Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 T MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigiiijón Páls- son fæddist á Búlandsseli 9. sept- ember 1911. Hann lést á heimili sínu á Galtalæk 30. mars síðastliðinn. For- eldrar Sigurjóns voru Páll Pálsson, f. 24.12. 1877 frá Syðri Steinsmýri í Meðallandi, d. 26.4. 1955 á Galtalæk, og Margrét Þorleifs- dóttir, f. 23.2. 1880 áÁáSíðu, d. 30.12. 1923 á Söndum. Sigríður Sæmunds, f. 8.12. 1874, frá Borgarfelli kom á heimili Páls eftir andlát Marg- rétar og gekk börnum hans í móðurstað. Sigríður dó 17.5. 1964 á Galtalæk. Systkini Sig- uijóns voru: Páll, f. 1909, d. 1982. Sigríður, f. og d. 1910. Jón, f. 1913, d. 1947. Þorbjörg, f. 1915, d. 1985. Jóhanna Katr- ín, f. 1917. Uppeldissystir Sig- uijóns var Margrét Þorleifs- dóttir Sigurðardóttir, f. 1925. Eftirlifandi eiginkona Sigur- jóns er Sigríður Sveinsdóttir, f. 24.1. 1914, frá Langholti í Meðallandi. Börn Siguijóns og Sigríðar eru: 1) Páll, f. 17.7. 1944, ógiftur og barnlaus. 2) Siguijón Pálsson frá Búlandsseli. Foreldrar Siguijóns voru Páll Páls- son frá Syðri-Steinsmýri í Meðal- landi og Margrét Þorleifsdóttir. Faðir Siguijóns flutti með fjöl- skyldu sína eftir að Búlandssel varð óbyggilegt eftir Kötlugos og 8 tomma þykkt öskulag huldi tún og útjörð. Fjölskyldan fluttist að Sönd- um í Meðallandi vorið 1919, en jörð- in var umflotin Kúðafljóti. Sigríður Sæmunds frá Borgarfelli kom sem bústýra að Söndum 1925, eftir að Margrét féll frá og var bú- stýra Páls frá þeim tíma, og gekk bömum hans í móðurstað. Siguijón fór í útver til Vest- mannaeyja, var þar á sjó fímm vertíðir, frá 1925 til 1930. Var á vertíð í Grindavík 1931 og Höfnum 1932. Siguijón lauk búfræðinámi frá Hvanneyri með fyrstu einkunn vorið 1935. Hann var öll sumur hjá föður sínum á Söndum, þar til bú- fræðinámi lauk. Hóf búskap, ásamt Jóhönnu systur sinni á Söndum 1942 til 1944. Frá þeim tíma með eftirlifandi eiginkonu, Sigríði Sveinsdóttur frá Langholti í Meðal- landi. Hann var alltaf við smíðar bæði heima og heiman, sá m.a. um byggingu skipbrotsmannaskýlis á SkarðsQöru. Þess ber að geta að um langan tíma lá þjóðleið yfir Kúðafljót og um bæjarhlaðið á Söndum, þar sem viðsjált og mikið aurvatn var ekki fært nema þaulkunnugum. í hlutar- ins eðli liggur að þeir sem á Söndum bjuggu kynntust kenjum Kúðaflóts, öðrum fremur. Fólk varð að komast yfir, hvort vetur var, eða sumar. Frumskilyrði velfarnaðar var að þekkja vatnið og alla duttlunga þess, sérstaklega fyrir þá sem bjuggu í miðjum vatnsflaumnum. Bæjarhlaðið á Söndum varð brátt Ert þú EINN í heiminum Hefurðu engan að tala við? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 (ff+fflöll kvöld 20 - 23 Jón, f. 14.3. 1946, samb. Sigurdís Bald- ursdóttir, þau slitu samvistum, maki Kristín Matthíasdótt- ir, f. 2.4. 1941. Börn Jóns: Ólína, f. 29.2. 1968, Margrét Sigríð- ur f. 22.11. 1970, Sig- uijón, f. 17.1. 1976, Kristín, f. 7.12. 1976. 3) Sveinn, f. 1.10. 1947. maki Sigur- björg Elimardóttir, f. 21.1. 1957. Börn Sveins: Elimar Helgi, f. 22. 2. 1973, Páll, f. 23.9. 1977, Siguijón, f. 12.11. 1979, Birnir, f. 12.1. 1984, Víðir, f. 1.9. 1987. 4) Margrét, f. 2.2. 1949. samb. Hlöðver Filippus Magnússon, f. 2.9. 1924. Barn Margrétar er Jóhanna, f. 2.2. 1989. 5) Guðrún, f. 29.4. 