Morgunblaðið - 30.04.1997, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Oður til draums-
ins á Sólheimum
Selfoss. Morgunblaðið.
Á SUMARDAGINN fyrsta frum-
sýndi Leikfélag Sólheima spuna-
leikritið Draumalandið sem er
byggt á draumum leikhópsins, sett
saman af Sigrúnu Sói, leikkonu,
með aðstoð skiptinemanna Estelle,
Helgu og Melanie. Húsfyllir var á
sýningunni og vakti hún mikla
hrifningu viðstaddra.
Draumalandið er sem áður sagði
spunaverk, nokkurs konar óður til
draumsins. Svo segir í tilkynningu
frá leikstjóra: „Eru draumar nokk-
uð raunverulegir? Meðan við vitum
það ekki er einmitt svo skemmtilegt
að leika okkur með þá, spinna með
þá. Fljúga með draumunum á vit
nýrra ævintýra í Draumalandinu
okkar. Og það höfum við gert“
Leikfélag Sólheima er eitt elsta
starfandi leikfélag landsins og er
komin löng hefð fyrir því að leikfé-
lagið setji upp leikrit á sumardaginn
fýrsta. Leikarar í Draumalandinu
stóðu sig með miklum sóma og
greinilegt er að samvinna þeirra og
leikstjórans, Sigrúnar Sólar, hefur
tekist vel. Öll umgjörð í kringum
verkið féll vel að því sem fram fór
á sviðinu, dulítið dreymið og seið-
andi. Leikarar Leikféíags Sólheima
mega vera stoltir af þessu verki sem
flytur fagran boðskap um draum-
bjarta veröld.
Myndlistarsýningin Vorið er
komið var opnuð á Sólheimum sum-
ardaginn fyrsta. Verkin á sýning-
unni voru unnin síðastliðna tvo vet-
ur á vegum fullorðinsfræðslu fatl-
aðra á Sólheimum. Leiðbeinandi í
málun var Erla Björg Rúnarsdóttir.
Aðferðir hennar byggjast á kenn-
ingum Rudolf Steiner. Leiðbeinadi
í leirgerð var Benjamín Allemand.
„Blautt í blautt“
Þegar nemendurnir byija að
mála mynd er veitt leiðsögn, en síð-
an eru þeim gefnar frjálsar hendur
við að upplifa og útfæra æfinguna.
Notaðir eru vatnslitir, en aðferðin
við málun nefnist „blautt í blautt"
þar sem pappírinn er hafður blaut-
ur, það skapar sérstaka aðferð.
Meðferðargildi æfinganna er viður-
kennt og miðast þær m.a. við að
skapa jafnvægi og bæta einbeit-
ingu.
Kennslustundirnar byijuðu ávallt
á undirstöðuæfíngum sem miðuðu
að því að kynna auðveld „hand-
form“, þ.e. form sem passa í lófa,
og margbreytileika þeirra. Tilgang-
urinn er að hjálpa nemendanum að
venjast leirnum. Einnig fengu nem-
endur æfingu í að gera mynd- eða
mannsform í andstöðu við dýra-
form.
Morgunblaðið/Sig. Fannar
ÚR SPUNALEIKRITINU Draumalandið sem leikfélag Sólheima
frumsýndi á sumardaginn fyrsta.
FJÖLMENNI var á myndlistarsýningunni á Sólheimum. Hér
má sjá hluta þeirra verka sem voru til sýnis.
BarPar á
ferð um
landið
BARFLUGURNAR og Regn-
bogahótelin standa fyrir sýn-
ingum á leikritinu BarPar víða
um land á næstunni.
Leikferðin byijar á Austur-
landi með sýningu á Hótel
Valaskjálf á morgun, fímmtu-
dag, og síðan er farið á Breið-
dalsvík og sýnt á Hótel Blá-
felli 2. maí og á Hótel Höfn,
Hornafirði, 3. maí.
Næst verður farið á Suður-
land og til Vestmannaeyja þar
sem sýnt verður á Hótel
Bræðraborg, Vestmannaeyj-
um 7. og 8. maí og á Hótel
Selfossi föstudaginn 9. maí.
