Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ # í >2 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 >5 Matur og matgerð Gómsæt ýsa Nú eru landsmenn væntanlega vel haldnir eft- ir páskaeggjaát og rjómaþamb, segir Kristín Gestsdóttir, en í verkfallinu hafði safnast upp rjómi á sumum heimilum, þegar vinir og kunn- ingjar komu í bæinn og vildu gera vel við sína. NOKKRIR hringdu í mig og spurðu hvað hægt væri að gera við rjóm- ann. Mig langaði til að segja: „Hentu honum, hann er hvort sem er bráðóhollur" en það gerir maður ekki og því sagði ég hinum sömu að búa til ís úr ijómanum. Enda er það næstbesti kosturinn. En hvorki er það ís né ijómi sem lesendum mínum er boðið upp á í dag heldur þjóðarrétt- ur Islendinga - ýsan. Þegar ég var að alast upp settu húsmæður ýsustykkin með roði og beinum í stóran pott með salti og vatni og suðu síðan þar til eiginmaðurinn kom heim, hvort sem það var hálf- tíma síðar, klukkutíma eða enn síðar. Þá voru ýsustykkin veidd upp úr pottinum og borin á borð með roði, beinum og jafnvel ugg- um og borðuð með kartöflum og floti. Enda var ýsan ekki í miklu uppáhaldi hjá landanum og enn eimir af því. En nú matreiðum við ýsuna öðruvísi, dreklq'um henni ekki í vatni, sjóðum stutt og borð- um grænmeti og ýmislegt annað gott með henni og þá er hún herra- mannsmatur. En ég fer ekki ofan af því að heil ýsa soðin með bein- um og roði er mun betri en soðin flök. Við getum fjarlægt bein og roð áður en við berum fiskinn á borð. Uppskriftir í þessum þætti eru báðar úr fyrstu matreiðslubsók minni „220 gómsætir sjávarréttir", sem kom út árið 1981 og eru enn í fullu gildi um 16 árum síðar. Soðin ýsa 1 frekar stór ýsa, heil ‘A lítri vatn ‘A lítri mysa megin með hnífi, snúið henni síðan við og takið roðið af hinum megin. Urbeinið og leggið á fat eins heil- lega og hægt er. Meðlæti: Soðnar kartöflur, brætt eða kalt smjör, flot eða hamsatólg. Gott er að bera hrátt grænmeitissalat með. Ofnbökuð ýsa með lauk, eplum, tómötum, beikoni og osti 4 lítil ýsuflök (eða 2 stærri klofin) safi úr 'U sítrónu salt/pipar 6 sneiðar beikon (100 g) 3 epli 4 tómatar 1 msk. milt sinnep 1laukur 1 væn steinseljugrein eða 2 tsk. þurrkuð 200 g smjör eða smjörlíki 1 bikar sýrður ijómi 1 tsk. karrý 'U tsk. paprikuduft 1 msk. sítrónusafi 200 g Maribóostur eða annar mjólkurostur 2 msk. gróft salt 1. Skerið ugga og þunnildi af ýsunni og skafið hana lítillega, takið úr henni sundmagann og hreinsið úr henni allt blóð, skolið hana úr köldu vatni og skerið í tvennt. Best er að skera ýsuna sem minnst í sundur, en fæstir hafa svo stóran pott að hægt sé að sjóða hana heila. Líka má skera hana í þykkar sneiðar. 2. Sjóðið saman vatn, mysu og salt. Leggið ýsuna í sjóðandi lög- inn og látið vera við suðumark í 10-15 mínútur. Þegar fiskurinn er laus frá beinum er hann soð- inn. Suðutími fer eftir stærð ýsunnar. Ef ýsan er frosin er betra að leggja hana í kalt vatn/mysu. Þá þarf hún mun lengri suðu. 3. Þegar ýsan er soðin, færið þið hana upp með stórum fiski- spaða, en gætið þess að hún losni ekki í sundur. 4. Takið roðið af henni öðrum 1. Roðdragið flökin, skerið úr þeim öll bein, skolið úr köldu vatni, þerrið með eldhúspappír, hellið sítrónusafa yfir flökin, strá- ið á þau salti og pipar og látið bíða í 10-15 mínútur. 