1950, maki Júlíus M. Þórarinsson, þau skildu. Maki 2 Páll Ammendrup, f. 30.9. 1947. Börn Guðrúnar: Sigríður, f. 23.4. 1971, Lovísa Björk, f. 16.2. 1973, Þóra Mar- grét, f. 12.6. 1976, Andrés Gunn- arsson, f. 3.9. 1989, Katrín Emma, f. 18.12.1992. 6) Siguijón f. 13.6. 1951, maki Birna Gunn- laugsdóttir, f. 27.5. 1959. Börn Siguijóns: Ásdís, f. 5.7. 1979, Ama, f. 9.7. 1986, Siguijón Örn, úr alfaraleið, þegar farið var að brúa illfærustu vatnsföllin í Skaft- ártungu upp úr 1940. Þeir feðgar, Páll og Siguijón, fluttu ásamt fjöl- skyldum sínum búferlum að Galta- læk í Landsveit árið 1945 og Sand- ar lögðust í eyði. Eitt fyrsta verk Siguijóns á Galtalæk var að stækka fjósið og hefja mjólkursölu. Jörðin var §árlaus fyrsta árið, því var full þörf á því að standa straum af jarð- arkaupum með reglulegum tekjum. Til gamans má geta þess að Galta- lækurinn, um 1.700 hajörð, kostaði um 75.000 kr. og þótti dýr. Sumarið 1946 byggir Siguijón vatnsaflsrafstöð í Galtalæknum. Er hún enn, að vísu endurbyggð, afl- gjafi ljósa, hita og smíða. Ifyrsta bílinn sinn fékk Siguijón 1945 og dráttarvél 1946, og á vélina ámoksturstæki 1947. Mun það hafa verið fyrsta vélin sem var svo búin, austan Þjórsár. Fjölskyldan byggði, á fáum árum, bæði upp fjárhús og fjós og jók ræktun úr u.þ.b. einni dagsláttu í um 120 ha. Sigutjón stundaði lækningar fyrr á árum, var með lyfjalager á Galta- læk, frá héraðslækninum á Hellu, Ólafi Bjömssyni, og héraðsdýra- lækninum, Karli Kortssyni. Sigurjón hafði mikinn áhuga á félagsmálum, bæði á sveitar- og landsvísu, var virkur í Ungmenna- félagi Leiðvallahrepps, þann tíma sem hann var á Söndum, og for- maður lengi. Var formaður Rækt- unarsambandsins um skeið eftir að hann fluttist að Galtalæk. í fræðslunefnd um árabil o.fl. sem hér verður ekki upptalið. Hann var og öflugur liðsmaður Framsóknar- flokksins. Hann var hagmæltur og gat vel komið fyrir sig orði við ólík tækifæri. Siguijón var hreinskiptinn og dugandi málafylgjumaður, sem ógjarnan lét sinn hlut. Löngum var ég læknir minn lögfræðingur, prestur. Smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. (Stephan G. Stephansson.) Börn og barnabörn. „Ég hef lifað svo lengi í þessum heimi að nú er ég orðinn forvitinn um þann næsta.“ Þessi orð Benjam- íns Franklin hefði Sigurjón bóndi að Galtalæk vafalaust getað gert að sínum jafnfróðleiksfús og hann ætíð var. f. 16.10. 1991. 7) Gréta, f. 23.4. 1953, í sambúð með Erni Proppé, þau slitu samvistir, maki Hörður Brandsson, f. 25.2. 1948. Börn Grétu: Þóra Björk, f. 20.03. 1981, Arnar, f. 11.9. 1983, Guðrún Birta, f. 23.8.1995. 8) Valgerður, f. 4.11. 1955, maki Axel Gústaf Guð- mundsson, d. 1981, í sambúð með Sigurbergi Stefáni Krist- jánssyni, d. 1991, nú í sambúð með Sigmundi Felixssyni, f. 15.3. 1950. Börn Valgerðar: Guðmundur Páll, f. 9.11. 1976. Sigríður Anný, f. 25.7. 1978, Krislján Gisli, f. 3.10. 1984, Grétar, f. 30.5. 