Morgunblaðið - 06.04.1997, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR
KVIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ, Sambíóin og Laugarásbíó hafa tekið til sýninga glænýja
spennumynd úr smiðju leikstjórans Alan J. Pakula. Hún heitir The Devil’s Own og í
aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Harrison Ford og Brad Pitt.
Stór-
stjarna
IRAkemur
til Ameríku
LÍKURNAR á því að Tom O’Meara
(Harrison Ford) og Frankie McGu-
ire (Brad Pitt) ættu eftir að kynn-
ast voru ekki miklar. Sá fyrrnefndi
er lögreglumaður í New York en
sá síðarnefndi ungur, írskur hryðju-
verkamaður, uppalinn í óöldinni í
Belfast. Þeir eiga ekkert sameigin-
legt annað en írskt ætternið.
En þegar Frankie kemur til
Bandaríkjanna til þess að útvega
flugskeyti til að nota í hinni heilögu
baráttu sinni fyrir IRA fær hann
sér hið fullkomna dulargervi. Hann
kallar sig Rory Devaney og segist
vera á flótta undan ofbeldinu og
óöldinni heima á Norður-írlandi.
O’Meara er bijóstgóður maður og
samþykkir, án þess að vita hið
sanna um bakgrunn Frankie/Rory,
að bjóða þessum unga, nauðstadda
manni húsaskjól á heimili fjölskyldu
sinnar.
Á heimili O’Meara Qölskyldunnar
tengjast mennimir tveir sterkum
böndum. Rory kemst að því að Tom
er sterkur og þolinmóður maður,
ekki ólíkur föður hans sem var
myrtur að fjölskyldunni ásjáandi
þegar Rory var ungur. Nú sitja
þeir hlið við hlið við matarborðið á
heimili Toms, eiginkonu hans Sheilu
(Margaret Colin) og dætra þeirra
og andrúmsloftið einkennist af ró-
semi, gleði og kærleika.
En þótt Rory slaki á varnarhátt-
unum sem hann hefur þróað með
sér alla ævi og leyfi sér að verða
hluti af fjölskyldu Toms veit hann
að málstaður hryðjuverkasamtak-
anna kallar á hann.
Óvænt atvik verður svo til þess
að Tom fer að gruna að ekki sé
allt sem sýnist í lífi Rorys og hann
grefur upp sannleikann um hann.
Þá tekst írskættaði lögreglumað-
urinn á hendur hættulegt verkefni;
hann ætlar sér bæði að handtaka
glæpamann sem hefur sloppið und-
an réttvísinni og forða vini sínum
frá því að verða drepinn.
Myndin The Devil’s Own er gerð
af leikstjóranum Alan J. Pakula.
Hann hefur tvisvar verið tilnefndur
til óskarsverðlauna; sem leikstjóri
fyrir All the President’s Men og sem
handritshöfundur fyrir Sophie’s
Choice en þeirri mynd leikstýrði
hann einnig. Þrátt fyrir að óskars-
verðlaunamyndirnar hans beri ekki
vott um það er Pakula helst anná-
laður fyrir spennumyndir sínar;
myndir á borð við The Pelican Brief
og Presumed Innocent, en þá vann
hann slðast með Harrison Ford.
Önnur nýleg mynd frá Pakula er
Consenting Adults.
The Devil’s Own er gerð eftir
handriti manns að nafni Kevin
Jarre, sem hefur m.a. skrifað hand-
rit að annarri Rambo-myndinni og
vestranum Tombstone, en framleið-
andi er Lawrence Gordon sem á að
baki myndir á borð við 48 Hrs.,
Die Hard, Predator og Field of
Dreams.
Aðalleikendur myndarinnar eru
tvær af skærustu stjörnum Holly-
wood. Harrison Ford var valinn
stjarna aldarinnar af eigendum
kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum
eftir að hafa slegið í gegn í Indiana
Jones myndunum, Star Wars mynd-
unum, Vitninu og fleirum. Brad
Pitt er ein heitasta unga stjarnan
í Hollywood um þessar mundir.
Meðal helstu leikenda í aukahlut-
verkum eru Margaret Collins, sem
hefur verið meðal leikenda í sjón-
varpsþættinum Chicago Hope, Rud-
en Blades, salsasöngvarinn vinsæli
sem jafnframt er lögfræðingur með
gráðu frá Harvard háskóla, og Tre-
at Williams, sem lék síðast í Things
to do in Denver... og Mulholland
Falls en margir minnast t.d. úr
Hárinu og einnig er þarna Natascha
McElhone sem lék á móti Anthony
Hopkins í Surviving Picasso.
The Devil’s Own var frumsýnd í
Bandaríkjunum skömmu fyrir
páska og síðustu daga hefur hún
einnig verið frumsýnd í nokkrum
Evrópulöndum. Eins og við er að
búast af spennumynd með tveimur
af þekktutu kvikmyndastjömum
nútímans hafa áhorfendur flykkst
í bíó að beija myndina augum.
HARRISON Ford leikur Tom
O’Meara, lögreglumann í
New York og Brad Pitt leikur
Frankie McGuire, írskan
hryðjuverkamann sem fer
huldu höfði í New York.
