Morgunblaðið - 05.04.1997, Side 15

Morgunblaðið - 05.04.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 15 LANDIÐ Félagsmenn Iðju felldu nýgerða kjarasamninga FÉLAGAR í Iðju, félagi verksmiðju- fólks, felldu nýgerða kjarasamn- inga í atkvæðagreiðslu sem lauk á fimmtudagskvöld. Starfsfólk afurðastöðva í mjólk- uriðnaði, starfsmenn Iðju í Mjólkur- samlagi KEA, kolfelldi nýgerða kjarasamninga. Alls voru 34 á kjör- skrá, 31 greiddi atkvæði eða 91%, 27 eða 87,1% sögðu nei en já sögðu 4, eða 12,9%. Líklega kosið aftur Á kjörskrá vegna kjarasamnings Iðju og Vinnuveitendasambands Is- lands voru 440 manns, en þar af greiddi 241 atkvæði. Alls 102 vildu samþykkja samninginn, eða 41%, en á móti voru 130, eða 56,2%. Sjö seðlar voru auðir eða ógildir. Þorsteinn E. Arnórsson, formað- ur Iðju, sagði að á fimmtudag hefðu vinnuveitendur boðið breyt- ingar á samningum í samræmi við það sem aðrir hópar sem síðar sömdu höfðu fengið, en ekki unnist tími til að kynna breytingar á kja- rasamningnum auk þess sem at- kvæðagreiðsiu félagsmanna lauk þá um kvöldið. Boðað hefur verið til félagsfund- ar í Iðju á morgun, sunnudag, í Alþýðuhúsinu og hefst hann kl. 14. Þorsteinn sagðist ætla að heyra hljóðið í félagsmönnum og hvað það væri helst sem þeir hefðu við samn- inginn að athuga. í ljósi breytinga á kjarasamningnum taldi Þorsteinn líklegt að kosið yrði að nýju í næstu viku. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Sjö stelpur í Samkomuhúsinu LEIKFÉLAG Menntaskólans á Ak- ureyri frumsýnir í kvöld, laugar- dagskvöldið 5. apríl, leikritið Sjö stelpur eftir Erik Torsteinsson. Leik- stjóri er Guðbjörg Thoroddsen. Leikritið ijallar um sjö stúlkur sem dvelja á áfangaheimili í kjölfar áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Lífs- hlaup þeirra er rifjað upp í leikritinu og fjallað um samskipti þeirra á milli og við starfsfólk heimilisins. „Þetta er okkar innlegg í áróður gegn vímuefnaneyslu," segir Hadda Hreiðarsdóttir einn leikaranna. Edda Hrönn Sveinsdóttir, Berg- lind Gylfadóttir, Berglind Karlsdótt- ir, Freyja Dögg Frímannsdóttir, Hadda Hreiðarsdóttir, Hildur Frið- riksdóttir og Steinunn Sigfúsdóttir fara með hlutverk stúlknanna. Harpa E. Haraldsdóttir leikur gæslu- konu og þeir Grétar Orri Kristins- son, Hólmar Örn Finnsson, Hilmar Kristjánsson og Snorri Örn Clausen leika starfsmenn heimilisins. Alls taka um tuttugu manns þátt í upp- færslu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri á Sjö stelpum. Leikritið er sýnt í Samkomuhús- inu á Akureyri. Önnur sýning verður mánudagskvöldið 7. apríl, en sýning- ar verða einnig 8., 9., 11. og 12. apríl. Allar sýningar hefjast kl. 20.30. Miðaverð er 500 krónur. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ÁRNI HaHdórsson bóndi í Garði í Mývatnssveit í fjárhúsunum með nýju ristunum. Á minni myndinni má sjá stærðarhlutföllin í nýju járnristunum. Reynir nýj a gerð af járnristum undir sauðfé Vaðbrekka, Jökuldal - Árni Hall- dórsson, bóndi í Garði í Mývatns- sveit, er að reyna nýja gerð af járnristum undir sauðfé sitt. Árni keypti á síðasta hausti nýjar sink- húðaðar járnristar í öll fjárhúsin hjá sér, þessar nýju ristar eru með möskva 14 sinnum 50 milli- metrar og 25 millimetra þykkar. Þessir 25 millimetrar í þykkt- inni eru járn sem ná í alla Iengd- ina á ristinni og eru tveggja milli- metra breið. hægt er að fá lengd- ir áristunum eftir hentugleikum en Árni lætur lengd ristanna ráð- ast af breidd krónna hjá sér og er með bæði 180 sentimetra og 240 sentimetra breiðar krær. Grindurnar svigna ekki til baga þótt þær séu 240 sentimetra lang- ar,að sögn Árna. Árni segir þessar nýju ristar slíta klaufum fjárins hæfilega, og séu ekki dýrari en fyrri gerðir af ristum þegar upp sé staðið því viðhald hafi verið mikið á gömlu timburristunum. Þær hafi þurft að endurnýja á 5-10 ára fresti og eldri járnristar á 10 ára fresti. Þessar nýju ristar eigi hinsvegar að endast aldur fjárhúsanna. Heynýting sé einnig góð á þessum nýju ristum þar sem þær haldist svo hreinar og þurrar að ærnar éti allt hey upp af þeim sem nið- ur á þær slæðist, sagði Árni. FRÁ afhendingu mótmælaundirskriftanna. Á myndinni eru Jón- asína Skarphéðinsdóttir, Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Kristbjörg Jónasdóttir og Guðmundur Bjarnason. Þingeying-- ar mótmæla niðurskurði Húsavík - Þingeyingar, 1.143 að tölu, hafa að tilhlutan Kvenfélags Húsavíkur undirritað mótmæli gegn þeim