1990. Siguijón átti níu barnabarnabörn. Sigur- jón fluttist 1919 að Söndum í Meðallandi, hóf þar búskap 1942, eftir að hafa lokið bú- fræðinámi frá Hvanneyri og verið reglulega í útveri. Hann fluttist ásamt konu sinni og foreldrum á Galtalæk í Land- sveit 1945. Þar hóf hann búskap og bjó þar þar til hann lést. Siguijón hafði fullt umboð frá héraðslæknunum á Hellu til að stunda einföldustu lækningar á mönnum og málleysingjum fyrr á árum. Siguijón var vel hag- mæltur og gat komið fyrir sig orði við ólík tækifæri. Var með- al annars alla tið virkur í Fram- sóknarflokknum. Siguijón var hagleikssmiður á málm og tré og notaði það óspart í sínum búskap. Útför Siguijóns fer fram frá Skarðskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég kynntist Siguijóni fyrst fyrir um 6 árum og tengdist síðar fjöl- skyldu hans náið er ég kvæntist Guðrúnu dóttur hans. Hann var þá kominn nokkuð til ára sinna, orðinn stirður í hreyfingum en mér varð það strax ljóst að þar fór maður óvenju fróður og skýr í hugsun. Siguijón starfaði við búrekstur nær alla sína ævi, en búið á Galta- læk er um margt óvenjulegt. Þar langt inni í landi, við jaðar miðhá- lendis íslands, lærðu ábúendur að verða sjálfum sér nógir um flest það er við þéttbýlisbúar teljum sjálfsagt að þiggja af öðrum. Þar framleiða menn sína eigin raforku, gera sjálfir við eigin bifreiðar og vélar og svo mætti lengi telja. Þar hefur auk hefðbundins búrekstrar margs konar önnur starfsemi farið fram svo sem þjónusta við ferða- menn, skógrækt, fiskeldi og fleira. Þeir menn er reka slíkt bú verða því að hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu og slíkt hafði Siguijón í ríkum mæli. Þótt bústörfin tækju mikinn tíma gaf Siguijón sér ætíð tíma til lestr- ar. Hann las mjög mikið um hin margvíslegustu efni en saga ís- lands og landsmál voru honum sér- staklega hugleikin sem og jarð- og eldfjallafræði, enda mun nábýlið við hina voldugu Heklu vafalaust hafa stuðlað að því síðastnefnda. Siguijón fylgdist mjög vel með fréttum og landsmálaumræðu allt fram á síðasta dag. Hann var skemmtilegur viðræðu og mála- fylgjumaður mikill. Við spjölluðum oft og lengi saman er leið okkar hjóna lá að Galtalæk, og þótt skoð- anir okkar færu ekki alltaf saman var ætíð fróðlegt fyrir mig að kynn- ast skoðunum Siguijóns jafnvíðles- inn og málefnalegur og hann var. Það er sagt að þeim sé ekki erf- itt að deyja sem lifað hefur góðu lífi. Siguijón sýndi mikið æðruleysi og raunsæi er hann horfðist í augu við dauðann, enda gat hann verið sáttur við líf sitt og ævistarf. Ég vil votta Sigríði konu hans, bömum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Páll Ammendrup. Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns og frænda Sig- urjóns bónda á Galtalæk. Þrátt fyr- ir að við vissum að hann gekk ekki heill til skógar á undanförnum misserum vorum við að vona að aðgerðin sem hann fór í fyrir stuttu frestaði því sem þá var ljóst að væri óumflýjanlegt. Hann vissi þó betur, en af sama æðruleysinu og einkenndi líf hans allt tók hann því sem verða vildi og gerði sem minnst úr veikindum sínum. Við áttum síð- ast spjall saman aðeins fjórum dög- um fyrir andlát hans og þá vildi hann heldur ræða fyrirhugað álver og virkjanaframkvæmdir en líðan sína. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp leita minningarnar á hugann. Allt frá því að ég fyrst man eft- ir mér hefur Siguijón verið einn af mínum bestu vinum og heimili h’ans Galtalækur mér sem annað heimili. Sem barn og unglingur var ég í sveit hjá Siguijóni á sumrin og var þar alltaf tekið sem einum af heimilisfólkinu. Hann hafði ein- stakt lag á að hvetja menn til dáða, hrósa því sem vel var gert, en leið- rétta og segja til um hvað mætti betur fara. Ég minnist þess sem