Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Reuter Jarðskjálfti losar um björg ÍBÚI á japönsku eyjunni Kyushu virðir fyrir sér bjarg sem féll á veg við bæinn Kagoshima í jarð- skjálfta, sem reið yfir í fyrra- dag. Að minnsta kosti fjórir slös- uðust í skjálftanum, sem mæld- ist 5,5 stig að styrkleika á Richt- ersskalanum. Nóttina fyrir skjálftann hafði rignt mikið á svæðinu og hleypti hann því jarðskriðum af stað úr fjallshlíð- um. ERLEMT Fijálslyndir demókratar í Bretlandi kynna stefnu sína fyrir kosningar Lofa kjósendum að hækka skatta á hátekjur og tóbak London. Reuter. Reuter PADDY Ashdown, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, kynnir stefnuskrá flokksins fyrir þingkosningarnar í Bretlandi 1. maí. FRJÁLSLYNDIR demókratar í Bretlandi kynntu í gær stefnuskrá sína fyrir þingkosningarnar 1. maí og höfnuðu því viðhorfi keppinautanna, íhaldsfiokksins og Verkamannaflokksins, að Bret- ar vildu ekki skattahækkanir. Paddy Ashdown, leiðtogi Ftjálslyndra demó- krata, kynnti stefnuskrána og hét því að hækka skatta á hátekjufólk og reykingamenn til að fjár- magna úrbætur í mennta- og heilbrigðiskerfinu. „Ég vil ekki að fólk greiði pennýi meira í skatta en nauðsynlegt er, en við eigum einskis annars úrkosti,“ sagði Ashdown. Hann lofaði að hækka tekjuskattinn á hálaunafólk um 1% til að bæta menntakerfið og setja sérstakan skatt á sígarett- ur til að fjármagna ókeypis skoðanir hjá augn- og tannlæknum fyrir alla Breta. Auk þess sagð- ist hann vilja hækka gjöld á stóra bíla til að stemma stigu við mengun. Loforð Ashdowns voru í andstöðu við varfærn- islega stefnu Verkamannaflokksins í skattamál- um. Gordon Brown, talsmaður flokksins í efna- hagsmálum, hefur lofað að halda tekjusköttunum óbreyttum næstu fimm árin og jafnvel stutt fjár- lagafrumvörp stjórnar íhaldsflokksins fyrir þetta ár og hið næsta þar sem gert er ráð fyrir nokkr- um skattalækkunum. íhaldsflokkurinn hefur hins vegar lofað frekari skattalækkunum og skattafrádrætti fyrir fólk, sem yrði heima við gæslu barna sinna eða sjúkra ættingja. „Hugleysinu“ hafnað Ashdown gerði harða hríð að keppinautunum. „Þótt vandamálin séu óhemjustór eru lausnirnar sem þeir bjóða upp á alltof oft léttvægar... Fijálslyndir demókratar hafna þessu hugleysi." Ef marka má skoðanakanninir hefur fylgi Fijálslyndra demókrata verið um 11-17%. Kosn- ingakerfið, sem byggist á einmenningskjördæm- um, hefur hins vegar komið flokknum illa og hann getur ekki gert sér vonir um fleiri en 40 þingsæti af 659. Fijálslyndir demókratar vona að óvinsældir stjórnarinnar verði til þess að kjós- endur í þessum kjördæmum telji frambjóðendur flokksins líklegasta til að geta sigrað íhaldsmenn og ákveði því að kjósa þá. Fijálslyndir demókratar eru nú með 26 þing- menn. Verkamannaflokkurinn er með 20 pró- sentustiga forskot á íhaldsflokkinn og minnki það verulega gætu Fijálslyndir demókratar komist í oddaaðstöðu á þinginu. Líklegt er að Ashdown myndi þá semja um stjórnarsamstarf við Verka- mannaflokkinn fremur en