Morgunblaðið - 30.04.1997, Síða 22
22 MIÐVIKUÐAGUR 30. APRÍL 1997
.......................... MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Þjóðverjar
lýsa ábyrgð
á árásinni
á Guernica
Malaga. Morgunblaðið.
ÞÝSK stjómvöld lýstu á sunnudag
yfir því að Þjóðverjar bæru ábyrgð
á því að spænska bænum Guernica
var nánast gjöreytt í borgarastríð-
inu á Spáni fyrir 60 árum. í yfirlýs-
ingu Romans Herzog, forseta
Þýskalands, biðjast Þjóðveijar jafn-
framt fyrirgefningar á þessu
grimmdarverki. Sextíu ár eru liðin
frá loftárásinni.
Enn er ekki vitað með vissu
hversu margir týndu lífi í loftárás-
inni á Guemica en talið er að ekki
færri en 2.000 manns hafí verið
drepin. Árásina gerðu þýskir nas-
istar að beiðni Francisco Franco til
að aðstoða þjóðemissveitir hans í
borgarastyijöldinni á Spáni. Gu-
emica var höfuðvígi baskneskra
þjóðemissinna.
Loftárásin á Guemica er einnig
söguleg fyrir þær sakir að hún var
hin fyrsta sem gerð var á stað sem
hafði enga hemaðarlega þýðingu.
Þykir líklegt að ráðamenn flughers
þýskra nasista hafí talið þetta kjör-
ið tækifæri til að æfa slíka árás.
Alltjent bendir flest til þess að árás-
in hafí verið framkvæmd með þeim
hætti að sem flestir týndu lífi. Skot-
ið var á þá íbúa sem komust lífs
af úr sjálfri loftárásinni.
Tíu ára barátta
Það var þingmaður þýska
Græningjaflokksins, Petra Kelly,
sem hóf baráttu fyrir því að Þjóð-
veijar viðurkenndu ábyrgð sína í
þessu efni fyrir rúmum tíu ámm.
Kristilegir demókratar og sam-
starfsflokkar þeirra, lögðust gegn
öllum tilraunum Kelly til að þoka
málinu áfram. Fréttir frá Þýska-
landi í liðinni viku hermdu að enn
væri deilt um orðalag yfírlýsing-
arinnar og virðist svo sem Roman
Herzog forseti hafi loks ákveðið að
höggva á hnútinn.
Reuter
Stíðsföng-
um sleppt
MOHAMED Abdelaziz, leiðtogi
sjálfstæðishreyfingar Vestur-
Sahara (Polisario), sagðist í gær
binda miklar vonir við að sendi-
för James Bakers, fv. utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, til
Norður-Afríku yrði til þess að
fullnaðarlausn á deilunni um
Vestur-Sahara fyndist.
Baker ræddi við Abdelaziz, svo
og Liamine Zeroual forseta Als-
ír, Maaouya Sid Ahmed Taya,
leiðtoga Máritaníu, og Hassan
Marokkókonung.
í tilefni komu Bakers leysti
Polisario 85 marokkóska stríðs-
fanga lausa, en hreyfingin hefur
haldið um 2.000 Marokkó-mönn-
um sem stríðsföngum, sumum
þeirra í allt að 20 ár. Á mynd-
inni er einn þeirra að störfum i
fangabúðum í Saharawi.
Sprengjuárás eykur spennu
milli Rússa og Tsjetsjena
Reuter.
ANATOLÍ Kúlíkov, innanríkisráð-
herra Rússlands, sagði í gær að lög-
reglan hefði handtekið tvær tsjetsj-
enskar konur, sem væru grunaðar
um að hafa skipulagt sprengjutil-
ræði í lestastöð í suðurhluta landsins
á mánudag. Tveir menn biðu bana
í sprengingunni og 20 særðust og
fímm dögum áður hafði sprenging
í annarri lestastöð kostað tvo menn
lífíð. Kúlíkov kvaðst óttast að tsjetsj-
enskir aðskilnaðarsinnar, sem hann
lýsti sem glæpamönnum, væru að
færa sig upp á skaftið og spennan
í samskiptum Rússa og Tsjetsjena
hefur ekki verið jafn mikil frá þeir
sömdu um vopnahlé í ágúst.