krakki að hann fór með mig út í verkfærahús, lét mig hafa rafsuð- una og sagði að ég hefði gott af að læra að rafsjóða. Hann fylgdist með og sagði mér til, en fór síðan í burtu og kom um það bil klukku- stund síðar til að sjá hvernig gengi. Sagði mér hvað ég væri að gera vitlaust og fór aftur. Nokkrum dög- um síðar tók hann mig aftur út í verkfærahús og kenndi mér á sama hátt undirstöðu í logsuðu. Þannig var Siguijón, honum fannst nauð- synlegt að menn kynnu allt það helsta við smíðar, hvort sem var á tré eða járn. Honum fannst reyndar að menn ættu að læra sem flest til allra verka og vera liðtækir á sem flestum sviðum. Þannig var hann sjálfur, hann leitaði sífellt eftir því að kunna skil á öllum hlutum og geta gert sem flest sjálfur. Fáa menn hef ég hitt sem voru betur að sér í sögu lands og þjóðar, enda las hann allt sem hann komst yfir og var mikill áhugamaður um allt sem sneri að jarðfræði, sögu og ekki síst fornbókmenntum. Einnig var honum pólitíkin hugleikin. Ég minnist þess að sem krakka fannst mér pólitískar deilur á Galtalæk vera fastur liður þegar gesti bar að garði. í þeim efnum hafði Siguijón mjög fast mótaðar skoðanir og var ekki tilbúinn að liggja á þeim. Síðar komst ég að því að hann mat þá ekki síst sem hann átti í hvað hörð- ustum pólitískum deilum við, enda held ég að stundum hafi þetta verið honum sem íþrótt líkt og kveðskap- urinn. Siguijóni var mjög umhugað um að nýta sér nýja tækni sem hann taldi geta orðið til hagræðingar jafnvel þótt ekki væru allir sann- færðir um ágæti hennar í upphafi. Eitt dæmi um það er að fljótlega eftir að Siguijón flutti að Galtalæk árið 1945 byggði hann sér einka- rafstöð, sem síðar var svo endur- bætt og hefur rafstöðin þjónað allri raforkuþörfinni fyrir búið síðan. Haft var að orði þegar virkjunin var í undirbúningi að ekki mætti hrófla við fossinum í læknum því hann væri fallegur. Sagt er að Sig- uijón hafi svarað því til að ekki mundi fegurð fossins ylja sér í frosthörkum. Það sýnir þá framsýni sem einkenndi Siguijón að áfram hélt hann með áform sín og virkj- aði, enda viss um að þannig treysti hann undirstöðu búskapar á Galta- læk. Engin spurning er að virkjun- in hefur átt sinn þátt í því að Galta- lækur varð stórbýli þrátt fyrir að vera nokkuð afskekkt áður en vega- samgöngur bötnuðu. Á síðustu árum hefur búið hins vegar minnk- að aftur, enda á búskapur almennt verulega undir högg að sækja eins og þekkt er. En fossinn í læknum er enn fallegur. Og ávallt var bygg- ing virkjana og atvinnusköpun í landinu Sigurjóni mikið áhugamál. Hann sá í fallvötnunum auðæfi sem hann taldi þjóðina verða að nýta sér og ósjaldan ræddi hann þau mál. Það er margs að minnast, en verður ekki gert frekar hér. Ég sem alltaf hef talið mig vera eins og einn úr systkinahópnum og við fjöl- skyldan sem höfum átt svo margar gleðistundir á Galtalæk, horfum nú á eftir Siguijóni Pálssyni, einlæg- um vini og frænda og getum ekki SIGURJON PÁLSSON nema þakkað fyrir vináttu hans og tryggð. Ég kveð frænda minn með virð- ingu og þökk fyrir vináttuna. Bless- uð sé minning hans. Siggu, systkin- unum frá Galtalæk og öllu Galta- lækjarfólkinu sendi ég samúðar- kveðjur. Tryggvi Þór Haraldsson. Þeim fækkar óðum öldruðu sveit- arhöfðingjunum, sem settu svip á síðari hluta aldarinnar og umhverfi æskunnar. Þeir