ÁRIÐ 1994 völdu bandarískir
kvikmyndahúsaeigendur Harri-
son Ford kvikmyndastjörnu ald-
arinnar. Enginn leikari hefur
fært kvikmyndahúsunum aðrar
eins tekjur og maðurinn sem lék
aðalhlutverkið í Indiana Jones
myndunum, Star Wars myndun-
um og mörgum stærstu spennu-
myndum seinni ára. Harrison
Ford hefur reynt fyrir sér utan
spennumyndanna en veit þó sem
er að hann er fyrst og fremst
á heimavelli í spennumyndum í
hlutverki réttláta, sanngjarna
mannsins sem lendir að ósekju
í miklum háska og lætur ekkert
stöðva sig í leit að réttlæti.
Harrison Ford var tilnefndur
til óskarsverðlauna fyrir leik
sinn í myndinni Witness og var
tilnefndur til Golden Globe
verðlauna fyrir leik í Sabrina
og í The Fugitive. Að öðru leyti
hafa verðlaunaveitendur í kvik-
myndaheiminum ekki sýntþess-
um stórleikara sóma sem er
samboðinn vinsældum hans
meðal kvikmyndahúsagesta.
Harrison Ford er hæglátur
maður eins og mennirnir sem
hann leikur á hvíta tjaldinu.
Hann býr ásamt konu og börn-
um á búgarði í Idaho-fylki,
sinnir þar hrossum og smíðum
en kemur helst ekki til Holly-
wood ótilneyddur.
Ford er fæddur í Chicago og
gekk í háskóla i Wisconsin áður
en hann fluttist til Los Angeles
til að gerast leikari. Þetta var
snemma á sjöunda áratugnum
og árið 1966 komst Harrison
Ford fyrst á hvíta tjaldið þegar
hann fékk hlutverk í myndinni
Dead Heat on the Merry Go
BRAD Pitt er 33 ára
gamall, fæddur í Okla-
homa, en uppalinn í
Missouri. Hann lærði
blaðamennsku í Missouri-
háskóla, en fluttist til Los
Angeles til að ljúka þar
námi í auglýsingafræði
og grafískri hönnun. Þar
sneri hann sér að leiklist-
inni.
Eftir að hafa leikið
smáhlutverk í nokkrum
sjónvarpsþáttum og kvik-
myndum sló Brad Pitt I
gegn þegar hann fékk
hlutverk elskhuga Geenu
Davis í mynd
Scotts Thelma and Louise
árið 1991. Hann varð að
heimsþekktu kyntákni og
einum heitasta unga
manninum í Hollywood á
skammri stundu.
Myndir á borð við A
River Runs Through It
(1992), Kalifomia (1993)
Interview with a Vampire
(1994) og Legends of the
Fall (1994) gerðu svo full-
burða kvikmyndastjömu
úr Brad Pitt. Fyrir Leg-
ends of the Fall hlaut
hann tilnefiningu til Gold-
en Globe verðlauna.
Brad Pitt átti ríkan þátt
í velgengni myndanna
Seven og 12 monkeys en
fyrir leik sinn í þeirri síð-
arnefndu var hann til-
nefndur til óskarsverð-
launa og til Golden Globe
verðlauna. Sfðast lék hann
á móti Dustin Hoffman
og Robert De Niro í mynd-
inni Sleepers eftir Barry
Levinson.
Næstu myndir Brad
Pitt eftir The Devil’s Own
eru Seven Years in Tibet
eftir leikstjórann Jean-
Jeaques Annaud og síðan
Meet Joe Black í leiksjtóm
Matrin Brest.
Brad Pitt býr nú með
ástkonu sinni, leikkonunni
Gwyneth Paltrow, og
þremur hundum í Los
Angeles. Þau skötuhjúin
kynntust við tökur á Se-
ven þar sem þau léku sam-
an.
Bóndi í Idaho
Round. Skömmu síðar fékk
hann rullu í mynd sem hét Gett-
ing Straight en annars gekk
honum litið að koma sér áfram
svo Harrison Ford ákvað að
láta budduna ráða, gerðist
smiður og hafnaði statistarull-
um.
Þannig gengu hlutirnir fyrir
sig í þijú ár eða þar til leiksljór-
inn Georg Lucas ákvað árið
1973 að ráða Ford til að leika
í myndinni American Graffiti.
Næsta ár hreppti leikarinn gott
aukahlutverk í mynd Coppolas,
The Conversation, en tók svo
aftur til við smíðarnar fram til
ársins 1977 þegar George Lucas
fékk hann enn á skjáinn og nú
til að takast á við hlutverk Han
Solo í Star Wars myndinni, sem
sló öll aðsóknarmet og bjó til
kvikmyndastjörnu úr Harrison
Ford.
Han Solo sneri aftur í næstu
Star Wars mynd, The Empire
Strikes Back (1980) og svo í
Return of the Jedi (1984) en
áður var Ford búinn að búa til
aðra þekkta kvikmyndapersónu
í samvinnu við George Lucas og
Steven Spielberg. Sú heitir Indi-
ana Jones og um hana hafa ver-
ið gerðar þijár vinsælar myndir.
Önnur hlutverk Harrisons Ford
eru m.a. í Blade Runner, Frantic,
Working Girl og Regarding
Henry að ógleymdri enn einni
seríunni, þeirri um Jack Ryan
aðalhetjuna í myndunum Clear
and Present Danger og Patriot
Games.
Þá hefur Harrison
Ford einu sinni áður
unnið með Alan J.
Pakula, leik-
stjóra The Dev-
il’s Own. Það
ir í mynd-
inni Pres-
umed
Innocent.