Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 m í HEIMSÓKN HJÁ FINNI OQ ÖNNU JÚLÍU í LUNDÚNUH FINNUR og Anna búa við Sumner stræti. Fyrir óvanan Lundúnafara tók það pínulítinn tíma að rata á réttan stað eftir að stigið var út úr neðanjarðarlestinni en að lokum fannst blokkin umkringd járngrind- verki. Gengið er inn í stórt port og Finnur og Anna auðfundin þaðan. Eftir að íslendingam- ir höfðu heilsast með virktum var gengið til stofu. Þau búa í lítilli tveggja herbergja íbúð með þröngum gangi sem meðal annnars er brúkaður til að hengja þvott til þerris. Leigu- skilmálar eru góðir því íbúðinni fylgja ýmis þægindi, meðal annars örbylgjuofn og þvotta- vél. „Sjálfsagt gætum við leigt einbýlishús í einhverju úthverfinu fyrir þann pening sem við erum að borga fyrir þessa íbúð en við vilj- um vera nálægt skólanum og það kostar sitt. Staðsetningin hefur þó þann kost að við getum gengið í skólann og þurfum því ekki að eyða miklum peningum í ferðir með lestum eða strætisvögnum," segja þau Finnur og Anna. „En þótt okkur þyki leigan himinhá teljum við okkur frekar heppin með íbúðina," bæta þau við og segja nú blaðamanni frá frú Stanley sem kemur og þrífur íbúðina einu sinni í viku þeim að kostnaðarlausu. „Eigandinn krefst þess að hún fái að koma. Hún er 70 ára, hálf- blind og þrífur reyndar frekar illa. Svo strauj- ar hún allt að tíu skyrtum í hvert skipti sem hún kemur,“ segja þau og brosa að þessum aukaþægindum sem fylgja íbúðinni. Anna dansar í heila „Við vorum næstum því allt fyrsta árið hér í London að átta okkur á vegalengdunum í borginni enda kom það iðulega fyrir að maður misreiknaði tímann þegar maður átti að mæta einhvers staðar.“ Blaðamaður gat tekið undir það, hafði ekki farið varhluta af slíkum mis- reikningi. Eftir að göróttur fordrykkur hafði verið borinn á borð var sest við stofuborðið fyrir framan arininn, eða ofninn sem lítur út eins og arinn, sem hitar íbúðina. Allt í kring eru hljómdiskar, óhemju magn af sígildri tón- list og við gluggann er píanó. Enginn vafi leik- ur á að hér býr tónlistarmaður og eins fer ekki á milli mála að myndlistarmaður á þarna heima því á gólfi og veggjum má líta áhuga- verðar höggmyndir og lágmyndir. Heili sem stendur uppi á sjónvarpinu vekur forvitni blaðamanns en þegar hann er opnaður dansar sjálfsmynd Önnu við lágværan lagstúf. „Eg hef verið að vinna mikið með heilann í vetur,“ segir Anna sem kom innan úr eldhúsinu þar sem hún hafði verið að elda kvöldmat. „Ég gerði til dæmis verk þar sem heilinn er í búri og það verk hefur vakið nokkra athygli," segir hún en eitthvað lífrænt er einnig við annað verk í stofunni, verk sem liðast úr tveimur römmum á veggnum og niður í ker. Finnur kveikir nú á kertum og íbúðin fær á sig rómantískan blæ. „Borðið þið ekki örugg- lega breskt nautakjöt?" kallar hann inn í stofu Frú Stanley strauj- ar og njksugar ____Finnur Bjarnason söngnemi og Anna Júlía_ Friðbjörnsdóttir myndlistarnemi eru við nám í Lundúnum. Þóroddur Bjarnason fór í heimsókn til þeirra og lenti í dýrindis matarboði. Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason ANNA Júlía Friðbjömsdóttir og Finnur Bjarnason. og blaðamaður segist taka áhættuna þrátt fyr- ir alla kúariðuumræðu síðasta árs. Finnur segir að þegar á hólminn er komið, í hringiðu tónlistarlífs heimsins, komist maður • að því hve tónlistarheimurinn er í raun lítillr Til dæmis er hann við nám hjá sama kennara og kenndi einu helsta átrúnaðargoði hans í söngnum, Bryn Terfel, sem kemur af og til í tíma til gamla kennarans síns til að halda sér við. „Ég hef hitt hann. Það góða við að vera hér er að maður kemst í samband við og kynn- ist mörgu góðu fólki. Það gengur hér eins og annars staðar að maður þekkir mann og hann þekkir annan og þannig fær maður eitthvað að gera. Ég hef fengið þónokkuð að gera. Ég var til dæmis að syngja í Bristol nýlega og er að fara að syngja í Köln í sumar.