Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Almannavarnaæfing á vegum Friðarsamstarfs Atlantshafsbandalagsins
Sveitir frá 20 ríkjum
taka þátt í Samverði ’97
Morgunblaðið/Kristinn
HALLDÓR Ásgrímsson kynnir almannavarnaæfinguna Samvörð ’97 á blaðamannafundi í gær.
Til hægri er Þórður Ægir Óskarsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins, og í baksýn Friðrik Jónsson deildarsérfræðingur.
HER- og björgunarsveitir frá
tuttugu ríkjum munu taka þátt
í almannavarnaæfingunni Sam-
verði ’97, sem haldin verður hér
á landi í júlí á komandi sumri.
Æfingin er fyrsta almannavarna-
æfingin á vegum Friðarsam-
starfs Atlantshafsbandalagsins
og jafnframt umfangsmesta al-
mannavarnaæfing, sem haldin
hefur verið hér á landi.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra greindi frá því á blaða-
mannafundi í gær að ríkin, sem
tækju þátt í æfingunni, væru auk
íslands: Austurríki, Bandaríkin,
Belgía, Danmörk, Eistland, Finn-
land, Kanada, Lettland, Litháen,
Noregur, Pólland, Rúmenía,
Rússland, Sviss, Svíþjóð, Tékk-
land, Úkraína, Ungverjaland og
Þýzkaland.
Fyrsta æfingin
með þátttöku Sviss
Þetta verður fyrsta marghliða
Friðarsamstarfsæfingin, sem
Rússland tekur þátt í og fyrsta
æfingin með þátttöku Sviss, en
stutt er síðan Sviss gerðist aðili
að Friðarsamstarfmu.
„Við teljum að hér sé um mikil-
vægan atburð að ræða,“ sagði
Halldór Ásgrímsson. „Æfingin
hefur vakið mikinn áhuga og
ánægju meðal samstarfsþjóða
okkar. Með þessu erum við að
leggja mikið af mörkum í þessu
samstarfi, jafnframt því sem við
teljum okkur hafa hrundið af stað
æfingu, sem skipti máli fyrir
landið og sýni ljóslega að sam-
starfið í NATO gengur ekki ein-
vörðungu út á öryggi borgaranna
að því er varðar hervamir og
herafla, heldur einnig öryggi
borgaranna í víðara samhengi."
í forsendum æfing-
arinnar er gert ráð fyr-
ir að öflugur jarð-
skjálfti hafi riðið yfir
Suðvesturland með til-
heyrandi manntjóni og
eyðileggingu og að ríkisstjóm
íslands óski eftir alþjóðlegri að-
stoð. Æfingin, að meðtöldum
flutningum til og frá landinu, fer
fram 19.-31. júlí, en sjálf vett-
vangsæfingin verður 25.-27.
júlí.
Um 1.200
þátttakendur
Alls er gert ráð fyrir um 600
íslenzkum þátttakendum í æfing-
unni, en þeir eru m.a. björgunar-
sveitir, lögregla, slökkvilið,
starfsfólk sjúkrahúsa,
yfirstjórn almanna-
varna, almannavarna-
nefndir, Landhelg-
isgæzlan, Flugmála-
stjórn, Veðurstofan,
veitustofnanir, Rauði krossinn,
Yfirdýralæknisembættið og
Vegagerðin.
Þátttakendur frá ríkjum Evr-
ópu verða um 500 og frá Banda-
ríkjunum u.þ.b. 100. Alls taka
því um 1.200 manns þátt í æf-
ingunni. Um 400 erlendir þátt-
takendur munu dvelja í íþrótta-
húsinu, Fjölbrautaskólanum og
Holtaskóla í Reykjanesbæ með-
an á æfingunni stendur.
Færanlegt rússneskt
sjúkrahús með í för
Kostnaður íslenzka
ríkisins af æfingunni
er um átta milljónir
króna. Flutningur til og
frá landinu greiðist af
þátttökuríkjunum sjálfum og
leggja Kanadamenn m.a. til flug-
vélar til að flytja þátttakendur frá
Austur-Evrópu til landsins. NATO
greiðir fæði og akstur. íslenzk
stjómvöld kosta gistingu erlendra
þátttakenda í Reykjanesbæ.
