Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Almannavarnaæfing á vegum Friðarsamstarfs Atlantshafsbandalagsins Sveitir frá 20 ríkjum taka þátt í Samverði ’97 Morgunblaðið/Kristinn HALLDÓR Ásgrímsson kynnir almannavarnaæfinguna Samvörð ’97 á blaðamannafundi í gær. Til hægri er Þórður Ægir Óskarsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, og í baksýn Friðrik Jónsson deildarsérfræðingur. HER- og björgunarsveitir frá tuttugu ríkjum munu taka þátt í almannavarnaæfingunni Sam- verði ’97, sem haldin verður hér á landi í júlí á komandi sumri. Æfingin er fyrsta almannavarna- æfingin á vegum Friðarsam- starfs Atlantshafsbandalagsins og jafnframt umfangsmesta al- mannavarnaæfing, sem haldin hefur verið hér á landi. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra greindi frá því á blaða- mannafundi í gær að ríkin, sem tækju þátt í æfingunni, væru auk íslands: Austurríki, Bandaríkin, Belgía, Danmörk, Eistland, Finn- land, Kanada, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Rúmenía, Rússland, Sviss, Svíþjóð, Tékk- land, Úkraína, Ungverjaland og Þýzkaland. Fyrsta æfingin með þátttöku Sviss Þetta verður fyrsta marghliða Friðarsamstarfsæfingin, sem Rússland tekur þátt í og fyrsta æfingin með þátttöku Sviss, en stutt er síðan Sviss gerðist aðili að Friðarsamstarfmu. „Við teljum að hér sé um mikil- vægan atburð að ræða,“ sagði Halldór Ásgrímsson. „Æfingin hefur vakið mikinn áhuga og ánægju meðal samstarfsþjóða okkar. Með þessu erum við að leggja mikið af mörkum í þessu samstarfi, jafnframt því sem við teljum okkur hafa hrundið af stað æfingu, sem skipti máli fyrir landið og sýni ljóslega að sam- starfið í NATO gengur ekki ein- vörðungu út á öryggi borgaranna að því er varðar hervamir og herafla, heldur einnig öryggi borgaranna í víðara samhengi." í forsendum æfing- arinnar er gert ráð fyr- ir að öflugur jarð- skjálfti hafi riðið yfir Suðvesturland með til- heyrandi manntjóni og eyðileggingu og að ríkisstjóm íslands óski eftir alþjóðlegri að- stoð. Æfingin, að meðtöldum flutningum til og frá landinu, fer fram 19.-31. júlí, en sjálf vett- vangsæfingin verður 25.-27. júlí. Um 1.200 þátttakendur Alls er gert ráð fyrir um 600 íslenzkum þátttakendum í æfing- unni, en þeir eru m.a. björgunar- sveitir, lögregla, slökkvilið, starfsfólk sjúkrahúsa, yfirstjórn almanna- varna, almannavarna- nefndir, Landhelg- isgæzlan, Flugmála- stjórn, Veðurstofan, veitustofnanir, Rauði krossinn, Yfirdýralæknisembættið og Vegagerðin. Þátttakendur frá ríkjum Evr- ópu verða um 500 og frá Banda- ríkjunum u.þ.b. 100. Alls taka því um 1.200 manns þátt í æf- ingunni. Um 400 erlendir þátt- takendur munu dvelja í íþrótta- húsinu, Fjölbrautaskólanum og Holtaskóla í Reykjanesbæ með- an á æfingunni stendur. Færanlegt rússneskt sjúkrahús með í för Kostnaður íslenzka ríkisins af æfingunni er um átta milljónir króna. Flutningur til og frá landinu greiðist af þátttökuríkjunum sjálfum og leggja Kanadamenn m.a. til flug- vélar til að flytja þátttakendur frá Austur-Evrópu til landsins. NATO greiðir fæði og akstur. íslenzk stjómvöld kosta gistingu erlendra þátttakenda í Reykjanesbæ. Vamarliðið, NATO og