Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Arnar Karl Bragason var fæddur á Hvamms- tanga þann 17. des- ember 1977. Hann lést á Hvamms- tanga 27. mars síð- astliðinn. Móðir hans er Laufey Margrét Jóhannes- dóttir, sjúkraliði í Reykjavík, sambýl- , ismaður hennar er Leifur Hákonar- son. Faðir hans er Bragi Arason, vöruflutningabíl- stjóri á Hvammstanga, sambýl- iskona hans er Sveina Guð- Frá því að barn lítur fyrst dags- ins ljós miðast líf þess við að raða saman ýmsum minningum um fólk sem okkur er kæ:t og eftirminni- lega atburði. Að lokum myndar það eina heild og má því líkja lífinu við eitt eilífðar púsluspil. Púsluspilið gengur sinn vanagang alit þar til ævi okkar er öll. Sá hluti af gangi h'fsins, sem við eigum hvað erfiðast með að sætta okkur við, er þegar eitt púslið er tekið. Púsl, sem að því er virtist átti eftir að vera lengi hjá okkur, og sem ekkert getur komið í staðinn fyrir. Með tíð og tíma lærist okkur samt að meta púslið okkar að nýju, því þó að hluta þess vanti þá lifir áfram minningin um það í hjarta okkar. \rú hefur skapast tómarúm í lífi margra því Arnar Karl, náinn vinur og félagi minn, hefur lokið hlut- verki sínu í þessu lífi. Betri vin en Arnar er vart hægt að finna. Alltaf var hann til staðar fyrir mann ef þess þurfti. Arnar var ekki heldur sú persóna sem fór framhjá manni því hann var að ölium jafnaði í góðu skapi og svo hress að það geisiaði hreint af hon- um. Hann var líka duglegur að finna spaugilegar hliðar á öilum hlutum og sá yfirleitt líka eitthvað gott í fari allra. Einn af hans bestu kostum var sá hversu hreinskilinn hann var. Ef honum fannst að eitt- hvað mætti betur fara þá lét hann það bara flakka, þó það væri kannski ekki beint það sem maður vonaðist til þess að heyra. Arnar „ var líka sérstaklega umhyggjusam- ur í garð Kolbrúnar systur sinnar og ekkert óvanalegt að hann hefði verið að föndra með henni eða eitt- hvað því um líkt þegar maður heyrði í honum. Eitt lýsandi dæmi um Arnar var þegar hann ákvað einn snjóþungan vetur að kaupa sér snjósleða. Hann var meðal annars búinn að íhuga að kaupa gamlan sleða af Björgun- arsveitinni með ýmsum aukagræj- um. Svo leið og beið án þess að nokkuð gerðist í þessu máli. Ég var því búinn að ákveða að hann væri hættur við öll snjósleðakaup. Eitt kvöldið hringir Arnar svo í mig afar grobbinn því hann var sko 'ibúinn að festa kaup á snjósleða. Þegar ég leit svo fyrst á þennan langþráða snjósleða hans féllust mér hendur. Annað eins skran hafði ég vart augum litið en sleðinn virk- aði þó. Hann keypti sér a.m.k. snjó- sleða eins og hann hafði sagt. Elsku Arnar. Söknuðurinn er óumræðanlega mikill en huggunin er sú að ég veit að minningarnar verða ekki teknar frá mér. Ég vona að þér líði betur núna. Foreldrum Arnars og systkinum, Kára, Sveini og Kollu, votta ég rnína dýpstu samúð og megi Guð styrkja þau öll vegna þessa mikla missis. Elín Jóna. Og því varð allt svq hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. v Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. björg Ragnarsdótt- ir. Systkini Arnars eru Jóhannes Kári, Sveinn Ingi og Kol- brún. Að loknu grunnskólanámi vann Arnar sem verkamaður hjá Meleyri hf. og víð- ar. Hann starfaði einnig mikið með leikflokknum á Hvammstanga. Útför Arnars Karls fer fram frá Hvammstanga- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Nú er dugmikill vinur og félagi farinn frá okkur. Kraftmikill drengur sem sárt er að horfa á eftir, en við geymum glaða minn- ingu í hjarta okkar, því þeir er þekktu Arnar