2. Saxið laukinn og steinselj- I una. Bræðið smjörið og sjóðið hvort tveggja í því í nokkrar mín- útur. Gætið þess að þetta brenni ekki. Skerið beikonið smátt. Af- hýðið tómatana og skerið í sneið- ar. Afhýðið eplin, takið úr þeim kjarnann og skerið í þunnar sneið- ar. 3. Smyijið langt eldfast fat. 4. Leggið beikon á botninn, síðan fyrsta ýsuflakið, þá epla- sneiðarnar, síðan smyijið þið annað flakið með sinnepi og legg- ið ofan á, þá tómatana, síðan þriðja flakið, ieggið lauk/stet- insljuna þar yfir og síðast fjórða flakið. 5. Hrærið sýrða ijómann með karrý, papriku og sítrónusafa. Smyijið því yfir. 6. Rífið ostinn eða skerið í sneiðar og leggið ofan á. 7. Bakið í bakaraofni við 180° C, blástursofni 160° C, í 30-40 mínútur. Meðlæti: Soðin hrísgijón og smábrauð eða snittubrauð. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 HOOfrá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hvar er barnaverndar- nefnd MARGRÉT hringdi vegna fréttar sem birtist í Mbl. miðvikudaginn 2. apríl þar sem fjallað er um árásar- málið „Árás í örvæntingu". Hún vill fá að vita hvernig standi á því að barna- verndarnefnd hafi ekki af- skipti af bömum konunnar sem fyrir árásinni varð, því samkvæmt fréttinni sé hún þekkt af lögreglu og talin hættuleg. Er hún þá ekki hættuleg börnunum sín- um? Mel Brooks, Monty Python og Spaugstofan ÉG ER ein þeirra sem fylgdust með þætti Spaug- stofunnar laugardaginn fyrir páska. Þátturinn var ágætur en hlægilegri finnst mér viðbrögð fólks, sem rambar á barmi taugaáfalls vegna meints guðlasts í þættinum. Það hefur þá líklega ekki séð bíómynd sem Mel Brooks gerði og heitir á ensku History of the World, en þaðan er atriði Spaugstofunnar um heil- ögu kvöldmáltíðina ættað. Það atriði er mun fyndnara hjá Mel Brooks en Spaug- stofunni. Monty Python-hópurinn hefur einnig notað allskon- ar tilvitnanir úr Biblíunni í myndir sínar og má þar m.a. nefna myndina Life of Bryan, sem er einhver fyndnusta mynd sem ég hef séð. Monty Python-aðdáandi Góð þjónusta hjá Laugarnes Apóteki LARUS hringdi og vildi þakka Laugarnes Apóteki fyrir góða þjónustu. Hann sagði að sjúklingar og ör- yrkjar þyrftu oft á mörg- um tegundum lyfja að halda og til að fyrirbyggja að þeir rugluðst í lyfla- skammtinum pakkar starfsfóik Laugarnes Apó- teks lyfjunum inn í dag- spakkningar, þ.e. setur þann skammt sem sjúkl- ingurinn þarf að taka hvern dag, í sérpakkningu. Þar með er komið í veg fyrir að fólk gleymi að taka hluta af lyflaskammtinum eða taki of mikið á hveijum degi. Hlupu apríl og fannst það ekki fyndið REIÐUR ungur maður, Birgir Helgason, hringdi til Velvakanda og vildi koma á framfæri kvörtun yfir aprílgabbi fjölmiðl- anna, fyrir sína hönd og félaganna Leifs Þórs Þor- valdssonar, Einars ísaks- sonar og Hannesar Óla Ágústssonar. Hann sagði að þeim þyki fyrir neðan allar hellur að fjölmiðlar væru að ljúga upp ýmsum uppákomum og vekja upp ýmsar væntingar hjá fólki. Nefndi hann t.d. vænting- ar um að fá að hitta frægt fólk eða að geta keypt ýmis heimilistæki á kosta- kjörum. Þeim fannst þetta ekki par fyndið því þeir létu gabbast og hlupu apríl, og vilja því aprílgabb í flöl- miðlum bannað með lögum. Tapað/fundið Prjónatrefill tapaðist LANGUR svartur vél- pijónaður trefill tapaðist nýlega. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 554-0284 á kvöldin eða í síma 551-2509 á daginn. íþróttataska tekin í misgripum í Óslóarflugi GRÁ íþróttataska var tek- in í misgripum í flugvélinni sem kom frá Ósló, mið- vikudaginn 26. mars. Sá sem tók töskuna í misgrip- um vinsamlega hafi sam- band við Ágústu í síma 587-0869, því hún saknar töskunnar sárt þar sem í Jasmín er týnd JASMÍN er persnesk læða, grábröndótt með hvíta bringu, mikið loðin. Hún datt af svölum að Þórufelli 18, 4. hæð. Hennar er sárt saknað. Viti einhver um henni eru m.a. gleraugun hennar og ýmsir persónu- legir munir. Taska tapaðist BRÚN leðurtaska tapaðist í Perlunni, líklega á kvennasnyrtingu, á annan í páskum. Skilvís finnandi vinsamlega hafí samband í síma 557-7532. Bangsi fannst LÍTILL, brúnleitur kanínu- bangsi í vínrauðum buxum fannst í lok febrúar í nám- unda við Háteigskirkju. Upplýsingar í síma 553-7425. Úr tapaðist SVART kafaraúr, með bæði vísum og tölvustöf- um, tapaðist í Sundlaug- inni í Laugardal 8. mars. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 553-6102. kisu vinsamlega hringið í síma 557-3419. Kettlingar GULLFALLEGIR’ vel upp aldir 9 vikna kettlingar fást gefins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 557-5918. SKÁK bmsjðn Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á rúss- nesku bikarmóti í Omsk í vetur. E. Tikzhanov (2265) var með hvítt, en M. Hachian (2480) hafði svart og átti leik. Hvítur er skiptamun yfir, en varð síðast að leika 20. Hfl-el í erfiðri stöðu. 20. - Bxf2+! 21. Kxf2 - Dxh2+ 22. Ke3 - Dxg3+ SVARTUR leik- ur og vinnur. 23. Kd2 - Df2+ 24. He2 - Re4+! 25. Kd3 - Rc5+ 26. Kd2 - Rxb3+ 27. Bxb3 og með drottningu yfir vann svartur auðveld- lega. .. það sem gerír þig stundum orðlausa. TM Reg. U.S. Pat. Otf. - all rights rosorved (c) 1996 Los Angeles Times Syndicate Víkveiji skrifar... TLI það sé tilviljun að einok- unarfyrirtækið Póstur og sími tilkynnir mikla lækkun á gjöld- um í farsímakerfinu um leið og umsóknarfrestur um starfsleyfi fyr- ir nýtt farsímafyrirtæki rennur út? í Morgunblaðinu í gær mátti ann- ars vegar lesa frétt um að fyrir- tæki, sem bandarísk símafyrirtæki standa á bak við, hefði sótt um starfsleyfi fyrir farsímaþjónustu, og hins vegar tilkynningu um að Póst- ur og sími hefði lækkað stofngjöld um 43% til 57%, auk þess sem tvö önnur gjöld, „viðtökugjald" og gjald fyrir númeraskipti, sem notuð eru til að plokka peninga af símnotend- um, eru lækkuð um tugi prósenta. Enn og aftur sannar samkeppnin gildi sitt. Nú er um að gera að koma á samkeppni við Póst og síma á fleiri sviðum síma- og póstþjón- ustu! YÍKVERJl þarf stundum að leggja leið sína á Landspítal- ann til að heimsækja sjúklinga eða sækja þangað þjónustu. Það virðist sama á hvaða tíma dags er komið á Landspítalann, þar er ævinlega hörgull á bílastæðum. Víkveiji ekur oft fram og aftur um bíla- stæðið áður en honum tekst að finna laust pláss. Stundum er þrautalendingin sú að leggja upp á gangstétt eða á annan miður heppilegan stað, sérstaklega ef Víkverji á pantaðan tíma og vill vera stundvís. Vinkona Víkveija lenti í svipuðum hremmingum við Landspítalann fyrir stuttu, lagði ólöglega og komst að því, þegar heimsókn hennar til læknis var lokið, að bíllinn hennar hafði verið dreginn burt með dráttarbíl. Væri nú ekki nær að Landspítalinn reyndi að bjóða upp á fleiri bíla- stæði og merkja annars vegar stæði starfsfólks og hins vegar stæði gesta, í staðinn fyrir að grípa til svona harkalegra aðgerða? xxx VÍKVERJI furðar sig á vinnu- brögðum sorphirðudeildar Reykjavíkurborgar þessa dagana. Ruslatunnurnar við hús Víkveija eru ævinlega tæmdar á mánudög- um. Mánudaginn í síðustu viku voru sorphirðumenn hins vegar í verk- falli og mánudagurinn í þessari viku var frídagur, annar í páskum. Þeg- ar þetta er ritað í vikulokin hafa tunnurnar ekki verið tæmdar í nærri því hálfan mánuð. Getur það verið að falli vinna niður á þeim dögum, sem sorphirðumenn eru vanir að fara um ákveðna borgar- hluta, verði þau hverfi útundan vik- um saman?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.