Kúlíkov skýrði ennfremur frá því
að lögreglumenn hefðu barist við
20 tsjetsjenska byssumenn í fyrri-
nótt, eftir að þeir hefðu reynt að
laumast frá Tsjetsjníju til nágranna-
héraðsins Dagestan. Óstaðfestar
fregnir hermdu að mannfall hefði
orðið í bardaganum.
Innanríkisráðherrann sagði að
tvær konur hefðu verið handteknar
vegna tilræðisins og þær hefðu báð-
ar tekið þátt í árás tsjetsjenskra
aðskilnaðarsinna á Búdennovsk árið
1995 sem kostaði rúmlega 100
manns lífið. „Þetta eru ekki upp-
reisnarmenn," sagði Kúlíkov. „Þetta
er ekki pólitísk barátta, þetta er
stigamennska. Við munum klófesta
þessa glæpamenn og tortíma þeim.“
Movladi Udugov, aðstoðarforsæt-
isráðherra Tsjetsjníju, sagði ekkert
hæft í þessum ásökunum. Leiðtogar
aðskilnaðarsinna sökuðu ótilgreind-
ar sérsveitir í Rússlandi um að hafa
staðið fyrir sprengjutilræðinu til að
grafa undan friðarumleitunum.
Maskhadov að
missa tökin?
Kúlíkov kvaðst óttast að Aslan
Maskhadov, sem var kjörinn forseti
Tsjetsjníju i janúar, gæti ekki lengur
haft hemil á herskáum aðskilnaðar-
sinnum í héraðinu. „Ljóst er að það
er engin eining meðal forystumanna
Tsjetsjena og Maskhadov kann að
hafa misst tökin á stjórninni."
Innanríkisráðherrann bætti við að
íbúar Kákasus-héraðanna hefðu
krafíst harðra aðgerða gegn tsjetsj-
enskum „glæpamönnum" og sagði
að hætta væri á skipulögðum of-
sóknum á hendur Tsjetsjenum í
Rússtandi vegna tsjetsjenskra
hermdarverkamanna.
Talsmaður Borís Jeltsíns sagði að
forsetinn hefði miklar áhyggjur af
þróuninni og vildi að lögreglan gripi
til harðra aðgerða til að koma í veg
fyrir frekari hermdarverk.
Vopnahléssamningurinn sem und-
irritaður var í ágúst batt enda á átök-
in í Tsjetsjníju en Rússar og Tsjetsj-
enar eiga enn eftir að útkljá deiluna
um hvort Tsjetsjníja eigi að vera hluti
af Rússlandi eða sjálfstætt ríki. Að
undanfömu hafa staðið yfír erfíðar
samningaviðræður en Vakha Ars-
anov, varaforseti Tsjetsjníju, sagði
að Tsjetsjenar gætu ekki haldið við-
ræðunum áfram nema Kúlíkov bæð-
ist afsökunar á ásökunum sínum eða
legði fram sannanir fyrir þeim.
Skýrsla um endurskoðun varnarmálastefnu Bandaríkjanna
Hermönnum fækkað
og ný hátæknivopn
ENDURSKOÐUN á stefnu
Bandaríkjastjórnar í varnarmál-
um getur leitt til þess, að fækkað
verði um tugi þúsunda hermanna,
einkum í landhemum, og fjár-
framlög til kaupa á nýjum orr-
ustuþotum fyrir flugherinn og sjó-
herinn verði lækkuð. Kom þetta
fram í bandaríska dagblaðinu The
New York Times í gær.
Kemur þetta fram í skýrslu,
sem bandaríska hermálaráðuneyt-
ið lætur vinna fjórða hvert ár, en
hún verður gerð opinber í næsta
mánuði. Segir þar, að niðurskurð-
urinn eða það fé, sem sparist,
verði notað til að greiða fyrir nýja
kynslóð hátæknivopna.
Fækkunin mest í landhemum
Hugsanlegt er talið, að endur-
skoðunin leiði til breytinga á vam-
armálastefnunni en nú er gert ráð
fyrir, að Bandaríkjaher geti átt í
svæðisbundnum átökum á tveim-
ur stöðum í einu. Er þá átt við
átök, sem ekki eru minni en
Persaflóastríðið. Er það haft eftir
embættismönnum í Pentagon, að
lítill hemaðarstyrkur hugsanlegra
fjandmanna gæti réttlætt slíka
breytingu.