íhaldsflokkinn. ' i I í I í í I I 1 I Ríki Mið- og Suður-Ameríku 200 millj. manna eru undir fá- tæktarmörkum Rannsókn á vitsmunaþroska barna Gæði dagheimila skipta sköpum Malaga. Morgunblaðið. TVÖ hundruð milljónir manna lifa undir fátæktarmörkum í ríkjum Mið- og Suður-Ameríku, að sögn alþjóðlegrar stofnunar sem sérhæfir sig í efnahagsrannsóknum í þessum heimshluta. Þeim sem draga þurfa fram lífið við þessi skilyrði hefur þó fækkað nokkuð á undanliðnum árum. Samkvæmt gögnum sem Efna- hagsnefnd ríkja Suður-Ameríku og Karíabahafs (CEPAL) hefur birt hefur réttnefndum fátæklingum í þessum ríkjum fækkað um tvö pró- sent frá árinu 1990 og teljast nú 39% þeirra sem byggja þennan heimshluta lifa undir fátæktar- mörkum. Þótt hinum fátæku hafi fækkað nokkuð á þessi skilgreining enn við rúmlega 200 milljónir manna. Fátækum fjölgar í Brasilíu í skýrslu CEPAL segir að þessa þróun megi að stærstum hluta rekja til umtalsverðrar fækkunar fátækl- inga í Argentínu, Bólivíu, Mexíkó, Panama og Perú. Á hinn bóginn hefur fátækum íjölgað í fjölmenn- asta ríkinu, Brasilíu, og í Venesúela og vinnur sú öfugþróun upp þann árangur sem náðst hefur í fyrr- nefndu ríkjunum. Fjallað er ítarlega um þróun mála í Chile en þar hefur tekist að fækka þeim sem lifa undir fátæktarmörk- um um níu prósentustig frá árinu 1990 og á skilgreiningin nú við um 24% þjóðarinnar. Þróttmiklu hag- kerfí Chile er þökkuð þessi þróun á sama tíma og tekist hafi að auka landsframleiðsluna og tryggja stöð- ugleika í verðlagsmálum og á vinnu- markaði. Heildarniðurstaðan er sú að þótt náðst hafí nokkur árangur í þessum ríkjum á undanförnum árum og tek- ist hafí að fækka fátækum dugi það hvergi tii að vega upp á móti þeirri miklu fjölgun fátækra sem átt hafi sér stað á síðasta áratug þegar þeim sem lifa undir mörkum þessum íjölg- aði úr 35% í 41% að meðaltali. Umbótastefnan sýknuð Á ársfundi Þróunarbanka Amer- íkuríkja (BID) sem haldinn var á Bermúda-eyjum í febrúar kom fram sú skoðun að ekki væri unnt að tengja mikinn fjölda fátækra í Suð- ur-Ameríku við umbætur á sviði efnahagsmála, einkavæðingu, sam- keppni og opnun markaða. Þvert á móti var það skoðun fundarmanna að hagvöxtur í þessum ríkjum hefði verið mun minni ef ekki hefði verið gripið til þessara ráðstafana. Sér- staklega var bent á að uppgangurinn í Suður-Ameríku á árunum 1990- 1995 hefði átt sér stað á sama tíma og kreppa ríkti almennt á efnahags- sviðinu á Vesturlöndum. Banka- menn ályktuðu í þá veru að ein ár- angursríkasta ieiðin til að fækka hinum fátæku fælist í umbótum á sviði ríkisrekstrar, sem taka þyrftu jafnt til féiags- sem efnahagsmála. Hagtölurnar vísa veginn en aðrar tölur leiða jafnframt í ljós hversu róttæk umskipti þurfa að eiga sér stað eigi lífskjör manna víða í þess- um hluta heimsins að batna; í Perú líða fjögur börn af hveijum tíu und- ir fimm ára aldri næringarskort. Washington. Reuter. BANDARÍSKIR vísindamenn kynntu á fímmtudag niðurstöðu rannsóknar sem bendir til þess að gæði dagheimila skipti sköpum fyrir mál- og vitsmunaþroska