Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 15 LANDIÐ Félagsmenn Iðju felldu nýgerða kjarasamninga FÉLAGAR í Iðju, félagi verksmiðju- fólks, felldu nýgerða kjarasamn- inga í atkvæðagreiðslu sem lauk á fimmtudagskvöld. Starfsfólk afurðastöðva í mjólk- uriðnaði, starfsmenn Iðju í Mjólkur- samlagi KEA, kolfelldi nýgerða kjarasamninga. Alls voru 34 á kjör- skrá, 31 greiddi atkvæði eða 91%, 27 eða 87,1% sögðu nei en já sögðu 4, eða 12,9%. Líklega kosið aftur Á kjörskrá vegna kjarasamnings Iðju og Vinnuveitendasambands Is- lands voru 440 manns, en þar af greiddi 241 atkvæði. Alls 102 vildu samþykkja samninginn, eða 41%, en á móti voru 130, eða 56,2%. Sjö seðlar voru auðir eða ógildir. Þorsteinn E. Arnórsson, formað- ur Iðju, sagði að á fimmtudag hefðu vinnuveitendur boðið breyt- ingar á samningum í samræmi við það sem aðrir hópar sem síðar sömdu höfðu fengið, en ekki unnist tími til að kynna breytingar á kja- rasamningnum auk þess sem at- kvæðagreiðsiu félagsmanna lauk þá um kvöldið. Boðað hefur verið til félagsfund- ar í Iðju á morgun, sunnudag, í Alþýðuhúsinu og hefst hann kl. 14. Þorsteinn sagðist ætla að heyra hljóðið í félagsmönnum og hvað það væri helst sem þeir hefðu við samn- inginn að athuga. í ljósi breytinga á kjarasamningnum taldi Þorsteinn líklegt að kosið yrði að nýju í næstu viku. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Sjö stelpur í Samkomuhúsinu LEIKFÉLAG Menntaskólans á Ak- ureyri frumsýnir í kvöld, laugar- dagskvöldið 5. apríl, leikritið Sjö stelpur eftir Erik Torsteinsson. Leik- stjóri er Guðbjörg Thoroddsen. Leikritið ijallar um sjö stúlkur sem dvelja á áfangaheimili í kjölfar áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Lífs- hlaup þeirra er rifjað upp í leikritinu og fjallað um samskipti þeirra á milli og við starfsfólk heimilisins. „Þetta er okkar innlegg í áróður gegn vímuefnaneyslu," segir Hadda Hreiðarsdóttir einn leikaranna. Edda Hrönn Sveinsdóttir, Berg- lind Gylfadóttir, Berglind Karlsdótt- ir, Freyja Dögg Frímannsdóttir, Hadda Hreiðarsdóttir, Hildur Frið- riksdóttir og Steinunn Sigfúsdóttir fara með hlutverk stúlknanna. Harpa E. Haraldsdóttir leikur gæslu- konu og þeir Grétar Orri Kristins- son, Hólmar Örn Finnsson, Hilmar Kristjánsson og Snorri Örn Clausen leika starfsmenn heimilisins. Alls taka um tuttugu manns þátt í upp- færslu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri á Sjö stelpum. Leikritið er sýnt í Samkomuhús- inu á Akureyri. Önnur sýning verður mánudagskvöldið 7. apríl, en sýning- ar verða einnig 8., 9., 11. og 12. apríl. Allar sýningar hefjast kl. 20.30. Miðaverð er 500 krónur. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ÁRNI HaHdórsson bóndi í Garði í Mývatnssveit í fjárhúsunum með nýju ristunum. Á minni myndinni má sjá stærðarhlutföllin í nýju járnristunum. Reynir nýj a gerð af járnristum undir sauðfé Vaðbrekka, Jökuldal - Árni Hall- dórsson, bóndi í Garði í Mývatns- sveit, er að reyna nýja gerð af járnristum undir sauðfé sitt. Árni keypti á síðasta hausti nýjar sink- húðaðar járnristar í öll fjárhúsin hjá sér, þessar nýju ristar eru með möskva 14 sinnum 50 milli- metrar og 25 millimetra þykkar. Þessir 25 millimetrar í þykkt- inni eru járn sem ná í alla Iengd- ina á ristinni og eru tveggja milli- metra breið. hægt er að fá lengd- ir áristunum eftir hentugleikum en Árni lætur lengd ristanna ráð- ast af breidd krónna hjá sér og er með bæði 180 sentimetra og 240 sentimetra breiðar krær. Grindurnar svigna ekki til baga þótt þær séu 240 sentimetra lang- ar,að sögn Árna. Árni segir þessar nýju ristar slíta klaufum fjárins hæfilega, og séu ekki dýrari en fyrri gerðir af ristum þegar upp sé staðið því viðhald hafi verið mikið á gömlu timburristunum. Þær hafi þurft að endurnýja á 5-10 ára fresti og eldri járnristar á 10 ára fresti. Þessar nýju ristar eigi hinsvegar að endast aldur fjárhúsanna. Heynýting sé einnig góð á þessum nýju ristum þar sem þær haldist svo hreinar og þurrar að ærnar éti allt hey upp af þeim sem nið- ur á þær slæðist, sagði Árni. FRÁ afhendingu mótmælaundirskriftanna. Á myndinni eru Jón- asína Skarphéðinsdóttir, Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Kristbjörg Jónasdóttir og Guðmundur Bjarnason. Þingeying-- ar mótmæla niðurskurði Húsavík - Þingeyingar, 1.143 að tölu, hafa að tilhlutan Kvenfélags Húsavíkur undirritað mótmæli gegn þeim áætlunum ríkisstjórnarinnar að