Bandaríkjastjóm hefur hálfri
annarri milljón hermanna á að
skipa en í landhemum era
495.000 menn. Sagt er, að þar
verði fækkað um allt að 50.000
hermenn en talsmenn landhersins
segja, að það yrði mikið slys. Þá
yrðu fjárframlög til flugvélakaupa
minnkuð.
Spamaðinn af niðurskurðinum
á að nota til greiða fyrir ný há-
tæknivopn, til dæmis tölvustýrð
stórskotavopna og tæki, sem
greina og vara við lífefnavopnum.
Síðasta endurnýjunin í vopnabún-
aði Bandaríkjahers átti sér stað á
Reagan-árunum en mörg þeirra
vopna era nú talin úrelt.
Búist er við nokkrum niður-
skurði á fjárlögum flughersins til
kaupa á nýrri kynslóð F-22-orr-
ustuþotna en þau era nú 5.000
milljarðar ísl. kr. og sömu sögu
er að segja um 6.000 milljarða
ísl. kr. fjárlög sjóhersins til kaupa
á F/A-18E/F-árásarþotna.
Leitað svara
Skýrslan verður birt í næsta
mánuði og þá mun óháð sérfræð-
inganefnd fjalla um hana og skila
sinni skýrslu. Verða þær báðar
teknar fyrir af þinginu, sem á síð-
asta orðið í þessu máli.
Bandarískir þingmenn segja,
að tilgangurinn með skýrslunni
sé að fá svör við ýmsum spuming-
um, sem vaknað hafa eftir lok
kalda stríðsins: Munu hátækni-
vopnin draga úr þörf fyrir fjöl-
mennan landher? Er líklegt, að
Kína verði hættulegur andstæð-
ingur Bandaríkjanna á næstu ára-
tugum? Á að leggja minni áherslu
á hefðbundna bardagaþjálfun en
meiri á friðargæslu eins og í Bosn-
íu og Haiti?
Fjárframlög til hermála hafa
lækkað um þriðjung í Bandaríkj-
unum á einum áratug og líkur á
enn meiri niðurskurði hafa vakið
gremju meðal ýmissa þingmanna,
ekki síst repúblikana. Þá hefur
öryggismálanefnd fulltrúadeildar-
innar einnig varað við honum.
Yfirburðir á öllum sviðum
William Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í síð-
asta mánuði, að það krefðist mik-
illar endurnýjunar að búa herinn
undir þá óvissu tíma, sem fram-
undan væra. „Við viljum ekki
standa jafnt að vígi í stríði. Við
viljum hafa yfirburði á öllum svið-
um og sigra á okkar forsendum,“
sagði Cohen.
Reuter
Gert við Mír
RÚSSNESKI geimfarinn Vasílíj
Tsíblíev (til hægri) og banda-
rískur starfsbróðir hans, Jerry
Linenger, vinna utan Mír-geim-
stöðvarinnar rússnesku í gær.
Tók geimganga þeirra fimm
stundir og notuðu þeir tímann
til að dytta að stöðinni sem er
orðin nokkuð lúin eftir ellefu
ára notkun.
Þjóðverji hnepptur
í varðhald í Kina
Peking. Reuter.
BLAÐAMAÐUR þýska vikuritsins
Der Spiegel hefur verið hnepptur í
varðhald í borginni Chaohu í mið-
hluta Kína. Er hann sakaður um
að hafa stundað fréttaöflun í heim-
ildarleysi.
Blaðamaðurinn, Jiirgen Kremb,
var tekinn fastur í gær ásamt Wei
Xiáotao, bróður andófsmannsins
Weis Jingshengs, frumkvöðuls um-
bótasamtaka kínverskra lýðræðis-
sinna, er þeir sátu að snæðingi með
nokkrum bændum á heimaslóðum
Weis, í borginni Bazhen.
Neitaði Kremb að undirrita lög-
regluskjal á þeirri forsendu að hann
hefði ekki brotið neitt af sér. Var
vegabréf hans gert upptækt, svo
og kínverskt dvalarleyfí hans og
flugfarseðill.