Vamarliðið, NATO og ísland
greiða skipulags- og undirbún-
ingskostnað og björgunarsveitir
greiða kostnað við eigin þátttöku.
Á meðal tækjabúnaðar, sem
fluttur verður til landsins vegna
æfingarinnar, er flytjanlegt rúss-
neskt sjúkrahús, búið
skurð- og röntgentækj-
um, ellefu björgunar-
þyrlur frá fjórum ríkj-
um, fjórar flutninga-
flugvélar frá þremur
ríkjum, norskt varðskip, sjúkra-
bílar og slökkvibílar, sem fiuttir
verða hingað flugleiðis, og flytj-
anleg neyðarskýli.
Rússland og
Sviss með í
fyrsta skipti
Sex hundruð
íslendingar
taka þátt
rrn 11 rfl rrn i Q7f1 lárusþ.valoimarssoii,framkvæmdastjúri
UUL I IuU'UUL Iu/U JÓHANNÞÓRBftRSQN,HRL.LÖBGILTURFASTEISNASALI.
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Stór og góð - gott vinnupláss
við Kirkjuteig: 4ra herb. ibúð á 2. hæð 117,9 fm nettó. Nýtt gler o.fl.
Stórar stofur. Góður bilskúr. Vinnupláss um 40 fm. Ræktuð lóð með
háum trjám. Vinsamlegast leítið nánari upplýsinga.
Glæsileg eign - gott verð - skipti
Rúmgott raðhús með sólríkri 6 herb. úrvalsíbúð á tveimur hæðum
skammt frá Árbæjarskóla. Kjallari. Mjög gott viðarklætt húsnæði.
Skipti möguleg. Tilboð óskast.
Útborgun kr. 500 þús.
Nýendurbyggð 2ja herb. risíb. i reisulegu steinhúsi, skammt frá
Sundhöll Reykjavíkur. Nýtt eldhús. Nýtt sturtubað með
sérþvottaaðstöðu. Leiðslur og lagnir í húsinu eru nýjar,
Lækkað verð - frábær kjör
Góð sólrík 3ja herb. íb. á 2. hæð rúmir 80 fm á vinsælum stað í
vesturborginni. Góð geymsla í kj. Ágæt nýstandsett sameign.
3ja-4ra herb. íbúð
óskast á 1. hæð eða jarðhæð við Bústaðaveg/inni í Sundum/nágr.
Sérinng. æskilegur.
Lyftuhús - bílhýsi - útsýni
Stór og góð 3ja-4ra herb. íbúð óskast í lyftuhúsi helst í
vesturborginni. Rétt eign staðgreidd.
• • •
Opiðídag kl. 10-14.
Fjöldi fjársterkra
kaupenda.
Margskonar eignaskipti.
Vinsamlega leitið upplýsinga
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 5521150-5521370
Fimm sækja um
Garðaprestakall
FIMM umsóknir bárust Biskupsstofu
um embætti sóknarprests í Garða-
prestakalli í Kjalamesprófastsdæmi.
Ein umsókn barst um Ljósavatns-
prestakall.
Umsóknarfrestur um stöðu að-
stoðarprests í Hallgrímssókn og
sjúkrahússprests í Kaupmannahöfn
stendur til 15. apríl.
Um Garðasókn sóttu: Séra Bjarni
Karlsson í Vestmannaeyjum, Hans
Markús Hafsteinsson guðfræðingur,
séra Kristján Bjömsson á Hvamms-
tanga, séra Yrsa Þórðardóttir
fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austur-
landi og séra Örn Bárður Jónsson
fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar. Um
Ljósavatnsprestakall, en prestssetrið
er á Hálsi í Fnjóskadal, sótti séra
Arnaldur Bárðarson á Raufarhöfn.
Þá er laus til umsóknar ein staða
prests í Reykjavík, staða aðstoðar-
prests í Hallgrímssókn. Séra Ragnar
Fjalar Lárusson prófastur verður
sjötugur á árinu og hyggst láta af
embætti 1. júií. Eins og í öðrum
tvímenningsprestaköllum sem losna
um þessar mundir verður ráðið þar
í stöðu aðstoðarprests.
