Morgunblaðið - 06.04.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 06.04.1997, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ .',30 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 SKOÐUN Krukkið í bifreiðagiöldin UMRÆÐAN um aðflutnings- gjöld af bifreiðum er nú hafin að nýju. Tilefnið að þessu sinni virðist vera deila eins bifreiðaumboðanna við fjármálaráðuneytið um inn- kaupsverð á amerískum bifreiðum er viðkomandi umboð selur hér á landi. Þetta umboð á, eins og fleiri, undir högg að sækja. Inn í þessa deilu blandast að innflutningur á notuðum bifreiðum skuli hafa verið um 20% af sölunni á síðasta ári. Sum umboðin eru að vonum óhress með samkeppnina. Skýring þessa er tvíþætt: I fyrsta lagi okrar ríkið svo á bifreiðatollum, sérstaklega af amerískum bifreiðum og öðrum af stærri gerðum, að ekki er hægt að flytja þær inn nýjar. í öðru lagi er verðmyndun hjá umboðunum þannig að þau hafa ekki náð ár- angri í sölu þessara stærri og dýr- ari bifreiða. Þrýst er á fjármálaráðherra að banna innflutning á notuðum bif- reiðum og bifreiðum skemmdum eftir umferðaróhöpp. Ástæðan er sögð stórfelld svik þeirra sem standa í þessum innflutningi. Það -^er hreint yfirvarp. Tollalög, tolleft- irlit og ákvæði hegningarlaga virð- ast ekki ná til þessarar starfsemi. Orð Indriða Þorlákssonar, skrif- stofustjóra í fjármálaráðuneytinu í Morgunblaðinu 9. janúar sl., um breytingar á reglum um aðflutn- ingsgjöld gefa tilefni til víðtækra andsvara þótt hann hafí síðar reynt að draga úr hræðslu manna við hið yfirgengilega norska tollkerfi sem er verið að „skoða“ með tilliti til notkunar hér á landi. Vor í Reykjavík? Nokkur einföldun var gerð á toll- flokkum vorið 1996. Hæsti flokkur- inn sem var 75% af CIF-verði bif- reiða með stærri vélar en 3000 cm3 var felldur niður. í stað hans kom annar aðeins lægri eða 65% af CIF- verði m.v. sömu vélarstærð. Aðrir flokkar lækkuðu eða stóðu í stað eftir vélarstærðum. Ekki er það svo að þessi breyting hafi skipt miklu máli í raun fyrir neytendur, því enginn venjulegur launamaður eða kona gat leyft sér að kaupa bifreið- ir sem lentu í hæstu tollflokkunum. Hitt skipti meiru að hér var sýnileg Er norsk neyslustýring betri en íslensk? Þetta tollakerfi er eitt hið svívirðilegasta, segir Guðmundur Kjartansson, sem upp hefur verið hugsað í skattheimtu um langt árabil. stefnubreyting að eiga sér stað til samræmis við vilja ijármálaráð- herra. Hann hefur marglýst því yfir að af- nema beri neyslustýr- inguna en farið yrði í það af gát. Hófsemi var gætt er lögunum var breytt sl. vor og átti ekki að koma markaðin- um úr jafnvægi. Fullnaðarleiðrétting skyldi koma síðar, en nú kveður við annan tón. Hvað hefur breyst? Lúxusskattar, á hvern? Með lögum nr. 29 -1993 náðist sá „árangur" að innflutningur og sala stærri fólksbifreiða lagðist af nema handa fyrirfólki hjá ríkinu og þar sem hægt var að færa ósann- gjarna gjaldtöku ríkisins til kostn- aðar hjá fyrirtækjum. Hagsmunir almennings voru fyrir borð bornir. Hagfræðirökin þrutu og þá var far- ið að tala um umhverfismál. Afleið- ingin er sú að kaup á stærri og öruggari bifreiðum eru aðeins fyrir fáa útvalda. Frjáls innflutningur skal út Skilaboðin frá embættismanna- kerfinu eru þau að neyslustýringin skuli hert þótt i henni felist gróf brot á verslunarfrelsi og sjálfs- ákvörðunarrétti. í fréttinni sem Morgunblaðið birti 9. janúar sl. kemur fram að í fjármálaráðuneyt- inu sé verið að skoða „norska gjald- kerfið“ með það í huga að innieiða það hér á íslandi. Þetta tollakerfi er eitt hið svívirðilegasta sem upp hefur verið hugsað í skattheimtu um langt. árabil. Er þar langt til jafnað, jafnvel í Skandinavíu. Það mun leiða til hærra verðs, minni samkeppni og minna vöruúrvals. Verði það innleitt hér munu frumáhrifin þau að jeppar, pallbíl- ar og stærri fólksbílar verða endanlega út- lægir af íslandi. Upp- haflega ástæðan fyrir þessum afskiptum er auðvitað fijáls inn- flutningur á notuðum bifreiðum. Af