ísland greiða skipulags- og undirbún- ingskostnað og björgunarsveitir greiða kostnað við eigin þátttöku. Á meðal tækjabúnaðar, sem fluttur verður til landsins vegna æfingarinnar, er flytjanlegt rúss- neskt sjúkrahús, búið skurð- og röntgentækj- um, ellefu björgunar- þyrlur frá fjórum ríkj- um, fjórar flutninga- flugvélar frá þremur ríkjum, norskt varðskip, sjúkra- bílar og slökkvibílar, sem fiuttir verða hingað flugleiðis, og flytj- anleg neyðarskýli. Rússland og Sviss með í fyrsta skipti Sex hundruð íslendingar taka þátt rrn 11 rfl rrn i Q7f1 lárusþ.valoimarssoii,framkvæmdastjúri UUL I IuU'UUL Iu/U JÓHANNÞÓRBftRSQN,HRL.LÖBGILTURFASTEISNASALI. Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Stór og góð - gott vinnupláss við Kirkjuteig: 4ra herb. ibúð á 2. hæð 117,9 fm nettó. Nýtt gler o.fl. Stórar stofur. Góður bilskúr. Vinnupláss um 40 fm. Ræktuð lóð með háum trjám. Vinsamlegast leítið nánari upplýsinga. Glæsileg eign - gott verð - skipti Rúmgott raðhús með sólríkri 6 herb. úrvalsíbúð á tveimur hæðum skammt frá Árbæjarskóla. Kjallari. Mjög gott viðarklætt húsnæði. Skipti möguleg. Tilboð óskast. Útborgun kr. 500 þús. Nýendurbyggð 2ja herb. risíb. i reisulegu steinhúsi, skammt frá Sundhöll Reykjavíkur. Nýtt eldhús. Nýtt sturtubað með sérþvottaaðstöðu. Leiðslur og lagnir í húsinu eru nýjar, Lækkað verð - frábær kjör Góð sólrík 3ja herb. íb. á 2. hæð rúmir 80 fm á vinsælum stað í vesturborginni. Góð geymsla í kj. Ágæt nýstandsett sameign. 3ja-4ra herb. íbúð óskast á 1. hæð eða jarðhæð við Bústaðaveg/inni í Sundum/nágr. Sérinng. æskilegur. Lyftuhús - bílhýsi - útsýni Stór og góð 3ja-4ra herb. íbúð óskast í lyftuhúsi helst í vesturborginni. Rétt eign staðgreidd. • • • Opiðídag kl. 10-14. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. Vinsamlega leitið upplýsinga ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150-5521370 Fimm sækja um Garðaprestakall FIMM umsóknir bárust Biskupsstofu um embætti sóknarprests í Garða- prestakalli í Kjalamesprófastsdæmi. Ein umsókn barst um Ljósavatns- prestakall. Umsóknarfrestur um stöðu að- stoðarprests í Hallgrímssókn og sjúkrahússprests í Kaupmannahöfn stendur til 15. apríl. Um Garðasókn sóttu: Séra Bjarni Karlsson í Vestmannaeyjum, Hans Markús Hafsteinsson guðfræðingur, séra Kristján Bjömsson á Hvamms- tanga, séra Yrsa Þórðardóttir fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austur- landi og séra Örn Bárður Jónsson fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar. Um Ljósavatnsprestakall, en prestssetrið er á Hálsi í Fnjóskadal, sótti séra Arnaldur Bárðarson á Raufarhöfn. Þá er laus til umsóknar ein staða prests í Reykjavík, staða aðstoðar- prests í Hallgrímssókn. Séra Ragnar Fjalar Lárusson prófastur verður sjötugur á árinu og hyggst láta af embætti 1. júií. Eins og í öðrum tvímenningsprestaköllum sem losna um þessar mundir verður ráðið þar í stöðu aðstoðarprests. Þá hefur einnig verið auglýst staða sjúkrahúsprests í Kaupmanna- höfn. Er það hálf staða sem Trygg- ingastofnun ber kostnað af og fylgir henni hálf staða prests íslendinga í Gautaborg. Óskað var eftir þessari breytingu vegna aukinnar þjónustu fyrir