áætlunum ríkisstjórnarinnar að rýra fjárveitingar til Sjúkrahúss Þingeyinga frekar en orðið er. Jóhanna Aðalsteinsdóttir afhenti landbúnaðar- og umhverfisráð- herra, Guðmundi Bjarnasyni, sem hér var í heimahögum á Húsavík um páskana, mótmælaundirskrift- irnar sem hljóða svo: „Við undirrituð mótmælum þeim áætlunum ríkisstjórnarinnar að rýra fjárveitingar til Sjúkrahúss Þingeyinga frekar er orðið er. Ef heldur sem horfír verður óhjá- kvæmilega að draga svo úr þjón- ustu á Sjúkrahúsinu að til vand- ræða horfir fyrir sjúka, aldraða og verðandi mæður. Má þá segja að við séum verr sett hér en fyrir 30-40 árum. Þessum niðurstöðum unum við ekki enda hætt við að þær stuðli að fólksflótta frá Húsavík og úr nágrannabyggðum." Ráðherra tók við þessum undir- skriftum með þeim orðum að mál væru öll í athugun og nefnd frá heilbrigðisráðuneytinu hefði nýlega verið á Húsavík til að kynna sér nánar ástand mála hér í héraði. Hann sagðist mundi koma þessu erindi í hendur viðkomandi aðila, ríkisstjórnar og þingmanna kjör- dæmisins. Messur Morgunblaðið/Egill Egilsson MOKA þurfti frá slökkviliðsbílnum til að koma honum áfram. Kviknaði í bókahillu AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í kirkjunni kl. 11 á morg- un. Öll börn velkomin, munið kirkju- bílana. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Svavar A. Jónsson messar. Aðal- safnaðarfundur Akureyrarsóknar eftir messu. Æskulýðsfundur í kap- ellu kl. 17. Biblíulestur í safnaðar- heimili kl. 20.30. á mánudagskvöld. Mömmumorgunn frá kl. 10 til 12 á miðvikudag í safnaðarheimili. Fyrir- bænaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 17.15 á fimmtudag. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- koma verður kl. 11 á sunnudag. Foreldrar hvattir til að fjölmenna með börnum sínum. Messa kl. 14 sama dag. Fundur æskulýðsfélags- ins kl. 20 um kvöldið. Ath. breyttan tíma. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, unglinga- klúbbur kl. 16, almenn samkoma kl. 20. Heimilasambandið kl. 16 á mánudag. Krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag, biblía og bæn kl. 20.30 sama dag. Eilefu plús mínus kl. 17 á fimmtudag, hjálparflokkur kl. 20.30 sama dag. Allir velkomnir. H VÍTASUNNUKIRKJ AN: Sam- koma í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30. Mike Bellamy forstöðumaður Vinyard kirkjunnar á Keflavíkurflug- velli mun predika orð Guðs. Safnað- arsamkoma, brauðsbrotning kl. 11 á sunnudag. Samkoma kl. 14, ræðu- maður verður Mike Bellamy. Mikill og fjölbreyttur söngur. Bænastundir mánudags- miðvikudags- og föstu- dagsmorgna, frá 6-7 í næstu viku. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með orð úr ritn- ingunni sem gefa huggun og von. KFUM og K, Sunnuhlíð: Almenn samkoma kl. 20.30 á morgun, sunnudag. Ræðumaður Skúli Svav- arsson kristniboði. Allir velkomnir. SJÓNARHÆÐ, Hafnarstræti 63: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudaginn 6. apríl. Almenn samkoma sama dag kl. 17 á Sjónarhæð. Barnafundur á Sjónarhæð kl. 18 á mánudag. Ungl- ingafundur á Sjónarhæð kl. 20.30 á föstudag. Flateyri - Tilkynnt var um eld að bænum Hóli í innanverðum Önund- arfirði á páskadag. Reyndist eldurinn vera í bókahillu. Slökkvilið ísafjarðar og Flateyrar voru ræst út og voru komin innan stundar á staðinn. Fimm manns voru í húsinu og urðu engin meiðsl á mönnum. Greið- lega gekk að slökkva eldinn, og voru húsráðendur búnir að ráða nið- urlögum hans þegar slökkviliðið var mætt á staðinn. Eldsupptök eru ókunn. Að slökkvistörfum loknum tókst ekki betur til en svo að bíll frá slökkviliði ísafjarðar komst hvergi og þurftu menn því að grípa til skófl- unnar og byrja að moka krapann sem bíllinn stóð fastur í. Það hafð- ist að lokum. Talsverð ófærð á Ströndum Litlu-Ávík - Allmikill snjór er kominn hér í sveit sérstaklega eft- ir síðasta hret 25. og 26. mars. Þar af leiðandi hefur verið mikill snjómokstur en reynt er að halda veginum opnum frá Gjögursflug- velli og til Norðurfjarðar helst tvisvar í viku en þetta er um 20 km leið. Þessi mokstur hefur tekist yfír- leitt á einum degi með vélskóflu og traktor með blásara en nú eftir síðasta norðanáhlaup tókst að opna á fjórða degi og kallast gott því snjórinn var í miklum sköflum á veginum og mikil göng víða eftir moksturinn. Dráttarvélin með blásaranum er líka notuð við að halda flugvellin- um opnum og hefur það forgang fyrir vegmokstri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.