Morgunblaðið - 30.04.1997, Page 2

Morgunblaðið - 30.04.1997, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR-30. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjaradeilan vestra Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðsins Framsýnar veldur ágreiningi MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað frá BYKO. Borun hafín á ný við Kröflu JARÐBORANIR hf. hófu borun á ný við Kröflu í gærkvöld en næstu mánuði verður borað á 12 tíma vöktum allan sólarhring- inn á Kröflusvæðinu. Starfs- menn fyrirtækisins hafa síðustu daga unnið að því að koma born- um Jötni fyrir á holu númer 29, þar sem borað verður niður á um 2.100 m dýpi. Ráðgert er að verkið taki um 6 vikur. Fram að næstu áramótum verða borað- ar tvær nýjar holur til viðbótar, auk þess sem boraðir verða nýir vinnsluhlutar í tvær eldri holur, að sögn Asgeirs Margeirssonar, tæknistjóra Jarðborana. Tilgangurinn með borunum nú er að ná svokallaðri háþrýsti- gufu inn á hverfla seinni véla- samstæðu Kröfluvirkjunar. Beitt verður svokallaðri stefnuborun, sem er nýjasta tækni á þessu sviði og er framkvæmd í sam- starfi við norska aðila. Með því að bora á ská í holunum er talið að bæta megi gufuöflunina, að sögn Ásgeirs. Hann segir að háhitaborun sé ny'ög vandasamt verk og því skipti sú mikla reynsla sem áhöfn Jötuns býr yfir miklu máli. „Við leggjum mikið upp úr öryggi á vinnslusvæðinu, jafnt vinnuöryggi, sem og á hol- unum sjálfum og því er mikil- vægt að áhöfnin sé samhent," segir Ásgeir. Um 18-20 manns starfa að jafnaði við borunina. Verið að skoða mál- in öðruvísi FUNDUR í deilu þeirra félaga innan Alþýðusambands Vestfjarða sem eru í verkfalli hófst á hádegi í gær og stóð hann enn yfir seint í gær- kvöldi. Nokkur verkalýðsfélög á Vestfjörðum hafa samið ýmist beint við fyrirtæki eða gegnum Vinnuveit- endafélag Vestfjarða. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lítill gangur væri í viðræðunum. Sér sýndist þó að verið væri að skoða málin öðruvísi en áður, sem væri framför, og hann ætti von á að fram- hald yrði á viðræðunum. Hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur tóku 53% félags- manna þátt í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning um helgina og samþykktu hann 85% þeirra sem greiddu atkvæði en 15% voru honum andvíg. Þá hafa samningar einnig verið samþykktir á Tálknafirði. Sam- ið er til 15. febrúar 2000 og er heild- arhækkun á samningstímanum kringum 14%. Daði Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvíkur, sagði menn hafa metið stöðuna svo að ekki næðist meira í Bolungarvík en tekist hefði í samn- ingum annars staðar á landinu þar sem atvinnufyrirtækin stæðu jafnvel betur. Hins vegar væri nú horft mjög til vinnustaðasamninga í kjöl- farið og væri þegar farið að ræða þá. Samið beint við þijú fyrirtæki Á Bíldudal hafa komist á tveir beinir samningar, þ.e. við fisk- vinnslufyrirtækin Trostan og í nausti. Einnig hefur verið samið við fiskverkunina Bjarg á Patreksfirði. Verkfall stendur því ennþá á ísafirði, Flateyri, Suðureyri, Súða- vík, Hólmavík og Drangsnesi og hjá þeim á Patreksfirði sem ekki hafa þegar samið og á Þingeyri en þar hefur reyndar lítil starfsemi verið í gangi að undanförnu. Gagnrýni í útvarpsráði á fréttaflutning fréttastofu Sjónvarps Morgunblaðið/Kristján STARFSMENN Jarðborana voru að ljúka við að koma bornum Jötni fyrir á holu 29 í gærdag og í gærkvöld hófst svo borun að nýju á Kröflusvæðinu Reiknað er með að verkið taki 6 vikur. Hluti barst of seint HLUTI nemenda í Holtaskóla í Keflavík, sem tóku samræmt próf í stærðfræði á mánudag- inn, varð að sætta sig við að byija á seinni og erfiðari hluta prófsins, vegna þess að of fá eintök af fyrri hlutanum voru send skólanum. Sigurður E. Þorkelsson skólastjóri segir að þetta hafi valdið óþægilegri röskun fyrir nemendurna. Þegar í ljós kom að of fá eintök voru af fyrri próf- hiutanum var haft samband við Rannsóknarstofu í Uppeld- is- og menntamálum og óskað eftir leyfi til að ljósrita það sem upp á vantaði. Rannsóknar- stofan synjaði um leyfið og sagði að bíða yrði eftir því að aukaeintök yrðu send. Af þess- um sökum varð að láta 44 nemendur af 134 byija á síð- ari hlutanum. Aukaeintök af fyrri hlutanum bárust þegar klukkuna vantaði tuttugu mín- útur í tíu en prófið hófst klukk- an níu. „Ég skildi ekki hvers vegna við máttum ekki ljósrita þetta undir umsjón trúnaðarmanns menntamálaráðuneytisins. Nemendur mótmæltu ekki enda var ekki um annað að ræða en að fara þessa leið. Við getum ekki mælt nákvæm- lega hvaða áhrif þetta hefur, en maður veit að öll svona röskun slævir einbeitingu og hefur slæm áhrif á próftaka,“ segir Sigurður. Njóti sanngjarns mats Samræmt próf Hlutfall fjárfestinga erlendis gagnrýnt NOKKRAR deilur urðu á ársfundi Lífeyrissjóðsins Framsýnar sl. mánudag en Guðmundur J. Guð- mundsson, fyrrv. formaður Dags- brúnar, gagnrýndi þar fjárfesting- arstefnu sjóðsins, sem heimilar sjóðnum að fjárfesta erlendis fyrir allt að 15% af heildareign sjóðsins. Sjóðurinn hefur í reynd fjárfest fyrir um 3% af höfuðstól erlendis. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri vitfirr- ing af íslenskum lífeyrissjóðum að fjárfesta erlendis, heldur ættu þeir að einbeita sér að því að byggja upp íslenskt atvinnulíf. Guðmund- ur segir að skv. upplýsingum Seðlabanka hafi íslenskir lífeyris- sjóðir keypt erlend verðbréf fyrir 5 milljarða á seinasta ári. Framsýn hafi þó ekki keypt nema fyrir lítið brot af þeirri upphæð. Fjárfestingar erlendis verði þrengdar Á ársfundinum kom fram tillaga frá nokkrum fundarmanna um að heimild sjóðsins til fjárfestingar erlendis verði þrengd í 2-5% en að sögn Guðmundar kom hún ekki til afgreiðslu enda lá fyrir að breytingartillögur hefðu þurft að liggja fyrir a.m.k. viku fyrir árs- fundinn. „Ég hótaði að leggja fram á næsta ári tillögu um að þetta færi ekki upp fyrir 2% og að ég myndi fylgjast með þeim,“ sagði Guðmundur. Á ársfundinum tók Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, við stjórnarformennsku í Framsýn af Halldóri Björnssyni, formanni Dagsbrúnar, en stjórnar- menn skipta formennskunni á milli sín árlega. Þórarinn segir að fjár- festir.garstefna sjóðsins hafi verið lögð fram á fundinum til kynning- ar og enginn ágreiningur væri um það sjónarmið Guðmundar J. að nýta sjóðina til uppbyggingar í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn hlyti þó jafnan að leita bestu ávöxtunar og um þessar mundir væri hún óvíða betri en á íslensk- um verðbréfa- og hlutabréfamark- aði. „Til lengri tíma litið er jafn- ljóst að lífeyrissjóðirnir verða af efnahagslegum ástæðum að festa verulegan hluta af eignum sínum erlendis, vegna þess að hér yrði ein allsheijar kreppa ef ætti á skömmu árabili eftir 20 til 30 ár að draga gríðarlegar fjárhæðir út úr hagkerfinu, þegar ellilífeyris- greiðslurnar vaxa stórlega. Það er því öryggismál fyrir hagkerfið að vera með hluta af þessum eign- um annars staðar,“ sagði hann. Utvarpsráð óskar frekari skoðunar FRAM kom gagnrýni á fréttaflutn- ing fréttastofu Sjónvarps vegna álits umboðsmanns Alþingis á rétt- mæti stöðuveitinga í Háskóla ís- lands, á fundi útvarpsráðs í gær. „Ýmsir töldu fréttaflutninginn mjög ámælisverðan og aðrir að ástæða væri að fara betur yfir málið,“ segir Gissur Pétursson út- varpsráðsmaður, einn þeirra sem tók málið upp á fundi ráðsins í gær. Athygli beint að röngum manni Hann segir að þeir sem settu fram aðfinnslur við fréttaflutning haff meðal annars talið að álit um- boðsmanns hafi falið fyrst og fremst í sér gagnrýni á lögfræðinga menntamálaráðuneytis og óþarft hafi verið að beina athyglinni sér- staklega að Vésteini Ólasyni, pró- fessor við Háskóla íslands, í því sambandi. „Ég spurði hvort stofnunin ætl- aði að svara þeirri gagnrýni sem að henni hefur beinst, enda umfjöll- un verið um málið í ýmsum fjölmiðl- um að undanförnu. Almennt töldu menn að þörf væri á að fara yfir það og skoða betur málsatvik, því ekki væri nóg að svara með þeim hætti sem gert hefur verið. Þær spurningar sem þetta mál hefur vakið hjá mér eru meðal ann- ars um tímasetningu fréttaflutnings 13. til 15. mars og finnst mér um- hugsunarvert að málið var tekið upp með slíkum þrótti, beint ofan í rekt- orskjör í HI, vitandi að það hlyti að hafa áhrif á stöðu eins frambjóð- andans,“ segir Gissur. Otvarpsráð ákvað að beina því til stjórnanda Sjónvarpsins, út- varpsstjóra og framkvæmdastjóra Sjónvarps, að þeir færu yfir málið og athuguðu hvort ástæða væri til að gera frekari athugasemdir. Hugsanleg áhrif á kjör Gissur kveðst hafa heyrt sam- særiskenningar frá utanaðkomandi einstaklingum vegna fréttaflutn- ings Sjónvarpsins sem hann leggi litla trú á, en þó telji hann ljóst að fréttastofa Sjónvarpsins hefði átt að gera sér ljóst að umfjöllun henn- ar um málið hefði getað haft áhrif á gang rektorskjörs. Menntamálaráðuneytið hef- ur sent frá sér fréttatilkynn- ingu vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á stærð- fræðiprófið. Þar segir að ráðu- neytið telji það alvarlegt ef mistök, sem bitna á nemend- um með ósanngjörnum hætti, verða við framkvæmd sam- ræmda prófa. Ráðuneytið hafi lagt áherslu á að skýrar reglur væru um framkvæmdina á prófunum og að þau væru áreiðanleg og að nemendur nytu hlutlægs og sanngjarns mats á prófúrlausnum. ■ Eiga að mæla/6 ■ Nemendur um allt/10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.