Karl, gleyma honum aldrei. Það er minnisstætt hversu táp- mikill og fjörugur Arnar alltaf var. Ætíð hrókur alls fagnaðar og lifði iífinu lifandi. Því kom dánarfregnin eins og þruma úr heiðskíru lofti. Rúm nítján ár eru ekki langur tími í tímans flæði. En þó skilja þau eftir sig margar og góðar minningar sem skjóta upp kollin- um, nú þegar hugsað er tii baka. Og það var margt sem var brallað á þeim tíma sem nú virðast hafa verið eintómir sólskins- og sælu- dagar. Og það var einmitt þannig sem lífið snerist i kringum Arnar. Alltaf eitthvað á dagskrá og drif- krafturinn óþrjótandi. Það var einmitt þessi atorka sem geislaði af Arnari og sogaði að honum vini úr öllum áttum. Vissu- lega var hann áhrifagjarn, en það var einn af hans kostum því hann bjó yfir ótrúlegri aðlögunarhæfni og passaði í hvaða púsluspil sem var. Og alltaf var hann hreinn og beinn og sagði sína meiningu. Skoðanir hans voru ákveðnar og þær duldust engum. Hann hafði óteljandi áhugamál og vildi taka þátt í öllu, prófa allt. Hann var vel liðtækur leikari og ljósmyndasmíð stundaði hann af kappi og var hann driffjöður Ijós- myndaklúbbsins í skólanum. Arnar var stríðinn og hafði gaman af því að koma fólki á óvart með glettnum uppákomum. Minnisstæð er sú undrun og jafn- vel hneykslun sem umlék fólk þeg- ar Arnari datt i hug að láta raka hárið af helmingnum á hausnum á sér, en var síðhærður á hinni hliðinni. Þannig var Arnar; fram- kvæmdi það sem honum datt í hug. Hann var stundum óheflaður á yfirborðinu, en ætíð varðveitti hann barnið í sjálfum sér. Þetta duldist engum sem sá til hans í samskiptum við börn. Alúð, natni og skilningur einkenndu fram- komu hans við smáfólkið, sem svaraði með hlýju brosi og glað- legu hjali. Það er erfitt að finna orð sem lýsa tilfinningum okkar á þessari stundu. Minningin ein felur okkur þann styrk sem við þurfum. Sú bjarta minning, um glaðlegt fas og blik í augum Arnars Karls sem umlykur fjölskyldu og vini á sorgar- stund, eykur von og trú á lífið. Við sendum Ijölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Ljós hans mun lýsa um eilífð. Bekkjarsystkin úr Grunn- skóla Hvammstanga. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Elsku Arnar okkar. Við eigum erfitt með að trúa því að þú sért dáinn. Þú varst mjög góður vinur, gast alltaf komið okk- ur til að brosa. Þú stóðst alltaf við bakið á okkur ef eitthvað kom upp á og það var alltaf hægt að treysta á þig. Við eigum aldrei eftir að gleyma þér og þú munt ætíð verða í hjarta okkar. Það er erfitt að skilja það sem gerst hefur en við verðum og reynum að virða og skilja orðinn hlut. Nú hefur þú Öðlast frið. Maður veit aldrei hvað maður hefur fyrr en maður hefur misst það, og við misstum mikið. Við undirritaðar vottum ykkur, Bragi, Laufey, Kári, Sveinn og Kolbrún og öllum ættingjum og ástvinum Arnars Karls Bragason- ar, okkar innilegustu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minning um yndis- legan dreng mun lifa með okkur um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku Arnar Karl okkar. Hrafnhildur, Hrönn, Jóhanna, Sigríður Elva og Sonja. Síminn hringdi snemma á skír- dagsmorgun og okkur voru fluttar sorgarfréttir. Arnar Karl frændi okkar var dáinn. Svo ungur, svo góður. Við vorum heppnir að fá að kynnast þér, elsku Arnar, en kynni okkar voru alltof stutt. Þú hafðir alltaf tíma til að spjalla við okkur bræður þegar við hittumst á Hvammstanga eða í Reykjavík. Okkur þótti svo vænt um þig og við munum aldrei gleyma þér, elsku Arnar. Minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta okkar. Við biðjum Guð að styrkja og hugga Lullu, Braga, Kára, Svein og Kolbrúnu í þeirra miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Olafur Kári, Markús Bragi og Hafliði Snær. Að morgni skírdags kom Helga dóttir mín og sagði við mig: „Viltu setjast mamma, ég þarf að segja þér sorgarfregn, hann Arnar Karl er dáinn. Ég_ varð sem lömuð — Arnar dáinn! Ég hugsaði til foreldra hans, systkina, alls skyldfólks hans og vina. Verður ekki slík sorg nán- ast óbærileg eða verður þessi sorg- legi missir lærdómsrík reynsla í lífi okkar? Kynni mín af Arnari voru Ijúf og góð, en alltof stutt. Ég átti margar samverustundir með hon- um, einnig var hann vinnufélagi um tíma. Á heimili dóttur minnar og og tengdasonar hitti ég hann, þar átti hann tryggan og góðan vin og vini. I lítilli bók sem vinkona mín gaf mér standa þessi orð: „Vinur minn. Þú væntir aldrei of mikils af mér, þú fagnar þegar mér gengur vel, en álasar mér ekki fyrir að mistakast. Þú veitir mér alla þá hjálp sem þú fnegnar, en meira skiptir þó að þú ert til staðar.“ Það er dimmur skuggi yfír þorp- inu okkar þessa páskahátíð, skuggi sorgar og söknuðar, en von mín er, að koma vorsins og hækkandi sól nái að fjarlægja sorgarskýin smátt og smátt og veiti okkur birtu, huggun og gleði á ný. Elsku Arn- ar, ég minnist þín þegar þú geislað- ir af gleði, þegar þú faðmaðir mig að þér eins og ömmustrákur og ég sagði: „Ég verð alltaf svo glöð í framán þegar ég sé þig, ef ég væri 18 værum við kærustupar." Minningin um þig, vinur, er mér dýrmæt, minning um fallegan og góðan dreng. Við andlát hans í sálu okkar syrti, sérhvert hjarta harmi lostið slær. Ég bið þig guð að bráðum aftur birti, og blessa hann sem okkur var svo kær. (AÁ.) Foreldrum Arnars, systkinum og öllu hans skyldfólki og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð veiti ykkur huggun og styrk í þessari miklu sorg. Anna Ágústsdóttir. Elsku Arnar. Ég sendi þér mína hinstu kveðju, kæri vinur. Vinátta okkar var traust og óijúfanleg. Þökk fyrir allt. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur af skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Samúðarkveðjur til aðstand- enda. Þinn vinur ætíð, Elvar. Elsku Arnar Karl minn. Núna ertu farinn frá okkur en enginn vill trúa því, margar spurn- ingar vakna upp í huga mínum, af hveiju þú? En ég fæ engin svör. Skarð hefur verið höggvið í hjarta mitt sem mun aldrei gróa. Minning- arnar um þig eru alltof fáar en mjög dýrmætar og þær getur eng- inn tekið frá mér. Ég mun ávallt geyma þær í hjarta mínu. Ég veit að núna ert þú kominn á góðan og fallegan stað og ég á eftir að hitta þig aftur. Elsku Lulla, Bragi, Kári, Sveinn og Kolbrún, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiða tíma og ég veit að Guð mun hjálpa ykk- ur og styrkja. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja þig, Arnar Karl minn. Þín vinkona að eilífu, Rebekka Ýr. Á þessum degi kveðjum við Arn- ar Karl Bragason. Mér er svo minn- isstætt þegar ég hitti þig í fyrsta skipti eftir að við pabbi þinn fórum að vera saman. Við hittumst í Kaupfélaginu, þú komst og heilsað- ir mér svo hlýlega, mér þótti svo vænt um það. Það er reyndar svo auðvelt að láta sér þykja vænt um ykkur systkinin. Þú varst mjög fyr- irferðarmikill ungur maður, en hæfileikaríkur og listrænn sem hefur komið enn meira í ljós síðan þú fórst, því þú hafðir verið að yrkja og skrifa þegar þú varst einsamall. Þér gekk ekki alltaf vel að eignast peninga en samt hefur mér verið sagt að stærstu pakkarn- ir hafi