hafa lifað í minn- ingu um hlý lognsumur og töðu- lykt. Þeir voru hluti af hamingju- sömu æviskeiði og hljóta í huganum þakkir fyrir barnagæsku og gest- risni og virðingu fyrir dugnað og hjálpsemi. Þessir höfðingjar lifðu með reisn, vanvirtu ekki náttúruna eða lífíð og höfðu skýrar og ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefn- um. Þeir gátu ýmist verið eins og höggnir úr hörðu bergi eða mótaðir úr mjúkum leir. Allt fór það eftir viðfangsefni á hveijum tíma. Þetta voru heilsteyptir menn og umfram allt manneslqur. Einn þessara höfðingja var Sig- uijón Pálsson, bóndi á Galtalæk í Landsveit. Sama daginn og Siguijón lést kvaddi annar heiðursmaður úr sömu sveit, Eyjólfur Ágústsson, bóndi í Hvammi. Hann hafði nýlega misst tvo syni sína með stuttu milli- bili. Lífsins gangur er stundum lítt skiljanlegur. Fyrir okkur kúasmal- ana í Næfurholti var Eyjólfur í Hvammi nánast goðsögn. Honum brá fyrir í réttum og á mannamót- um, háum og glæsilegum, og frá- sagnir af verkum hans og mann- kostum mótuðu myndina með skýr- ari dráttum. Reykjavíkurkrakkarnir, sem fengu að þroskast og bergja af brunni mennskunnar í Næfurholti, kynntust allir Siguijóni á Galtalæk og hans góða fólki. Hann hafði flutt með fjölskyldu sína árið 1944 frá Söndum í Meðallandi að Galtalæk. Líklega hefur Galtalækur þótt sæmilegasta jörð á mælikvarða þess tíma. En Siguijón var mikill ræktunarmaður og við rætur eld- fjallsins mikla, ógnvaldsins hrika- lega, breytti hann ásýnd jarðarinn- ar, jók við ræktarland, sléttaði rún og raflýsti hús frá eigin rafstöð. Hekla lét grænkuna hans að mestu leyti í friði. Sigurjón og kona hans, Sigríður Sveinsdóttir, eignuðust átta börn, sem öll eru á lífí. Varla hefur verið mulið undir þau í harðri lífsbaráttu. Eins og venja hefur verið í sveitum tóku þau fullan þátt í verkefnum dagsins um leið og þrek leyfði. Allt urðu þetta góðir og gegnir einstakl- ingar og dýrmætt framlag þeirra hjóna til lítillar þjóðar. Siguijón og Sigríður voru sam- hent og ég hygg að hjónaband þeirra hafí verið einstaklega gott og ástríkt. Líf þeirra beggja einkennd- ist af látlaustri og stöðugri vinnu; vinnu við að bæta jörðina, vinnu við að ala upp börnin og vinnu við að gera öðrum greiða. Þetta er auðvit- að í hnotskurn saga bændafólks á íslandi á þessari öld. En Siguijón lét sig líka miklu varða félags- og stjórnmál og lét í ljós hiklausar skoðanir á þeim vettvangi. Hann var mjög fróður um alla landshagi og hafði þekkingu á ólíklegustu málaflokkum. Siguijón var mjög eftii-tektar- verður fyrir margra hluta sakir. Hann var dulítið suðrænn í útliti, andlitsdrættir skarpir og augun gátu verið hvöss. Hann var alla jafna hæglátur en fjarri því að vera skaplaus. Og hann var sístarfandi. Greiðasemi hans var svo mikil að með ólíkindum var. Hann átti stórt og gott verkstæði og nágrannar hans nutu þess oftlega. Hann gerði við bíla og búvélar, heimilistæki og raunar hvað sem var. Ekki voru synir hans síðri þegar þeir höfðu vit og getu til að hjálpa. Allir boðn- ir og búnir til að greiða götu sam- ferðamannanna. Þessi hjálpsemi var ómetanleg í einangraðri sveit þar sem langt var í gas og súr, tól og tæki. Ekki veit ég til þess að Sigur- jón hafí tekið greiðslu frá nágrönn- um fyrir unnin verk. I hans huga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.