“ Hlahha til að f/erða 35 ára Söngurinn á hug Finns allan og aðspurður leyfir hann blaðamanni að heyra í helstu barít- onsöngvurum heimsins. Einnig leikur hann upptöku með eigin söng að ósk blaðamanns sem hefði allt eins getað trúað að þar væri ein- hver stórbarítoninn á ferð. „Ég hlakka til að verða 35 ára, „ segir Finnur, 23 ára, og brosir. „Röddin er ekki almennilega þroskuð fyrr og það eru mörg hlutverk sem að maður ræður í raun ekkert við að syngja fyrr en á þeim aldri. Kennarinn er stundum að reyna að telja mér trú um að ég sé í raun tenór en ég vil nú ekki alveg samþykkja það.“ Anna Júlía er í 3/4 námi í skólanum, þó í raun sé hún litlu minna við en aðrir stúdentar. Hún kláraði tvö ár í Myndlista- og handiða- skólanum en ákvað svo að fylgja Finni út, fyrst um stundarsakir, en hélt síðan áfram. Hún segir það skipta öllu máli að vera ekki í fullu námi þvi þá þurfi hún ekki að borga nema brot af skólagjöldum en þau eru há fyrir útlendinga í Englandi. Finnur segir að framtíðin sé óráðin eftir að námi lýkur en þó segir hann það eftirsóknar- vert að komast á samning. „Með þvi móti fær maður mikla reynslu og lærir mörg hlutverk. Ef maður er í lausamennsku getur maður haft mikið að gera einn daginn og síðan ekkert þann næsta. Ég hef áhuga á að starfa hér í Englandi eða í Þýskalandi þegar þar að kem- ur.“ Hann segist hafa fengið góð viðbrögð við söng sínum og er bjartsýnn á að fá eitthvað að gera eftir að námi lýkur en hann stefnir á að útskrifast árið 1998. íslendingar fá að heyra í honum á næstunni því þann 14. apríl næst- komandi verða tónleikar í Gerðarsafni með pí- anóleikaranum Jónasi Ingimundarsyni og aðr- ir í ágúst, það er þegar frí gefst frá náminu. Anna er líka með nokkur járn í eldinum, er að undirbúa verk á samsýningu sem halda á bráðlega þar sem heilinn verður að sjálfsögðu aðalumfjöllunarefnið. Er hægt að koma í veg fyrir steina í nýrum og gallblöðru ? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spumlng: Sumu fólki virðist hættara en öðru við myndun svo- kallaðra steina í nýrum og gall- blöðru. Hvað er hægt að ráðleggja slíku fólki varðandi mataræði eða e.t.v. fleira? Svan Nýrnasteinar eru talsvert algengur sjúkdómur og má gera ráð fyrir að einn af hverjum 100 fái óþægindi af slíkum steinum einhvern tíma á ævinni. Nýrna- steinar eru um fjórum sinnum al- gengari hjá körlum en konum. Flestir nýmasteinar innihalda kalsíum (kalk), oftast sem sölt af oxalsýru og fosfórsýru en einnig eru til sjaldgæfari steinar sem innihalda þvagsýru eða cýstín. Einnig eru til sérstakir steinar, með flókna samsetningu, sem myndast einungis við langvarandi þvagfærasýkingar. Einstaka sinn- um er hægt að finna orsök, sem þá er reynt að meðhöndla eða lækna, og má þar nefna sem dæmi ofstarfsemi kalkkirtla sem læknuð er með skurðaðgerð. Sjaldnast finnst nokkur orsök og er líklegt að þar spili saman erfðir, matar- æði og fleira. Nýrnasteinar mynd- ast oftast í sjálfum nýrunum, losna þaðan og berast niður eftir þvagleiðurunum og niður í þvag- blöðru. Þegar í þvagblöðruna er komið er oftast greið leið