Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 49 Atvinnumiðlun námsmanna 20 ára „ATVINNUMIÐLUN námsmanna stendur nú á tímamótum þar sem 20. starfsár miðlunarinnar er nú að hefjast. Forsögu miðlunarinnar má rekja allt til ársins 1951 er Baldvin Tryggvason, þá laganemi, setti síðla árs frarn tillögu í Stúdentaráði Há- skóla íslands um að vinnumiðlun yrði stofnsett fyrir stúdenta. Vinnu- miðlunin hefur starfað síðan af mismiklum krafti en Atvinnumiðlun námsmanna var stofnuð árið 1977 með formlegum hætti. Þá höfðu menntaskólar, framhaldsskólar, Bandalag íslenskra sérskólanema og Stúdentaráð Háskóla Islands tek- ið höndum saman um rekstur at- vinnumiðlunar sem starfrækt var yfir sumarmánuðina," segir í frétta- tilkynningu frá atvinnumiðlun stúd- enta. Starfsemi Atvinnumiðlunar námsmanna er í dag orðin mjög umfangsmikil en um 1.500 náms- menn leita að jafnaði til miðlunar- innar á hverju starfsári. Á síðasta ári gekk Iðnnemasamband íslands til samstarfs við Atvinnumiðlun námsmanna og því standa fimm námsmannasamtök að miðluninni í dag. Þau námsmannasmtök sem aðild eiga að Atvinnumiðiun náms- manna eru fimm, Bandaiag ís- lenskra sérskólanema, Félag fram- haldsskólanema, Iðnnemasamband Islands, Samband íslenskra náms- manna erlendis og Stúdentaráð Háskóla íslands. Skráning hjá Atvinnumiðlun námsmanna hófst þann 1. apríl og þegar hafa um tvö hundruð og fimmtíu námsmenn skráð sig hjá miðluninni. „Námsfólk það sem nýt- ir sér þjónustu Atvinnumiðlunar námsmanna hefur víðtæka starfs- reynsiu á flestum sviðum atvinnu- lífsins og býr yfir íjölbreyttri þekk- ingu úr námi sínu. Það er von þeirra aðila sem standa að Atvinnumiðlun námsmanna að hún komi þeim nem- um sem eru í atvinnuleit fyrir sum- arið 1997 til góða, sem og þeim atvinnurekendum sem ieita til miðl- unarinnar við að finna hæfan starfs- kraft á fræðilegum og faglegum vettvangi," segir ennfremur. Morgunblaðið/Þorkell Tillaga að Aðalskipu- lagi Reykja- víkur til sýnis TILLAGA að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 til 2016 er nú almenningi til sýnis í Tjarnarsal Ráðhússins. Þar má einnig sjá greinargerðir, þemakort og aðra uppdrætti er tengjast aðalskipu- laginu. Sýningin í Ráðhúsinu stendur yfir til 9. apríl nk. og er opin alla virka daga frá kl. 8.20 til 19, en um helgar frá kl. 12 til 18. Þann 10. apríl verður sýningin hins vegar flutt í sal Borgarskipu- lags og Byggingarfulltrúa að Borgartúni 3 og verður þar til 30. maí nk. Fulltrúar Borgarskipulags munu verða viðstaddir alla sýn- ingardaga og svara fyrirspurnum varðandi skipulagstillöguna. At- hugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Borgar- skipulags eigi síðar en kl. 16 þann 30. maí næstkomandi. Þeir sem ekki gera athuga- semdir innan tilskilins frests, telj- ast samþykkir tillögunni. Chevrolet Suburban sýnd- ur um helgina BÍLHEIMAR, sem hafa umboð fyrir bíla frá General Motors, sýna um helgina Chevrolet Suburban, 9 manna aldrifsbíla sem fáanlegir eru bæði með bensín- og dísilvélum. Chevrolet Suburban með 5,7 lítra, átta strokka og 234 hestafla bensín- vél kostar rúmar 4,5 milljónir króna. Bíllinn með 6,5 lítra, átta strokka og 190 hestafla dísilvél kostar 5,1 milljón. Báðir eru þeir með sjálfskipt- ingu, 9 manna og með tveimur líknar- belgjum. Sýningin er opin milli kl. 14 og 17 laugardag og sunnudag. Námskeið um vímuefnavarnir ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands gengst fyrir nám- skeiði dagana 10. og 11. apríl um vímuefnavarnir. Námskeiðið er ætlað fólki sem vinnur með og fyrir ungt fólk, s.s. starfsfólki félagsmiðstöðva, íþróttaþjálfurum, skólahjúkrunar- fræðingum, námsráðgjöfum, skóla- stjórum og kennurum. Kennarar verða þau Snjólaug Stef- ánsdóttir, verkefnisstjóri vímuvarna- nefndar Reykjavíkurborgar og áætl- unarinnar Island án eiturlyfja 2002, Gísli