samt komið frá þér. Þú gafst alltaf allt sem þú áttir og stundum meira til. Elsku vinur, ég kveð þig núna og býð Guð að geyma þig og fjöl- skyldu þína. Sveina. Sól rís frá foldu birta umlykur allar kvalir burt strýkur. Kristur við tekur hans kærleikur þekur til himna hann leiðir. (Maren Jakobsd.) ARNAR KARL BRAGASON Elsku Amar minn. Mig tekur það sárt að hafa ekki getað kvatt þig áður en þú yfirgafst þennan heim. í huga mér rifja ég bara upp þær stundir sem við áttum saman. Þær vom góðar. Ég man fyrst eftir þér þegar þú og fjölskylda þín bjugguð á Melaveginum. Og svo þegar þú fluttir á Hvammstangabrautina varstu svo vanur að skrifa heimilis- fangið upp í hverfi, að þú skrifaðir það oft eftir að þú fluttir úr hverf- inu. Það er sárt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri góðu stund- irnar með þér en í staðinn þakka ég þér fyrir að hafa þekkt þig í öll þessi ár. Jæja, Arnar minn, ég vona að þú hafir það gott og sért ánægð- ur þarna upp í himninum. Þau Ijós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mestu birtu en brenna líka hraðast og. fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllu sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik G. Þórleifss.) Elsku Bragi, Sveina, Lulla, Leif- ur, Kári, Sveinn og Kolla, okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur og aðra ástvini á hörðum tímum sem þess- um. Hulda Ragnarsdóttir og fjölskylda. Ég hugsa til baka, þar sem ég sit í rökkrinu og ritja upp kynni mín af Arnari Karli Bragasyni og þegar ég horfi í loga kertaljóssins sem er að brenna upp á stofuborð- inu birtast myndirnar hver af ann- arri. Arnar dvaldi um tíma hjá okkur hjónum þegar við bjuggum skamma hríð á Melum í Hrúta- fírði. Áður höfðum við haft af hon- um dálítil kynni, því að hann sótt- ist mikið eftir að dvelja í sveitinni. Þann tíma er hann vann hjá okk- ur sýndi hann hvað í honum bjó. Sauðburður úti í sveit getur verið mjög erfiður, sérstaklega þegar illa vorar. Þannig var það einmitt vorið 1995, kuldi og gróðurleysi og féð óvenjulengi á húsi. Því þurfti að fóðra og hugsa um lambær inni með því óhagræði sem því fylgir. Arnar vann við bústörfin með okkur af mikilli samviskusemi og dugnaði og var hann mjög ósérhlíf- inn og viljugur unglingur. Hann átti það til að svara fyrir sig og var þá snöggur upp á lagið, líkt og í honum blundaði hvöt til að láta ekki aðra meiða sig með óvarlega sögðum orðum. Aldrei kom þó til árekstra okkar á milli og í dag er ég mjög þakklát- ur fyrir þau kynni sem ég og fjöl- skylda mín höfðum af honum þetta harða og kalda vor 1995. Ungur maður sem alla jafna á framtíðina fyrir sér lítur lífið yfír- leitt björtum augum, á sér framtíð- ardrauma og lifir samkvæmt þeirri bjargföstu trú að árin sem framund- an eru séu vettvangur draumsýnar- innar. Arnar átti sér sína drauma og þrár líkt og aðrir, þó oft bæri á einskonar depurð þegar hann talaði um tilgang lífsins og erfiðleika þess. Hann neytti áfengis í óhófi ásamt öðrum vímugjöfum og hafði leitað sér aðstoðar hjá SÁÁ við sjúkdómi sínum oftar en einu sinni. Oft var baráttan hörð en Arnar náði þó tímabilum án vímuefna og kynntist þeirri hlið lífsins að iifa án vímu, þó tímabundið væri. Bakkus kon- ungur er ekki tilbúinn að sleppa þeim sem hann einu sinni hefur kló- fest. Hann er ávallt tiltækur hvar og hvenær sem er og með sinni lævísu röddu hvíslar hann stöðugt, „þér er alveg óhætt að prófa aftur, manst þú ekki hvað ég get gert fyrir þig? Ég get fært þér sælu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.