Þá hefur einnig verið auglýst
staða sjúkrahúsprests í Kaupmanna-
höfn. Er það hálf staða sem Trygg-
ingastofnun ber kostnað af og fylgir
henni hálf staða prests íslendinga í
Gautaborg. Óskað var eftir þessari
breytingu vegna aukinnar þjónustu
fyrir þá sem fara þangað vegna líf-
færaflutninga. Fyrir er staða sendi-
ráðsprests í Kaupmannahöfn og
verða þessar stöður að einhverju
leyti sameinaðar þegar ráðningar-
tími séra Lárusar Þ. Guðmundssonar
núverandi sendiráðsprests rennur út
á næsta ári.
Fleiri prestsembætti að losna
Völ verður á fleiri prestsembætt-
um á höfuðborgarsvæðinu á árinu.
Má þar nefna til dæmis að fjárveit-
ing fyrir stöðu aðstoðarprests í
Garðasókn fæst um mitt ár og staða
sóknarprests Grensásprestakalls
losnar á árinu þegar séra Halldór
Gröndal verður sjötugur.
Elín Hirst
ráðgjafi á
ritstjórn
DV
ELÍN Hirst, fyrrum fréttastjóri
Stöðvar 2, hefur tekið að sér tíma-
bundið ráðgjafarverkefni fyrir
DV. Að sögn Elínar er verkefnið
fólgið í því að koma með nýjar
hugmyndir í tengslum við frétta-
öflun og fréttavinnslu á ritstjórn
og hefur hún verið ráðin til þriggja
mánaða.
„Það stendur þannig á hjá mér
að ég er að vinna að heimildar-
mynd sem heitir „Spænska veikin
1918“ og bíð og vona að ég fái
úthlutun úr Menningarsjóði út-
varpsstöðva, þannig að þetta er
einskonar millibilsástand. Þegar
Eyjólfur Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, kom
að máli við mig varðandi þetta til-
tekna verkefni féllst ég á að taka
það að mér í þijá mánuði,“ segir
Elín í samtali við Morgunblaðið,
en hún hefur störf á DV á mánu-
daginn.
Elín er ekki með öllu ókunnug
ritstjórn DV, en hún starfaði þar
sem blaðamaður fyrir tólf árum.
„Mér sýnist nú að fréttamennska
almennt byggist upp á sömu atrið-
um sama hvort um er að ræða
ljósvakamiðla eða prentmiðla.
Þannig að ég bý að þeirri reynslu
sem ég hef aflað mér á ferli mín-
um og vona að hún geti komið
að einhverjum notum, þeir virðast
a.m.k. telja það á ritstjórn DV,“
segir hún.
-----♦ ♦ ♦----
Samskipti lögreglu
og Franklíns Steiner
Yfirheyrslur
hefjast eftir
2-3 vikur
„VIÐ erum að afla gagna um
málið, en yfirheyrslur hefjast lík-
lega eftir tvær til þrjár vikur,“
sagði Atli Gíslason, settur rann-
sóknarlögreglustjóri. Atli fer með
opinbera rannsókn á samskiptum
lögreglunnar í Reykjavík og
Franklíns Kristins Steiner, sem
grunaður hefur verið og dæmdur
fyrir fíkniefnamisferli.
Atla til fulltingis hafa verið til-
kvaddir þrír aðstoðarmenn, Gunn-
laugur Snævar, fyrrverandi kenn-
ari við Lögregluskólann, Þorgrím-
ur Óli Sigurðsson, rannsóknarlög-
reglumaður á Selfossi, og Svala
Hilmarsdóttir, lögfræðingur.
Opinber rannsókn kemur í kjöl-
far tímaritsgreinar, þar sem lög-
reglan í Reykjavík var m.a. borin
þeim sökum að hafa haldið hlífí-
skildi yfir Franklín Steiner og
meintri eiturlyfjasölu hans.
-----♦—♦_♦----
Reykjanesbraut
Vitni að
árekstrinum
gefi sig fram
LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar
eftir að hafa tal af vitnum, sem
sáu aðdraganda árekstrar á
Reykjanesbraut við Hafnarfjörð á
mánudag, 31. mars. Hjón og sex
ára sonur þeirra, sem voru í öðrum
bílnum, voru enn í lífshættu síð-
degis í gær.
Areksturinn varð kl. 19.05.
Hjónin og barn þeirra voru í bláum
Peugeot-bíl, en hinn bíllinn var
svartur BMW.