Árni Eggertsson, tómstundafull- trúi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, Árni Einarsson, framkvæmdastjóri fræðslumiðstöðv- ar i fíknivömum, Einar Gylfi Jóns- son, deildarstjóri forvamadeildar SÁÁ, og Áskell Örn Kárason, for- stöðumaður Stuðla- og meðferða- stöðvar fyrir unglinga. Meðal þess sem verður ijallað um er stefnumótun í vímuefnavörnum hjá ríki og Reykjavíkurborg. Um fyrsta og annars stigs forvamir: Skipulag frítímans, stuðningsaðgerð- ir og skipulagt starf fyrir unglinga í áhættuhópum, mikilvægi þess að nýta það jákvæða í umhverfínu og hæfileika einstaklingsins sem afl í forvarnastarfi og um lifandi starf og fræðslu. Einnig um forsendur for- varna: Viðhorf og þekkingu, skýring- ar á neyslu, áhrifaþætti á neyslu o.fl. Loks verður fjallað um neyslu ungl- inga og þeirra sem leita sér meðferð- ar og þau úrræði og meðferð sem standa til boða fyrir unga vímuefna- neytendur. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóíans íslands. FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís VALGERÐUR og KK í nýjum húsakynnum Litlu flugunnar. Mokveiði í Skaftá GÓÐ sjóbirtingsveiði hefur verið í Skaftá þessa fyrstu daga veiði- tímabilsins og „nóg af fiski“ eins og Þorsteinn Gíslason bóndi í Nýjabæ sagði í samtali við Morg- unblaðið í vikulokin. Veiði hófst fyrir landi Nýja- bæjar 1. apríl. Þar er aðeins veitt á eina stöng og er fimm fiska kvóti fyrir daginn. „Við erum með kvóta á þessum árstíma og menn hafa ekki lent í erfiðleikum með að ná þeim kvóta, enda er nóg af fiski. Kuldinn hefur þó sett þannig strik í reikninginn að stundum hefur varla verið veiðandi fyrr en seinni part dags. Þeir sem veiddu tvo fyrstu dag- ana veiddu alla sína fiska á flugu. Mest er þetta 4 til 7 punda fisk- ur sem veiðist og nánast ein- göngu sjóbirtingur," sagði Jón í Nýjabæ. Þá hefur aðeins verið rennt fyrir landi Hæðargarðs og sagði Magnús Þorfinnsson bóndi að menn hefðu verið að fá’ann þó ekki væri hann viss um í hve miklu magni. „Það virðist vera nóg af físki og menn voru ánægðir,“ sagði Magnús. Jón í Nýjabæ sagði það mjög háð veðri hvernig gengi með veiðiskap í Skaftá, áin væri tær í kuldanum og þá væri vel veiðanlegt. „Um leið og hlýnar og rignir verður áin erfiðari, þó að hún jafni sig yfirleitt fljótt. Síðustu árin hefur þó ekkert þýtt að reyna hér veiði fram á haust, hlaupin hafa verið stórfengleg og gert nánast óveiðandi. Varla að maður hafi komið út neti, hvað þá meira,“ sagði Jón. Auglýstu nýja leigutaka Landeigendur við Laxá í Kjós gripu til þess á dögunum, að setja auglýsingu í tímaritið „Atl- antic Salmon“ þar sem greint var frá því að skipt hefði verið um leigutaka. Þetta er harla óvenjulegt, en á sér þá skýringu að Veiðifélag Laxár og Bugðu sagði upp leigusamningi við Nýja verslunarfélagið og samdi þess í stað við Ásgeir Heiðar sem bauð í ána fyrir hönd hóps er- lendra veiðimanna. Út frá því spannst löng röð deilumála sem enn hafa ekki verið til lykta leidd. Um tíma voru því jafnvel gerðir skórnir að veiðimenn á vegum beggja leigutaka yrðu í baráttu um bakkaplássið á komandi sumri, en að sögn Jóns Gíslasonar, for- manns veiðifélagsins, verða eng- ar slíkar uppákomur. „Þessi mál eru í höndum lögfræðinga og við bíðum átekta. Ég vona að þetta leysist allt friðsamlega," sagði Jón. Litla flugan flutt Litla flugan, eina sérverslun fluguhnýtingarmanna hér á landi og ein elsta veiðivöruversl- un landsins, hefur verið flutt í nýtt húsnæði, auk þess sem vöruval hefur verið aukið veru- lega. Verslunin var áður í Laug- arnesinu, beinlínis heima hjá stofnandanum, Kristjáni Kristj- ánssyni, KK, en er nú til húsa í Ármúla 19, 2. hæð. Nýir rekstr- araðilar hafa komið til liðs við KK og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins nú er Valgerður Bald- ursdóttir. MAGNÚS Óli Ólafsson, sölu- stjóri