervihnöttinn.
Rauðmagi í
Hafnarfirði
RAUÐMAGINN er einn af ár-
vissum vorboðum og kitlar sjálf-
sagt bragðlauka einhverra
þessa dagana. Grímur Ársæls-
son á Fróða HF sagði vertíðina
hafa byrjað ágætlega fyrir um
tveimur vikum, en síðan hefði
dregið úr afla. Hann sagðist
vera hættur að selja á bryggj-
unni, nú færi rauðmaginn á
markað eins og annar fiskur.
Hagnaður
ÍSjókst
um 60
milljónir
HAGNAÐUR af reglulegri
starfsemi íslenzkra sjávaraf-
urða varð 301 milljón króna
á síðasta ári, en 124 milljónir
árið áður. Hagnaður eftir
skatta og óreglulega liði varð
nú 241 milljón á móti 100
milljónum. Nú varð tap á
rekstri dótturfélaga 81 milljón
króna, en sá rekstur var rétt
við núllið í fyrra. Hagnaður
samstæðu varð því 160 millj-
ónir á síðasta ári en 100 millj-
ónir árið áður.
Heildarvelta ÍS á síðasta
ári varð 21,3 milljarðar og
jókst um 6,3 milljarða frá
árinu áður. Framleiðsla
frystra sjávarafurða varð alls
135.500 tonn og jókst um
70.600 t eða 109% milli ára.
Mestu munar um ellefuföldun
framleiðslu erlendis, mest í
Rússlandi.
Samkomulag hefur náðst
milli ÍS og rússneska út-
gerðarfélagsins UTRF vegna
einhliða uppsagnar Rússa á
samstarfssamningi félag-
anna. Benedikt Sveinsson,
forstjóri ÍS, segist ekki vilja
segja í hveiju það samkomu-
lag felist.
■ Tekjur/18
Kapphlaup
um afla-
heimildir
VEIÐAR á úthafinu settu svip á
rekstur Granda hf. á síðasta ári.
Mikil áhersla var lögð á að afla
veiðireynslu á Reykjaneshrygg og
í Smugunni til þess að félagið stæði
sem best að vígi í framtíðinni gagn-
vart úthlutun kvóta á þessum svæð-
um. Sæmilega tókst til á Reykjanes-
hryggnum en veiðar i Smugunni
ollu vonbrigðum. Þetta kom fram í
ræðu Árna Vilhjálmssonar, stjórn-
arformanns Granda, á aðalfundi
félagsins í gær.
Brynjólfur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Granda, segir að
kapphlaup um aflaheimildir á síð-
astliðnu ári í úthafskarfa og sú
ákvörðun að senda alla frystitogara
fyrirtækisins og tvo ísfísktogara til
veiða í Smugunni í þeirri von að
ná þar í varanlegar aflaheimildir
hafi verið mjög dýrt og ekki alltaf
hagkvæmasta nýting tekjuöflunar-
tækja.
Morgunblaðið/RAX
Veiðar í Smugunni/17
Þýsk fiugmálayfirvöld bera til baka frétt um að flugöryggi sé ábótavant
Forstjóri Flugleiða
óttast neikvæð áhrif
„VIÐ höfum vissulega áhyggjur af
því að þetta geti haft neikvæð áhrif
fyrir okkur, sérstaklega í Þýska-
landi þar sem vantrú hefur verið á
erlendum flugvélögum eftir slys
sem varð á síðasta ári,“ segir Sig-
urður Helgason, forstjóri Flugleiða,
um afleiðingar fréttar þýska dag-
blaðsins Bild-Zeitung þar sem sagt
er að öryggi sé ábótavant hjá tíu
flugfélögum, þar á meðal íslensku
flugfélögunum Flugleiðum og Atl-
anta, og þau séu á svörtum lista.
Fréttin olli töluverðu fjaðrafoki í
Þýskalandi og víðar þegar Bild-
Zeitung kom út í gærmorgun. Upp-
lýsingar blaðsins byggðust á niður-
stöðum athugana þýska loftferða-
eftirlitsins sem bar fréttina til baka
í gær. í yfirlýsingu þýska loftferða-
eftirlitsins er sagt að þessar niður-
stöður gefi alls ekki ástæðu til að
úrskurða almennt um gæði og ör-
yggi þess flugfélags sem í hlut á.
Sigurður Helgason sagði ekki
mögulegt á þessari stundu að segja
til um hugsanlegt tjón félagsins
vegna umræddrar fréttar. Þetta
hefði gerst og Flugleiðir yrðu ör-
ugglega fyrir einhveiju tjóni en allt
yrði gert til að koma í veg fyrir að
félagið bæri varanlegan skaða af.
Meðal annars yrði reynt að auka
kynningarstarf til að koma því til
skila að Flugleiðir væru öruggt
flugfélag.
Skaðabótamál
í athugun
Flugfélagið Atlanta hefur ekki
fengið neinar athugasemdir um ör-
yggismál frá þýskum flugmálayfir-
völdum, að sögn Guðmundar Haf-
steinssonar skrifstofustjóra.
Til athugunar er hjá Flugleiðum
að höfða skaðabótamál á hendur
þýska blaðinu. „Við höfum beðið
lögfræðinga okkar í Þýskalandi að
athuga hvort ástæða sé til að fara
í mál við blaðið,“ sagði Sigurður.
Flugleiðir hafa fengið fregnir af því
að önnur flugfélög séu með vanga-
veltur í þá átt og jafnvel einnig
þýsk flugmálayfirvöld.
■ Enginn svartur/6