ungra barna. Með rannsókninni reyndu vísinda- mennirnir að sneiða hjá langvinnri deilu um hvort dagheimili væru góð eða slæm fyrir börnin. Þess í stað einbeittu þeir sér að því að kanna hvaða áhrif góð dagheimili hefðu á þroska barnanna. Niðurstaðan var sú að á dagheim- ilum, þar sem talað er við bömin og spurningum þeirra svarað strax, öðluðust börnin nægilegan mál- og vitsmunaþroska til að vera undir það búin að hefja barnaskólanám. Áður höfðu vísindamennirnir kynnt þá niðurstöðu að dagheimila- börn yngri en 15 mánaða tengdust mæðrum sínum tilfínningalegum böndum ekki síður en önnur börn, svo fremi sem mæðurnar sýndu þeim nægilega umhyggju. „Athyglisverðasti þátturinn í nið- urstöðum fyrri hluta rannsóknarinn- ar er að börn eru ekki verr sett hvað vitsmunaþroska varðar ef þau eru á góðum dagheimilum fyrstu þijú árin,“ sagði dr. Duane Alexand- er, yfírmaður NICHO, stofnunar sem fæst við rannsóknir á heilbrigði og þroska barna. 50% mæðra ungbarna vinna úti Rannsóknin náði til 1.300 banda- rískra fjölskyldna á tíu stöðum í landinu og fylgst var með börnunum frá mánaðar aldri og þar til þau urðu sjö ára. Þroski þeirra var mæld- ur með stöðluðum prófum. Mikil umræða hefur verið í Banda- ríkjunum um ágæti dagheimila, enda hefur útivinnandi konum fjölgað á síðustu áratugum. Árið 1980 unnu 38% bandarískra mæðra á aldrinum 18-44 ára, sem áttu eins árs börn eða yngri, utan heimilisins. Árið 1990 hafði hlutfallið aukist í 50% og síðan hefur það haldist óbreytt. Heilsubót áútsölu- » verði • Toronto. Morgunblaðið. LÆKNISÞJÓNUSTA, sjúkrahús- vist og sér í lagi vandasamar skurðaðgerðir kosta stórfé í Bandaríkjunum. Þess vegna kaupa Bandaríkjamenn, það er þeir sem á annað borð hafa efni á því, sérstakar tryggingar til þess að lækka slíkan eigin kostn- að, en tryggingarnar eru líka ^ dýrar. ™ I Kanada getur líka verið dýrt að missa heilsuna og þar í landi hafa menn auk þess vaxandi áhyggjur af því, að biðlistar á sjúkrahúsum lengjast ár frá ári. Nú hefur fyrrverandi verð- bréfasali í Kanada, Douglas Hitc- hlock, boðið nýja þjónustu. Sjúk- lingar sem bíða eftir hjarta- og æðaaðgerð í Kanada geta nú far- jg ið til Bandaríkjanna í slíka aðgerð sem Hitchlock útvegar á „góðu • verði“ og án alls biðtíma. Verðið sem hann býður er reyndar mjög misjafnt, getur verið allt frá 950.000 krónum upp í 4 milljónir króna. Hitchlock hefur gert samning við Multiplan, sem er fyrirtæki á Manhattan í New York. Það kaup- ir Iæknisþjónustu af 2.400 sjúkra- 9 húsum í Bandaríkjunum á „útsölu- verði“. Sem dæmi hefur verið nefnt, að smáaðgerð sem vei\ju- lega myndi kosta um 70.000 krón- ur kaupir verðbréfasalinn fyrr- verandi fyrir 42.000 og selur síð- an sjúklingnum fyrir 52.000 og deilir svo ágóðanum með Multi- plan. Talsmenn heilbrigðisyfirvalda í Kanada hafa margir hverjir gagnrýnt Hitchlock og þessi við- skipti hans en hann svarar fullum hálsi og bendir á að biðtími sjúkl- inga kosti samfélagið svo mikið fé að það sé til skammar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.