Innnesja afhendir Hall- fríði Reynisdóttur lykilinn að vinningsbílnum. Vinningur Risa- poppleiks af- hentur AÐALVINNINGUR í Risa-poppleik Orville Redenbacher’s hefur verið afhentur en dráttur fór fram í beinni útsendingu á Bylgjunni og kom upp nafn Hallfríðar Reynisdóttur. Risa-poppleik Orville Redenbach- er’s og Bylgjunnar lauk þann 1. mars sl. með því að dregið var úr innsendum seðlum um aðalvinning- inn sem var Volkswagen Polo frá Heklu. Fleiri vinningar voru með í leiknum sem hófst þann 20. janúar og dregið um Panasonic GSM-síma, Hot Point örbylgjuofna og Risa- poppkassa dagana 20. og 30. janúar og 6. og 13. febrúar. Valfrelsi í líf- eyrismálum eru mannréttindi STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna hvetur ríkisstjórnina til að auka frelsi á sviði lífeyrissparn- aðar. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu fái að ákveða hvar það ráðstafar sínum lífeyris- sparnaði í stað þess að vera neytt til að greiða iðgjöld í sjóði sem at- vinnu- og verkalýðsrekendur hafa valið fyrir þá, segir í fréttatilkynn- ingu. Ennfremur segir: „Núverandi kerfi byggir á því að þeir sem yngri eru greiða fyrir réttindi þeirra sem byrja að borga seint í sjóðina. Slíkt kerfi er ekkert annað en skipulögð aðför að sparnaði ungs fólks. Marg- ir skyldusjóðir standa mjög illa og dæmi eru um að slíkir sjóðir hafa orðið gjaldþrota með ómældu tjóni fyrir þá launþega sem hafa greitt í þá. Fyrir dyrum stendur einkavæðing ríkisfyrirtækja. í dag hafa lífeyris- sjóðirnir mun meira íjármagn um- leikis en bankakerfið. í framtíðinni munu eignir lífeyrissjóðanna aukast gríðarlega. Skyldulífeyrissjóðir sem stjórnað er af sjálfskipuðum atvinnu- og verkalýðsrekendum eru ekkert annað er opinberar stofnanir og því til lítils að selja opinber fyrirtæki ef langstærstu kaupendurnir eru opinberir lífeyrissjóðir. Þannig nást markmið einkavæðingar ekki.“ Tilbrigði við húsagerð SÆNSKI arkitektinn Janne Ahlin heldur fyrirlestur um Sigurd Lewer- entz arkitekt og verk hans mánudag- inn 7. apríl. Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 20.00. Janne Ahlin er prófessor í arki- tektúr og hefur meðal annars kennt við háskólann í Lundi og við Texas- háskóla. Hann er manna fróðastur um verk sænska arkitektsins Sigurd Lewerentz (18851975), sem óum- v deilanlega er einn af merkustu arki- tektum Norðurlanda á þessari öld. Verk Lewerentz spanna allt frá ný- klassíska tímabilinu í byggingarlist til fúnksjónalismans. Verk hans eru þó fyrst og fremst þekkt fyrir per- sónulega nálgun höfundar við við- fangsefni sín og hæfni hans til að sjá hið ljóðræna í hversdagsleik- anum, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn er hluti af fyrir- lestraröð, sem ber heitið Tilbrigði við húsagerð og er samvinnuverkefni Arkitektafélags íslands, Listasafns f Reykjavíkur og Norræna hússins. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. LEIÐRÉTTING Rangt starfsheiti í FRÉTT á baksíðu Mbl. í gær var fjallað um nýja tegund hjartaskurð- aðgerðar, sem gerð var á Landspít- alanum. Þar var Bjami Torfason titl- aður yfirlæknir á hjarta- og lungna- deild. Hið rétta er að Grétar Ólafsson ber þennan titil en Bjami er yfirlækn- ir skurðdeildar Landspítalans og sér- fræðingur á hjarta- og lungnadeild. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Samþykkt á aðalskipulagi í FRÉTT Mbl. í gær um samþykkt á aðalskipulagi Snæfellsbæjar var sagt að þætta væri í fyrsta sinn sem sameinað sveitarfélag samþykkti að- alskipulag. Þetta mun ekki vera rétt heldur samþykkti Reykjanesbær að- alskipulag sitt 7. maí 1995 og fékk það staðfest hjá umhverfisráðuneyt- inu 28. mars 1996. APOTEK OPlEíOLL KVOLD VIKUNNARTIL KL 21.00 HRINGBRAUT i 19, -VIÐ JL HÚSIÐ. Opió alia daga vikunnar LYFJA Lágmúla 5 < Sfmi 533 2300 -í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.