þá sem fara þangað vegna líf- færaflutninga. Fyrir er staða sendi- ráðsprests í Kaupmannahöfn og verða þessar stöður að einhverju leyti sameinaðar þegar ráðningar- tími séra Lárusar Þ. Guðmundssonar núverandi sendiráðsprests rennur út á næsta ári. Fleiri prestsembætti að losna Völ verður á fleiri prestsembætt- um á höfuðborgarsvæðinu á árinu. Má þar nefna til dæmis að fjárveit- ing fyrir stöðu aðstoðarprests í Garðasókn fæst um mitt ár og staða sóknarprests Grensásprestakalls losnar á árinu þegar séra Halldór Gröndal verður sjötugur. Elín Hirst ráðgjafi á ritstjórn DV ELÍN Hirst, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, hefur tekið að sér tíma- bundið ráðgjafarverkefni fyrir DV. Að sögn Elínar er verkefnið fólgið í því að koma með nýjar hugmyndir í tengslum við frétta- öflun og fréttavinnslu á ritstjórn og hefur hún verið ráðin til þriggja mánaða. „Það stendur þannig á hjá mér að ég er að vinna að heimildar- mynd sem heitir „Spænska veikin 1918“ og bíð og vona að ég fái úthlutun úr Menningarsjóði út- varpsstöðva, þannig að þetta er einskonar millibilsástand. Þegar Eyjólfur Sveinsson, framkvæmda- stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, kom að máli við mig varðandi þetta til- tekna verkefni féllst ég á að taka það að mér í þijá mánuði,“ segir Elín í samtali við Morgunblaðið, en hún hefur störf á DV á mánu- daginn. Elín er ekki með öllu ókunnug ritstjórn DV, en hún starfaði þar sem blaðamaður fyrir tólf árum. „Mér sýnist nú að fréttamennska almennt byggist upp á sömu atrið- um sama hvort um er að ræða ljósvakamiðla eða prentmiðla. Þannig að ég bý að þeirri reynslu sem ég hef aflað mér á ferli mín- um og vona að hún geti komið að einhverjum notum, þeir virðast a.m.k. telja það á ritstjórn DV,“ segir hún. -----♦ ♦ ♦---- Samskipti lögreglu og Franklíns Steiner Yfirheyrslur hefjast eftir 2-3 vikur „VIÐ erum að afla gagna um málið, en yfirheyrslur hefjast lík- lega eftir tvær til þrjár vikur,“ sagði Atli Gíslason, settur rann- sóknarlögreglustjóri. Atli fer með opinbera rannsókn á samskiptum lögreglunnar í Reykjavík og Franklíns Kristins Steiner, sem grunaður hefur verið og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli. Atla til fulltingis hafa verið til- kvaddir þrír aðstoðarmenn, Gunn- laugur Snævar, fyrrverandi kenn- ari við Lögregluskólann, Þorgrím- ur Óli Sigurðsson, rannsóknarlög- reglumaður á Selfossi, og Svala Hilmarsdóttir, lögfræðingur. Opinber rannsókn kemur í kjöl- far tímaritsgreinar, þar sem lög- reglan í Reykjavík var m.a. borin þeim sökum að hafa haldið hlífí- skildi yfir Franklín Steiner og meintri eiturlyfjasölu hans. -----♦—♦_♦---- Reykjanesbraut Vitni að árekstrinum gefi sig fram LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar eftir að hafa tal af vitnum, sem sáu aðdraganda árekstrar á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð á mánudag, 31. mars. Hjón og sex ára sonur þeirra, sem voru í öðrum bílnum, voru enn í lífshættu síð- degis í gær. Areksturinn varð kl. 19.05. Hjónin og barn þeirra voru í bláum Peugeot-bíl, en hinn bíllinn var svartur BMW.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.