Þaðan verður farið á Vestur-
land og sýnt í Hótel Stykkis-
hólmi föstudaginn 23. maí og
þaðan lögð leið á Vestfirði og
sýnt á Hótel ísafirði laugar-
daginn 24. maí og sunnudag-
inn 25. maí.
Saga Jónsdóttir og Guð-
mundur Ólafsson leika parið.
Leikstjóri er Helga E. Jóns-
dóttir, leikmynd og búninga
gerði Jón Þórisson og lýsingu
annast Lárus Björnsson. Sýn-
ingarstjóri er Kári Gíslason.
Áhorfendur sitja við borð og
geta notið veitinga meðan á
sýningu stendur.
Vortónleikar
Söngfélags
Skaftfellinga
SÖNGFÉLAG Skaftfellinga heldur
sína árlegu vortónleika í Fella- og
Hólakirkju 1. maí nk. kl. 17. Stjórn-
andi kórsins er Violetta Smid og
undirleikari Pavel Smid. Kaffíveit-
ingar í hléi.
Efnisskrá tónleikanna er blönd-
uð, þar koma m.a. fram ungar
stúlkur úr kór Öldutúnsskóla, þá
mun Söngfélagið halda tónleika á
Hofi í Öræfum 9. maí, á Hornafirði
10. maí og í Leikskálum, Vík í
Mýrdal, 11. maí.
KIRKJUKÓR Akraness.
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Stjörnustríð
enn o g aftur
Tónleikar Kirkju-
kórs Akraness
ATRIÐI úr gamanleikritinu
Grænu lyftunni.
Leikfélag
Sauðárkróks
sýnir Grænu
lyftuna
Sauðárkróki. Morgunblaðið.
SÆLU VIKU SÝNING Leikfé-
lags Sauðárkróks að þessu sinni
er gamanleikritið Græna lyftan
eftir Avery Hopwood, í nýrri
þýðingu Þórunnar Magneu sem
leikstýrir jafnframt leikritinu.
Leikarar í sýningunni, sem
frumsýnt var 27. apríl, eru átta
og fjórir leikarar eru að stíga
sín fyrstu skref með Leikfélagi
Sauðárkróks. Aðstandendur
sýningarinnar eru um tuttugu
talsins.
Gamanleikritið Græna lyftan
var skrifað um 1930 og fjaílar
m.a. um hjónabandið og ýmsar
hliðar þess. Gamansöm tök á
þessu sígilda efni koma væntan-
lega til með að kitla hláturtaug-
ar leikhúsgesta og ef til vill sjá
einhverjir heimilislíf sitt í öðru
ljósi.
Sýnt er í Félagsheimilinu Bif-
röst á Sauðárkróki. 4. sýning
verður á morgun, fimmtudag,
kl. 20.30.
KVIKMYNDIR
Iláskólabíó
ENDURKOMAJEDANS
„Return of the Jedi“ ★ ★ Vi
Leikstjóri: Richard Marquand.
Handrit: Lawrence Kasdan og
George Lucas. Byggt á sögu Georges
Lucas. Kvikmyndataka: Alan Hume.
Tæknibrellur: Industrial Light &
Magic (ILM), o.fl. Aðalleikaran
Mark Hamill, Harrison Ford, Carrie
Fisher, Billy Dee Williams, Anthony
Daniels, og Ian McDiarmid.
134 mín. Bandarísk. 20th Century
Fox/ Lucasfílm Ltd. 1983.
SJÖTTA hluta Stjörnustríðsbálks-
ins, „Return of the Jedi“, vantar
frumleika hluta fjögur og fímm.
„Star Wars“, eða „Episode IV: A
New Hope“, var fersk og spenn-
andi, og „The Empire Strikes Back:
Episode V“ þróaði persónurnar
áfram og bjó yfir skemmtilegum
leikfléttum. „Return" hefur því mið-
ur ekkert af þessu. Hún er sundur-
laus í uppbyggingu og býr yfir lítilli
dramatískri spennu.