út með þvaginu en einstaka sinnum situr steinninn eftir í blöðrunni og held- ur áfram að stækka og steinar geta einnig myndast í sjálfri þvag- blöðrunni. Steinar sem sitja í þvagblöðrunni kallast blöðru- steinar. Þegar steinn er á leiðinni frá nýra og niður í blöðru getur hann valdið verkjum sem í versta falli eru mjög heiftarlegir, þannig að sjúklingurinn engist um og kastar upp af kvölum. Þessi verk- ur er venjulega í síðunni en legg- ur niður í nára, kynfæri og læri. Oftast ganga nýmasteinar niður af sjálfu sér en ef það gerist ekki verður að hjálpa til, stundum er hægt að sprengja þá með hljóð- bylgjum, sækja þá í gegnum þvagrásina eða með skurðaðgerð. Sumum hættir til að fá nýma- steina aftur og aftur og þá er venjulega ástæða til að grípa til Gall- og nýrnasteinar einhverra ráðstafana. Það eina sem örugglega gerir gagn er að drekka nógu mikinn vökva, minnst 1,5 til 2 lítra á dag, sem best er að dreifa yfir allan daginn og kvöldið. Sumir telja gagn að því að forðast fæðutegundir sem innihalda mikið af oxalsýru (rabarbari, spínat, kakó, súkku- laði, hnetur, te, kaffi) en það er ekki vitað með vissu. Ef önnur ráð duga ekki er næstum alltaf hægt að draga úr steinamyndun með því að gefa tíazíð-þvagræsilyf sem auka þvagmyndun og minnka magn kalsíums í þvaginu. Gallsteinar eru venjulega myndaðir úr kólesteróli og lítils- háttar af kalsíumsöltum. Kólester- ól er mjög torleyst í vatni og til að halda því uppleystu þarf mikið af gallsöltum og fituefninu lecitíni. Ef einstaklingurinn myndar mikið kólesteról eða of lítið er af gallsölt- um og lecitíni í gallinu, getur gallið yfirmettast af kólesteróli og þá fara að myndast kólester- ólkrystallar sem smám saman verða að gallsteinum. Gallsteinar eru algengur kvilli og talið er að um 10% karla og 20% kvenna yfir 65 ára hafi gallsteina. Gallsteinar eru því mun algengari hjá konum en körlum og verða algengari með aldrinum. Ekki er vitað hvers vegna sumir fá gallsteina en aðrir ekki en líkurnar aukast með offítu, mikilli sykumeyslu og lítilli neyslu trefjaefna. Sum lyf sem notuð eru til að lækka blóðfitu geta valdið gallsteinum. Greinilegur erfða- þáttur er til staðar þannig að hættan er meiri hjá þeim sem eiga nána ættingja sem hafa fengið gallsteina. Gallsteinar finnast oft fyrir tilviljun og margir ganga með slíka steina árum saman eða jafnvel alla ævi án þess að hafa af því óþægindi. Gallsteinar geta valdið ýmiss konar óþægindum sem auðvelt er að rugla saman við önnur óþægindi frá meltingarfær- um. Óþægindi sem einna helst eru einkennandi fyrir gallsteina eru verkir sem gjaman koma eftir feita máltíð, em hægra megin í efri hluta kviðar og leggur aftur í bak og upp undir hægra herða- blað. Omskoðun er einföld og ör- ugg aðferð til að greina gallsteina. Ekki er endilega ástæða til að meðhöndla gallsteina sem valda engum óþægindum en til greina kemur sérstakt mataræði (sem minnst af fitu og sykri) eða lyf (gallsýrur), en slík meðferð getur á löngum tíma minnkað gallstein- ana eða jafnvel leyst þá alveg upp. Einnig má beita skurðaðgerð og þá er gallblaðran venjulega fjar- lægð ásamt steinunum. Nú er orð- ið algengt að gallblaðra sé fjar- lægð í gegnum kviðsjá, en þá er nóg að gera þrjú lítil göt á kvið- inn. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á mótí spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 (síma 569 1100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Vikulok,Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.