því sést að menn virðast vilja viðhalda fákeppni á markaðinum. Áfleið- ingarnar eru m.a þær að samkeppnin frá innflutningi notaðra bifreiða mun hverfa af því að undir hinu dæmalausa norska kerfi ber notuð bifreið sömu aðflutningsgjöld og ný, uppá krónu. Er það ásetning- ur yfirvalda að eyða samkeppni? Innflutningur á notuðum bifreiðum stuðlar að heilbrigðari verðmyndun í greininni fyrir utan að gefa neyt- endum fleiri valkosti. Hann á því fullan rétt á sér. Lögbrot eru mál sem ber að taka á með öðrum hætti en að múra hálfa þjóðina inni. Mengun — tvískinnungur í algleymi Þörf markaðarins fyrir stærri fólksbifreiðir en eru leyfðar á Is- landi hefur verið haldið niðri af rík- inu með gervirökum. Forráðamenn ráðuneytisins og Alþingis verða að búa sig undir að svara fyrir það í vaxandi umræðu. Stjórnmálamönn- um er ekki vorkunn að því að taka mark á sérfræðingum sem eru í raun að krydda mál sitt með per- sónulegu, ófaglegu gildismati. Að stærstu og öruggustu bifreiðirnar séu tollaðar út af markaði hér í nafni umhverfisverndar er rökleysa. Getur einhver ábyrgur aðili svarað Guðmundur Kjartansson KEftAVlK .JOOUEGUR istftMAOUR KARLMEI^ KARLMENN Út er komið 1. tbl. 2. árg. af tímaritinu VIÐ KARLMENN með fjölbreyttu efni fyrir ykkur. VIÐ KARLMENN er eina tímaritið á markaðnum sinnar tegundar. Fæst í bókaverslunum og bensínstöðvum. Styrkið útgáfu tímarits fyrir ykkur með áskrift. Síminn er 553 3233 FÁLKAFELLehf því, hvers vegna okurtollar eru lagðir á stærri og öruggari gerðir bifreiða, sérstaklega amerískar? Sama á við um vörur frá Bandaríkj- unum almennt, en yfirvöld notuðu tækifærið og hækkuðu tolla á öllum bandarískum iðnaðarvörum um 5-10% í framhaldi af EES-samn- ingnum. Engu er líkara en að það sé gert til að láta Iíta út fyrir að vörur frá EES-löndum hafi Iækkað. Verslunarfrelsi ... fyrir suma Fáir hafa séð ástæðu til að at- yrða embættismenn eða Alþingi fyrir að bijóta eða níðast á stjórnar- skrárvernduðum réttindum manna til atvinnusköpunar og sjálfs- ákvörðunar. Réttur fólks til að skapa sér lífsviðurværi og ráða neyslu sinni er mjög sterkt ákveðinn í íslenskum lögum. Yfirgengilegt tollaokur, sérstak- lega á dýrari fólksbifreiðum, leiðir menn inn á grá svæði við að mæta óskum markaðarins. Allir eru að leita sér lífsbjargar. Undir þetta fellur innflutningur bæði á tjónabif- reiðum og innflutningur bifreiða á fölsuðum reikningum. Ríkið hefur i hendi sér að ná til þeirra sem stunda þessa iðju, en virðist ekki aðhafast neitt í því. Af því má ráða að lögbrotin eru ekki það sem skipt- ir máli, heldur hitt hver má versla. Það er ekki nýlunda á þessu landi. í stað þess að horfast í augu við veruleikann og eyða ólögum ætia embættismenn að beija höfðinu við steininn og girða alla þjóðina af. Lausir frá GATT? Með því að staðfesta GATT-sam- komulagið og með því að gerast stofnaðili að Alþjóða viðskiptastofn- uninni skuldbundu hérlend stjórn- völd sig til að lúta ákveðnum_ leik- reglum í alþjóðaviðskiptum. í bif- reiðainnflutningi þýddi þessi skuld- binding það að íslensk tollayfirvöld urðu að taka vörureikninga gilda eins og þeir voru lagðir fram. Þetta leysti af hólmi kerfi sem var þann- ig að þeir sem reyndu að flytja inn bifreið á eigin vegum voru sendir af tollyfirvöldum til viðkomandi umboðs til að fá umsögn um verð- gildi bifreiðarinnar. Þannig höfðu bifreiðaumboðin í hendi sér hvernig tollfgreiðslu menn fengu sem hugs- anlega voru í beinni samkeppni við þau. í flestum tilvikum þýddi þetta að verðið sem lagt var til grundvall- ar tollútreikningi var erlent smá- söluverð. Það tekur út yfir allan þjófabálk að ríkisvaldið hlutist til um þessi mál frekar en orðið er. Rökvilla, ekki rökstuðningur Það er hrein rökvilla hjá skrif- stofustjóra fjármálaráðuneytisins ef hann heldur því fram að lögbrot fáeinna manna sé tilefni til þess að setja heilli þjóð stólinn fyrir dyrnar. Skrifstofustjóri ijármálaráðuneytis- ins orðar lýsingu sína á vandamál- inu snyrtilega, en