Það er samt ekki þar með sagt
að það sé algjör kvöl og pína að
horfa á „Return“. Myndin er prýðileg
afþreying, og goðsögninni um Loga,
Lilju, og pabba þeirra, Anakin geim-
gengil, tekst að grípa áhuga manns
aftur, eins og hún gerði fyrir tæpum
fimmtán árum.
Baráttu góðs og ills tekst enn að
yfirstíga svakalega slappan leik, illa
skrifuð samtöl, og söguþráð sem á
best heima í síðdegissápuóperu.
Hvað leikinn varðar er sérstaklega
gaman að fylgjast með Mark Ham-
ill reyna að túlka innri baráttu þeg-
ar keisarinn ógurlegi ætlar að snúa
honum yfír á sitt band.
Það eru sverðin, hin slímugi Jabba
the Hutt, og frumstæðu stríðsbangs-
arnir sem eru stjörnur sjötta hlut-
ans. Því hveijum er svo sem ekki
sama um leikræn mistök þegar leysi-
geislasverðin hvissa og kurra með
miklum tilþrifum, og krúttlegir
bangsar vinna sigur á morðtólum
hins illa keisaraveldis?
Töluvert af viðbætum er að fínna
í endurútgáfunni af „Return“. Þetta
eru aðallega skrautnúmer, dans,
söngur og tölvuunnar sprengingar,
sem bæta myndina á engan hátt.
Eina ánægjan sem þetta viðbótar-
skraut kannski veitir, er fyrir eld-
heita Stjörnustríðsaðdáendur að nót-
era hjá sér nýjungarnar.
Anna Sveinbjarnardóttir
Akranesi. Morgunbladið.
KIRKJUKÓR Akraness heldur tón-
leika í safnaðarheimilinu Vinaminni
á Akranesi í dag og hefjast þeir
kl. 20.30.
Að þessu sinni eru tónleikarnir
tileinkaðir Eyþóri Stefánssyni tón-
skáldi og eru átta af fjórtán lögum
á efnisskránni samin af honum.
Stjórnandi kórsins er Katalin Lör-
incz, en undirleikari er Anna Snæ-
björnsdóttir. Einsöngvarar eru að
þessu sinni þrír. Dröfn Gunnars-
dóttir, Guðrún Ellertsdóttir og
Ragnhildur Theódórsdóttir. Tvísöng
syngja þær Guðrún Ellertsdóttir og
Unnur Arnarsdóttir.
Tolkien áfram á toppnum
London. The Daily Telegraph.
NYLEG könnun, sem gerð var
í Bretlandi, á því hvaða bækur
menn héldu upp á, staðfestir enn
einu sinni vinsældir Hringa-
dróttinssögu JRR Tolkiens. í
janúar sl. völdu 25.000 við-
skiptavinir Waterstone-bóka-
búðanna hana bestu bók aldar-
innar og hefur nokkuð verið
deilt á framkvæmd þeirrar
könnunar. í nýbirtri könnun,
sem um 10.000 manns tóku þátt
í, er niðurstaðan hins vegar hin
sama, þegar velja á bestu bók-
menntir allra tíma.
Bretar eru trúir sínum höf-
undum, Tolkien er í fyrsta sæti,
með 3.270 atkvæði, Hroki og
hleypidómar eftir Jane Austen
fær 3.212 atkvæði og David
Copperfield lendir í þriðja sæti
með 3.070 atkvæði. Ekkert nú-
tímaverk kemst á listann yfir
fimmtíu efstu bækurnar.
Biblían lenti í 35. sæti og heild-
arútgáfa á verkum Shakespear-
es í því fjórða.
Margir hafa átt erfitt með að
trúa því að Hringadróttinssaga
þyki bera svona af öðrum
verkum og einn þeirra er
Humphrey Carpenter, sem
skrifað hefur ævisögu Tolkiens.
Segir hann bókina ekki þá
bestu á þessari öld og að hann
telji að sú hafi heldur ekki
verið skoðun Tolkiens sjálfs.
Frá því að bókin kom út 1954-
1955 hefur hún selst í 50
milljónum eintaka.