rýra fjárveitingar til Sjúkrahúss Þingeyinga frekar en orðið er. Jóhanna Aðalsteinsdóttir afhenti landbúnaðar- og umhverfisráð- herra, Guðmundi Bjarnasyni, sem hér var í heimahögum á Húsavík um páskana, mótmælaundirskrift- irnar sem hljóða svo: „Við undirrituð mótmælum þeim áætlunum ríkisstjórnarinnar að rýra fjárveitingar til Sjúkrahúss Þingeyinga frekar er orðið er. Ef heldur sem horfír verður óhjá- kvæmilega að draga svo úr þjón- ustu á Sjúkrahúsinu að til vand- ræða horfir fyrir sjúka, aldraða og verðandi mæður. Má þá segja að við séum verr sett hér en fyrir 30-40 árum. Þessum niðurstöðum unum við ekki enda hætt við að þær stuðli að fólksflótta frá Húsavík og úr nágrannabyggðum." Ráðherra tók við þessum undir- skriftum með þeim orðum að mál væru öll í athugun og nefnd frá heilbrigðisráðuneytinu hefði nýlega verið á Húsavík til að kynna sér nánar ástand mála hér í héraði. Hann sagðist mundi koma þessu erindi í hendur viðkomandi aðila, ríkisstjórnar og þingmanna kjör- dæmisins. Messur Morgunblaðið/Egill Egilsson MOKA þurfti frá slökkviliðsbílnum til að koma honum áfram. Kviknaði í bókahillu AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í kirkjunni kl. 11 á morg- un. Öll börn velkomin, munið kirkju- bílana. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Svavar A. Jónsson messar. Aðal- safnaðarfundur Akureyrarsóknar eftir messu. Æskulýðsfundur í kap- ellu kl. 17. Biblíulestur í safnaðar- heimili kl. 20.30. á mánudagskvöld. Mömmumorgunn frá kl. 10 til 12 á miðvikudag í safnaðarheimili. Fyrir- bænaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 17.15 á fimmtudag. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- koma verður kl. 11 á sunnudag. Foreldrar hvattir til að fjölmenna með börnum sínum. Messa kl. 14 sama dag. Fundur æskulýðsfélags- ins kl. 20 um kvöldið. Ath. breyttan tíma. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, unglinga- klúbbur kl. 16, almenn samkoma kl. 20. Heimilasambandið kl. 16 á mánudag. Krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag, biblía og bæn kl. 20.30 sama dag. Eilefu plús mínus kl. 17 á fimmtudag, hjálparflokkur kl. 20.30 sama dag. Allir velkomnir. H VÍTASUNNUKIRKJ AN: Sam- koma í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30. Mike Bellamy forstöðumaður Vinyard kirkjunnar á Keflavíkurflug- velli mun predika orð Guðs. Safnað- arsamkoma, brauðsbrotning kl. 11 á sunnudag. Samkoma kl. 14, ræðu- maður verður Mike Bellamy. Mikill og fjölbreyttur söngur. Bænastundir mánudags- miðvikudags- og föstu- dagsmorgna, frá 6-7 í næstu viku. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með orð úr ritn- ingunni sem gefa huggun og von. KFUM og K, Sunnuhlíð: Almenn samkoma kl. 20.30 á morgun, sunnudag. Ræðumaður Skúli Svav- arsson kristniboði. Allir velkomnir. SJÓNARHÆÐ, Hafnarstræti 63: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudaginn 6. apríl. Almenn samkoma sama dag kl. 17 á Sjónarhæð. Barnafundur á Sjónarhæð kl. 18 á mánudag. Ungl- ingafundur á Sjónarhæð kl. 20.30 á föstudag. Flateyri - Tilkynnt var um eld að bænum Hóli í innanverðum Önund- arfirði á páskadag. Reyndist eldurinn vera í bókahillu. Slökkvilið ísafjarðar og Flateyrar voru ræst út og voru komin innan stundar á staðinn. Fimm manns voru í húsinu og urðu engin meiðsl á mönnum. Greið- lega gekk að slökkva eldinn, og voru húsráðendur búnir að ráða nið- urlögum hans þegar slökkviliðið var mætt á staðinn. Eldsupptök eru ókunn. Að slökkvistörfum loknum tókst ekki betur til en svo að bíll frá slökkviliði ísafjarðar komst hvergi og þurftu menn því að grípa til skófl- unnar og byrja að moka krapann sem bíllinn stóð fastur í. Það hafð- ist að lokum. Talsverð ófærð á Ströndum Litlu-Ávík - Allmikill snjór er kominn hér í sveit sérstaklega eft- ir síðasta hret 25. og 26. mars. Þar af leiðandi hefur verið mikill snjómokstur en reynt er að halda veginum opnum frá Gjögursflug- velli og til Norðurfjarðar helst tvisvar í viku en þetta er um 20 km leið. Þessi mokstur hefur tekist yfír- leitt á einum degi með vélskóflu og traktor með blásara en nú eftir síðasta norðanáhlaup tókst að opna á fjórða degi og kallast gott því snjórinn var í miklum sköflum á veginum og mikil göng víða eftir moksturinn. Dráttarvélin með blásaranum er líka notuð við að halda flugvellin- um opnum og hefur það forgang fyrir vegmokstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.