það sem hann er að boða er í fyrsta lagi bann við innflutningi einstaklinga á bifreið- um, sérstaklega notuðum. í öðru lagi á að svikja loforð ráðherrans um algera leiðréttingu á tollakerf- inu eins og því er skipað í L. 29-1993. Ætla embættismenn að viðhalda skömmtunarstjórn á kaup- um almennings á þessari vöru? Jafnvel þvert á vilja fjármálaráð- herra og annarra er um þetta mál hafa fjallað. Hver eru rökin fyrir því? Leiðréttingin Þar sem ríkisvaldið hefur árlega um 20 milljarða í tekjur af bifreiða- útgerð landsmanna er athugandi að fella algerlega niður aðflutnings- gjöld af þeim. Stefnan hefur lengi verið í þá áttina að skattleggja neysluna ofan á allt annað. Skatt- lagning þessarar vöru er fyrir mörg- um árum komin út fyrir öll eðlileg mörk. Hví ekki að snúa dæminu við? Ef neyslustýringin er mönnum svo heilög, þá felst nóg af henni í verði eldsneytis og annarri notkun- arbundinni gjaldheimtu. Einnig er hægt að fara þá leið til málamiðlun- ar í tekjutilliti að innheimta einung- is virðisaukaskatt og þá af FOB- verði. Að öðrum kosti: 1. Núverandi vörugjaldsflokkun sem byggist á hlutdrægni og ótil- hlýðilegri andstöðu við stærri og öruggari bifreiðir verði afnumin að fullu. 2. Innheimt verði ein flöt pró- senta af FOB-verði skv. verðupplýs- ingum frá óháðum aðilum. Hætt verði að nota CIF-verð til grundvall- ar tollútreikningi þar sem það fram- kallar óeðlilegan verðmun á innan- landsmarkaði vegna mismunandi flutningskostnaðar á sömu vöru. Fullt, tilefni er nú til að spyija hvort ekki sé tímabært að hætta álagn- ingu tolls á flutningsgjöld. Eitt fyr- irtæki er nú markaðsráðandi á öll- um sviðum flutninga innanlands og utan. Það verður tæpast til hags- bóta fyrir neytendur ef marka má kenningar hagfræðinnar um sam- keppni. 3. Horfið verði frá ríkjandi for- ræðis- og forsjárhyggju í lagasetn- ingu á þessu sviði sem öðrum, en þess í stað miðað við þarfir meiri- hlutans sem er tryggur landi sínu og þjóð. Okurtollar og umferðarslys Á sl. ári kom út mjög ítarleg skýrsla á vegum Hagfræðistofnun- ar Háskóla íslands um kostnað þjóðarbúsins vegna umferðarslysa. Megin niðurstaða skýrslunnar er sú að heildarkostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa sé í dag um eða yfir 15 milljarðar króna á ári. Kostnaðurinn skiptist nokkuð niður, en stærsti hlutinn, sá sem lendir á ríkssjóði til greiðslu, er 7-8 milljarð- ar skv. tölum sem fram koma í skýrslunni. Afgangurinn skiptist á einstaklinga, tryggingafélög og aðra óopinbera sjóði. Árlegar tekjur ríkissjóðs af að- flutningsgjöldum af bifreiðum nema 1,5 til 2 milljörðum. Þessi upphæð er um 10% af kostnaði samfélagsins vegna umferðarslysa. Heildartekjur ríkissjóðs af bifreiðum landsmanna nema um 20 milljörðum á ári. Tekjuafgangur ríkissjóðs af bif- reiðasköttum þegar tekið er tillit til íjárútláta vegna umferðarslysa er því á bilinu 13-15 milljarðar. Þarf að kvarta undan þessari út- komu? Hefur ijármálaráðuneytið látið reikna út fyrir sig hver sparnaður- inn gæti orðið í heilbrigðiskerfinu ef samsetningin í bifreiðaeign landsmanna breyttist yfir í miklu stærri, öruggari og betri bifreiðir en Islendingum er nú „leyft“ að kaupa? Beinn fjármunalegur sparn- aður yrði fyrir alla aðila ef dæminu væri snúið við og fólk beinlínis hvatt til að eiga efnismeiri bifreiðir. Þá er ótalin sú andlega kvöl sem hægt yrði að spara hundruðum fórnar- lamba umferðarslysa. Þingsálykt- unartillaga nokkurra alþingis- manna um að gefa afslátt af völdum öryggisbúnaði eru vel meintar og ættu að vera hluti af gagngerum umbótum. Ein og sér er þessi til- laga ekki nægilegt innlegg í málið. Krafan er sú að allir sitji við sama borð í þessum efnum; neyt- endur, framleiðendur án tillits til þjóðernis og seljendur hér á landi. Innflutningur notaðra bifreiða fái áfram að þrífast, en við lagalegt umhverfi sem neyðir menn ekki til afbrota. Eitt skal yfír alla ganga. Höfundur er rekstrarhagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.